Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 22
fcl 22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 Aston Villa tapaði stigi á heimavelli en er efst - Man. Utd. hefur gert 11 jafntefli og Liverpool 9 hefði getað orðið stærri, en 2—0 urðu lokatölur leiksins. Mick Robinson skoraði bæði mörkin, sitt í hvorum hálfleiknum. Vítaspyrnumark Garry Owen tíu mínútum fyrir leikslok tryggði WBA verðskuldað stig á Highbury, er WBA sótti Arsenal heim. WBA sýndi lengst af betri knattspyrnu og náði forystunni með marki Peter Barnes. Þannig stóð í hálfleik, en Alan Sunder- land og Frank Stapleton skoruðu með stuttu millibili nálægt miðj- um síðari hálfleik og stefndi því allt í sigur hjá Arsenal. Lee Chapman, framherji hjá Stoke, var markheppnasti ein- staklingurinn í deildarkeppninni að þessu sinni, en hann skoraði þrennu, öll mörk Stoke, er liðið vann góðan sigur gegn Norwich. Joe Royle skoraði eina mark Norwich, en það kom undir lok leiksins og bjargaði engu fyrir Anglíu-liðið. Steve Hunt skoraði sigurmark Coventry gegn Birmingham þeg- ar skammt var til leiksloka, skaut firnaföstu skoti efst í markhornið. Coventry lék án Gerry Daly, sem hefur orðið fyrir meiðslum. Alan Curbishley skoraði annars fyrir Birming- ham með skalla á 34. mínútu, en Andy Blair jafnaði aðeins fjór- um mínútum síðar. Asa Hartford skoraði sigur- mark Everton gegn Sunderland og hefur Everton þá unnið tvo leiki í röð eftir frekar slakan kafla. Er liðið á ný komið í hóp efstu liða. Eamon O’Keefe skor- aði fyrra mark Everton, eftir að Pop Robson hafði náð forystunni fyrir Sunderland snemma í leiknum. 2. deild: Blackburn 2 (Stonehouse, Keel- ey) — Cardiff 3 (Kitchen 2, Buchanan) Bristol City 0 — Preston 0 Derby 0 — Cambridge 3 (Gibb- ins, Christie, Lyons) Grimsby 1 (Cumming) — Shrewsbury 0 Luton 3 (Stein 2, Moss) — West Ham 2 (Brooking 2) Newcastle 1 (Shinton) — Shef- field Wed. 0 Orient 2 (Moores, Taylor) — Bristol Rov. 2 (McCaffrey 2) QPR 2 (Silkman, Neal) — Oldham 0 Wrexham 0 — Chelsea 4 (Britt- on, Driver, Walker, Lee). eitt mark á sig um helgina. herrans tíð. Liðið hafði leikið 3 leiki, eða 270 mínútur, án þess að skora. Við þann tíma bættist fyrri hálfleikurinn gegn Boro. En síðan áttu þau undur sér stað, að Joe Jordan skoraði og kom United yfir. Ekki leið á löngu áður en Craig Johnstone jafnaði fyrir Boro og var það mjög í samræmi við gang leiks- ins, Boro sótti meira, en það er ekki heiglum hent að skora hjá United, hvað þá að vinna liðið. Tvö töp í 18 leikjum segja sína sögu. Óvæntustu úrslit dagsins voru þó án efa á City Ground í Nottingham, þar sem Evrópu- meistararnir Nottingham Forest voru teknir í kennslustund af óútreiknanlegu liði Tottenham. Ekkert var skorað í fyrri hálf- leik, en bæði fóru þá jlla með góð marktækifæri. í síðari hálfleik fór síðan að draga til tíðinda. Steve Archibald hóf áhlaupið er hann skoraði fyrir Tottenham strax á fyrstu mínútum hálf- leiksins. Aðeins sex mínútum síðar skoraði Osvaldo Ardiles glæsilegt mark, þrumuskot af 20 metra færi, og staðan var þar með orðin 2—0. Leikmenn For- est reyndu að sækja í sig veðrið, en ekkert gekk og Archibald bætti þriðja markinu við sjö mínútum fyrir leikslok. Þetta var annar tapleikur Forest á fjórum dögum, en liðið tapaði fyrir Birmingham fyrr í vikunni. Botnliðin komu sum hver skemmtilega á óvart. Svo sem Manchester City og Brighton. City fékk Southampton í heim- sókn og gekk á ýmsu í fyrri hálfleik. Þá brenndi Southamp- ton m.a. af vítaspyrnu. í síðari hálfleik náði heimaliðið svo yfir- höndinni svo um munaði, Gerry Gow skoraði fyrsta mark sitt fyrir City og Dave Bennett bætti öðru við áður en Kevin Keagan varð rétt einu sinni að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Kevin Reeves innsiglaði síðan sigurinn, sem var síst of stór. Brighton sótti Wolves heim og þóttu Úlfarnir vægast sagt ömurlegir. Botnlið Brighton gekk því á lagið og lék á als oddi. Sigur liðsins Aston Villa, toppliðið i 1. deild, mátti sjá af öðru stiginu er Leeds kom l heimsókn. Forysta Villa í 1. deild minnkaði því í fjögur stig. Ipswich náði aftur öðru sætinu er liðið iagði Leicester að velli og var það fyrsti sigurinn hjá Ipswich síðustu fimm leikina. Liverpool hafði því skamma viðdvöl i öðru sætinu, liðið náði aðeins öðru stiginu gegn Crystal Palace og voru það ekki ósanngjörn úrslit. í botnharáttunni ber það helst til tíðinda. að Brighton og Manchester City sýndu meistaratakta og virðast vera að taka við sér svo um munar. Lítum á úrslit leikja á laugardaginn: Arsenal — WBA 2—2 A. Villa — Leeds 1—1 Coventry — Birmingham 2—1 Cr. Palace — Liverpool 2—2 Everton — Sunderland 2—1 Ipswich — Leicester 3—1 Man. City — Southampton 3—0 Middlesbr. - Man. Utd 1-1 Nott. Forest — Tottenham 0—3 Stoke — Norwich 3—1 Wolves — Brighton 0—2 Argentínumaðurinn smái en knái hjá Leeds, Alex Sabella, skoraði gegn Aston Villa þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Gekk síðan á ýmsu þar til Villa tókst að jafna upp úr miðjum fyrri hálfleik. Þá var Garry Shaw á ferðinni með 13. mark sitt á þessu keppnistíma- bili. Villa sótti mun meira allt til leiksloka, en barátta og seigla mótherjanna tryggðu liðinu ann- að stigið. Forysta Aston Villa er því nú komin niður í fjögur stig. Ipswich vann loks eftir að hafa leikið 5 leiki án sigurs. Sigur liðsins gegn Leicester var öruggur, en leikurinn var slakur og Ipswich lék langt undir getu. Enda eru nokkrir lykilmenn á sjúkralista. En Eric Gates skor- aði eftir 21 mínútu og snemma í síðari hálfleik sendi bakvörður- inn Williams knöttinn í eigið net, 2—0 fyrir Ipswich. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði ungur nýliði, Mitth D’Avrey sitt fyrsta mark fyrir Ipswich og þriðja mark leiksins. Á síðustu mínútu leiksins bætti Williams fyrir sjálfsmarkið með því að skora eina mark Leicester. Liverpool átti í miklu basli með botnliðið Crystal Palace. Lið Palace er ekkert lamb að leika við, þrátt fyrir stöðu sína í deildinni. Palace sótti nokkuð í fyrri hálfleik, en það var Liver- pool sem skoraði, Ray Kennedy, eftir fyrirgjöf Ken Dalglish. Markið kom ekki fyrr en komið var þremur mínútum fram yfir venjulegan leiktíma. En skjótt skipast veður í lofti eins og dæmin sanna og ekki voru nema tíu mínútur liðnar af síðari hálfleik, er Palace hafði náð forystunni. Fyrst skoraði Gerry Francis úr vítaspyrnu og jafn- aði. Síðan átti Ian Walsh skot að marki, sem Israelsmaðurinn Avi Cohen í liði Liverpool stýrði snyrtilega fiam hjá eigin mark- verði. Óviljandi að sjálfsögðu! Þegar hér var komið sögu þyngdist sókn Liverpool til muna og klúðraði liðið tveimur góðum færum áður en Terry McDermott jafnaði með marki af stuttu færi. I heild voru úrslitin ekki ósanngjörn, en leik- urinn ekki tilþrifamikill og lið Liverpool, ásamt Manchester Utd. búið að skera sig úr í 1. deild sem helsta jafnteflisliðið í deildinni. Liverpool hefur gert níu jafntefli í 17 leikjum, en United hins vegar 11 jafntefli í 18 leikjum. Man Utd. hefur gert 11 jafntefli í síðustu 18 leikjum. Bailey markvörðui liðsins sem hér hirðir boltann á síðustu stundu fékk United kom ekkert á óvart um helgina. Liðið afrekaði þó að skora fyrsta mark sitt í háa Enska t 5 knatt- spyrnan • * Knatt- spyrnu úrslit England. 3. deild: Blackpool — Swindon 1-1 Brentford — Charlton Fullfam — Kotherham 0-1 1-1 GfHingham — Exeter 1-5 Huddersfleld - Cheaterfield 2-0 Hull - Mlllwail 3-1 Newport — MUlwail 3-1 Oxford — Chester 1-0 Plymouth - Coichester 1-1 Portamouth — Barnsley 0-1 Sheffleld Utd. - Carliaie 2-2 Walsail - Reading 2-2 ** # ' V-4f Engiand, 4. deild: Aldershot — Scunthorpe 'o-o Bournmouth — York 1-1 Bradford — Wfmh-’ 2-0 Doncaster — Port *ale 2-0 Hartlepool - Wigan 3-1 Mansfield - Halifax 0-1 Northampton - Darlington 2-2 Peterhrough - Lincoin 1-0 Southend — Bury 1-0 • • Skotland. úrvaisdeild: Aberdeen - Pnrtick Airdrie — Celtic Dundee lltd — 8t. Mirren Morton — Hearts Ransrers — Kilntarnock Aberdeen heíor enn órutíRa forystu i deildarkeppninni, helur liftW 25 stig aA 14 umferðum loknum. en RanKeru hafa 22 stig. I þriðja aætinu er Celtic «em fyrr með 20 stig. Þessl þrjú lið skera sig mjðg úr. þannig skllja fimm stig Celtic og Partick. sem er I fjðrða sætfnu. Neðst er lið Kilmarnock með 4 stig. Hearts hafa 7 stig og Morton 9 stlg. 2-1 1- 4 2- 0 2-2 2-0 1. DEILD Aston Vllla 18 124 2 33:15 28 fpswich 16 96 1 27:11 24 Liverpool 17 79 1 35:18 23 Everton 18 94 5 30:20 22 Arsenal 18 86 4 28:19 22 Manchester IJtd. 18 511 2 22:12 21 Nottingham For. 18 8 5 5 26:19 21 West Bromwich 17 77 3 21:15 21 Tottenham 17 76 4 31:26 20 Birmingham 17 66 5 23:20 18 Sunderland 18 65 7 24:22 17 Stoke 17 57 5 21:26 17 Coventry 18 73 8 22:28 17 Southampton 18 64 8 31:30 16 Middlesbrough 18 64 8 26:29 lfi Wolverhampton 17 5 4 8 15:23 14 Leeds Utd. 18 54 9 16:30 14 Manchester C 18 45 9 21:31 13 Brighton 18 4 410 20:31 12 Norwich 18 44 10 21:36 12 Crystal Palace 18 42 12 21:36 10 Leicester 18 42 12 13:30 10 2. DEILD West Ham Notta Coonty Chelsea Sheffield Wed. Swansea City Blackburn Orient Camhridge Newcastle Luton Town Derby County 17 11 4 17 10 B 18 10 5 18 9 4 Queen's Park R. 18 Preston Shrewsbury Cardiff City Boiton Watlord Wrexham Oldham Grimsby Bristol City Bristol Rovers 7 4 5 5 4 fi 6 fi 5 4 8 4 7 7 1 5 4 6 2 5 4 4 fi 3 8 3 6 1 8 2 30 1 23 3 35 5 25 3 24 6 22 6 27 8 24 fi lfi 7 24 5 23 7 25 5 14 7 17 10 20 8 2fi 9 21 9 15 8 12 B 8 9 13 9 15 11 26 12 26 18 25 21 22 16 21 18 20 21 19 26 19 25 19 23 18 25 18 18 17 18 16 21 15 27 15 26 14 25 14 21 14 18 14 15 14 25 12 29 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.