Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI Jón Guðmundsson, fékk viður- nefnið Jón 100% vegna þess að hann vann allar sínar 10 skák- ir í keppninni. Oft er deilt um aukaatriði Nú stendur til að senda skáksveitir til Möltu eins og alþjóð veit og auðvitað skiptir miklu máli að við getum sent okkar sterkasta lið, en því miður eru forföll bæði í kvenna- og karlaflokki. Guð- mundur Sigurjónsson hefur ekki tök á því að fara og er það að sjálfsögðu miður, en vanda- málið með Margeir Pétursson er annars eðlis. Ef til vill hefur Margeir rök fyrir því að hon- um beri að vera á 3. borði í þessari væntanlegu keppni, en oft er það svo, að verið er að deila um aukaatriði og að mínu viti er svo nú. Svona einfalt er það Eg lít svo á, að þegar menn eru valdir í landslið, hafi þeir vissum skyldum að gegna gagnvart þjóð sinni og við ungu skákmennina vil ég segja, að Jón L. Árnason hefði getað leyst þessa deilu með því að bjóða vini sínum, Margeiri, að skipta um sæti. Og Margeir, fyrst verður maður að hugsa um þjóð sína, síðan kemur röðin að okkur sjálfum. Já, svona einfalt er það. Og að lokum vona ég að fyrirliðinn, Ingi vinur minn Jóhannsson, verði það hepp- inn, að sami andi verði á Möltu og forðum í Argentínu, þegar Baldur var fyrirliði. Með þökk fyrir birtinguna." Kemur í Málþingi Kjartan Ottósson, ritstjóri Málþings, tímarits handa jafn- aðarmönnum um þjóðfélags- og menningarmál, hringdi vegna áskorunar í Velvakanda-dálkum um endurflutning eða birtingu á erindi Vilmundar Gylfasonar er hann flutti í hljóðvarp á páska- dag: — Ég get upplýst það, að tímaritið Málþing hefur fengið erindið til birtingar í næsta tölublaði sem kemur út í des- ember og faest í söluturnum og bókabúðum. fyrir 50 árum „Ef við höldum út á þá hraut, að við eyðum mciru en við öflum, þá erum við á glötunarvegi.“ bessi orð eru tekin úr fjármálara*ðu Einars Árna- sonar ráðherra, er hann flutti í byrjun síðasta þings. Og Einar hjelt áfram: „ÍJt á við er þjóðin nú ver stödd fjárhagslega en í árslok 1928. Ef árið 1930 verður ekki betra en meðalár i fram- leiðslu og verslun, getur hún ekki að minu áliti greitt úttekt sina, nema hún sýni meiri sparnað og sjálfsafneit- un en siðastliðið ár. Jeg vildi því mega bera þjóðinni þá nýársósk, að hún beri ga fu til þess að gæta vel fjárhags síns á þessu nýbyrjaða ári.. „Nýjársboðskapur fjár- málaráðherrans til þjóðar- innar var sparsemi og sjálfs- afneitun. Skyldu það vera þessar ágætu dygðir. sem mest hafa prýtt núverandi stjórn og hennar verk. Hvað segja efndir loforðanna um það?...“ R.K. skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar að skrifa hér fáein orð um hinn svokallaða Moon- söfnuð. Þegar ég var staddur úti í Aberdeen í Skotlandi 1978 kynnt- ist ég þessum söfnuði svolítið. Ég er nú trúaður og held því fram að hægt sé að nálgast Guð á ýmsa vegu, þó aðallega með því að viðurkenna og trúa því í einlægni að Jesús Kristur sé frelsari vor og vegstýrir og einnig að hann hafi dáið fyrir syndir vorar. Ég álít Moon vera einn slíkan Það er hvergi getið um það í Biblíunni að einhver umboðsmað- ur, líkt og Moon segist vera, komi til þess að undirbúa himnaríki á jörð, þar sem Kristur er ekki holdlega eða andlega dauður nema þá í huga trúleysingjans. En það er getið um and-krist í Biblíunni. Séra Moon minnir mig einna helst á hann, en sá hefur talnagildið 666 eða 616. Þori'ég ekki að fullyrða að Moon hafi talnagildi þetta. (At- hugasemd: Hitler hafði talnagild- ið 666). En þó munu koma margir falskristar og álít ég Moon vera einn siíkan. Það átti að breyta Kranít í eðalmálm. Ekki lét Kristur búa sér hallir eða skreytti sig djásnum, er fyigj- endur hans gáfu, líkt og Moon gerir. Þegar ég var staddur þarna úti ræddi ég við nokkra fylgjendur Moons um trúna. Á meðan sátu aðrir og töldu peninga, ræddu um peninga eins og þeir væru að tilbiðja Mammon en ekki Guð. Ekkert sögðu þeir árangursríkara til undirbúnings 1000 ára ríkisins en peninga og gnægð auðæfa. Húsið sem „þeir“ bjuggu í þarna úti var sæmilegt. En áætlunin um framtíð þess að mínu mati var ókristileg. Allt átti að verða gulli skreytt og gersemum, það átti að breyta granít í eðalmálm. Satan notar ýmis brögð Einnig var mér tjáð þarna að Kristur sjálfur kæmi ekki aftur til þess að stofna 1000 ára ríkið, heldur einhver umboðsmaður Guðs (Moon?), því að verk Krists hefði víst ekki verið fullkomnað að þeirra mati, Kristur hefði fallið á prófinu, er Guð setti fyrir hann. Ég vona því að þeir, er sjá þáttinn um Moon, hrífist ekki af kenningum hans, heldur skynji það, að Satan notar ýmis brögð til þess að bægja saklausum sálum frá hinum eina sanna Kristi. Guð veri með ykkur öllum. P.S. Þeir eru svo uppáþrengj- andi, að það tók mig rúma 6 mánuði að losna við þá, því að þeir eru hér líka undir nafninu „sam- tök heimsfriðar og sameiningar“.“ Gervasoni: Sjálfsagt að veita honum landvistarleyfi Torfi skrifar 13. nóv.: „Kæri Velvakandi! Mér finnst hryllilegt að Patrick Gervasoni þurfi að bíða svona lengi eftir svari frá dómsmálaráð- herra. Það er sjálfsagt að veita honum landvistarleyfi. Viijum við íslendingar bera ábyrgð á því að maðurinn lendi í þriggja ára fangelsi? Vegna lögbrots sem ekki er einu sinni hægt að fremja á Islandi? Nei. Ég hvet dómsmálaráðherra til að veita honum landvistarleyfi strax. Gervasoni bíður nú milli vonar og ótta. Hann hefur þjáðst nógu lengi fyrir sinn málstað." litasjónvörp |GtC^með 14”-20”-50” „Linytron Plus“ myndlampa er japönsk tækni í hámarki. HLJÓMTÆKJADFII O ^KARNABÆR . LAUGAVEGI SIMI 2fi LAUGAVEGI 66 SIMI 25999 ~ v*s'.oa.y.umj Pantiö tíma, viö þvoum — þrífum og gljáfægjum bílinn meö Mjallarbóni eöa úrvalsbóninu B 2000 hja Grandabónstööinni Grandagaröi 5. Viö tjöruþvoum bílinn meðan þiö bíöiö. Færiö bílinn í vetrarfrakkann meö góöri bónhúö. Opið alla daga nema sunnudaga. GRANDABÓNSTÖÐIN GRANDAGARÐI 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.