Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 29 / STUTTU MÁLI • Skólar og tölvur • Stóraukin nýting sil ungastofnana • Orlof • Gjaldskrár • Alkalískemmdir Meðal þinKmála sem IökO vóru fram í vikunni, eru þessi: Breytt grunnskólalöf? Ragnhildur Helgadóttir (S), Halldór Rlöndal (S) og Friðrik Sophusson (S) flytja frumvarp til breytinga á urunnskólalögum, þ.e. 2. gr., 57. gr. og 64. gr. þeirra laga. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Frumvarp þetta er flutt í eftir- greindum tilgangi: 1. Að vernda friðhelgi einkalífs; 2. að sporna gegn pólitiskum áróðri í skólum; 3. að styrkja samband foreldra og barna annars vegar og samstarf heimila og skóla með því að virða rétt foreldra til að tryggja að fræðslan gangi ekki gegn trúar- og lífsskoðunum þeirra. Frv. er samið í því skyni að settar séu lagareglur um fræði- legar rannsóknir í grunnskólanum, þar sem bæði sé fekið tillit til einstaklingshagsmuna og þjóðfé- lagshagsmuna af því, að í grunn- skólum séu nemendur ótruflaðir af öðru en því, sem skólinn skal vinna að eftir grunnskólalögum, og til hagsmuna af því, að fram fari fræðirannsóknir, er ekki séu að- eins frjálsar, heldur megi og fram fara í grunnskólum, ef sérstaklega brýn þörf er á. Áhrif tölvuvæðingar á skóiakerfið Birgir ísl. Gunnarsson (S) og Ragnhildur Helgadóttir (S) flytja svohljóðandi þingsályktunartil- lögu um áhrif tölvuvæðingar á skólakerfi landsins: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd til að kanna líkleg áhrif tölvuvæðingar á skólakerfi landsins. Bæði verði kannað, hver áhrifin muni verða á skólahaldið sjálft með aukinni tölvunotkun í skólum svo og hvaða kröfur tölvuvæðing í öllu athafna- og atvinnulífi gerir til skólakerfis- ins. Nefndin reyni að meta í grófum dráttum, á hvaða sviðum þjóðlífs- ins tölvuvæðingin komi til með að Tiafa áhrif og í hvaða tímaröð þau áhrif muni koma fram. Bæði verði tekið tillit til þeirra, sem starfa munu með tölvum eða í tengslum við þær, og einnig til allra hinna, sem verða neytendur tölvuefnis. Á grundvelli þessara athugana verði gerðar tillögur um, hvernig skólakerfið bregðist við þessum áhrifum og þeim kröfum, sem af þeim munu hljótast. Þess verði sérstaklega gætt, hver verði áhrif tölvuvæðingarinnar á almenna grunnmenntun." Aukin nýtinj; silungastofna Vigfús B. Jónsson flytur ásamt 4 öðrum sjálfstæðisþingmönnum, þingsályktunartillögu um aukna nýtingu silungastofna. Tillagan gerir ráð fyrir könnun á ástandi íslenzku silungastofnanna og stór- aukinni nýtingu þeirra í öllum þeim vötnum, sem hæf þykja til slíks, hvort heldur er í byggð eða óbyggð. í greinargerð segir að velflest stöðuvötn á íslandi séu sáralítið eða ekkert nýtt. Silungastofnar hafi fallið í skuggann af „árang- ursríkri laxarækt". Til þess að efla byggð í sveitum og auka á mögu- leika í sportveiði, að ekki sé talað um aukna verðmætasköpun og fjölbreytni í matvælaframleiðslu, beri að hefjast handa um aukna nýtingu silungastofna. Lokaorð greinargerðarinnar eru þessi: „Hvað viðkemur sjálfum silungastofnunum þarf að kanna ástand þeirra og bæta það sam- kvæmt því sem við á, t.d. með fækkunum, kynbótum og stofn- skiptum í vötnum. Þá má og trúlega víða bæta lífsskilyrði í vötnum með litlum tilkostnaði og e.t.v. flytja silunga í fiskilaus vötn. Varðandi sportveiði í vötnum þarf að stórauka kynningarstarfsemi og leiðbeiningaþjónustu, einnig bæta aðstöðu í sambandi við vötnin með lagningu vega, byggingu sumar- húsa og fjölgun báta með full- komnum öryggisútbúnaði. Eðlilegt má teljast að sú rann- sókna- og leiðbeiningaþjónusta, sem hér þarf til að koma, nái einnig til sjógöngusilunga, þótt þessi tillaga beinist fyrst og fremst að nýtingu vatnasilungs." Tveir orlofsdaiíar fyrir unninn mánuð Gunnar Már Kristófersson (A) og Karl Steinar Guðnason (A) flytja frumvarp til laga um breyt- ingu á orlofslögum. Samkvæmt frumvarpinu skulu 2 orlofsdagar vera fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári og reiknast hálfur mánuður eða meira sem heill mánuður, en skemmri tími telst ekki með. Það telst vera vinnutími, skv. þessari grein, þótt maður sé frá vinnu vegna veikinda eða slysa, meðan hann fær kaup greitt eða hann er í orlofi. Laugardagar, sunnudagar eða helgidagar teljast ekki orlofsdagar. Orlofsárið er frá 1. maí til 30. apríl. Gjaldskrár þjónustustofnana Friðrik Sophusson (S) flytur tillögu þess efnis, að þjónustu- stofnunum ríkisins verði gert skylt að senda allar tillögur um efnis- legar breytingar á gjaldskrám til umsagnar Neytendasamtakanna og Verzlunarráðs íslands. Viðgorðarkostnaður vc}jna alkalískcmmda á stcinsteypu Birgir ísl. Gunnarsson (S) flytur þingsályktunartillögu þess efnis, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því, að þeir húseigendur, sem leggja þurfi í mikinn viðgerðarkostnað vegna alkalískemmda á stein- steypu í húsum sínum, fái fjár- hagsaðstoð til þeirra viðgerða, annaðhvort í formi bóta eða lána eða hvors tveggja. Ef nauðsyn ber til sérstakrar lagasetningar í þessu efni skal ríkisstjórnin undirbúa slíka löggjöf og leggja fyrir Al- þingi, segir í tillögugreininni. Aðalfundur SIÍ: Verklegt og bóklegt nám skal metið fullkomlega að jöfnu AÐALFUNDUR Sambands iðn- fræðsluskóla á íslandi var hald-1 inn í Iðnskólanum i Reykjavík laugardaginn 8. nóvember 1980. Fundinn sátu 27 fulltrúar frá 9 skólum. Halldór Arnórsson, fráfarandi formaður, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna. Fundarstjóri var kjörinn Jón Böðvarsson, fundarritari Ágúst B. Karlsson og Halldór Arnórsson flutti skýrslu stjórnar. Kom þar fram að aðalverkefni hennar síð- astliðið starfsár var umfjöllun um frumvarp að nýrri reglugerð um iðnfræðslu. Þórarinn B. Gunn- arsson, framkvæmdastjóri lagði fram og skýrði reikninga sam- bandsins og Iðnskólaútgáfunnar. Umræður urðu nokkrar en reikningarnir voru samþykktir samhljóða. Hallgrímur Guð- mundsson formaður ritnefndar MYNDAMÓT HF. PfUNTM YNOAGCRÐ AÐALfTRjKTI • - SlMAR: 171SX-173SS í Kaupmannahöfii FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI flutti skýrslu. Þar kom fram að Fréttabréf SIÍ kom út einu sinni á starfsárinu og annað tölublað er tilbúið til útgáfu. Formaður var kjörinn Ingvar Ásmundsson, skólastjóri Iðnskól- ans í Reykjavík, en aðrir í aðal- stjórn Jón Böðvarsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- nesja og Pálmar Ólason, aðstoðar- skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Samþykkt var áskorun á Al- þingi og menntamálaráðherra um „að afgreiða nú þegar sem lög frá Alþingi frumvarp um fram- haldsskóla sem nú hefur legið fyrir þinginu um fjögurra ára skeið.“ Einnig var samþykkt áskorun á iðnfræðsluráð þess efnis að gerð verði samræmd námsskrá er trygg* að nám til iðnréttinda verði samræmt við alla skólana. Aðalfundurinn samþykkti ályktun þess efnis „að það sé stefna SII að verknám og bóknám skuli metið fullkomlega að jöfnu". Einnig samþykkti aðalfundurinn ályktun varðandi námsbókakynn- ingu. Cr frrttatilkynningu. Ný bók: Salómon svarti kominn aftur Salómon svarti eftir Hjört Gislason kom fyrst út árið 19fi0, hefur verið ófáanleg um nokkurt árabii, en hefur nú verið endur- prentuð. „Bókina má hiklaust telja i hópi með sigildum barna- bókum fyrir islensk börn. hún er skrifuð á kjarngóðu máli og efni hennar höfðar til allra aldurs- hópa, segir í frétt forlagsins. Salómon svarti er lambhrútur sem Skúli í Smiðjubæ á. Hann fann móður lambsins dauða út í móa, en lambið lifði og varð heimalningur í Smiðjubæ. Þeir Fíi og Fói, tvíburabræður sem búa hjá afa sínum og ömmu í Smiðju- bæ, taka miklu ástfóstri við Saló- mon svarta og saman lenda félag- arnir þrír í mörgum skemmtileg- um ævintýrum. Bókin er 117 blaðsíður með stóru og skýru letri, og hana prýðir fjöldi teikninga eftir Hall- dór Pétursson. Útgefandi er Bóka- forlag Odds Björnssonar. HELO Sauna Höfum ávalt fyrirliggjandi Saunaofna og klefa á mjög hagstæöu veröi. Benco, Bolholti 4, sími 21945. GRAIVI FRYSTIKISTUR FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX HÁTÚNI 6A.SÍMI 24420 Einstakur dekurbíll. Margvíslegir aukahlutir, m.a. hlíföargrind, litaö gler, hálfsjálfskipting o.fl. Hafiö samband viö sölumann. Sérstaklega fallegur og vel með farinn bíll. Lítið keyrður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.