Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 5 Orgland þýð- ir Sólarljóð á norsku NORSKA skáldið Ivar Orgland hefur snarað Sólarljóðum á norsku og hefur bókin verið gefin út í stóru broti með heilsíðumynd- um eftir Anne-Lise Knoff. Það er Dreyers-forlag í Osló, sem gefur bókina út. Hún er tæpar 50 bls. að stærð með myndum, skýringum neðanmáls og inngangi ívar Orglands. Akveðinn hluti upplags er númeraður og áritaður. Sólarljóð er ásamt Lilju fræg- asta trúarljóð íslenzkrar miðalda- kristni, ort á 13. öld, en ljóða- flokkarnir eru þó gjörólíkir, auk þess sem Lilja er höfundarljóð, þ.e. vitað er, að Eysteinn munkur í Þykkvabæ orti kvæðið, en ekki er vitað, hver höfundur Sólarljóða er. Hið fyrrnefnda er með liljulagi og þar með innrími, en Sólarljóð er ort í Eddu-stíl undir ljóðahætti. Öll Eddukvæðin eru höfundarlaus, eins og kunnugt er, þ.á m. Völu- Ivar Orgland spá, sem líklega er ort á öndverðri 11. öld, en þó ekki vitað af hverjum. Mörg helgikvæðanna eru aftur á móti ort af skáldum, sem þekkt eru. I Sólarljóðum er horft til tveggja heima. í haust kom einnig út ný þýðing á Lilju eftir norska skáldið Knut Ödegaard og var bókin prentuð í sérstakri viðhafnarútgáfu. Ljóðaþýðmgar Yngva Jóhannessonar LJÓÐAÞÝÐINGAR Yngva Jó- hannessonar, 2. bindi, eru komnar út. í bókinni, sem er 143 bls. að stærð, eru þýðingar fjölda ljóð- skálda frá ýmsum löndum, auk formála eftir þýðandann. Þar seg- ir m.a. svo: „Ljóð er eins og skammvinnt neistaflug eða óvænt stef slegið á streng liðandi stund- ar. Fyrir þann sem skynjar eðlis- blæ þess, getur það verið velkomið Rómaveldi I—II komið út MBL. HEFUR borizt Rómaveldi I-II, sem Menningarsjóður gefur út. Rit þetta er í tveimur stórum bindum og þýtt af dr. Jónasi Kristjánssyni, forstöðumanni Stofnunar Arna Magnússonar. Það kom upphaflega út 1963—64, en er nú endurprentað, enda löngu uppselt. Nefnist það á frummálinu Caesar and Christ og er sjálfstætt rit, en jafnframt þriðja bindi verksins The Story of Civiliza- tion. Höfundurinn, ameríski sagn- fræðingurinn og rithöfundurinn Will Durant, er heimsfrægur af þessu verki. Áður hefur birzt á íslenzku úr sama ritsafni á vegum Menningarsjóðs Grikkland hið forna I—II, einnig í þýðingu dr. Jónasar Kristjánssonar. í Rómverjasögu þessari er rak- inn annáll einnar þjóðar í þúsund ár, lýst viðgangi hennar, umbrota- miklum þroskaferli, upplausn hennar og falli. Segir frá vexti Rómar úr vegamótaþorpi í valda- stöð heimsins, afreki hennar að skapa frið og öryggi í öllum löndum milli Krímskaga og Njörvasunds frá Efrat norður að Hadríansmúí, atorku hennar við tækifæri til að líta snöggvast upp frá önn atvinnu og áhugamála." í ljóðaþýðingum Yngva Jóhann- essonar eru m.a. ljóð eftir Mistral, Heine, Goethe, Djurhuus, Rilke, Charlotte Bronte og Brorson. Eins og af þessari upptalningu má sjá, eru ljóðin ort á ýmsum tungum, en í bókinni eru þau bæði birt á frummálinu og í íslenzkun Yngva. Jónas Kristjánsson að bera menntir fornaldar um öll Miðjarðarhafslönd og vestanverða Norðurálfu, baráttu hennar við að verja sitt skipulega veldi fyrir brimgangi umlykjandi óþjóða, langstæðri og hægfara hrörnun hennar og að lokum hruni hennar niður í myrkur og ringulreið. Lýkur fyrra bindinu á valdaskeiði Ágústusar keisara, en hinu síðara á endalokum heimsríkisins og árdegi kristindómsins. Loks er ítarleg nafnaskrá. Sr. Valgeir Helga- son kveðnr söfnuðinn Hnausum. Muóallandi. 17. nóv. SÉRA Valgeir Ilelgason próíastur kvaddi í gær söfnuð sinn hér við messu í Langholtskirkju, en helgina áður kvaddi hann á hinum kirkjum prestakallsins. Steig séra Valgeir i stól, en séra Sigurjón Einarsson, sem nú er prestur hér, þjónaði fyrir altari. Meðhjálpari var Gísli Tómasson á Melhól. Hann hefur nú sagt þvi starfi iausu, en hann hefur gegnt þvi frá 1926 eða í 54 ár. Séra Valgeir Helgason hefur verið prestur hér frá 1943, í 47 ár. Hafa engir hér, svo vitað sé, gegnt þessum tveimur embættum svo lengi. Sama má segja um Runólf Bjarnason í Bakkakoti, hann hef- ur sungið í Langholtskirkju í 72 ár, síðan 1908. Var hann lengi forsöngvari og hann syngur enn í kirkjukórnum og mun nú vera 87 ára. Margmennt var við athöfnina. Eftir messu var kaffidrykkja í samkomuhúsi sveitarinnar. Þar voru ræður fluttar og setið í góðum fagnaði við ágætar veit- ingar fram undir kvöld. Vilhjálmur. Innbrot og íkveikjur um helgina TÖLUVERT var um inn- brot á höfuðborgarsvæðinu um helgina, og hafði Rann- sóknarlögregla ríkisins í mörgu að snúast af þeim sökum. Einna mest tjón varð að öllum líkindum í Kársnesskóla í Kópavogi, en þar var brotist inn um helgina og miklar skemmd- ir unnar. Er svo að sjá sem innbrotsþjófurinn eða þjóf- arnir hafi farið um bygg- inguna með járnkarl á lofti, og látið hann vaða á hús- gögn, hurðir og veggi húss- ins, en lítið höfðu þeir fémætt upp úr krafsinu. Þá var einnig brotist inn 1 nýbyggingu gagnfræðaskóla við Vífilsstaðaveg í Garðabæ, en þar voru litlar skemmdir unnar og höfðu þjófarnir lítið upp úr krafs- inu. Enn var brotist inn í verslun- ina Hjartarkjör við Kaplaskjóls- veg í Reykjavík, og nokkru stolið af vörum verslunarinnar. Hluti þýfisins fannst þó aftur. Þá voru brennuvargar á ferð í í leikdómi Ólafs M. Jóhannesson- ar um sýningu Þjóðleikhússins á gamanleik Holbergs, Könnusteyp- irinn pólitíski, er vangavelta um það hvort sá ágæti hundur Kjói frá Þurá, sé undir áhrifum deyfi- lyfja í sýningunni. Svo er að Hafnarfirði um helgina, og kveiktu þar í plaströrum við fyrirtækið Börk. Voru unnar mikl- ar skemmdir á um það bil eitt hundrað rörum, og er tjónið um- talsvert. Rannsóknarlögreglan hefur öll þessi mál til athugunar og er verið að kanna ýmis gögn sem leitt gætu til þess að þau upplýsist. sjálfsögðu ekki. Kjói er einfald- lega svona vel upp dreginn að hann leikur eins og fyrir hann er lagt. Með þökk fyrir birtinguna. F.h. Þjóðleikhússins Árni Ibsen, leikhúsritari. Ein lítil athugasemd við leikdóm , Hvcrt pessara tungumála langar þig til að tala? Frönsku, þýsku, ensku eða dönsku? Eða viltu e.t.v. frekar teygja þig til fjarlægari landa og læra grisku eða japönsku? Með að- stoð hinna rómuðu Linguaphone tungu- málanámskeiða verður námið þér á engan hátt ofraun. Það sannar reynsla yfir fjögurra Auðvelt og ánægjulegt Yfir 200 tungumálamenn um allan heim hafa komið við sögu i 60 ára þróun Lingua- phone námskeiðanna. Afrakstur þeirrar vinnu er margreynt og fullkomnað náms- kerfi, sem hefur reynst ótrúlega einfalt en fljótvirkt. Heymar og sjónminni leggjast á eitt og á örfáum mánuðum lærirðu nýtt tungumál. Ekki með þrotlausu striti yfir glósubókum í kennslustundum, heldur með auðveldu og ánægjulegu námi i stofunni heima. Kassettur eöa hljómplötur milljón nemenda um allan heim, af öllum þjóðemum og á öllum aldri. Allir hafa þeir aukið við tungumálakunnáttu sina gegnum Linguaphone. Þú getur auðveldlega orðið einn þeirra. 35 tungumál Linguaphone tungumálanámskeiðin eru fáanleg bæði á segulbandsspólum (kassett- um) eða á litlum hljómplötum. Bækumar fást ýmist með enskum eða dönskum skýringartextum.... og nú er danska nám- skeiðið fáanleg i fyrsta sinn með islenskum texta. Hringdu eða skrifaðu eftir frekari upplýsing- um um eitthvert eftirtalinna tungumála- námskeiða. Okkar er ánægjan ef við getum aðstoðað. Norska Spænska (Kastlllla) Sœnska Spænska (Rómanska Amerika) Danska Portúgalska Flnnska Serbó-króatiska (Júgóslavfa) fslenska Hebreska Þýska Nýpersneska Hollenska Stöóluó arabiska Enska 1, 2 og 3 Alsirsk arabiska Irska Egypsft arabfska Velska Mandarinska (Kínverska) Franska Kantónska (Kinverska) ftalska Afrikanska | Pólska Súlska (Zulu) f Tikkneska Svahilska (Swahill) Amerisk enska Hindverska (Indland) Rússneska Malaffska Japanska 1 Griska Indónesiska Iringdu eöa skrifaöu eftir upplýsingabæklingi Hljódfærahús Reykjavíkur Laugavegi96 - Sími 13656 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.