Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 GRANI GÖSLARI Er þetta smitsjúkdómur, læknir? ... að gera fram- tíöaráœtlanir Þú þarft ekki að skríða, ég borgaði reikninginn í gær! Skákmótið á Möltu: Fyrst verður maður að hugsa um þjóð sína Róbert Sigmundsson, áhug- amaður um skák, skrifar 16. nóv.: „Kæri Velvakandi! Það var fyrir 41 ári síðan eða árið 1939, að fyrir íslands hönd fóru til Buenos Aires í Argentínu 5 skákmenn til að taka þátt í alþjóðlegu skák- móti. Þessir menn voru Baldur Möller sem var á 1. borði, Ásmundur Ásgeirsson á 2. borði, Jón Guðmundsson á 3. borði, Einar heitinn Þorvalds- son á 4. borði og Guðmundur Arnlaugsson var varamaður. Guðmundur var þá við nám í Danmörku og hafði verið boðið að tefla fyrir Dani á 4. borði, en þegar honum var boðið að keppa fyrir sitt land, hvarflaði ekki að honum annað en að taka því boði, þótt það væri einu borði lakara en Danir buðu. Hann fór ekki fram á að vera á 4. borði, en ég er viss um að ef sú staða hefði komið upp hefði Einar heitinn boðið Guð- mundi að skipta um sæti. Komust upp fyrir stórveldi Aliir biðu spenntir eftir því að vita hvort okkar mönnum tækist að vinna B-riðil og þegar úrslit voru kunn höfðu íslensku skákmennirnir kom- ist upp fyrir stórveldið Kanada og unnið stærsta og fallegasta bikar sem þjóð okkar hefur unnið, forsetabikarinn svo- nefnda, og var mikill fögnuður meðal Islendinga. Jón 100% Á þessum árum var ekki farið að veita mönnum stig fyrir árangur sinn, s.s. al- þjóðameistara eða stórmeist- ara. Ef svo hefði verið er ég viss um að allir þessir menn hefðu fengið stig, jafnvel titla líka. En einn þessara mann, Kenningar Darwins eða ævintýrið mikla Þórhallur Már Sigmundsson skrifar: „Öldum saman hafa börn um víða veröld hrifist af ævintýrum er hinir fullorðnu hafa samið og sagt þeim frá. Fyrir börnum er heimur þess- ara hugsmíða oft jafn raunveru- legur og veruleikinn sjálfur. Einn- ig hafa verið samin ævintýri fyrir fullorðna, og geymir mörg þeirra bók nokkur er oft hefur verið nefnd „bók bókanna". Þótt oft sé gaman í heimi ævintýranna þá rennur sannleikurinn upp fyrir þeim litlu með vaxandi þroska og skilningi. Oft virðist erfiðara fyrir hina fullorðnu að gera greinarmun á draumórum og veruleika. Að vísu trúa fáir fullorðnir á tilvist jólasveinanna eða Grýlu og Leppalúða, en trúa samt á veru- leika ævntýranna um Adam og Evu og örkina hans Nóa. Maðurinn er vansælasta lííveran hér á jörðu Ákaft hefur verið deilt um kenningar Darwins um uppruna mannsins og þá ekki síst af þeim er trúa á sannleiksgildi sköpunar- sögu biblíunnar. Það má lengi deita um hvað sé búið að sanna eða afsanna á vísindalegan hátt af kenningum Darwins, enda °ru allar kenningar umdeilanlegar. Þó svo færi að allir yrðu sam- mála, um að kenningar Darwins væru rangar, þá styður það ekki á neinn vísindalegan hátt sannleiks- gildi hókus-pókus kenningar biblí- unnar. Biblían skýrir svo frá, að guð gyðinga hafi skapað okkur menn- ina í sinni mynd. Ekki eru til neinar áreiðanlegar heimildir um hvernig guð þessi lítur út, svo erfitt verður að fá vísindalega niðurstöðu um hvort hann sé líkari okkur en aparnir. Þórhallur Már Sigmundsson Hvað sem sköpun eða þróun líður, þá er augljóst að maðurinn er vansælasta og e.t.v. misheppn- aðasta lífveran hér á jörðu. Hinn viti borni maður eða kóróna sköpunarverksins er stundum nefnd sú lífvera sem einna minnsta framtíðarmögu- leika virðist eiga hér á jörðu. Það er samt ekki fortíðin heldur fram- tíðin er sker úr um það. Virðingarfyllst." Ég man ekki hetur en að þú hafir ekki þolað hana þegar hún söng i útvarpiö! Þá nálgumst við aft ur kjarna málsins Reynir Valdimarsson skrifar 12. nóv.: „Kæri Velvakandi! Aðeins fáein orð til Kristjáns Jóhannessonar, Hafnarfirði, en samtímis afsökun til annarra lesenda þinna, sem skilið hafa vafalasut strax hvað ég átti við. Orðskýringar: 1) lítið heilabú = takmarkaður skilningur á efn- inu, 2) fulltrúi skólaæsku = gagn- rýni á skólakerfið, 3) fjandmaður Guðs = afneitari kristinnar trú- ar, 4) ungæðislegt gaspur = tal, sem lítið verður byggt á, vegna reynsluleysis. Hinum ungu er ég síður en svo reiður eða finn þeim neitt til foráttu. Það eru þín orð. Hins vegar er ekki annað hægt en að vorkenna þeim, og það geri ég einlæglega. Búinn að losa sig við ok Darwins Kæri Kristján. Darwin var grafinn, sköpunarsagan mun aldrei Hta neina gröf. Kristin trú eflist hins vegar, sem árin líða. Þú lifir í blekkingu en ekki í þekkingu. Hinn frægi Shapley (eða var það annar) varpaði fram spurn- ingum varðandi örlög þróunar- kenningarinnar. Hann tekur réttilega með í dæmið, að hlut- verki hennar kunni að vera lokið, en telur þó líklegra að örlögin verði önnur. Læknirinn á Akur- eyri verður að hryggja K.J. með því að leyfa sér að vera á öðru máli. Ég hefi í mínu læknanámi drukkið af lindum nútíma vís- inda, eins og K.J. orðar það svo skáldlega, og fyrir það er ég þakklátur. En þau nútíma vís- indi, sem átt er við, voru ham- ingjusamlega búin að losa sig við ok Darwins á afar mörgum sviðum. Það bið ég K.J. að hugleiða vel, því þá nálgumst við aftur kjarna málsins, eftir þref um smávægilegra efni. Með þökk fyrir birtinguna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.