Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 Bókagerðarmenn sömdu eftir 44ra stunda sáttafund SAMKOMULAG tókst í kjaradeilu bókaKerðarfélaKanna þrÍKKja, Ilins íslenzka prentarafélags, Grafiska sveinafélaRsins ok Bókbind arafélags íslands, ok FélaKs íslenzka prentiðnaóarins í Ka rmoniun eftir 44ra kiukkustunda langan sáttafund, sem hófst klukkan 14 á lauKardaK »K stóð óslitið til 10 í BærmorRun. Er þetta lengsti sáttafundur frá því er Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari ríkisins tók við því embætti. IIÍP samþykkti samkomulaKÍð á félagsfundi í Kær með 137 atkvæðum Kegn 30 ok í særkveldi samþykkti FÍP samkomulaRÍð. GSF ok BFÍ frestuðu í Kær verkfóllum, en félassfund ir verða haldnir um samkomulaKÍð Lítið miðaði í samninKaviðræð- unum, þar til síðdegis á sunnudag, er sáttanefnd ríkisins lagði fram tillögu fyrir báða samningsaðila, sem þeir síðan gengu að. Tillagan er hugsuð þannig að allir taxtar í prentiðnaði hækki um 8%, en siðan komi 3 þúsund krónur á alla flokka. Þetta hefur í för með sér hærri hlutfallstölu á lægri taxt- ana en hina hærri. Þetta þýðir í prósentum fyrir aðstoðarfólk í prentsmiðjum frá 11,5% til 15,3% og hafa laun þess nú verið sam- ræmd án tillits til þess í hvaða félagi það var. Aðstoðarfólk með hæsta starfsaldur hefur nú sama kaup og byrjunarlaun sveins. Textainnritarar, óiðnlærðir setj- arar, hafa sama kaup og sveinar í dag. verða því ágreiningsmál rekin framvegis fyrir Félagsdómi. Um nemakjör var farið að með svipuðum hætti og gert var í samkomulagi Iðnnemasambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands. Hækka nemar í starfsþjálfun og ekki eru á meist- arasamningi nokkuð eftir að þeir hafa lokið seinni vetri Iðnskólans. Aðrir nemar fengu samræmt kaup. Samkomulag náðist um veik- indadaga, ágreiningur hafði verið um það, hvort samningurinn ætti að gilda eða landslög, eða hvort nota mætti beztu ákvæði úr báð- um, en vandkvæði hafa verið á túlkun þessa allt frá því er lögin Björg Einarsdóttir. formaður Hvatar, flytur skýrslu stjórnar á aðalfundinum í gærkvöldi. Ljósm. Emiiia. Björg Einarsdóttir end- urkjörin formaður Hvatar BJÖRG Einarsdóttir var einróma endurkjörin formaður Hvatar. félags sjálfstæðiskvenna i Reykjavík, á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Tillaga uppstillingar- nefndar um aðra stjórnarmenn og endurskoðendur var einnig samþykkt samhlj(')ða og kosn- ingar í trúnaðarmannaráð og nefndir voru ennfremur sam- hljóða. I stjórn Hvatar voru kjörnar: Anna Ásgeirsdóttir, Ásdís Rafnar, Brynhildur Andersen, Erna Hauksdóttir, Hulda Valtýsdóttir, Ragnhildur Pálsdóttir, Sigríður Arinbjarnardóttir og Unnur Jón- asdóttir. Endurskoðendur voru kjörnar Kristín Magnúsdóttir og Jórunn ísleifsdóttir. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru á dagskrá erindi Markúsar Arnar Antonssonar, borgarfulltrúa, um stöðu hinna öldruðu í fjölskyldunni og almenn- ar umræður að því loknu. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki: og hækkar það kaup um 11,2 til 13%. Síðastnefnda hækkunin er fyrir vélsetjara á fyrsta ári. Leiðrétting var gerð á orlofs- prósentu á yfirvinnu vegna dags- lengingar orlofs, sem fékkst fram í samningum 1977. Hækkar því orlofsprósentan úr 8,33 í 8,71 og úr 9,33 í 9,86. Ákveðið var að stofna nefnd, sem kanna skal starfskjör í prent- iðnaði. Skal nefndin setja sér ákveðnar forsendur fyrir 1. febrú- ar næstkomandi og að því búnu mun hún óska eftir könnun kjara- rannsóknanefndar á kjörum starfsfólks í prentiðnaði. Á nefnd- in jafnframt að kanna grundvöll fyrir starfsmati innan prentiðnað- arins og gera tillögur til samn- ingsaðila. Þá var gerðardóms- ákvæði fellt út úr samningi og voru sett 1. maí 1979. Niðurstaðan er sú í aðalatriðum, að þau ákvæði um kjaraatriði samningsins, sem eru hagstæðari gilda fyrir þá sem unnið hafa skemur en 3 ár, en þau ákvæði landslaganna, sem veita meiri rétt talin þeim, sem unnið hafa lengur en 3 ár hjá sama vinnuveitanda. Þá var ákveðið, að farið yrði í profmál um þau ágreiningsmál, sem komið hafa upp frá gildistöku laganna til undirskriftardags samningsins. Myndi sérstakur gerðardómur fjalla um þetta atriði, sem báðir aðilar tilnefni menn í. Þá er svo sem margsagt hefur verið frá í fréttum sérstakur kafli um tækni- og atvinnuöryggismál, þar sem nánar er kveðið á um réttindi bókagerðarmanna í nýrri prenttækni. Skuldir við 23 sveitar- félög nema 3 milljörðum Frá félagslundi HÍP í Alþýðuhúsinu i gær, þar sem samningarnir voru samþykktir. Ejósm. Kristján. SAMBANDI íslenzkra sveit- arfélaga hafa borizt svör 23ja sveitarfélaga við fyrirspurn- um um skuldir fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja og nema skuldir þeirra við sveit- arsjóði og fyrirtæki þessara 23ja sveitarfélaga samtals um þremur milljörðum króna. Magnús E. Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Sam- hands íslenzkra sveitarfé- laga, skýrði frá þessu á stjórnarfundi í gær og stað- festi hann í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að hann hefði skrifað 40 sveitarfélögum bréf um miðjan október að beiðni sjávarútvegsráðuneyt- isins og spurzt fyrir um skuldir fiskvinnslu- og út- gerðarfyrirtækja. Svör hafa nú borizt frá 23 sem fyrr segir. Magnús sagði vanskil þessara fyrirtækja valda sveitarfélögum Liíeyrísréttindi ráðherra og þingmanna: Réttindaprósentan á ári er breytileg, hæst 8% Fimm ára ráðherradóm þarf tii að öðlast lifeyrisréttindi FRÉTT Morgunblaðsins á sunnudag um lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra gaf ekki fyllilega tæmandi upplýs- ingar. Þess ber að geta, að ráðherra verður a.m.k. að sitja í ráðherrastól í 5 ár til þess að eiga rétt til lífeyris. Ráðherra. sem verið hefur í ráðherrastól í 5 til 8 ár á rétt á 40% lífeyri. Hefur hann því á ári aflað sér lífeyrisréttinda, scm eru á bil- inu frá 5 til 8%. í fréttinni á sunnudag var aðeins nefnt lág- markið, 5%, Ef ráðherra hefur setið í ráðherrastól í 8 til 12 ár á hann rétt á 60% lífeyri, en fyrir hvert ár umfram það aflar hann sér réttinda sem hver annar opinber starfsmaður eða 2ja prósenta á ári. Meðalprósentan á ári er þá á bilinu frá 5 til 7,5%. Þó getur ráðherra aldrei fengið hærri eftirlaun en sem nemur 70% af ráðherralaunum. Fyrir tveggja kjörtímabila þingsetu, eða 6 til 10 ára þing- setu samar.lagt, fær þingmaður 35% lífeyri. Því aflar hann sér á ári lífeyrisréttinda, sem eru 3,5% til 5,83%. Fyrir þriggja kjörtímabila þingsetu eða 10 til 15 ár fær þingmaðurinn 50% lífeyri, aflar sér á ári réttinda, sem eru á bilinu 3,3% til 5% og fyrir 20 til 25 ára þingsetu fær þingmaður 60% lífeyri eða rétt- indi á ári, sem nema 2,4% til 3%. Þingmaður getur þó aldrei feng- ið hærri lífeyri en 70%. Lífeyrir þessi er verðtryggður og greiðist verðtrygging ráð- herralífeyris úr ríkissjóði, en þingmannalífeyris af alþingis- kostnaði. gífurlegum erfiðleikum, bæði sveitarsjóðum og fyrirtækjum sveitarfélaganna, en þarna væri um að ræða bæði skuldir við sveitarsjóðina og einnig ýms fyrirtæki, eins og hafnarsjóði. og rafveitur. Sumt af þessum skuld- um væri frá lengri tíma, en annað hefði orðið til á þessu ári að mestu leyti, eða eingöngu. Sagðist Magn- ús í fljótu bragði ekki sjá neinn mun milli landshluta, hvað skuld- irnar varðar. „Þetta er hrir.ginn í kring um landið og jafnvel allt eins á stöðum, þar sem fyrirtækin hafa til þessa staðið sig vel, eins og til dæmis á Vestfjörðum og Norðurlandi," sagði Magnús. Magnús sagði, að þegar svör allra sveitarfélaganna, sem skrif- að var, hefðu borizt myndi hann senda þau „á leiðarenda, til sjáv- arútvegsráðuneytisins." Flugleiðir: Hlutastörf hjá nokkr- um hluta endur- ráðinna f lugfreyja SAMKOMULAG náðist um síðustu helgi í deilu Flugleiða og Flugfreyjufélagins um endurráðningu flugfreyja, en stjórn Flug- freyjufélagsins hafði krafist þess að starfsaldur réði alfarið í sambandi við uppsagnir og endurráðningar, en hins vegar vildu Flugleiðir láta starfsaldur ráða að mestu án þess að hann væri bindandi fyrir félagið. Sáttatillaga dr. Gunnars G. Schram var á þá leið að stuðlað yrði að því að þær flugfreyjur sem vildu vinna hlutastörf gætu gert það og fleiri flugfreyjur haldið vinnu með því móti. Sagði dr. Gunnar í samtali við Mbl. i gær að flugfreyjur hefðu tilkynnt sér að margar flugfreyjur vildu vinna hlutastörf og væri miðað við það að allt að 110 flugfreyjur skiptu með sér alls 73 störfum. í dag munu fulltrúar Flugleiða og Flugfreyj ufélagsins halda fund þar sem reynt verður að ganga endanlega frá endurráðningu flugfreyja, en miðað er við að þetta fyrirkomulag gildi til vors en þá er gert ráð fyrir að þær flugfreyjur sem eru í vinnu nú fái fulla vinnu meðan sumaráætlun stendur yfir, en þær flugfreyjur sem nú eru starfandi en geta ekki fengið vinnu í vetur eiga þá kost á því að vera í launalausu leyfi til vors. Á fundi í Flugfreyjufélaginu í gærkvöldi kom fram að 65 flug- freyjur af þeim 130 sem hafa verið að störfum að undanförnu vilja halda fullri vinnu, 25 stúlkur vilja hálft starf, 26 vilja launalaust leyfi, til vors og 15 að hluta launalaust leyfi til vors. Þrjár flugfreyjur hafa hætt störfum af þeim 130. Flugmannadeilan: SáttatiIIaga í athugun „SÁTTATILLAGA er í athug- un í flugmannadeilunni," sagði dr. Gunnar G. Schram sáttasemjari í samtali við Mbl. i gær, „en ég hef verið að hugleiða það að undanförnu hvort vænlegt er að leggja fram sáttatillögu til lausnar málsins. Staðan breyttist nokkuð í síðustu viku þegar Flugleiðir drógu til haka til- boð sitt um starfsöryggi fyrir alla flugmenn i eitt ár, en sáttatillaga er sem sagt i athugun.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.