Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 11

Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 91 Ágústveður: Metúrkoma á sólar- hring í Reykjavík Mesta úrkoma, sem nokkru sinni hefur mælst í Reykjavík á einum sól- arhring í ágúst, féll úr lofti föstudag- inn 10. ágúst sl. að því er Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræóingur á Veð- „Hagnýt lögfræði“ — Gunnar Eydal og Þor- gerður Benedikts- dóttir tóku saman ÚT ER komin hjá Erni og Örlygi bókin Hagnýt lögfræði eftir Gunnar Eydal og Þorgerði Benediktsdóttur. Ahugi á lögfræði er mikil meðal al- mennings á íslandi. Lengi hefur vantað bók sem er aðgengileg fyrir allan almenning og auðvelt er að fletta upp í varðandi lögfræðileg álitaefni. Bók þeirra Gunnars og Þorgerðar bætir hér úr og er jafn- framt miðuð við kennslu á félags- sviði í framhaldsskólum, en bóka- skortur hefur staðið slíkri kennslu fyrir þrifum um nokkurt árabil, segir í frétt frá útgefanda. Höfundar bókarinnar, Gunnar Eydal og Þorgerður Benedikts- dóttir, hafa mikla reynslu á hinu félagslega sviði innan lögfræðinn- ar og endurspeglast sú reynsla þeirra í þessari bók, sem auðveld- ar vonandi almenningi að rata í þéttum skógi laga og reglna á ts- landi. Að loknu kandidatsprófi í lög- fræði og framhaldsnámi við Kaupmannahafnarháskóla starf- aði Gunnar Eydal í þágu launþegasamtaka, m.a. var hann framkvæmdastjóri Sambands fsl. bankamanna og nú síðustu árin skrifstofustjóri Reykjavíkurborg- ar. Hann hefur jafnframt unnið við almenn lögfræðistörf, við kennslu og setið í ýmsum nefnd- um, m.a. var hann formaður Barnaverndarráðs tslands. Þorgerður Benediktsdóttir hef- ur starfað sem lögfræðingur Tryggingastofnunar ríkisins frá því hún lauk framhaldsnámi í lög- um við Oslóar-háskóla. Hún er því gjörkunnug á sviði félagsmála- réttar. Bókin Hagnýt lögfræði er að öllu leyti unnin í prentsmiðjunni Hólum. Káputeikningu gerði Sig- urþór Jakobsson. (KrétUtilkynning) Interpol: Kína inn — Taiwan út Lúiemborg, 6. september. AP. KÍNA hefur verið samþykkt sem að- ildarríki Interpool, alþjóðalögreglu- samtakanna, og af þeim sökum hef- ur Taiwan sagt sig úr samtökunum. Árlegur fundur fulltrúa hinna 135 aðildarríkja stendur yfir I Lúxemborg og lýkur á mánudag, eftir vikulöng fundarhöld. Frétta- mönnum var ekki heimill aðgang- ur að fundinum, en fundarmenn sögðu að aðild Kína hefði verið samþykkt með miklum meiri- hluta. Kína verður því fjórða kommúníska ríkið til að ganga I samtökin, á eftir Júgóslavíu, Ungverjalandi og og Rúmeníu. Fulltrúar Taiwan gáfu engar yf- irlýsingar við fréttamenn er þeir yfirgáfu fundinn, en ekki var búist við að þeir sneru aftur. urstofu íslands, tjáði Mbl. í gær. Að öðru leyti var þessi ágústmánuður ekki svo frábrugðinn forverum sín- um í almanakinu, þó að Sunnlend- ingar kunni e.Lv. að hafa verið farn- ir að halda annað eftir því sem á hann leið. í nýliðnum ágústmánuði var sunnan- og suðvestan átt ríkjandi. Úrkomusamt og sólarlítið var því viða sunnanlands og vestan, en mjög þurrt og sólríkt norðanlands og austan. Meðalhiti mánaðarins i Reykjavík var 9,9 stig, sem er tæpri gráðu undir meðallagi ár- anna 1931—1960 og hálfri gráðu undir meðaltali áranna 1961—1980. Á Akureyri var hitinn 12,2 stig, sem er tæpum tveimur gráðum yf- ir meðallagi áranna 1931—1960. Á Höfn var meðalhitinn 10,1 stig og á Hveravöllum 7,1 stig, sem er um meðallag á báðum stöðum. I Reykjavík rigndi tvisvar sinn- um meira en gerist I meðalári. Mældist úrkoman í mánuðinum 130 millimetrar, sem er um 15 mm meira en í ágúst í fyrra og aðeins tvisvar hefur mælst meiri úrkoma I ágústmánuði I Reykjavík frá 1920. Mestur hluti úrkomunnar féll fyrri hluta mánaðarins og að morgni þess 10. mældist hún 42,4 mm sem er mesta sólarhringsúr- koma ágústmánaðar í höfuðborg- inni. Á Akureyri mældist úrkom- an aðeins 15 mm, sem eru % hlut- ar af meðalúrkomumagni ágúst- mánaðar þar, en á Höfn 87 mm, sem er nokkuð undir meðallagi og á Hveravöllum 92 mm, sem er um einn fimmti hluti umfram meðal- lag. Sólskinsstundir mældust í Reykjavík 103, sem er 56 stundum minna en í meðalári, en á Akur- eyri skein sólin í 174 klukkustund- ir, sem er 62 stundir umfram með- alár. í lok mánaðarins var komin fremur hæg norð-austlæg átt og orðið öllu bjartara í veðri sunnan- lands. „Það eina óvanalega við veður- far þessa ágústmánuðar, var þessi mikla úrkoma á einum sólarhring í Reykjavík, þó að þeir kalli þetta nú smámuni austur undir Eyja- fjöllum og þar um slóðir. Fyrsti dagur ágústmánaðar var góður sólardagur í Reykjavík, en síðan var sólarlítið og rættist ekki úr fyrr en eftir þann tuttugasta," sagði Adda Bára og bætti því við í lokin, að þau veðrabrigði gæfu alls ekki tilefni til þess „höfuðdags- átrúnaðar", sem virtist hafa grip- ið um sig hjá sumum í lok mánað- arins. Sólin hefði loks farið að skína á Reykvíkinga þann tuttugasta og fyrsta ágúst, en höfuðdagurinn hefði hins vegar ekki verið fyrr en tuttugasta og níunda þess mánað- ar. PB snjóbræðslurörin kaupir þú í eitt skipti fyrir öll. Á islandi skiptir f rostþolið öllu máli! Snjóbrœðslurör undir bílastœði, heimkeyrslur, gangstéttir o.íl. leggur þú í eitt skipti fyrir öll. Tímaírek undirvinna, kostnaðarsöm malbikun, steypu eða hellulagning getur öll eyðilagst eí rörin sjdlí, sem þó eru aðeins um 15% af heildarkostnaði fram- kvœmdanna, þola ekki íslenska írosthörku eða t.d. oí mikinn hita íslenska hitaveituvatnsins. Með þetta að leiðarljósi höíum við fyrstir á íslandi hafið framleiðslu Helstu kostir PB-röranna eru: Meira Irost- og hitaþol: PB-rörin þola meiri hitasveiílur en nokkur önnur rör á markaðinum eða á snjóbrœðslurörum úr Polybutylene-plasteíni, - grimmsterku efni sem býr yíir ótrúlegu frost-og hitaþoli. Eftir nákvœman samanburð muntu komast að því að PB-rörin frá Berki h.í. haía aídráttarlausa sérstöðu á íslenskum markaði. Óskar Jónsson hjá Óskarl & Braga s.l.: „Við leitumst við að velja það besta á markaðinum hverju sinni. Þess vegna notum við PB-rörin frá Berki hí.‘ allt frá -30°C til 90°C án þess að bresta. Þau þola því að vatn frjósi í þeim eða renni í þeim að staðaldri allt að 95°C heitt. Þetta reynir á við skyndilegt frostálag vegna hitaveitulokunar eða ef hraða á snjóbráðnun á planinu með háu vatnshitastigi. Þettaþýðirumleið fullkomið öryggi án þess að notast sé við lokað keríi með frostlegi og íorhitun. Auðveldari lagning og örugg samsetning: PB-rörin þarf ekki að hita þegar þau eru beygð. Þau em aígreidd í lengdum samkvœmt ósk kaupenda og unnt er að samtengja þau með venjulegum tengistykkjum. Hagstœtt verð: PB-snjóbrœðslukeríi er einíöld og varanleg íramtíðarlausn þar sem gœðin sitja á oddinum. Við bjóðum þau nú á sérlega hagstœðu verði. HJALLAHRAUNt 2 ■ SIMI S375S ■ PÚSTHOLF 239 ■ 220 HAFNARFIRDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.