Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULI 1977 25 Islenzkir tónlistarmenn álistahátíð Björgvinjar Á LISTAHÁTÍÐ Björgvinjar. sem IpkiS er fyrir nokkru, komu fram ýmsir íslenzkir tónlistarmenn og flutt voru verk eftir islenzk tón- skáld. Þá var íslenzku listamönn- unum einnig boSiS aS flytja Grieg- tónlist á Troldhaugen en sjaldgœft mun vera aS útlendingar fái aS- gang aS þvi fyrrverandi heimili tónskáldsins. MorgunblaSinu hafa borizt allmargar umsagnir um tón- leikana og verSur efni þeirra rakiS i lauslegri þýSingu. Eitt verk eftir Jón Nordal var á opnunartónleikum hátiðarinnar. I Morgenavisen segir svo þann 26. mai: „íslenzk tónlist er litt þekkt hér, svo að full ástæða er til að lofa það framtak forystumanna að veita henni veglegan sess i hátíðahöldun- um. Fyrstu kynnin urðu i gær þegar Gisli Magnússon lék Konsert fyrir pianó og hljómsveit eftir Jón Nor- dal Byrjunin lofaði góðu meðsinum fjaðurmögnuðu. hrynrænu stefjum, sem pianóið rauf með stuttum inn- skotum. En þrátt fyrir mjög svo yfirvegaða þenslu tókst ekki að halda þeim töfrum sem byrjunin speglaði. Allt verkið var gætt nægi- legri hugmyndaauðgi frá hrynrænu og hljómlegu sjónarsviði, en árang- urslaust leituðum við eftir samein- ingarhugmynd eða samræmdu mynstri sem öll smáatriðin hefðu getað sameinast í. Gisli Magnússon lék verkið með þeim snarpa áslætti sem verkið kallar á og naut góðs stuðnings frá hljómsveitarstjóra og hljómsveit. ' Um þessa tónleika segir í Bergens Tidende: „íslenzka tónskáldið Jón Nordal. sem er fimmtugur að aldri, átti verkið Kons- ert fyrir píanó og hljómsveit, samið 1956 Jón Nordal hefur numið við tónlistarskóla i Reykjavík, og er skólastjóri þar nú, svo og víðar um lönd, og því má lýsa eðli konsertsins sem heimsborgaralegum og hæfi- lega nútimalegum. Verkið er i einum kafla, þröngt i formi, hljómræn spenna er ( tengslum við hrynjandi sem oft er margslungin og á eftir fylgir söngræn slökun. . En kröftug- ur flutningur hljómsveitarinnar skyggði stundum á einleikarann, svo að erfitt var að gera sér grein fyrir listrænu- og túlkunarlegu fram- lagi hans. En Gisli Magnússon er sjálfsagt afbragðs pianóleikari, sem hefur að minnsta kosti tæknilegu hliðina í allra bezta lagi Fögnuður var mikill og hinn viðfelldni gestur fékk falleg blóm." [ Morgenavisen þann 4 júni segir siðan frá hljómleikunum á Trold- haugen sem islenzkir tónlistarmenn tóku þátt i: „Það voru Guðný Guð- mundsdóttir, fiðluleikari, Rut Magn- ússon, Mezzosopran og pianóleikar- arnir Philip Jenkins og Jónas Ingi- mundarson. Þau fluttu sónötu fyrir fiðlu og pianó i c-moll ópus 5 Blaðið segir „Það milda þunglyndi sem ómar I öllum þremur þáttum verksins komst ákaflega vel til skila i fiðluleik Guðnýjar Guðmundsdóttur og notaði hún alla möguleika til litrikrar og tilfinninganæmrar túlk- unar. Við píanóið var Philip Jenkins og veitti henni verðugan stuðning, og það svo að samleikur þeirra var fullkominn '' Þá er farið hlýjum orð- um um flutning Ruthar Magnússon og Jónasar Ingimundarsonar á Haugtussasöngvunum óp 67 og tekið fram að listamennirnir hafi fengið skinandi móttökur og blóm að makleikum. Þá er bæði i Morgenavisen og Bergens Tidene þann 6 júni sagt frá „tónleikum frá sögueynni" sem voru kvöldið áður i Hákonshallen. Þar fluttu islenzku tónlistarmennirnir pianóverk eftir Sveinbjörn Svein- björnsson „Greinilegt er að hann hefur numið i Leipzig á sinum tíma'' segir Lorentz Reitan hjá Bergens Tidene og bætir við „Þetta var við- felldið verk sem Islenzka kammer- tríóið lék af sannri list." Ekki eru gagnrýnendur þessara tveggja blaða sammála um verk Þor- kels Sigurbjörnssonar sem flutt var á hljómleikum þessum. Lorenz Reitan segir: „Hafliði Hallgrimsson lék af mikilli snilld Verkið gerir miklar kröfur til flytjandans með mörgum tvlgripum á háu tónunum og óvenjulegum blæbrigðum, en Hafliði réði fullkomlega við verkið og réði yfir mikilli tækni á seflóið." Aftur á móti segir gagnrýnandi Morgenavisen: „Verk Þorkels Sigur- björnssonar Mild und leise fyrir selló, sem var i sjálfu sér vel flutt af Hafliða Hallgrimssyni, var frámuna- lega leiðinlegt Verkið var samansett af óskildum og laustengdum þáttum sem virtust fremur settar svona inn til að láta heyrast hvað sellóið getur verið fjölbreytt hljóðfæri. . ." A þessum tónleikum var og flutt verk eftir Hafliða Hallgrimsson og fékk það góða dóma. Var sagt að i þvi hafi verið ákveðin listræn spenna Heyra megi á verkinu að höfundur sé strengjahljóðfæraleikari og höfundurinn hafi sett fram ýmsar hugmyndir sem hafi ekki þróað til fulls Þvi hafi verkið sem heitir Origami ekki verið nógu heillegt sem tónverk, en i því hafi verið fallegir og áhrifamiklir þættir. Verki Atla Heimis, „I Call it", er lýst sem kammerkantöntu með texta um neyzlusamfélagið Rut L Magnússon flutti textann við und- irleik sellós, pianós. slagverks og segulbands í umsögnum er farið lofsamlegum orðum um leikni Atla Heimis við að setja saman verk þar sem margir og erfiðir möguleikar eru nýttir. Þorkell Sigurbjörnsson. Jón Nordal Atli Heimir. HafiiSi Haiigrimsson. Guðný Guðmundsdóttir. um, þannig að gleggri mynd feng- ist af raunverulegri stöðu fisk- vinnslustöðvanna. Ella vita menn ekki hver sá vandi er i raun og veru, sem forstjóri S.H. segir að sjávarútvegur og stjórnvöld standi frammi fyrir. Eyjólfur ísfeld kemst svo að orði í lok greinar sinnar, að „flest- ar rikisstjórnir hér hafa fallið fyr- ir efnahagsvanda og er það ekki nema rétt og eðlilegt, þar sem þær hafa átt meiri eða minni þátt í að skapa vandann“. Ósagt skal látið, hvort forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna beinir þessum orðum til núverandi rikis- stjórnar, það er hans mál, en það er vissulega nokkuð til I þvi, að þeir sem sannanlega ráða ekki við þann vanda, sem þeim hefur ver- ið falið að leysa hljóta frá að hverfa og það á ekki síður við um frystihúsarekstur en ríkisstjórn- ir. Það hlýtur með öðrum orðum að koma mjög alvarlega til um- ræðu nú, hvort enn einu sinni eigi að láta lélegustu frystihúsin ráða ferðinni í efnahagsmálum eða hvort þau hljóti nú ósköp einfald- lega að taka afleiðingum þess, að þau standast í raun ekki sam- keppnina. Sums staðar á landinu eru frystihúsin of mörg og of litil og illa rekin. Það kynni að vera heilsusamlegt fyrir þessa at- vinnugrein og efnahagslifið i heild að betur rekin frystihúsin taki alfarið að sér að sjá um vinnslu þess hráefnis, sem að landi kemur. Það mundi væntan- lega bæta afkomu þeirra enn og þar með möguleika þeirra til þess að standa undir launahækkunum. Y firvinnubannið og áhrif þess Yfirvinnubannið, sem Alþýðu- samband íslands setti á til þess að ýta á kröfur sinar í kjarasamning- um var að mörgu leyti gagnleg lexia bæði fyrir atvinnurekstur- inn og launþega. Það sýndi auð- vitað að nær öll atvinnu- og þjón- ustustarfsemi byggir mjög á yfir- vinnu, sem greinilega er orðin mjög margslunginn þáttur i okkar þjóðlifi, enda er óhætt að full- yrða, að truflandi áhrif-yfirvinnu- bannsins á alla þjóðfélagsstarf- semi voru mun meiri en virtist á yfirborðinu. Að þvi leyti kom í ljós, hve mjög atvinnuvegir eru háðir yfirvinnu, og að öðru leyti er ekki að efa, að launþegar hafa orðið þess rækilega varir, að af- koma þeirra er mjög háð yfir- vinnu, þótt margir hefðu á orði þessar vikur, að gagnlegt væri að kynnast venjulegum. vinnudegi. Það er áreiðanlega rétt og vist er, að vinnudagur er almennt talað of langur hér hjá okkur. Of mikil vinna getur valdið heilsubresti um aldur fram. Sú reynsla, sem atvinnuvegirn- ir höfðu af yfirvinnubanninu hlýtur óhjákvæmilega að leiða til þess, að margar af þeim skipu- lagsbreytingum og aukin hag- kvæmni i rekstri, sem yfirvinnu- bannið knúði fram, haldist til frambúðar. Viðbrögð atvinnuveg- anna við kjarasamningunum hljóta að verða og eiga að verða þau að leggja mjög ríka áherzlu á aukna hagkvæmni í rekstri til þess að eiga auðveldar með að standa undir þeim launahækkun- um, sem um var samið án þess að þær fari allar út i verðlagið. Þá getur reynslan af yfirvinnubann- inu orðið dýrmæt i þeim efnum. Þá er ekki ólíklegt, að margir atvinnurekendur muni gera meiri kröfur til hæfni þess starfsfólks, sem þeir ráða til vinnu og að atvinnuvegirnir fari varlegar i starfsmannaráðningar og leitist við að halda fjölda starfsmanna innan ákveðinna marka. Hærri launakostnaður veldur því að meiri kröfur verða gerðar til starfshæfni þeirra, sem ráða sig til vinnu. Hér er áreiðanlega um umtalsvert vandamál að ræða, þar sem fram til þessa a.m.k. hefur mjög skort á það, að íslenzka skólakerfið veiti nemendum raunhæfa starfsþjálfun. Aðgerðir ríkisstjórnar Hér hefur nokkuð verið fjallað um möguleika atvinnuveganna til þess að standa undir hinu hækk- aða kaupgjaldi án þess að það fari allt út í verðbólguna og hugsan- legar ráðstafanir í rekstri at- vinnufyrirtækjanna til þess að geta betur staðið undir þessum kaupgjaldssamningurri. Hér er auðvitað um að ræða mikinn þátt í viðnámi okkar gegn verðbólg- unni á næstu mánuðum og misser- um. Enda þótt Morgunblaðið hafi lýst þeirri skoðun, að verðbólgan muni óhjákvæmilega aukast i kjölfar kjarasamninganna breytir það engu um nauðsyn þess að spyrna við fótum og veita hart viónám, enda er það mikið áhyggjuefni fyrir okkur íslend- inga, að verðbólgan hér skuli auk- ast á sama tíma og hún minnkar stöðugt í helztu nágranna- og við- skiptalöndum okkar. Jafnhliða nauðsynlegum viðbrögðum at- vinnurekstrarins þarf ríkisstjórn- in til að koma með sínar ráðstaf- anir og hefur áður verið vikið að því hér I Morgunblaðinu hverjar þær hljóti að vera. Það er i fyrsta lagi augljóst, að ríkisstjórnin hlýt- ur markvisst að draga úr opinber- um framkvæmdum og umsvifum opinberra aðila bæði ríkis og sveitarfélaga, ekki sizt við gerð fjárlagafrumvarps og fjárhags- áætlana sveitarfélaga fyrir næsta ár. Stundum hafa þær raddir skotið upp kollinum að setja ætti ákveðið þak á fjárlög rikisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Segja sem svo: þetta höfum við til sameiginlegra þarfa og ekki meir! Og knýja þannig opinbera kerfið til þess að halda sig innan þeirra marka. Sú hugmynd hlýtur mjög að koma til umræðu nú á þessu sumri, þegar undirbúningur fjár- lagafrumvarps fyrir árið 1978 hefst. Samdráttur í opinberum framkvæmdum og opinberum umsvifum mun draga úr þeirri spennu, sem óhjákvæmilega fylg- ir í kjölfar kjarasámninganna og aukinna fjárráða almennings. Ríkisstjórnin hlýtur að mæta þeirri hættu með þvi að draga af sinni hálfu úr framkvæmdum um leið og búast má við, að fjárfest- ing einkaaðila aukist. Með þvi móti dregur hún einnig úr líkum þess, að aukin fjárráð einstakl- inga setji gjaldeyrisstöðuna og viðskiptajöfnuðinn á ný úr skorð- um, ef hún mætir aukinni eftir- spurn og þar með auknum inn- flutningi frá þessum aðilum með minnkandi eftirspurn og þar með minnkandi innflutningi frá opin- berum aðilum. í öðru lagi er óhjákvæmilegt að gripa til nauðsynlegra ráðstafana i peningamálum, sem hljóta fyrst og fremst að miða að verðtrygg- ingu lánaskuldbindinga í rikara mæli en nú er, þótt sjálfsagt sé að fara að öllu með gát og koma slíkri verðtryggingu á smátt og smátt. Það er óheilbrigt þjóðfé- lag, sem gengur fyrir þvi að lán séu greidd i minni verðmætum en fengin eru. Og peningakerfi okk- ar hlýtur að hrynja til grunna áður en yfir lýkur, ef við höldum áfram þeim hætti, sem tiðkazt hefur, að sparifjáreigendur tapi en skuldunautar græða. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga á næstu mánuðum. Þótt kjarasamningarnir hafi reynzt spor aftur á bak í baráttu okkar við verðbólguria, dugar ekki að láta þar við sitja. Við verðum að horfast af raunsæi i augu við þá staðreynd, að verð- bólgan mun aukast á næstu mán- uðum. Það er ekki bæði hægt að krefjast minnkandi verðbólgu og gera svo verðbólguhvetjandi samninga. Þess vegna höfum við orðið fyrir áfalli vegna þeirra kjarasamninga, sem gerðir hafa verið. En til þess eru áföllin að læra af þeim og mörg dæmi eru um það, að þau verða að lokum til góðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.