Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 23 Gunnar Martcinsson bendir á staðinn. þar sem brot úr þyrluspaðanum þeyttist inn matsalinn. í Brot úr þyrluspað- anum þeyttist þvert í gegn um matsalinn ÞYRLA LandhelKÍsKseslunnar TF-GRÓ rakst á raflinu og féll til jarðar skömmu eftir fluntak hjá Búrfelli rétt eftir hádcgið í Kær. Þyrlan er mjöB mikið skemmd ok jafnvel talið. að hún sé ónýt. Skúli Jón SÍBurðarson hjá Loftferðaeftirlitinu sajfði. að orsakir slyssins væru ekki kunnar en ekkert hefði komið fram, sem benti til þess að um bilun hafi verið að raeða. Þyrlan cr af Kerðinni IIuKhcs 500C ok var keypt hinKað 1974 ok saKði Skúli. að hún hefði reynzt mjöK vel og enKÍn óhöpp átt sér stað fyrr. „Þyrlan var að koma úr eftir- litsferð á veKum Landsvirkjunar og kom hér við til þess að taka eldsneyti. Þegar hún var nýfarin í loftið aftur, flæktist stél hennar í raflínu, sem liggur í átt að gömlum íbúðarskálum með áð- urgreindum afleiðingum. Mjög er misvindasamt á þessu svæði og hefur það ef til vill orsakað slysið. Sól var einnig lágt á lofti og mikið ryk þyrlaðist upp við flugtakið og kann það að-hafa byrgt flugmanninum sýn. Fund- ur verður haldinn á morgun, þar sem reynt verður að komast að orsökum slyssins, en á þessu stigi málsins er raunverulega ekkert hægt um það að segja," sagði Skúli. Talsverður fjöldi fólks varð sjónarvottur að því er þyrlan hrapaði til jarðar, þ.á m. Gunnar Marteinsson, gröfumaður hjá Landsvirkjun: „Ég var að koma út úr sjoppunni og ætlaði að sjá þyrluna taka sig á loft. Rétt eftir flugtakið rakst hún á símalínuna og slengdist í jörðina. Þegar þyrlan rakst á línuna, þeyttust brot úr henni í ailar áttir og ég varð að hlaupa bak við skúr til þess að verða ekki fyrir stórum járnbút sem þaut í átt að mér. Mér datt ekki annað í hug en að þeir, sem voru í þyrlunni væru báðir látnir og einnig var ég hræddur um að kvikna myndi í flakinu, því það rauk mikið úr vélinni. Flugmaðurinn kom þó strax út og farþeginn var óbrot- inn.“ Hluti úr þyrluspaðanum lenti á mötuneytisskálanum, sem er í um það bil fimmtíu metra fjar- lægð, rauf gat á báða veggi og þaut svo aðra fimmtíu metra út hinum megin. Elías ívarsson mötuneytisstjóri og Ásólfur Pálsson á Ásólfsstöðum voru í herbergi inn af matsalnum þegar slysið varð og horfðu á þyrluna út um gluggann. „Við heyrðum mikinn hvin og svo bresti í húsveggjunum þegar stálbitinn flaug í gegnum húsið. Klukkan var þá rúmlega kortér yfir eitt og allir farnir úr matsalnum, en hefði slysið orðið á matmálstima er nær víst, að slys hefðu orðið á mönnum. Það er einnig mesta mildi, að enginn varð fyrir brot- unum úti, en þau liggja hér á víð og dreif um sandinn." Starfsmenn Landhelgisgæsl- unnar komu að Búrfelli og athug- uðu flakið og átti vörubíll að flytja það til Reykjavíkur síðar um daginn. Þyrluflakið. Á myndinni sést rafmagnslínan sem stél þyrlunnar fór í. Ljósm. Mbi. Kristján Smjörútsölunni lokið: Skipulagning og fjár- mögnun mjólkurvöru- flutninga ræddar „KOSTNAÐURINN við þessa smjörútsölu varð 970 milljónir króna og bar ríkissjóður annan helminginn og bamdur hinn. Við getum nú ekki tekið á okkur meiri f járútlát ok því er ha>tt.“ sagði Gunnar Guðhjartsson. formaður Stéttarsambands bamda. í samtali við Mbl. í gærkvöldi. en í gær tilkynnti landbúnaðarráðu- neytið. að smjörútsölunni væri lokið og seldust um 550 tonn. en upphaflega var ráðgert að selja 300 tonn. Að sögn Gunnars voru smjörbirgðirnar 1. nóvember sl. 1100 tonn «k hefur því helmingurinn verið seldur á útsölunni, en það magn samsvarar 4—5 mánaða venjulegri neyzlu. Gunnar sagði, að salan hefði orðið svo mikil strax í upphafi, að legið hefði við að öllum 300 tonnunum hefði verið lofað fyrsta daginn. „Okkur fannst ekki hægt að láta þetta fara þannig, að stór hluti fólks ætti þess ekki kost að fá neitt og því var haldið áfram og meira smjör sett á útsöluna," sagði Gunnar. Mbl. spurði Gunnar, hvaða áhrif svona útsala hefði á söluna á eftir og sagði hann reynsluna þá, að útsala yki smjörneyzluna um 40—50%, þótt ekki væri við mik- illi sölu að búast fyrst á eftir. En þar sem mjólkurframleiðsla væri nú minni en dæmi væru um lengi, væri ekki ástæða til að ætla að smjörbirgðir ykjust jafnhratt nú og áður. Gunnar sagði, að vegna lítillar mjólkurframleiðslu að undan- förnu, sæju menn fram á flutning á rjóma milli landshluta; að norð- an og suður, en vart væri við mjólkurflutningum að búast fyrr en eftir áramót, ef til þeirra kæmi. Gunnar sagði sérstakan flutn- ingasjóð hafa verið til til að grípa til í slíkum tilfellum, en hann væri nú tómur. Gunnar sagðist ekki vilja spá neinu um kostnað af mjólkur- og mjólkurvöruflutning- um í vetur, en sagði þar um stórar upphæðir að ræða: „nokkra millj- ónatugi". Mbl. spurði Gunnar, hvaðan það fé ætti að koma og sagði hann menn setjast á rök- stóla í dag til að ræða og skipu- leggja flutninga og fjármögnun þeirra. Tvær síldarsöl- ur í Danmörku TVÖ skip seldu síld í Danmörku í gær; HelRa Guðmundsdóttir og Börk- ur, en hvoruR salan náði 5 krónum dönskum í meðal- verði á kíló. Helga Guðmundsdóttir seldi í Skagen 110 tonn fyrir 46,4 millj- ónir króna og var meðalverð 4,34 Patreksfjörður: danskar krónur, eða 422 krónur íslenzkar hvert kíló. Börkur seldi í Hirtshals 98,5 tonn fyrir 46,3 milljónir króna; meðalverð 4,91 króna dönsk eða 470 íslenzkar krónur hvert kíló. Ein síldarsala í Danmörku er ákveðin; Kap frá Vestmannaeyj- um, sem selur 24. eða 25. nóvem- ber nk. Fjölsóttur fundur sjálfstæðismanna Patreksfirði, 17. novemix'r. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lagsins Skjaldar var haldinn í félagsheimili Patreksfjarðar í gær. Á fundinn mætti formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grtmsson, og alþingismennirnir Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Fundurinn var ágætlega sóttur frá Patreks- firði og nærsveitum. Miklar og góðar umræður urðu á fundinum um landsmál almennt. Sjálfstæðisfélagið hefur leigt Patreksfjarðarbíói bt' gamla sam- komuhúsið Skjaldborg til kvik- myndasýninga næs1 15 ár. Búið er að kaupa ný sa l i í húsið og fyrirhugaðar eru gagngerðar brevtingar á því. - Páll Flugleiöamálið í Neðri deifd: Verður frumvarp- ið að lögum í dag? FJÁRHAGS- og viðskiptanefnd Neðri dcildar afgreiddi nefndar- álit frá deildinni i gær. þar sem meirihluti nefndarinnar var sam- mála um afgreiðslu málsins i sambandi við þau skilyrði, sem sama nefnd Efri deildar sam- þykkti. Matthías Bjarnason sagði, að i áliti nefndar Neðri deildar væru meiri skýringar og mildara sjónarmið en hjá Efri deild. og kvað hann ágæta sam- vinnu hafa verið innan nefndar- innar. Þó kvað hann sig og Matthías Á. Mathiesen hafa verið andviga aukinni aðild rikissjóðs að Flugleiðum. Vilmundur Gylfason skilaði sér- áliti í nefndinni þar sem hann vildi láta lögfesta skilyrðin sem um er rætt. Matthías Bjarnason sagði, að 2. umræða yrði um máliö í Neðri deild í dag og væri í rauninni ekkert að vanbúnaði að ljúka afgreiðslu málsins samdægurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.