Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULl 1977 Ertu lejnilög- reglumaður? 1. Afsakið ungfrú! A hóteli nokkru situr ung stúlka fyrir framan spegilinn i herbergi sínu. Hún er að snyrta sig til áður en hún ætlar út að sekmmta sér i borginni. Allt I einu er barið létt að dyrum og ungur og myndarlegur maður stingur höfðinu inn um dyragættina. En þegar hann kemur auga á stúlkuna hörfar hann aðeins aftur á bak og segir kurteislega: „Afsakið, ungfrú. Ég ætlaði inn i mitt eigið herbergi." Andartaki seinna stökk unga stúlkan upp af stólnum, rauk í simann og hringdi til lögreglunnar. Hún sagðist álíta, að ungi maðurinn væri hótelþjófur og bað lögregluna um að hafa hendur i hári hans. Hvers vegna áleit unga stúlkan að ungi maðurinn væri þjófur? 2. Hann fékk engin bréf! Skólastjóri nokkur úti á landi þurfti að fara til höfuðborgarinnar á ráðstefnu. Hann læsti vandlega öllum skúffum og skápum og tók lyklana með sér. Til allrar óhamingju tók hann einnig með sér lyklana af póstkassanum, sem hékk á hliðinu. Hann hafði beðið Pétur litla um að senda sér öll bréf þegar í stað til höfuðborgarinnar, en þegar þrír dagar voru liðnir án þess að hann fengi bréf, hringdi hann til Péturs. Pétur sagði honum þá, að hann fyndi hvergi lyklana að póstkassanum. Skólastjórinn bað hann þá að leita betur og láta sig vita ef hann fyndi þá ekki. — En þegar skólastjórinn kom inn á herbergið sitt, fann hann lyklana í frakkavasa sinum. Hann setti þá þegar í stað í umslag, skrifaði utan á það til Péturs á heimilisfang skólans til þess að Pétur týndi ekki lyklunum á leiðinni að heiman. En hvernig sem á því stóð fékk skólastjórinn engin bréf svo að hann fór að velta þvi fyrir sér, hvort Pétur hefði brugðist honum á einhvern hátt. Getur þú hjálpað honum til þess að finna lausn á vandanum? Skemmtileg rökfræði! í eyðimörkinni lágu þrjár slöngur i hring þannig að höfuð einnar nam við afturenda hinnar. En alltí einu fór þeim að leiðast lífið og byrjuðu í sömu andránni að éta hver aðra. Og svo er hægt að spyrja í allri einlægni: Hvað varð af slöngunum? Lausn á hinni sfðunni. ÞEGAR mýfluga stingur þig, er það áreiðanlega kven- fluga. Karlflugurnar stinga aldrei, þær lifa aðeins á jurta- safa. En kvenflugan er með langan, beitt- an rana, sem hún notar til að stinga með. Fyrst dælir hún vökva í stunguna, en sá vökvi veldur því, að blóðið storknar ekki. Síðan sýgur hún blóð í sig, þar til afturhluti hennar er orðinn stór og mikill. Mýflugur eru til um allan heim, og þær ráðast jafnt á fugla, dýr og menn. Kambslál & þakjárn Allir sverleikar - allar lengdir fyrirliggjandi Súðarvogi 3, 104 Reykjavík. Sími 86365 Vélstjórar Þeir félagar í Vélstjórafélagi íslands, sem ekki hafa fengið kjörgögn til stjórnarkjörs 1977, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrif- stofuna. Vélstjórafélag íslands. R0NS0N HEFUR FLUTT VIÐGERÐA- ÞJÓNUSTUNA YFIR GÖTUNA Til þess að geta veitt yður enn betri þjónustu, höfum við flutt viðgerðarþjónustu fyrir: RONSON kveikjara, rakvélar, þurrkur RIMA mínútugrill, raftæki AROMA kaffikönnur WINCHESTER skotfæri SHAKESPEARE veiðihjól, veiðarfæri í rúmgott húsnæði að Vesturgötu 17 — aðeins nokkur skref frá skrifstofum okkar. Verið velkomin. ONSON Viðgerðarþjónustan Vesturgötu 1 7, sfmi 11988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.