Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 Árið 1975 var gerð könnun á vegum Rádet for Trafiksikker- hedsforskning til að reyna að meta hve margir notuðu reiðhjól sem samgöngutæki. Skv. niður- stöðum þessarar könnunar reyndust 47% fullorðinna nota reiðhjól daglega og aðeins 18% fullorðinna hjóluðu sjaldnar en einu sinni í mánuði. Um 90% barna hjóluðu daglega skv. könnun þessari. Á þeim 5 árum sem liðin eru frá því að könnun þessi var gerð hefur hjólum fjölgað um 20—30% þannig að líklegt má telja að notkun reið- hjóla hafi aukist að sama skapi. Um hjólreiðar gildir að nær allt heilbrigt fólk getur stundað þær. Á tímum aukinnar kyrrsetu og of mikils matar er það Vesturlandabúum nauðsynlegt að þjálfa líkama sinn. Sú hreyf- ing sem fæst af hjólreiðum er því mjög æskileg og laus við þá spennu sem í sumum tilvikum fylgir skipulögðum íþrótta- æfingum. I Danmörku eru starfandi hagsmunasamtök hjóireiða- manna, Dansk Cyklist Forbund. í samtökunum eru um 25.000 félagar, þar af starfa um 600 manns í hinum ýmsu nefndum og ráðum á vegum samtakanna. Til að fræðast nánar um samtök- in fór undirritaður um daginn á skrifstofu Dansk Cyklist For- bund og hitti þar að máli einn stjórnarmanna, Peter Gordon að nafni. Aðspurður kvaðst Peter vera þokkalega ánægður með starfið innan samtakanna, en ekki væri því að neita að erfitt væri að sjá beinan árangur. Aðal baráttumál samtakanna er að fá hjólreiðabrautir meðfram öllum helstu umferðargötum í þéttbýli. í Kaupmannahöfn eru hjólreiða- brautir meðfram nálægt helm- ingi allra gatna, en það segir ekki alla söguna, því meðfram öllum fjölförnustu götunum í miðbænum vantar hjólreiða- brautir. Þetta orsakast vitanlega af þrengslum við þessar götur, því þegar þær voru lagðar óraði engan fyrir þeirri fjölgun bif- reiða sem orðið hefur. Peter Gordon kvaðst bjart- sýnn á að sá aukni áhugi fólks á hjólreiðum sem komið hefur fram hjaðni ekki strax. Það gerist æ algengara að ungt fólk noti vart önnur samgöngutæki en reiðhjól. Með barnastóla á hjólunum eða kerru í togi getur öll fjölskyldan ferðast saman. Hjólakörfur, regnslár og hlífð- arföt eru síðan nauðsynlegir hlutir fyrir hjólandi vegfarend- ur. Að endingu bað Peter Gordon fyrir kveðjur til hjólreiðamanna á Islandi og kvaðst hann feginn að heyra um aukinn hjólreiða- áhuga Íslendinga. Kaupmannahöfn í október 1980, Þóróllur Árnason Á leið á harnaheimilið á hjóli. Hjólreiðar í Danmörku Á leið í skólann á hjóli. Þórólfur Árnason skrifar: Á leið í vinnu á hjóli. Iljólhestastæði. Danir hafa ekki, frekar en aðrar iðnvæddar þjóðir, farið varhluta af hækkandi olíuverði undanfarin ár. Af þessum sökum hafa stjórnvöld hvatt til orkusparnaðar á sem flestum sviðum. Sá þáttur orkueyðslunnar sem hinn almenni borgari jfetur hvað best stýrt eru samgöngur. Hér í Danmörku hefur því verið rekinn allnokkur áróður fyrir að minnka notkun einkahifreiða og nota þess í stað almenningsfarartæki og reiðhjól. Sagt er að það sem íslend- ingar furði sig mest á þegar þeir koma í fyrsta sinn til Kaup- mannahafnar sé að sjá allt þetta fólk komast leiðar sinnar á hjólum. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er víst að á íslandi hafa reiðhjól fram til þessa verið talin barnagiingur en ekki sam- göngutæki. Eitthvað virðist álit fólks á hjólreiðum þó vera að breytast, ef marka má aukna sölu á reiðhjólum í Reykjavík. Á árunum eftir seinna stríð og fram undir lok sjöunda áratugs- ins fækkaði stöðugt þeim Dönum sem notuðu reiðhjól sín daglega til að komast úr og í vinnu. Einkabílisminn blómstraði. Nú hin síðari ár hafa hjólreiðar hinsvegar aukist mjög hér í Danmörku og má þar hiklaust sjá áhrif vaxandi umræðu um orkusparnað, almenningsíþróttir og umhverfismál. Danmörk er af náttúrunnar hendi mjög vel fallin til hjól- reiða. Fjöll eru engin og brekkur fáar. Veðurfar verður einnig að teljast frekar milt og sú lárétta rigning sem Frónbúar þekkja svo vel er sjaldséður gestur. Þegar síðan við bætist að landið er mjög þéttbýlt er auðskilið hve mikilla vinsælda hjólhesturinn nýtur. Talið er að í Danmörku séu um þrjár og hálf milljón reiðhjóla. Ibúar Danmerkur eru nálægt fimm milljónum. Peter Gordon hjá hagsmuna- samtökum hjólreiðamanna i Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.