Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 39 Þetta er ein af mörgum myndum sem burist hafa til jarðar frá Voyajfer ^oimfarinu sem verið hefur í nánd Satúrnusar síðustu dana. Á myndinni má sjá fjölbreytilega skiptingu bau^a Satúrnusar. Hallarbylting í Guinea-Bissau Dakar. SenpRal, 17. nóv. AP. FORSETINN í Guinea-IIissau, Luis de Almeida Cabral. hefur verið sviptur völdum í stjórnarbyltingu ok Joao Bernardo Vieira forsætisráðherra hefur verið skipaður formaður byltinffarráðs. sem mun stjórna landinu. samkvæmt útvarps- fréttum frá landinu. Vieira. sem hefur verið forseti herráðsins og þinjíforseti auk þess að vera forsætisráðherra í fráfarandi stjórn, stýrði sjálfur hyltinRunni. Erlendar fréttir í stuttu máli Fiskviðræður Tokyo, 17. nóv. AP. ÁRLEGAR viðræður Japana (>B Rússa um fiskveiðar hóf- ust i das (>k búizt er við að Rússar fari fram á hærri kvóta í 200 mílna fiskveiði- Iöksöku Japana. þar sem þeim hefur vcrið meinað að veiða á bandariskum miðum. Það er í samræmi við efna- hagslexar refsiaðnerðir, sem Bandaríkjamenn gripu til líegn þeim eftir innrásina i Afganistan. Svía sleppt Orosei. Sardiníu. 17. nóv. AP. FRITZ Áberg, 64 ára gamall sænskur kaupsýslumaður, var látinn laus í gærkvöldi, sex mánuðum eftir að honum var rænt. Hann fannst á vegi skammt frá heimili sínu í Orosei á Austur-Sardiníu. Flotaæfingar Manila. 17. nóv. AP. BANDARÍSK herskip með um 5.000 landgönguliðum um borð sigldu frá flotastöðinni við Subicflóa á Filippseyjum i dag til að taka þátt i árás, sem verður æfð með sam- vinnu við filippscyska her- menn á cyju nálægt Manila. Þetta verða mestu heræf- ingar Bandaríkjamanna á vestanvcrðu Kyrrahafi í tæp tvö ár. Coleraine látinn London, 17. nóv. AP. COLERAINE lávarður, sonur Andrew Bonar Law, forsætis- ráðherra íhaldsmanna 1922— 23 og ráðherra í stríðsstjórn Sir Winston Churchills, lézt á laugardag í London, 79 ára að aldri. Hann var betur þekktur undir nafninu Richard Kid- ston Law. Hann var fyrst kosinn á þing 1931, var að- stoðar- og síðan menntamála- ráðherra í stríðinu og aðlaður 1954. Hann var andvígur frið- kaupastefnu Chamberlains. Olíuskip í árekstri Istanbúl. 17. nóvembor. AP. ÍTALSKT flutningaskip og griskt oliuskip lentu i árekstri á Dardanellasundi. skammt frá Istanbúl. Eldur kom ekki upp í olíuskipinu cn um borð voru 17 þúsund tonn af hráoliu. Um borð i flutningaskipinu voru naut- gripir og mun þeim ekki hafa orðið meint af. Skipin voru dregin til hafnar. Sprenging í herstöð Banxkok, 17. nóvember. AP. AÐ minnsta kosti 29 manns biðu bana og 350 særðust þegar gífurleg sprenging varð í vopnageymslu í herstöð um 50 kílómetra norður af Bang- 'kok. Thailensk yfirvöld segja, að ekki hafi verið um skemmdarverk að ræða. I opinberri tilkynningu hersins sagði að 29 hefðu beðið bana en heimildir innan hersins segja að tala látinna sé að minnsta kosti 60. Sprengingin varð þegar verið var að koma fyrir eldflaugum í vopna- geymslunni. Ein eldflauganna sprakk og eldur frá henni og sprengingin varð til þess að allar eldflaugarnar sprungu — 4800 talsins. Viðræðum í Genf frestað Gení. 17. nóvcmber. AP. BANDARÍKIN og Sovétríkin hafa frestað viðræðum um takmörkun kjarnorkueld- flauga i Evrópu þar til cftir valdatöku Ronald Rcagans i Bandarikjunum. Viðraður hafa nú staðið yfir i um mánuð. Utvarpsstöðin í höfuðborginni Bissau var tekin herskildi og þar að auki nokkrir hernaðarlega mik- ilvægir staðir víðs vegar í landinu. Heraflinn, sem er sagður i við- bragðsstöðu, mun hafa stutt bylt- inguna. Cabral er í stofufangelsi sam- kvæmt útvarpsfréttum. Aðrir helztu samstarfsmenn fyrrverandi Lundon, 17. nóvembcr. AP. BREZKI íhaldsflokkurinn mun losa sig við Margaret Thatcher forsætisráðherra fyrir næstu þingkosningar, að því er Sir Ilarold Wilson. fyrrverandi for- sætisráðherra Verkamanna- flokksins. sagði í viðtali við BBC í dag. Hann spáir þvi, að frú Thatch- er muni sæta harkalegri meðferð af hálfu flokksins og eftir þá meðferð verði eins og hún „hafi aldrei verið til“. Hann segir, að íhaldsflokkurinn sé alltaf „grimmur við leiðtoga sina“, ef hann snýst gegn þeim. Sir Harold spáir því í viðtalinu, að utanríkisráðherrann, Carring- ton lávarður, verði næsti leiðtogi íhaldsflokksins. Hann kvaðst hafa mikið álit á Carrington og taldi, að hann yrði áhrifamikill leiðtogi. Samkvæmt skoðanakönnun í síðustu viku telja 49% kjósenda að Michael Foot, nýkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði betri forsætisráðherra en frú Thatcher, en 40% studdu Thatcher. Sam- kvæmt annarri könnun studdu 44% Foot, en 37% Thatcher. Wilson hrósaði frú Thatcher fyrir frammistöðu hennar í Rhód- esíu-málinu og sagði, að hún hefði verið „bezti maðurinn", sem íhaldsmenn hafi átt. Um Jimmy Carter sagði Wilson, að hann hefði ekki talið hann hæfan í starf forseta, svo að honum þætti það ekki miður, að hann hefði tapað í forsetakosning- unum. Um Ronald Reagan sagði hann, að hann væri vissulega ekkert unglamb, að menn yrðu forseta hafa einnig verið hand- teknir. í fyrstu yfirlýsingu sinni í útvarpi bað nýja stjórnin alla landsmenn að sýna stillingu og halda kyrru fyrir heima hjá sér. I Lissabon sagði Diogo Freitas do Amaral, utanrikisráðherra Portúgala, sem áður réðu Guinea- Bissau, að allt væri með kyrrum bara að vona, að hann yrði góður forseti og að hingað til hefði hann ekki sagt margt eða gert mikið, sem benti til þess að hann yrði ekki góður forseti. kjörum í Guinea Bissau og öryggi allra Portúgala, sem starfa þar, væri tryggt. Hann bauðst til að viðurkenna nýju stjórnina og sagði, að Portúgalar vildu varð- veita góð samskipti við landið, „hverjar sem afleiðingar bylt- ingarinnar yrðu“. Byltingin á greinilega rætur í innanflokksátökum. Bæði Cabral og Vieira hafa verið valdamestu mennirnir í eina flokki landsins, Afríska stjórnmálaflokknum til sjálfstæðis Guinea-Bissau og Grænhöfðaeyja (Kap Verde-eyja). Flokkurinn var stofnaður 1956 til að berjast fyrir sjálfstæði lands- ins frá Portúgölum. Grannríkið Guinea viðurkenndi nýju stjórnina þegar í stað, þrátt fyrir langa þrætu landanna um landamæri og siglingaréttindi. Victor Saude Maria, utanríkis- ráðherra í stjórn Cabrals, lýsti yfir því í útvarpi, að nýja stjórnin styddi stofnskrá SÞ, óháða utan- ríkisstefnu landsins og Einingar- samtök Afríku. Sama gerði Cabral, og yfirlýsingin er enn eitt merki þess, að einungis innan- flokksátök hafi leitt til byltingar- innar. Veður víða um heim Akureyri -1 skýjaö Amsterdam 11 skýjaö Aþena 25 heiðskirt Berlín 14 skýjað BrUssel 15 skýfað Chicago 6 skýjað Feneyjar 8 þokumóða Franklurt 11 rigning Færeyjar 2 skýjað Genl 12 skýjað Helsinki 5 skýjað Jerusalem 19 heiðskírt Jóhannesarborg 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Las Palmas 20 skýjað Líssabon 16 skýjað London 15 rigning Los Angeles 22 heiöskírt Madrid 13 heiöskírt Malaga 18 skýjað Mallorca 20 léttskýjað Miami 27 rigning Moskva 1 skýjað New York 9 heiðskírt Osló 0 skýjað París 15 skýjað Reykjavík -3 léttskýjað Rió de Janeiro 30 heiöskírt Rómaborg 17 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Tel Aviv 24 heiðskirt Tókýó 14 skýjað Vancouver 7 rigning Vínarborg 15 rigníng ÁTÖKÍ AÞENU Aþonu. 17. nóvcmbor. AP. TIL ÁTAKA kom 1 Aþenu í gær þegar lögreglu og stúdentum lenti saman. Kona beið hana og hundruð stúdenta særðust. Stúdentar fóru i mótmælagöngu til að minnast and- ófs gegn herforingjastjórninni fyrir sjö árum. Um 2500 róttækir stúdentar héldu i átt til bandariska sendiráðsins í Aþcnu. Þeir neituðu að fara að fyrirmælum lögreglu. Samkomulag hafði orðið með lög- reglu og stúdentum um. að halda aðeins að þinghúsinu í Aþenu. Stúdentarnir hins vegar urðu ekki við því þegar til kastanna kom og því lét lögregla til skarar skríða. Lög- reglan sagði, að í um 100 verzlunum hefðu rúður verið brotnar. Konan sem beið bana mun hafa fengið mikið höfuðhögg. Fimm manns voru fluttir á sjúkrahús af völdum sára eftir byssukúlur. Lafði Diana dvaldi hjá Karli í Norfolk Brezka þjóðin sögð bíða eftir tilkynningu um trúlofun þeirra Lundúnum. 17. nóvember. AP. KARL Bretaprins varð 32ja ára á föstudag. Það þætti i sjálfu sér ekki í frásögur færandi. nema hvað hrezku blöðin trúðu því staðfastlega. að þá yrði trúlofun hans og lafði Diana Spencer gerð opinber. Föstudagurinn leið — og ekki kom tilkynningin um trúlofun. Ilins vegar dvaldi lafði Diana um helgina á sveita- setri konungsfjölskyldunnar í Norfolk. Talsmenn Bucking- hamhallar neituðu að tjá sig nokkuð um dvöl lafði Diana í Norfolk og það eina sem hún sagði við blaðamenn var: „Ég átti yndislega helgi.“ Síðan keyrði hún á Mini Metro-bil sinum til Lundúna. Blaðamenn sáu þau Karl og Diana saman á sveitasetrinu. Blaðamenn hittu prinsinn að máli á föstudag og Karl spurði þá hvað þeir vildu. „Við vonuðum, að þessi dagur (föstudagur) yrði þér sérstaklega kær,“ svaraði einn blaðamannanna. Og prinsinn svaraði um hæl: „Já, það vonuðu allir. Þið fáið fréttirnar þegar þar að kemur," og hló og gekk á brautu. Dvöl lafði Diana í Norfolk var helzta forsíðuefni brezkra blaða um helgina. Skýrt var frá því, að lafði Diana hefði verið „smyglað" inn í sveitasetrið í Norfolk. Náinn vinur konungsfjölskyldunnar ók lafðinni til Norfolk og faldi hún sig í bílnum er farið var framhjá blaðamönnum. Greinilegt, að dvöl lafðinnar átti ekki að spyrj- ast út. Svo varð, og hundruð blaða- manna streymdu til Norfolk — allir áttu von á tilkynningu um trúlofun skötuhjúanna. Svo varð ekki — og Karl er enn ólofaður. Brezkir fjölmiðlar eru samdóma um, að lafði Diana sé ákjósanlegt kvonfang Karli til handa. Hún er falleg — 19 ára. Hún er ljóshærð og vel gefin, vel menntuð, blátt blóð rennur í æðum hennar og Karl hefur þekkt hana frá því hún var í vöggu. Þó hún sé auðug þá berst hún ekki mikið á. Hún er kennari og býr ásamt þremur vinkonum sínum í íbúð í Lundún- um. Brezkir fjölmiðlar eru sann- færðir um, að í lafði Diana hafi Karl Bretaprins fundið stóru ást- ina sína — því bíður almenningur á Bretlandseyjum óþolinmóður eftir tilkynningu frá Bucking- hamhöll um trúlofunina. Wilson spáir að Thatcher falli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.