Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 3 íslendingar vestan hafs mótmæla flugvallargjaldi — VEGNA þess að flug- vallargjaldið gerir ekkert nema koma illu orði á ísland hefur sú leið verið farin að hefja undir- skriftasöfnun í Banda- ríkjunum og Kanada með- al íslendinga og Vestur- íslendinga, þar sem sú ósk er sett fram, að þetta gjald verði lagt niður, sagði Þorsteinn Þor- steinsson verkfræðingur í Boston í samtali við Morgunblaðið mánudag- inn 17. nóvember. Þann sama dag afhenti Þor- steinn Halldóri Ásgríms- syni, formanni fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis mót- mælaundirskriftir 507 manna í Norður-Ameríku vegna skattsins. — Þegar þessi skattur eða brottfarargjald frá Islandi var lagt á nam það 5000 krónum eða 20 dollurum. Um gjaldið gilda þær reglur, að farþegar, sem koma gagngert til Islands þurfa að greiða það en hins vegar ekki svonefndir „stop over“ farþegar, það er fólk, sem hefur hér Þorsteinn Þorsteinsson viðdvöl í einn sólarhring eða svo, til dæmis á leið sinni frá New York til Luxemborgar. Þetta hefur verið hæsta brottfarar- gjald hjá öllum vestrænum þjóð- um. Starfsmönnum flugfélaga hafa verið gefin um það fyrir- mæli af ríkisvaldinu að inn- heimta gjaldið. Þeir fá ekki að fara úr landi, sem greiða það ekki, sagði Þorsteinn Þorsteins- son. — Gjaldið bætist þannig ofan á farseðil erlendra ferðamanna og Islendinga búsettra erlendis. Reynslan í flugmálum undanfar- ið sýnir afleiðingar þess, ef ferðamenn hætta að koma hingað. Allir hljóta að vera sammála um að Islendingum erlendis sé ekki gert óeðlilega erfitt og kostnaðarsamt að heimsækja fjölskyldur sínar hér á landi, sagði Þorsteinn og bætti því við, að barnmargar fjöl- skyldur yrðu að sjálfsögðu einna verst fyrir barðinu á þessari skattheimtu. Hann minnti á, að 26. mars sl. hefði birst um það frétt hér í blaðinu, að flugvall- argjald hefði verið hækkað um 60% og ráðgert væri, að fram- vegis fylgdi það verðbólgunni. Þorsteinn Þorsteinsson sagð- ist hafa beitt sér fyrir söfnun mótmælanna í Norður-Ameríku og hefðu undirtektir verið góðar. Aður en til söfnunarinnar kom hefði árangurslaust verið vakið máls á því erlendis við íslenska embættismenn, að gjald þetta yrði fellt niður. Sagðist hann ætla að halda áfram að safna nöfnum og senda þau til Alþing- is, til þess að þingmönnum yrði ljóst, að stór kjarni Islendinga vestan hafs teldi nauðsynlegt að fella gjaldið niður. Vitnaði hann meðal annars til orða Þóris Gröndals, sem búsettur er í Flórída, í bréfi til sín, þar sem Þórir hefði talið, að þessi skatt- heimta spillti rekstri íslenskra flugfélaga vegna áhrifanna á flugfargjaldið og af því leiddi svartsýni um að unnt yrði að auka ferðir útlendinga til Is- lands. Sjálfstæðismenn á Austurlandi: Nauðsynlegt er að ein- angra Alþýðubandalagið MORGUNBLAÐINU hefur borist svohljóðandi ályktun frá sjálfstæðis- mönnum á Austurlandi, en hún var samþykkt á aðalfundi kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins i Austurlandskjordæmi á Höfn í Ilornafirði hinn 25. október siðastliðinn: „Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi, haldinn á Höfn í Hornafirði 25. október 1980, lýsir yfir andstöðu sinni við ríkisstjórn þá, sem nú situr við völd á Islandi. Fundurinn treystir því, að Sjálf- stæðisflokkurinn nái sínum fyrra styrk undir merki frjálslyndrar lýðræðisstefnu með hagsmuni allra stétta og byggðarlaga fyrir augum. Fundinum er ljós nauðsyn þess að Alþýðubandalagið verði ein- angrað og hvetur til samstöðu lýðræðisflokkanna um stjórn í landinu, sem bægir frá þeim háska, sem að steðjar í efnahags- málum og engin tilraun er nú gerð til að ráða bót á.“ Ríkisútvarpið: Milljarðs rekstr- artap á þessu ári „ÞAÐ ER rétt að nú stefnir í verulegan halla á rekstri Ríkisútvarpsins og verður hann kannski nálægt einum milljarði á þessu ári, sagði Hörður Vilhjálmsson fjármáiastjóri Ríkisútvarpsins í samtali við Mhl. „Þetta stafar aðallega af því að verðbólgan og gengissig rýra veru- lega tekjur Ríkisútvarpsins, en megin orsökin er þó su, að tap, sem fram hefur komið á stofnsjóði sjónvarpsins, hefur verið fært yfir á rekstrarsjóð. Þá hefur orðið tilfinnanlegur halli vegna þess, að tolltekjur af innflutningi sjón- varpstækja hafa verið teknar af okkur.“ Hvernig er ætlunin að fjár- magna þennan hallarekstur? „Það hefur verið gert ráð fyrir þessu í fjárlagatillögum okkar. Síðan 1979 hefur Ríkisútvarpið verð rekið með sívaxandi halla og þetta er nú orðið svo mikið, að erfitt verður að kippa því í liðinn á stuttum tíma. Fjárlagatillögur okkar hafa verið sniðgengnar í fjárlagafrumvarpinu og sú upp- hæð sem við töldum okkur þurfa verið lækkuð nokkuð. Við höfum gert athugasemd við þessa af- greiðslu og vonumst til að hún verði tekin til greina." Bankamenn boða verkfall 3. des. SAMBAND íslenzkra hankamanna hefur boðað til verkfalls hanka- manna frá og með 3. desemher næstkomandi. hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Þessi ákvörðun var tekin á sameiginlegum fundi aðal- og varastjórnar SÍB í gær og var samþykkt einróma. Lýsir SÍB jafnframt fullri ábyrgð á hendur bönkunum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem nú er komin upp i samningamálum bankamanna. Bankamenn felldu nýlega í alls- herjaratkvæöagreiðslu kjara- samning, sem samninganefnd SÍB og samninganefnd bankanna hafði gert. Síðan hefur samninganefnd bankamanna gert kröfur um nýjar viðræður. í fréttatilkynningu frá SIB segir: „Akvörðun þessi er tekin í ljósi þess, að þrátt fyrir ítrekaðar kröfur Sambands ís- lenzkra bankamanna til samn- inganefndar bankanna um nýjar viðræður, hefur nefndin ekki orðið við þeim. Deilan er í höndum ríkissáttanefndar og á fundi, sem nefndin hélt með deiluaðilum á föstudaginn var, 14. nóvember kom ekkert það fram af hálfu samninganefndar bankanna, sem bent gæti til samningsvilja." Um samningamál bankamanna gilda svipuð ákvæði og eru í lögum um kjarasamning BSRB. Sátta- semjari ríkisins hefur 15 daga frestunarvald, ef til boðaðs verk- fallsdags kemur án þess að sam- komulag náist. Hann getur því frestað bankamannaverkfalli til 18. desember, en á þeim tíma skal hann hafa lagt fyrir samningsað- ila sáttatillögu, sem greidd verði atkvæði um í öllum aðildarfélög- um SIB. Verði þátttaka atkvæðis- bærra bankamanna undir 50%, skoðast tillagan samþykkt og verður að samningi. Ef þátttakan er hins vegar meiri ræður einfald- ur meirihluti því, hvort verkfall kemur til framkvæmda hinn 18. desember eða sáttatillagan verður að nýjum kjarasamningi banka- manna og bankanna. TOYOTA- SAUMAVÉLAFJÖLSKYLDAN Toyota 4500 EL með saumaarmi Örugglega ein fullkomnasta saumavélin á markaðnum. 4 hraöa rafeindasaumavél með tölvuhnappaboröi, sem gerir allan saum leikandi létt verk. Verö kr. 289.800.- 4500 Toyota sauma- vélar fyrir alla A verði fyrir alla A greiðslu- kjörum fyrir alla 2ja ára ábyrgð og sauma- námskeið innifalið í verði. Fullkomin viðgeröar- og varahlutaþjónusta. T oyota Varahlutaumboðið Armúla, 23, sími 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.