Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULl 1977 „Úti við sval- an sæinn...” Herjólfur kringum Eyjar á sunnudögum Aukaferðir milli lands MJÖG miklir farþegaflutningar hafa verið með Herjólfi að undan- förnu og hefur skipi orðið að fara aukaferðir vegna hópa úr landi. A sunnudögum er nú áformað að Herjólfur fari í skemmtisiglingar kringum Eyjar þegar vel viðrar og verða þær ferðir farnar fyrir hádegi og munu taka V/í—2 tíma. Á föstudag fór Herjólfur tvær ferðir milli lands og Eyja með um 150 farþega í hvorri ferð. 100 manna hópur starfsfólks Oliu- og Eyja með hópa félagsins var þar á meðal og hélt fólkið rakleiðis í Herjólfsdal eftir komuna til Eyja og tjaldaði til helgarinnar, en þar er nú búið að setja upp aðstöðu fyrir ferða- menn. I seinni ferðinni á föstudags- kvöld flutti Herjólfur 80 flugfar- þega til Þorlákshafnar, en þeir hefðu ella orðið tepptir í Eyjum vegna veðurs. í gær var hópur Sóknarkvenna á leið út í Eyjar, alls um 70. Loðskinn stefnir á fullvinnslu og f jölgun starfsfólks „EFTIR sumarleyfi reiknum við með að taka nokkurn tima f almenna tiltekt f verksmiðjunni, en sfðan eigum við von á gærum til vinnslu þegar slátrun hefst f september", sagði Jón Asbergs- son framkvæmdastjóri Loðskinns á Sauðárkróki f samtali við Mbl. f gær þegar við innturn eftir gangi mála hjá fyrirtækinu. Jón sagði að hráefni væri nú á þrotum, en sumarleyfi hæfust um miðjan júli. Kvað Jón 15—20 manns í vinnu hjá þeim að staðaldri en þeir hyggja á tals- verða aukningu starfsfólks með fuilvinnslu gæruskinna. Maður fer til London á vegum verk- smiðjunnar í vetur til þess að læra sútun, en Jón kvaðst gera ráð fyrir að á næstu árum fjölgaði starfsfólki upp í 40—60 með fullvinnslu gæruskinna. „Það opnast ýmsir möguleikar með fullvinnslu," sagði Jón, „þegar maðurinn kemur heim frá sútunarnámi, en það vantar sútaraílandinu." Innan skamms verður hið nýja dýpkunarskip vita- og hafnarmálastjórnar tilbúið til notkunar, en þessa mynd tók Ól.K.M., þar sem verið er að setja nýja Gretti saman f Reykjavfkurhöfn. Skrokkurinn var keyptur frá Noregi, en gröfubúnaðurinn, sem nú er verið að setja um borð, var keyptur frá Bandarfkjunum. Rfs nýtt Tívolí við EUiðavog? FYRIRTÆKIÐ Tfvolf hefur áhuga á að kanna möguleika á þvf að koma upp skemmtigarði á svæðinu milli ósa Elliðaánna f Elliðavogi. Málið er þó á algjöru byrjunarstigi en hefur lftillega verið reifað við fulltrúa borgar- innar, sem sýnt hafa þvf áhuga. Að sögn Baldvins Björnssonar, eins af forráðamönnum Tivolís, hefur fyrirtækið hingað til sér- hæft sig í innflutningi video- leiktækja, sem komið er fyrir á Tónleika- hald í Tónabæ í sumar verða haldnir tónleikar á þriðjudagskvöldum í Tónabæ. Verða tónleikar þessir f júlf og ágúst og þeir fyrstu verða á þriðjudagskvöld, 5. júlf, en þá verða það Vfsuvinir, sem verða með vísnakvöld. Meðal þeirra sem þar koma fram má nefna Hjalta Jón Sveinsson, Gfsla Helgason og Árna Johnsen. Aðrir tónleikar, sem ákveðnir hafa verið, eru 12. júlí með hljóm- sveitinni Tívolí, 19. júli verður Fresh, 26. júlí spilar Eik og 9. ágúst verða Jassmenn á ferðinni f Tónabæ með Viðar Alfreðsson i fararbroddi. Þann 16. ágúst verður Cobra. 23. ágúst leikur Brimkló og endapunkturinn setur Póker 30. ágúst. Þetta verða sem áður segir fyrst og fremst tón- leikar og ekki er reiknað með að viðstaddir bregði sér í dans en miðaverð verður krónur 600 i hvert skipti. ýmsum stöðum. Fyrirtækið hefur nú áhuga á að færa út kviarnar með því að koma upp skemmti- garði, en Baldvin sagði að þessar hugmyndir væru nú að mótast, og fyrst lægi fyrir að afla þekkingar og fyrirmynda frá hliðstæðum fyrirtækjum erlendis. Hingað til hefðu þeir beint sjónum sínum að skemmtigarðinum Tumbogolf í Svíþjóð, sem segja mætti að sér- hæfði starfsemi sina fyrir golf- áhugamenn en hér væru ætlunin að hafa töluvert breiðari starf- semi. Baldvin sagði, að forráðamenn fyrirtækisins hefðu augastað á landskikanum milli ósa Elliðaána, sem gerði það að verkum að ekki þyrfti að ráðast í að girða svæðið með miklum girðingum, er um leið afskræmdu umhverfið, auk þess sem þarna væri mikil veður- sæld. Engu að siður væri það þó taln forsenda reksturs þessa skemmtigarðs að hafa alla að- stöðu undir þaki vegna hins ótrygga veðurfars, og ekki væri ráð fyrir þvi gert að setja upp leiktæki á borð við parisarhjól og rússibana, þar sem það væri að sýna sig erlendis að rekstur þess- ara gömlu góðu skemmtigarða væri ekki nógu tryggur. Hins veg- ar væri með fyrirferðaminni leik- tækjum hægt að láta reksturinn ganga, ekki sízt ef siðan mætti tengja hann útivist ýmiss konar, sem fyrirhuguð væri í Elliðavogi, svo sem smábátahöfninni, og eins mætti leita samstarfs við aðra að- ila t.d. um veitingarekstur. Baldvin tók fram að enn væru þessar hugmyndir á frumstigi og þeir ættu eftir að kynna sér starf- semi af þessu tagi viðar erlendis, t.d. I Bandaríkjunum þar sem Framhald á bls. 47 Skiptakjör vestfirzkra sjómanna fyrir dómstóli ..Rlkisstjórinn", Óskar I rlkinu (ÁTVR I Eyjum), 4 sksmmtisigl ingu 4 þessum gamalklasslska b4t suSur 4 BraSrabraka. „VIÐ HÖFUM löngu lýst okkur reiðubúna til viðræðna, en engar undirtektir fengið ennþá,“ sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða er Mbl. spurði hann I gær, hvað liði samn- ingamálum vestfirzkra sjómanna. „Við lftum svo á, að þegar bráða- birgðalögin, sem sett voru um skiptakjörin I ágúst 1976, runnu út 15. maf sl„ þá hafi okkar gamli samningur um skiptakjörin vakn- að aftur til llfsins þvf hvorugur aðilinn sagði honum upp. En út- gerðarmenn eru á öndverðum meiði og halda sig við samkomu- lagið, sem gert var f Reykjavfk f febrúar 1976 og bráðabirgðalögin bundu okkur við, hvað skiptakjör- in varðaði. Nú er einmitt f gangi fyrir bæjarþingi Isafjarðar mál, sem höfðað hefur verið til að fá úr þessu skorið.“ Mál þetta höfðaði skipverji á skuttogara og krefst hann þess, að fá uppgert samkvæmt þeim skiptakjarasamningi, sem gilti á Vestfjörðum, þegar bráðabirgða- lögin voru sett. Máli þessu var upphaflega vísað frá héraðsdómi til sjó- og verzlunardóms, sem aft- ur vísaði þvi til félagsdóms. Þeim úrskurði var áfrýjað til Hæsta- réttar, sem kvað upp þann úr- skurð að málið ætti heima fyrir almennum dómstóli og hefur mál- ið nú aftur komið fyrir bæjarþing Isafjarðar. Þegar Mbl. spurði Pétur, hvers vegna hvorugur aðilinn segði gamla samkomulaginu um skipta- kjörin upp, svaraði hann því til, að það væri hagstæðara hvað skiptakjörin varðar, en sam- komulagið, sem gert var I Reykja- vik. Hins vegar vildu útvegsmenn ekki segja samkomulaginu upp af sinni hálfu, þvi slik uppsögn væri viðurkenning þeirra á þvi, að samkomulagið væri enn I gildi. NÚ ER tfmi smóbátaútgerSarinnar um allt land og menn dóla sér til dundurs á hafinu þegar færi gefst, sumir dorga, aðrir leika sér að hugmyndafluginu f friði og ró bátskæn- unnar og enn aðrir bregða á leik og fá sér sundsprett um leið og hversdagsrykið er skolað af. Þessar myndir tók Sigurgeir f Eyjum á skröltinu kringum Eyjar eitt kvöldið fyrir skömmu, en smábátaútgerð blómstrar þar ekki sfður en útgerð hjá meiri háttar útvegsbændum. Þatta unga Eyjafólk ar þarna vi8 staSjann I ElliBaay a8 fara I útilagu, an þaB varBur anginn varri þótt hann vökni og akki dónalegt a8 fá sér sundspratt I tsrum sjónum og gantast dálltiB vi8 náungann. Þair tóku eina bröndótta tveir peyjarnir 4 ateSjanum an hún andaSi auSvitaS I Atlantshafinu Eirlkur GuBnason kennari og Einar Valur Bjarnason yfirlnknir ranna frá bát þeirra, BYR. Þa8 ar mörgum knrt a8 snkja á spegilslátt hafiS og njóta Gulli og Gaui snaka vasnni soBn ingu um bor8 viB Bjamareyjar- horniB austur af Heimaay. an þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.