Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 27 smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar i til sölu : I------A'VL/VW_Mf1_ *.... Kápur til sölu og skinnkragar. Skipti um fóður ( kápum. Odýrar kápur í nr. 36—38. Kápusaumastofan Ofana, Miötúni 78, sími 18481. Ensk efnl Nýkomin karlmannafataefni. einnig kambgarn í kjólföt. Þ. Þorgilsson klæöskeram. Lækjargötu 6A, Reykjavík Sími 19276. Óska eftir vinnu er vanur verzlunar- og kjötiön- aöarstörfum Vinna útl á landi kemur til greina. Uppl. í síma 40758. Teppasalan sf. er á Hverfisgötu 49. Sfmi 19692. I.O.O.F. — OB-IP= 16218118'/* — B.st. I.O.O.F. Rb. 4 = 13011188'/* FL □ Edda 598011187 — 1. I.O.O.F. 8 = 162111981/* =9.0 □ Hamar 598011187 — 1. Atkv. Hjálprœöisherínn Þriöjudag kl. 4. Fjölskyldufund- ur. Börn og fullorönir velkomin. K.F.U.K. Ad. Amtmannsstíg 2B Fundur í kvöld kl. 2.30. Deildar- starf félaganna. Upphaf, staöa, framtíö. Guöni Gunnarsson fram- kvæmdastj. o.fl. Molasopi. Allar konur velkomnar. Nefndin. Aöalfundur Skíöafélags Reykjavíkur veröur haldnn f Skföaskálanum í Hveradölum, á morgun miöviku- daginn 19. nóv. kl. 20. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Eftir fundinn veröa kaffiveit- ingar. Félagar fjölmennið Stjórn SkíÖafélags Reykjavíkur. Fimir fætur Dansæfing Fimra fóta sunnu- daginn 23. nóv. kl. 9. í Templara- höllinni. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kL 20.30. Ræöumaöur Einar J. Gísla- son. Ræöuefni: Anti kristur og koma hans. Hermann Svanur Sigurðsson - Minning Á örlagastundum sækja á hug- ann áleitnar spurningar um lífið og dauðann. Ekki báðum við sjálf um vist í veröld þessari, og litlu virðumst við ráða um burtför okkar héðan. En hver um sig tekur þátt í þessu undarlega ferðalagi af lífi og sál. Dásamleg er okkar frjósama móðir jörð í röð líflausra hnatta, og stórkostlegt er mann- lífið, þó að ekki gangi alit sem skyldi. Hvílík hamingja er að fá tækifæri til að vera með, ungur og frískur með framtíðardrauma í vonglaðri sál, og sjá ástina endur- goldna í blikandi augum. En hversu óbærileg virðist sorgin, þegar skyndilega er klippt á þráð- inn og hraustur maður í æsku- blóma er hrifinn burt frá elskandi ástvinum. Er slíka atburði ber að höndum, finna menn hvað mest til vanmáttar síns, en hljóta að hneigja höfuð í bæn um styrk, í trausti á æðri tilgang forsjónar- innar. Fa'dd 10. nóvember 1888. Dáin 9. nóvember 1980. Elskuleg amma mín, Hallgerður Lára Andrésdóttir, lést 9. þ.m. og vantaði aðeins einn dag á að ná 92. aldursári sínu. Lára var fædd í Hafnarfirði 10. nóvember 1888, foreldrar hennar voru Helga Grímsdóttir og Andrés Guðmundsson. Eignuðust þau 12 börn en aðeins 6 þeirra komust upp til fullorðinsára og er Lára seinust þeirra er kveður þetta tilvistarlíf. Ung þurfti Lára að fara að vinna, sem lá fyrir flestum á þessum árum og þá voru auraráð- in ekki of mikil meðal almennings og ekki úr miklu að spila og má segja að mörg handtökin séu að baki eftir langa starfsæfi, enda var Lára viljug til vinnu og sístarfandi alla tíð, eða þar til að þrekið fór að dvína nú allra seinast. Margs er að minnast og ekki síst er hugsaö er til bernskuáranna á heimili ömmu og afa, þar ríkti mikil hlýja og ómæld umhyggja fyrir öllum þeim er þar gistu, þar var gott að una sér sem barn hjá góðum afa og góðri ömmu. Lára var tvígift, fyrri maður hennar hét Sæmundur Vilhjálms- son og áttu þau saman 4 börn, 2 þeirra létust nýfædd, Gísla er lést aðeins 14 ára og var sagður mikill efnis piltur og Guðnýu er lifir móður sína. Síðar giftist Lára „afa“ Steingrími Steingrímssyni og reyndist hann henni góður og traustur eiginmaður, enda góð- menni hið mesta, hann lézt 1965. Þau eignuðust 3 börn saman, Þuríði, Helgu og Guðmund, er nú kveðja móður sína í dag. I dag, er við börn hennar og Hermann Svanur Sigurðsson lést í umferðarslysi þann 9. nóv- ember 1980. Hann fæddist 8. mars 1958 að Brú í Biskupstungum, æskuheimili móður sinnar, Maríu Ernu Oskarsdóttur. Foreldrar Maríu eru Marta Einarsdóttir og Óskar Guðmundsson, sem bjuggu þar, uns þau fluttust til Reykja- víkur fyrir nokkrum árum. Faðir Hermanns er Sigurður Sigur- dórsson. Fyrsta æviár drengsins dvöldust þau mæðgin hjá hjónun- um að Brú. Eftir að María fluttist að heiman með son sinn, var hann þar löngum, einkum á sumrin, áhugasamur í störfum og leik. Sviphreinn var hinn ungi sveinn, hvers manns hugljúfi og auga- steinn afa og ömmu. Hálfsystkini Hermanns eru þrjú. Elst þeirra er Helga Marta Helgadóttir. Faðir hennar er Helgi Kolbeinsson bifvélavirki, frá Stóra-Ási í Borgarfjarðar- sýslu, en hann og María bjuggu barnabörn kveðjum hana nú í hinsta sinn, er okkur efst í huga þökk fyrir að hafa notið umhyggju hennar og nærveru á liðnum árum, hún var a*tíð létt í lund og bar góðan hug til allra manna og mikið var gaman þegar amma tók sig til og sprellaði, eins og við orðuðum það, hún smitaði ávallt umhverfi sitt af gleði, hlýju og góðmennsku. Það má segja að á erfiðum stundum lífs hennar hafi hennar létta lundarfar og hin bjargfasta trú á Guð sinn verið henni sterkur stuðningur. Sumir kaflar í lífi ömmu voru torsóttir og erfiðir en hún var sterk og bugaðist aldrei, en gleðistundirnar voru líka margar og þær þökkum við fyrir. Lára var fríð sýnum, lágvaxin og fremur fínleg kona og hennar hýra bros og hýrlegu augun eru saman á fjórða ár á Akranesi og í Reykjavík. Helgi á góðar minn- ingar um Hermann sem elskulegt barn. Bróðirinn var stoð og stytta Helgu Mörtu á bernskuárum þeirra og samband þeirra innilegt alla tíð. Hún er gift Hannesi Svani Grétarssyni, rafvirkja, og eiga þau kornungan, óskírðan son. María er nú gift Hlyni Þórðarsyni, hús- gagnasmið. Börn þeirra eru Þórð- ur Ágúst, sex ára, og Aðalheiður Lilja á öðru ári. Litlu systkinin voru mjög hænd að stóra bróður sínum. Hermann var ötull til hvers konar starfa á landi og sjó, vann meðal annars töluvert við stjórn vinnuvéla. Á árunum 1976—1978 bjó hann á Suðureyri við Súganda- fjörð með unnustu sinni, Hjördísi Guðjónsdóttur. Þau eignuðust efnilegan son, Guðjón Svan, sem nú er þriggja ára að aldri. En Hermann var fluttur á ný heim til móður sinnar og Hlyns. Gott var milli þeirra stjúpfeðga, en mamma var besti trúnaðarvin- urinn. Pilturinn var dulur í skapi, þó hann væri lífsglaður og bjart- sýnn að eðlisfari. Góðum hæfileik- um var hann gæddur, eins og hann átti kyn til. Þess má geta, að sr. ógleymanleg, hún var alla tíð mjög snyrtileg til fara og í allri umgengni, enda bar hennar heim- ili vott um það. Lengst af bjuggu amma og afi á Álfaskeiði 26 i Hafnarfirði í litlu yndislegu húsi, þar leið öllum vel, eins og áður er getið. Við barna- bornin eigum otal fallegar minn- ingar frá þessum árum, enda snérist allur þeirra hugur um börnin og barnabörnin. Marga sokkana og vettlingana er amma búin að prjóna til að færa okkur barnabörnum sínum og reyndar ótal mörgum öðrum, engum mátti verða kalt um vetrartímann og mörgum aurunum hefur amma lætt í lófa manns. Mörg falleg orð mætti nefna um þessa góðu konu og sitthvað leitar á hugann á kveðjustund, en hér er einungis stiklað á fáeinum atrið- um. Mér er efst í huga nú er við kveðjum ömmu, að færa sérstakar þakkir til Helgu dóttur hennar og Hallgríms eiginmanns Helgu fyrir alla þá umhyggju er þau veittu henni, þó sérlega á efri árum hennar, því er afi lézt, leysti amma upp heimilið á Álfaskeiðinu og seldi húsið og flutti til þeirra og bjó hjá þeim ætíð síðan, eða þar til hún fór á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir h.u.b. tveimur árum. Hjá Helgu og Hallgrími leið ömmu vel og gat notið sinna góðu efri ára í skjóli þeirra. Amma var alla tíð hraust og kunni hún vel að meta heilsu sína og var Guði stnum þakklát fyrir, en nú allra seinustu ntisserin náði „elli kerling“ yfirhöndinni enda aldurinn orðinn hár, þá hrakaði henni nokkuð. Við þökkum Guði fvrir lif henn- ar og megi henni verða að trú sinni, því þá veit ég að nú líður henni vel. Blessuð sé minning hennar. Ingveldur Jónsdóttir Sigurður Einarsson skáld í Holti var ömmubróðir hans. Hann þráði að afla sér menntunar í myndlist, og var staðráðinn í að láta verða af því. A þessu ári hafði hann fundið hamingjuna á ný með ungri stúlku, Maríu Úlfarsdóttur ljós- mæðranema frá Stóru-Mork undir Eyjafjöllum. Hún var með honum í hans hinstu för. Þau voru á heimleið eftir heimsókn þangað austur. Amma hennar og Þórður, bróðir Hermanns, voru með þeim, en höfðu fengið far með öðrum bíl á miðri leið. Glæstar framtíðarvonir brustu á einu augnabliki. Sár er sorgin og beisk. En hin stutta ævi Her- manns Svans var björt og fögur eins og svipur hans sjálfs. Þess minnast ættingjar og vinir með hjartans þökk fyrir samfylgdina. Við trúum því og treystum, að sá drottinn, sem gaf líf hans og tók, hafi búið honum bjartan og öruggan stað. Þá ósk og von gæti enginn túlkað á fegurri og áhrif- ameiri hátt en skáldið Einar Benediktsson í sínu frábæra sálmaversi: Aí t ilííAarljosi bjarma ber. som brautina þtingu Kreidir. Vort líf. sem svo stutt ok stopult er. þaA stefnir á æAri leiðir. Ok upphimin feKri en auK» sér mót ollum oss faóminn hreióir. Helgi Kolbeinsson Erla Þórdis Jónsdóttir. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Þegar eg hugleiði, að alheimurinn er ótakmarkað- ur, á eg bágt með að trúa því, að líf mitt sé nokkurs virði i augum Guðs. Hann er svo háleit vera. að hann hlýtur að hafa um eitthvað mikilva gara að hugsa en mig og léttvæga lifsgöngu mína. Eruð þér ekki sömu skoðunar? Samkvæmt Biblíunni er Guð svo dásamlegur, að hann ber í brjósti takmarkalausan kærleika og umhyggju gagnvart sérhverjum okkar, sem jörðina byggjum. Þetta er höfuðatriðið í kenningu Biblíunnar. Biblían segir, að við séum sköpuð í mynd Guðs. Sjálf er Biblían saga um afskipti Guðs af mönnum, í kærleika í miskunn og í dómi. Allt ber að sama brunni: Mennirnir virðast vera það, ^em hugur Guðs snýst um öllu öðru fremur, hegðun þeirra, líf þeirra á þessari jörð, fullkomnun þeirra og örlög. A dögum Jesú spurðu menn sömu spurningar og þér spyrjið, og hann gaf okkur dásamlegt svar: „Eru eigi tveir spörvar seldir fyrir einn smápening? Og ekki fellur einn þeirra til jarðar án vilja föður yöar. Já, jafnvel hárin á höfði yðar eru öll tali Verið því óhræddii. Þér eruð meira verðir en uiargir spörvar" (Matt. 10,29—31). En mesta opinberunin um umhyggju Gtió; fvrir okkur er í Jóh-. 3, 1H: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sin eingetinn, til þess að hvt i >em á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“. Hugsið yður: Maðurinn og glotun hans lev/st svo þungt á Guð, að hann gaf einkason sinn í kærleika til þess að frelsa okkur. Getum við efazt um að við séum dýrmæt í augum Guðs? Minning - Hallgerður Ldra Andrésdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.