Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 16
/ 16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 Hluti fundarmanna á félagsfundi Kélags islenzkra stórkaupmanna. Ljósm. Mbl. Kristján. Greinileg skil urðu í afkomu heildverzlunarinnar 1977 og hallað hef ur á greinina síðan ÓLAFUR Davíðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar fjall- aði um afkomu heildverzlunar á almennum félagsfundi hjá Félagi íslenzkra stórkaupmanna og fer hér á eftir samantekt í styttu máli af erindi hans. í upphafi máls síns fjallaði Ólafur um fjölda heildsölufyr- irtækja og stærðardreifingu þeirra, samkvæmt skilgreiningu Hagstofu á heildverzlun. Kom fram að fyrirtækjum hefur fjölgað verulega frá 1971 til 1978, eða úr 553 í 925. Fjölgunin var þó nær öll í minnstu fyrirtækjunum, þ.e. þeim sem hafa 0—5 ársmenn. Athygli vekur fjölgunin 1978, sem Ólaf- ur sagði næsta ótrúlega, er fyrirtækjunum fjölgaði úr 809 í 925. Einnig fjölgaði fyrirtækj- um um rúmlega eitthundrað frá 1974 til 1975, eða úr 673 í 813. Arið 1978 voru heildsölur á sviði byggingavöruverzlunar samtals 110, á sviði bifreiðaverzlunar samtals 116 og á sviði blandaðr- ar heildverzlunar, eða almennr- ar heildverzlunar, samtals 699. Af síðasttöldu fyrirtækjunum höfðu 586 fyrirtæki 0—5 árs- menn, 104 fyrirtæki höfðu 5—30 ársmenn og níu höfðu 30 eða fleiri ársmenn. Fram kom hjá Ólafi, að fjölg- un vinnuafls í heildverzlun hefði verið stöðug frá árinu 1971 til 1978, og að hlutur heildverzlunarinnar af allri verzlun hefði farið vaxandi. Hlutur heildverzlunar í heild- arvinnuafli hækkar fram til 1973, en er síðan stöðugur. Fækkun varð í vinnuafli í bygg- ingarvöruverzlun frá 1975, og sveiflur einkenndu bílaverzlun- ina. Síðan sagði Ólafur um rekstr- arafkomuna 1971 til 1978: „Ef litið er á hreinan hagnað fyrir beina skatta, þ.e. tekju- skatt og eignarskatt í hlutfalli við tekjur, sem mælikvarða á rekstrarafkomu, þá var þetta hlutfall all stöðugt fyrir grein- arnar þrjár til samans — bygg- ingavöruverzlun og almenna heildverzlun — árin 1971 til 1976. Hagnaðurinn var 3‘/2 pró- sent af tekjum eða þar um bil, heldur meiri árið 1973, en nokk- uð minni árið 1975. í þessum tölum vegur hin svokallaða al- menna, eða blandaða, heild- verzlun lang þyngst, þar sem tekjur hennar eru um tveir þriðju af heildartekjum grein- anna þriggja. Einmitt í þessari grein var afkoman nokkuð stöð- ug áðurnefnd ár, en í bæði byggingavöruverzlun og bif- reiðaverzlun reyndar öllu lakari en meðaltalið allt frá 1973.“ Ólafur sagði, að innan hverr- ar greinar heildverzlunarinnar væri ekki ótrúlegt að um mik- inn mun hefði verið að ræða milli undirgreina og einnig sveiflur milli ára. Miðað við þau gögn sem voru fyrir hendi væri nánari sundurgreining á efninu hins vegar ekki möguleg. Vék hann síðan nánar að hinni almennu heildverzlun, afkomu hennar árin 1971 til 1978 og sagði þá m.a.: „Afkoman var all stöðug árin 1971 til 1976. Framan af ára- tugnum var mikil gróska í okkar þjóðarbúskap og inn- flutningur fór ört vaxandi ár frá ári — sama máli gegndi reyndar líka um verðbólguna, þótt hún væri að vísu minni fyrstu árin en síðar varð. Annað sem athygli vekur, er að hlutur umboðslauna og ann- arra tekna en af vörusölu fer vaxandi, og eru umboðslaunin þar stærsti þátturinn. Þegar kemur að árinu 1977 verða nokkuð greinileg skil í afkomu heildverzlunar. Inn- flutningur jókst mjög mikið á þessu ári og verðbólgan var óbreytt frá árinu áður. Um- boðslaun minnkuðu nokkuð hlutfallslega, en þó ekki að marki. Á þessu ári varð hins vegar mikil launahækkun, eins og kunnugt er, og starfsfólki fjölgaði. Hækkun launakostnað- ar samkvæmt rekstraryfirlitinu var reyndar meiri en unnt er að Ólafur Davíðsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar flytur eríndi sitt á félagsfundi hjá Félagi islenzkra stórkaupmanna. skýra með hækkun kauptaxta og fjölgun starfsfólks, hver sem ástæðan kann að vera. Ef litið er á rekstrarreikninga, þá skýr- ist versnandi afkoma aðallega af hækkun launakostnaðar, og einnig að nokkru af því að umboðslaun og aðrar tekjur lækkuðu nokkuð hlutfallslega. Á árinu 1978 hélzt afkoman svipuð en umboðslaunahlutinn fór þá vaxandi. Ekki liggja enn fyrir tölur um árið 1979 og fyrir árið 1980 er um hreina ágizkun að ræða. Áætlanir fyrir bæði árin eru reistar á framreikningi frá 1978 og stuðst við vísbendingar og áætlanir um veltubreytingu, álagningu og breytingu helztu kostnaðarliða. Umboðslaun eru áætluð sem hlutfall af tekjum og 1978. Á þessum forsendum virðist afkoma greinarinnar hafa versnað heldur 1979, fyrst og fremst vegna kostnaðarhækk- ana, en innflutningur dróst lít- ilsháttar saman á því ári. Árið 1980 virtist afkoman nokkurn veginn óbreytt, á fyrrgreindum forsendum. Þessar áætlanir eru þó um margt ótraustar, enda hafa til dæmis allar tölur meira en tvöfaldast frá 1978 til 1980, og á þeim hraða er orðið erfitt að hitta í mark.“ Þá fór Ólafur nokkuð út í þær breytingar sem orðið hefðu á nokkrum þáttum er áhrif hafa á hag heildverzlunarinnar. Sagði hann þá m.a.: Meðalálagning ræðst m.a. af vörusamsetningunni. Meðalálag hækkar 1972 og 1973 og um- boðslaun vaxa hægt. Þetta snýst við 1974, og einkum þó árið 1975, en álagning snar- lækkar, en umboðslaunin vaxa mjög. Álagningarlækkunin 1975 skýrist að einhverju leyti af breyttri samsetningu, en einnig verður lækkun með gengis- breytingum. Árin 1976 og 1977 verða umskipti á ný og aftur 1978. Á síðasta áratug hækkaði launahlutfall úr 6,5% í rúmlega 9%. Ýmis gjöld hækka úr tæp- lega 6% í 8%. Þá eru vextir stöðugir til 1977, en fara síðan hækkandi, sem kemur víst ekki á óvart." Loks sagði Ólafur í erindi sínu: „Vandamál líðandi stundar í ykkar grein eru ykkur betur kunn en mér, en þau eiga sér líklega samnefnara í því sem hrjáð hefur okkar þjóðarbúskap á undanförnum árum, þ.e.a.s. verðbólgunni. Áhrifin köma líka fram með meiri þunga þegar dregur úr hagvexti og þar með innflutningi og vörusölu, eins og í fyrra og í ár. Innflutningur jókst reyndar mikið framan af ári miðað við sama tíma í fyrra, en á síðustu mánuðum hefur verulega dregið úr aukningunni. Á næsta ári er líklegt að þjóðarútgjöld, og þar með innflutningur, verði svipuð að magni og í ár og reyndar er það markmið og stefna stjórn- valda við núverandi aðstæður að halda vexti þjóðarútgjalda í skefjum í því skyni að draga úr viðskiptahallanum við útlönd. Viðskiptahallinn við útlönd hef- ur að vísu vaxið í ár, þrátt fyrir stefnu stjórnvalda. Ýmislegt hefur verið gert á undanförnum árum til þess að draga úr áhrifum verðbólgunn- ar á hagkerfið: skattalög hafa verið „löguð að“ verðbólgunni, vaxtamálum hefur verið hagað með tilliti til verðbólgu í því skyni að reyna að koma á jafnvægi á fjármagnsmarkaði, þótt sú stefna komi auðvitað illa við hvern þann, sem þarf á lánsfjármagni að halda í sínum rekstri — miðað við það sem áður var, þegar vextir voru mun lægri en nú, þ.e.a.s. þegar raun- vextir voru lægri (neikvæðari). Ég held, að með þessum breytingum komi áhrif verð- bólgunnar skýrar fram en áður var, erfiðleikar geta orðið meiri í einstökum fyrirtækjum og atvinnugreinum þegar sumt er lagað að verðbólgunni en annað ekki, en ég held að enginn sé bættari með því að reyna að fela áhrif verðbólgunnar. Þann- ig verður hún ekki viðráðanlegri til lengdar. Hún verður auðvit- að aðeins viðráðanlegri að tak- ist að draga verulega úr henni, en það eru engin ný sannindi," sagði Ólafur. Áð loknu erindi Ólafs urðu nokkrar umræður. Einar Birnir formaður FÍS sagði, að ráða mætti af erindi Ólafs og þeim upplýsingum sem hann hefði haft fram að færa í töflum og línuritum, sýndu, að í verulegt óefni stefndi í fjárhagsstöðu og þjónustumöguleikum heild- verzlunarinnar. Ingimundur Sigfússon vakti athygli á að vinnuafl í heild- verzlun í hlutfalli við heildar- atvinnuskiptingu þjóðarinnar hefði verið hið sama í gegnum árin á sama tíma og að miklar breytingar hefðu orðið á hlut- falli starfsmanna hjá hinu opinbera, sem hækkað hefði verulega. Júlíus Ólafsson gerði að um- talsefni að meðalstærð nýrra fyrirtækja í almennri heild- verzlun væri 1,5 ársmaður. Af- koman hefði minnkað þar sem fleiri og fleiri væru að hlaupa með minna og minna magn og minni og minni afrakstur. Undir það tók Ólafur Davíðs- son, og sagði að afkoman hefði að miklu leyti versnað vegna fjölgunar fyrirtækjanna. Hann gizkaði á að árið 1981 yrði um margt svipað og 1979 og 1980. Hagvöxtur yrði hægur 1981 eins og í ár. „Það er enginn sérstak- ur búhnykkur sem við getum átt von á á næsta ári,“ sagði Ólafur, og bætti við að á næsta ári yrði útflutningsaukning vegna stóriðju undirstaða efna- hagslegrar afkomu, því á næsta ári gætum við vart sótt meira til sjávar en í ár, sem væri betra ár en í fyrra, þótt góðar horfur væru í þorksveiði, eins og hann orðaði það. „Verðbólgan hefur að vísu hjaðnað í ár, en ýmsar blikur eru á lofti, og því erfitt að segja nokkuð um verðbólguþróunina að svo komnu máli, og horfur í þeim efnurn," sagði Ólafur. Að lokum spurði Einar Birnir að því hvaða áhrif Ólafur teldi það hafa á verzlunina ef hún fengi meira frelsi í álagningu, þar sem nú væri orðið svo þröngt um heildverzlunina, að möguleikar á hagkvæmum inn- kaupum væru nánast úr sög- unni. „Það er ekki margt sem bend- ir til þess að breytingar hefðu afgerandi áhrif á verðlags- þróunina. Það færi að vísu mikið eftir því við hvaða efna- hagsástand það gerðist. Kerfið hefur ef til vill reyrt menn fasta í ákveðið mót, og það tæki sennilega tíma að aðlagast breytingum í þessum efnum. En ég hef þó ekki trú á að kerfið rígbindi menn þannig, að ekkert svigrúm sé til breytinga," sagði Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.