Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 13 hefur tekist aö ræna frá bágstödd- um löndum sínum, og nú liggja á vöxtum í svissneskum bönkum. Það er siðlaust af fréttamönnum á Vesturlöndum að hafa í flimting- um jafn grafalvarlegt efni og sólundun ráðamanna í mörgum vanþróuðu ríkjanna á auðæfum þegna sinna. Nýlega las ég í vikuriti að ráðherra í einu blökku- mannaríkjanna hefði látið senda eftir popphljómsveit til Evrópu, svo hún gæti spilað fyrir boðsgesti í afmæli dóttur hans. Umfjöllun- in, sem málið fékk í blaðinu, ber aðeins vott um kynþáttafordóma. Arangur Japana í efnahagsmál- um er vanþróuðum ríkjum gleði- efni. Japanir geta ekki hrósað happi yfir miklum landgæðum (85% af yfirborði landsins er urð og grjót) en þeim hefur þó tekist að skjóta mörgum ríkjum Vestur- landa ref fyrir rass. Þeir hafa sýnt með fordæmi sínu hvers van- þróaðar þjóðir eru megnugar ef raunverulegur vilji er fyrir hendi. Þeir, sem fara með völdin í vanþróuðu ríkjunum verða að bera hag landa sinna fyrir brjósti. Síðasta hneykslismálið í þróun- araðstoð Danmerkur var afhjúpað ekki alls fyrir löngu. Þá kom í ljós, að starfsmenn þróunarhjálparinn- ar höfðu hreiðrað um sig á lúxushóteli í Sviss og þaðan höfðu þeir reynt að hlutast til um hús víða í þróunarlöndunum. Gall- inn við þau er sá, að þar rúmast fyrir aðeins eitt til tvö hundruð manns í einu. Auk þess þjóna þau yfirleitt ekki öðrum en yfirstétt- inni eða hernum. Flest þróunar- löndin hafa þörf fyrir annarskon- ar hjálp. Læknar, sem sendir eru til þróunarlandanna, halda sig að mestu leyti í borgunum og stunda helst yfirstéttina. Út á lands- byggðinni þjást hinsvegar millj- ónir manns, sem hægt væri að lækna með einfaldri meðhöndlun. Ein sprauta getur í sumum tilfell- um forðað manni frá lífstiðar örorku. Hvaða læknir á Norður- löndum væri ekki fáanlegur til þess að dveljast um tíma í Afríku og bjarga fjölda manna frá ævi- langri blindu? Við slíkar aðstæður finnur maður virkilega hvers það er virði að vera læknir. í þorpum á Indlandi er oft mikil vatnsþurrð og löng leið til næstu varnsbóla. Oft er hinsvegar lítið verk að grafa nýjan brunn hjá þessum þorpum. Tækjabúnað til slíkra framkvæmda væri hægt að flytja á vörubíl frá þorpi til þorps án mikils tilkostnaðar. Daglegt líf þorpsbúa myndi hinsvegar ger- breytast. Hver króna kemur að notum og skrifstofubákninu er haldið í lág- marki. innanríkismál Suður-Afríku, með hjálp leynilegs hlutafélags. í framhaldi af þessu hafa marg- ir danskir skattgreiðendur orðið til að spyrja, hvað verður raun- verulega um alla peningana sem þeir greiða með gíróseðlum eða á skattstofunni. Hve stór hluti fjár- ins nær í raun til þeirra sjúku og þurfandi? Er því öllu varið til að halda uppi skriffinnum í hóglífi? Ekki er hægt að una því, að þegar peningarnir loksins ná til þróun- arlandanna, skuli þeir lenda í klónum á yfirstéttinni og ekkert komist áfram til vesalinganna. Áhrifameiri aðstoð Vesturlönd geta veitt miklu áhrifameiri aðstoð til þróunar- landanna en nú tíðkast. Fjárfram- lög eru ekki eina leiðin. Við höfum fjölda fólks, sem væri reiðubúið að skjótast í tvo til þrjá mánuði suður eftir til þróunarlandanna og vinna þar hjálparstarf. Þegar náttúruhamfarir dynja yfir í mannabyggð er oftast þörf fyrir skjóta hjálp í skamman tima. Mörgum þætti það mikið ævintýri að fljúga til hörmungarsvæða og hjálpa fólki að verða sjálfbjarga að nýju. Sérfræðingar myndu leið- beina fólkinu og hafa umsjón með starfinu. Enginn gæti matað krók- inn. Slík aðstoð væri ólíkt þakk- látari og árangursríkari en að borga fimm þúsund með gíróseðli og horfa svo upp á starfsmenn þróunaraðstoðarinnar fljúga frá einum fundi til annars, engum til gagns. Skandinavar hafa á undanförn- um árum reist fullkomin sjúkra- Velferðarþjóðfélag Við höldum í þeim lífinu, en er það nóg? spyrja margir. Stað- reyndin er sú að það tekur margar kynslóðir að byggja upp velferðar- samfélag. Líttu í símaskrá og sjáðu hve mörg þúsund sérhæfðra starfsgreina fyrirfinnast í iðnað- arþjóðfélögum. Að versla með skyrtuhnappa og geta greint á milli hinna ólíku tegunda, er starf, sem krefst margra ára þjálfunar. Þróunin verður að byrja innan frá, kveikjan verður að koma frá landinu sjálfu. En iðnaðarlönd nútímans geta orðið vanþróuðu ríkjunum að liði í uppbyggingu. Víst er að margir munu berjast gegn Myrdal og viðleitni hans til að beina þróunarhjálpinni inn á þessar brautir. Þar verða fremstir í flokki þeir, sem lifa á þróunar- hjálpinni í því formi sem hún nú er, en einnig yfirstéttir þróunar- landanna, sem beinlínis hafa hana að féþúfu. Þeir munu tala um „óviðeigandi afskipti af innanrík- ismálum" og krefjast þess að í engu verði hróflað við núverandi fyrirkomulagi. Aðstoðina verður að veita í beinhörðum peningum, auðvitað með hefðbundinni milli- göngu sníkjudýra. Þessir mannúð- argarpar geta svo fengið að ávarpa Sameinuðu þjóðirnar og kvarta undan afskiptasemi og ásælni þeirra, sem vilja sjá árang- ur af fjárútlátunum. Mistökin eru þegar orðið of mörg og kröfunni um að þróunar- aðstoðin skili raunverulegum ár- angri verður ekki lengur ýtt til hliðar. Farmand. K.rndeTBoor-Ringnakla SÐEIRS rnéÐin Ný bók um játningar- rit þjóðkirkjunnar BÓKAÚTGÁFAN Salt hefur sent frá sér tvær bækur, hollensku söguna „Aðeins móðir“ eftir A.M. de Moor-Ringnalda og „Kirkjan játar", en hún inniheldur játn- ingarrit íslensku þjóðkirkjunnar ásamt skýringum eftir dr. Einar Sigurbjörnsson. Á þessu ári eru liðin 450 ár frá því að Ágsborgarjátningin var lögð fram og hefur þess verið minnst með ýmsum hætti um hinn lútherska heim. í formála bókar- innar segir dr. Einar Sigur- björnsson, sem ritað hefur skýr- ingar og inngang: „Þar sem játn- ingarrit þjóðkirkjunnar hafa verið ófáanleg um skeið, þótti mér ekki rétt að vinna að útgáfu Ágsborg- arjátningarinnar einnar, heldur ákvað að gefa hana út ásamt hinum játningarritunum, svo að Ágsborgarjátningin kæmi út í réttu samhengi. Er það von mín, að bók þessi svari þörf og geti orðið til fróðleiks og upplýsingar." Bókina tileinkar Einar islensku þjóðkirkjunni. Hollenska sagan „Aðeins móðir" er skrifuð af sex barna móður, sem lýsir heimilislífi sínu og samskiptum við eiginmann og börnin. Á bókarkápu segir, að vera megi að lesendum þyki bókin kynna gamaldags viðhorf um stöðu konunnar og hlutverka- skiptingu kynjanna, en höfundur sé ekki að boða misrétti kynjanna, heldur varpi hann ljósi á mikil- vægt hlutverk konunnar sem móð- ur og húsmóður. Jóhanna G. Möller þýddi bókuna, en hún las hana í útvarp sumarið 1978. Kápumyndina teiknaði Guðlaug- ur Gunnarsson Báðar bækurnar eru unnar hjá Prentverki Akraness og hefur Guðlaugur Gunnarsson séð um útlit þeirra. Ný snyrti- stofa Snyrtistofan Ásýnd hóf starfsemi sína fyrir stuttu, en hún er til húsa að Garða- stræti 4 í Reykjavík. Eigandi er Ingunn Þórðardóttir, en ásamt henni starfar við stof- una Vilborg Aradóttir og stunduðu þær báðar nám í Englandi. Auk þess sem snytistofan Ásýnd leggur áherslu á háreyðingu býður hún alla venjulega snyrti- stofuþjónustu. Ljósm. Kristján. ■ LAUGAVEGI47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.