Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 6
86 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 Um meistaranjósnarann Sidney Reilly, en sjónvarpið hefur hafið sýningar á framhaldsmyndaflokki í 12 þáttum um ævintýri þessa eins frægasta njósnara Breta. Sagt er að Ian Fleming hafi byggt söguhetju sína James Bond á ReiIIy Á þriðjudagskvöldið síðasta hóf göngu sína í sjónvarpinu fram- haldsþáttur um meistaranjósnara bresku leyniþjónustunnar, Sidney Reilly. Þættirnir eru breskir og voru þeir sýndir í Bretlandi fyrir ári síðan. Aðalleikarinn, Sam Neill, er ástralskur og á að baki leik í myndum eins og MY BRILLIANT CAREER, ENIGMA og OMEN III, en leikstjórinn, Jim Goddard, leikstýrði m.a. þáttun- um um NICHOLAS NICKLEBY, sem sýndir voru hér í sjónvarpinu fyrir stuttu. Sjónvarpsþættirnir, sem byggðir eru á bók eftir Robin Bruce Lockhart, „Ace of Spies", eru að stórum hluta skáldskapur en um það leyti sem þeir voru sýndir í Bretlandi kom út bók eftir sagnfræðinginn Michael Kettle, sem hét „Sidney Reilly — The True Story“, sem hann gerði á heilum 20 árum og skrifaði, sam- kvæmt því sem hann segir, eftir óyggjandi heimildum. I bók sinni segir Kettle að Reilly hafi verið Pólverji fæddur árið 1874 á landareign við ána Niemen í Bielsk-héraði í Póllandi. Hans raunverulega nafn var Sigmund Georgievich Rosenblum og var faðir hans, Grigory Jakovlevich Rosenblum, ríkur pólskur gyðing- ur, landeigandi og verktaki. Fjöl- skyldan var virkur þátttakandi í baráttu fyrir réttindum gyðinga en í dag eru ættingjar Reillys, eft- ir því sem Kettle segir, í litlum áhrifastöðum í listaheimi Moskvu- borgar en nöfn þeirra eru ekki nefnd í bókinni, því þeir gætu átt undir högg að sækja ef vitnaðist að þeir væru skyldmennni þessa fræga njósnara. Þegar Reilly var 16 ára fékk hann ást á náskyldri frænku sinni. Báðar fjölskyldurnar voru andvíg- ar ástarsambandinu og Reilly fór að heiman. Hann skaut næst upp kollinum í East End í London þar sem á þessum tíma var mikil ný- lenda útlægra Pólverja. Árið 1898 kvæntist hann Margaret Thomas, ungri efnalítilli ekkju, og um það leyti gerðist hann breskur njósn- ari. Hver réð hann til leyniþjónust- unnar og undir hvaða kringum- stæðum er á huldu, en bæði utan- ríkisráðuneytið breska og njósna- þjónusta hersins vildu fyrir alla muni hafa auga með ört vaxandi olíuiðnaði Rússa og ráðagerðum þeirra á Indlandi. Pólskir útlagar í Bretlandi með rétta hæfileika voru kjörinn efniviður í njósnara fyrir Breta, því Pólland var þá hluti af rússneska keisaradæminu. Rosenblum tók nú upp nýtt nafn og stöðuheiti: Sidney Reilly, verk- fræðingur. Skýrslur í Bretlandi sýna að Reilly hafði átt að baki 25 ára verkfræðiferil á Indlandi og f London — allt þar til nokkrum mánuðum áður en hann hvarf. Samkvæmt þessum skýrslum á Reilly að hafa verið fæddur í Kalkútta árið 1877, gengið í skóla á Indlandi og unnið hjá mörgum fyrirtækjum sem verkfræðingur. Njósnaþjónustan sá honum einnig fyrir einu raunverulegu baksviði. Reilly var sendur til Cambridge en skýrslur Trinity College sýna að hann notaði söguna um „störf“ sín á Indlandi til að komast inn í skól- ann. í Cambridge stundaði hann verkfræðinám í tvö og hálft ár en fór þaðan árið 1908. Þetta var mikilvægt bæði fyrir dulargerfið sem hann þurfti og þá tegund njósna, sem hann átti eftir að stunda, því næst birtist Reilly í St. Pétursborg og er þá orðinn starfs- maður vopnafyrirtækis Mandr- okovich og Chuberskys. Hann var einnig fulltrúi þýska fyrirtækisins Blohm og Voss í Hamborg, sem vann að uppbyggingu rússneska flotans eftir ófrið Rússa og Jap- ana. Bæði þessi störf gáfu þó nokkurn pening í aðra hönd og Reilly naut þess í ríkum mæli. Hann bjó í lúxusíbúð og hóf að safna að sér munum frá Napó- leonstímanum, listaverkum og bókum, hélt stórkostleg sam- kvæmi og varð fljótt kunnur í hópi áhrifamesta fólksins við hirð keis- arans. Hann skildi við Margaret og kvæntist aftur Nadine, rússn- eskri konu, sem hafði skilið við mann sinn, sem var yfirmaður í flotamálaráðuneytinu. Reiily ferð- aðist víða um heiminn, stundaði njósnir og vopnaviðskipti, en vorið 1918 tókst hann á hendur stærsta verkefnið á ferli sínum. Fréttir frá Rússlandi voru rýrar og mótsagnakenndar eftir bylting- una. Það sem breska stjórnin þarfnaðist var fulltrúi, sem gæti skýrt stöðuna á staðnum og ráð- lagt hvað til bragðs ætti að taka eftir því sem málin þróuðust. For- sætisráðherrann, Lloyd George, bað yfirmann leyniþjónustunnar, Mansfield Cumming, að senda sér sinn besta mann og Cumming sendi Reilly. Þegar til Rússlands kom hóf Reilly, sem þóttist vera kaupmað- ur, að byggja á laun upp njósna-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.