Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 48
AUí;I.YSIN(;ASÍMINN KR: 22480 JHnremiliIfltiiö iOíC0ilWÍl>feiíjiÍ^ KRUPS Rafmagns heimllistæki fást um allt land Jón Jóhannesson & Co. s. f. Símar 26988 og 15821 SUNNUDAGUR 3. JULf 1977 Kona fórst í eldsvoða KONA um sextugt fórst í eldsvoða á Laufásvegi 45B í fyrrinótt. Laust eftir mið- nætti var slökkviliðinu til- kynnt um reyk inni í hús- inu, en allir gluggar voru lokaðir. Þegar slökkviliðið kom á vettvang brutust tveir reykkafarar inn í hús- ið. Var konan þá látin. Var eldur laus við rúm konunn- ar þegar að var komið. Talsverðar skemmdir urðu af völdum reyks en minni vegna elds í sambyggðri stofu og svefnskála. Ekki er unnt að greina frá nafni konunnar að svo stöddu. Um eldsupptök er ekki vitað ennþá samkvæmt upplýsingum rannsóknar- lögreglunnar. Velta olíufélaganna 25 milljarðar 1976 Hagnaður Esso 250 milljónir, Shell um 80 og hjá OIís 69,4 miUjónir Landnemar í Reykjavík standa fyrir skátamóti í Viðey um helgina og er það fjölsótt af skátum úr Reykjavík og nágrenni. Myndin var tekin í Sundahöfn í gær við Hafsteinsbryggju er skátar voru að gera klárt fyrir útileguna í Viðey. Ljósmynd Mbl. Kristinn. Eggjaframleiðendur: VELTA olíufélaganna þriggja varð um 25 milljarðar á síðasta ári og hagnaður á rekstrarreikn- ingum þeirra nam um 400 milljónum króna. Vilhjálmur Jónsson, for- stjóri Olíufélagsins h.f. Fiskverðs- mál skýrast eftir helgi FUNDUR var f yfirnefnd verð- lagsráðs sjávarútvegsins um almenna fiskverðið í gær, en það átti að taka gildi um sfð- ustu mánaðamðt. Að sögn Jóns Sigurðssonar, þjóðhagsstjóra og oddamanns f nefndinni, má reikna með því að málið skýr- ist strax eftir helgina, en hann benti á að fiskverðsákvörðunin tengdist kjarasamningagerð sjómanna, en samningafundur með sjómönnum og útgerðar mönnum verður einmitt á morgun, mánudag. (Esso), sagði, að sala félagsins á síðasta ári hefði numið 10,7 milljörðum króna. Hagnaður af rekstri varð um 250 milljónir eftir afskriftir upp á um 108 milljónir króna. Olíufélag- ið hefur viðskipti varnar- liðssins og sagði Vilhjálm- ur, að þau væru stór liður í rekstri og afkomu félgsins. Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Skelj- ungs h.f. (Shell), sagði að velta félagsins á s.l. ári hefði verið um 8 milljarðar króna. Afskriftir af fasta- fjármunum námu um 100 milljónum og hagnaður varð um 80 milljónir króna. Önundur Ásgeirsson, forstjóri Olíuverzlunar ís- lands h.f. (Olís), sagði, að velta félagsins á síðasta ári hefði orðið rösklega 6 milljarðar og bókfærður hagnaður varð milljónir króna. 69,4 30 þúsund hænum slátr- að vegna offramleiðslu Eggjaverðið komið í en var komið niður í SAMBAND eggjafram- leiðenda hefur auglýst nýtt heildsöluverð á eggjum, þannig að það hækkar úr 450 krónum kílóið í 500 krónur eða um rétt tæp 11%. í vetur sem leið og snemma í vor fór heiidsöluverðið hins vegar allt niður f 300 krónur, enda var þá offramleiðsla á eggjum og var þá gripið til þess ráðs að grisja hænsna- stofninn verulega til að koma markaðinum aftur f jafnvægi. Aö sögn Jóns Guðmundssonar, bónda á Reykjum, forsvarsmanns Sambands eggjaframleióenda, er sala á eggjum ekki háö verðlags- ákvæðum og ræður lögmálið um | 500 krónur kg. 300 krónur íslenzka kristniboðið í Konsó: Kristniboðarnir farnir frá Eþíópíu vegna óöryggis Islenzka Kristniboðssambandið hefur starf VEGNA hins ótrygga ástands í Eþfópfu eru nú engir fslenzkir kristniboðar þar lengur, en fslenzka Kristniboðssambandið hefur rekið kristniboðsstöð með miklum árangri f Konsó sfðan 1954. Jónas Þórisson stöðvarstjóri í Konsó og Ingibjörg Ingvars- dóttir kona hans komu nýlega heím til tslands ásamt fjórum börnum þeirra, en við stöðvar- stjórn hefur tekið einn af innlendu prestunum, Berisha Hunde. Kristni söfnuðurinn f Eþfópfu telur nú 7000 manns af tæplega 100 þús. fbúum þar, en starf kristniboðsstöðvarinnar nær til allra byggða f Konsó. tslenzka Kristniboðssambandið mun þó áfram styðja starfið í Konsó svo lengi sem kirkjan fær að starfa þar, en á aðalfundi sambandsins f vikunni var ákveðið að hefja kristniboð f Kenya. Munu þau Skúti Svavarsson og kona hans Kjellrún halda þangað væntan- lega í byrjun næsta árs ásamt börnum þeirra, en íslenzka Kristniboðssambandið mun hefja starf f vesturhluta Kenya á land- svæðinu Pokot. Þar búa um 1 milljón manna og er ekkert kristniboð á þvf svæði, en Kristni- boðssambandið mun starfa f sam- vinnu við lútersku kirkjuna f Kenya. Norska kristniboðið er í Kenya einnig að hefja störf f Kenya n.k. haust. Gísli Arnkelsson, fo_r aður stjórnar Kristniboðssambandsins, sagði i samtali við Mbl. í gær að önnur norræn kristniboðssam- bönd væru að draga saman seglin í Eþfópiu vegna hins ótrygga ástands þar, en hjúkrunarkonur starfa þó áfram um sinn a.m-k. Ef ástandið skánar í Eþíópíu reiknar Kristniboðssambandið með að senda þangað fólk að nýju, en þróunin hefur þó verið sú að innlendir menn taki við störfum kristniboðanna f æ rfkari mæli og hefur kristniboðið lagt áherzlu á það. framboð og eftirspurn þvi ferðinni í verðlagningu eggja. Samband eggjaframleiðenda aug- lýsti nýlega hið nýja heildsölu- verð — 500 krónur fyrir kilóið — sem felur f sér 11% hækkun og er það hugsað til viðmiðunar fyrir framleiðendur. Hins vegar er allur gangur á smásöluverðinu, sem byggist á viðskiptasamkomu- lagi milli kaupmanna og framleið- enda, þar sem einstakir kaupmenn leggja áherzlu á að fá afslátt frá heildsöluverðinu og leggja síðan sáralítið á eggin til að laða til sín neytendur en aðrir láta sig slíkt engu skipta og eru með allt að 35% smásölu- álagningu. Á einstöku stöðum þar sem lítil eggjaframleiðsla er eru einnig frávik frá heildsölu- verðinu til hækkunar. f vetur og snemma i vor komst heildsöluverð eggja allt niður í 300 krónur, og stafaði það af of- framleiðslu á eggjum, að þvi er Jón sagði. Leiddi þetta til þess að eggjaframleiðendur buðu verðið niður hver fyrir öðrum fremur en að sitja uppi með eggin, og fór verðið þá svona langt niður, sem Jón taldi að hefði naumast gert meira en að duga fyrir fóður- kostnaði. Hagtölur I lok síðasta árs sýndu þá að hænsnastofninn á öllu landinu var þá kominn upp í um 250 þúsund fugla, en reynslan sýndi hins vegar að markaðurinn væri ekki í jafnvægi nema stofn- inn væri ekki stærri en svo að ein verpandi hæna væri á hvern íbúa eða um 220 þúsund fuglar alls. Þetta ástand hefði leitt til þess að flestir stærstu framleiðendurnir hefði grisjað verulega hjá sér stofninn eða sem næst um 30 þúsund fugla, og áhrifin hefðu verið fyrst í stað að nokkurs skorts á eggjum gætti um tíma snemma I vor. Nú væri hins vegar framleiðslan komin í jafnvægi á nýjan leik. Jón kvað þessa miklu slátrun ekki mundu leiða til of- framleiðslu á fuglakjöti og verðfalli á því í kjölfarið, þar sem mjög auðvelt væri að geyma fuglakjöt. Laxveið- in fór vel af stað LAXVEIÐI hefur vlða farið vel af stað I ám landsins það sem af er sumri, en nokkuð hefur þó borið á vatnsleysi f ánum, að þvf er Þór Guðjóns- son, veiðimálastjóri, tjáði Morgunblaðinu f gær. Þór sagði, að laxveiði hefði verið mjög góð i júnimánuði i einstökum ám þrátt fyrir þetta og tiltók hann sérstaklega Lax- á i Þingeyjarsýslu og Þverá i Borgarfirði. Júlí er hins vegar alla jafna aðalgöngumánuður- inn og bezti veiðitiminn, og eftir hann skýrast linurnar fyrst að ráði. Vatnsleysið getur þó sett mikið strik i reikning- inn, þvf að það getur valdið þvi að laxinn gangi mun tregar en ella. Sáttafundir með farmöimum Sáttasemjari hélt fund með yfir- mönnum á farskipum og vinnu- veitendum þeirra í gærkvöldi, laugardag, en kvöldið áður hafði verið fundur bæði með yfir- mönnum og undirmönnum á far- skipum. Sáttasemjari hefur síðan boðað sjómenn á fiskiskipum og útgerðarmenn á fund kl. 16 á mánudag og á þriðjudag hefur verið boðaður fundur með blaða- mönnum og útgefendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.