Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULl 1977 Reikaó um Vesturbyggdir Eftir Gísla Guðmundsson Á síóustu áratugum 19. aldar, miklu harðinda- og hprmunga- timabili, streymdu þúsundir ís- lendinga vestur um haf til Norður-Ameríku og settust þar að, aðallega í Kanada. Þetta var hroðaleg blóðtaka fyrir þjóð sem þá var töluvert innan við 100 þús- und að höfðatölu enda magnaðist mikil andúð, jafnvel fjandskapur, gegn þessu útstreymi hér heima fyrir og allir fögnuðu einlæglega er þvi slotaði um aldamótin. Lik- legast hafa aldrei átt sér stað önn- ur eins bréfaskipti hér á íslandi eins og við þetta þjóðarbrot fyrstu áratugina. Man ég vel sem strákl- ingur á heimili foreldra minna eftir mörgum og löngum bréfum að vestan er til þeirra bárust, svo og blöðum og bókum. Þá urðu nöfn eins og Manitoba, Gimli, Winnipeg, Blaine okkur heima- mönnum ámóta kunnugleg og Borgarnes, Ólafsvík, Stykkis'- hólmur og í minum barnshuga urðu þau að ámóta byggðarlögum. Svo kom fornvinur foreldra minna að vestan í heimsókn, dálít- ið framandlegur í tali og háttum í fyrstu en aðlagaðist fljótlega gömlum siðum og mér fannst það staðfesta enn betur hugmyndir mínar um þessar fjarlægu en kunnuglegu sveitir. En svo skall á langvarandi heimsstyrjöld, samgöngur urðu efríðar og strjálar og þá einnig bréfin og blöðin. Kanada varð styrjaldaraðili og stríðsáróður hertók hugi manna þar en hér heima á íslandi urðu miklir þjóð- flutningar úr sveitinni á mölina, berangur lítt hvetjandi til bréfa- skrífta. Brauðstritið varð æ tíma- frekara og svo kom kreppan, yfir- þyrmandi báðum megin hafsins. Enn skall á styrjöld, nú ekki leng- ur fjarlægt fyrirbæri sem fólk las um heldur hertók hún landið, færði gull i hvers manns greipar og gróðafíkn i huga. Hér heima var komin ný kynslóð er hafði sama og engin persónuleg tengsl lengur við fjarlæga frændur vestanhafs og því takmarkaðan áhuga fyrir þeim. Vestra hafði hið sama gerst, tengslin við land feðranna í órafjarlægð voru slit- rótt og íslenskan ekki lengur töm á tungu. Ný kanadísk þjóð var að finna eigind sína eftir eldskirn tveggja hrikalegra styrjalda og hún var alveg staðráðin í því aó halda henni til haga þrátt fyrir nábýlið við hinn volduga ná- granna í suðri. LÍFSEIGUR ARFUR En í þetta sinn fór nú samt eins og svo oft áður að arfur genginna kynslóða reyndist lífseigur og ræturnar traustar. Hínar uppvax- andi kynslóðir báðum megin hafs- ins fundu það greinilega að í ann- ríki og átökum líðandi stunda var þetta þeim nauðsynleg kjölfesta og að án hennar yrði þeirra lifs- sköpun innantómt yfirborðs- tildur. Það varð einnig gæfa kana- dísku þjóðarinnar að eignast hugsandi, framsýna leiðtoga sem áttuðu sig á því að menningar- arfur hinna mörgu þjóðarbrota mátti ekki glatast, að með þvi að halda honum lifandi yrði kana- diskt þjóðlif litrikara og traust- ara. Það mun almennt viðurkennt þar vestra að islenska þjóðarbrot- ið hafi i þessum efnum sett faguft fordæmi sem önnur þjóðarbort, flest mun fjölmennari, tóku til eftirbreytni. Gfsli Guðmundsson Er heimurinn fór aó ná sér eftir hremmingar stríðsins og þjóðir hans snéru sér á ný að friðsamleg- um samskiptum beindist athygli þeirra fljótlega að nýjum ferða- máta, loftferðum, sem breytti löngum og oft óþægilegum sjó- ferðum yfir úthöfin í nokkurra klukkustunda makráða flugferð. Landar okkar vestanhafs voru fljótir að átta sig á þessum nýja feröamáta og sumarið 1952 kom fyrsti hópurinn flugleiðis að vest- an. Þessum heimsóknum fjölgaði og hóparnir stækkuðu uns þeir náðu hámarki þjóðhátíðarárið 1974. En frændur okkar voru ekki ánægðir þvi að straumurinn lá aðeins hingað. Þeir vildu fá að endurgjalda frændum og vinum frábærar móttökur sem höfðu gert þeim dvölina á gamla land- inu svo ljúfa. En sumarið 1975 rákum við rækilega af okkur þetta ámæli því að þá fóru um 1400 manns vestur um haf til að taka þátt í afmælis- tátíð Nýja-íslands og til heim- sókna í hinar dreifðu byggðir landa okkar vestanhafs. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða, þó að málið sé mér skylt, að lengi verði til þessara ferða jafnað hvað undirbúning og framkvæmd snertir og hve máttarvöldin voru öllúm hliðholl að afstýra hvers konar óhöppum og slysum. Það voru þjóðræknisfélögin í Reykja- vík og á Akureyri sem stóðu fyrir þessu mikla fyrirtæki og upp- skáru ómælt þakklæti og nokkurn hagnað. HIN NVJU IIEIMKYNNI. Eftir öll þessi samskipti og gagnkvæmu heimsóknir erum við heimamenn nú störum fróðari um líf og starf þjóðarbrotsins vestan- hafs og byggðir þeirra en við áður vorum en þó tel ég að sá fróð- leikur sé í flestum tilvikum tölu- vert bundinn við ákveðin svæði eða staði, hvaðan fólk hefur kom- ið i heimsókn hingað eða verið farið til héðan. Þvi er það að ég ætla að bregða upp nokkurri yfir- litsmynd af þessum byggðarlög- um vestanhafs og um leið teikna inn á hana nokkra sögulega drætti til að gæða hana meira lífi. Og ég byrja þá á byrjuninni, ferð- inni vestur eins og hún er nú farin af flestum i einum áfanga tij Winnipeg. Þessi flugleið liggur um norð- lægar slóðir, fyrst yfir jökla Grænlands, sem eru eftirminnileg sjón i björtu veðri, og vestar yfir aðra mikla jöklaeyju, Baffins- land, en þar er stundum lent til eldsneytistöku. Síðan liggur leið- in inn yfir norðurhjara Kanada. Ekki er útilokað að í góðu skyggni sjáist norður yfir viðáttu Hudson- flóans þar sem miklir flákar af vetrarisum eru á sveimi fram undir júlílok. Svo birtist afar mik- ið stöðuvatn niðurundan, Winni- pegvatn, og skammt suður af því stórborgin Winnipeg, höfuðborg Manitobafylkis. Þessi flugleið er um 5500 km og flugtíminn 6—6‘A st. eftir veðri. Manitobafylki er að flatarmáli um 640 þús. ferkm. eða 6 sinnum stærra en ísland. Það er hið aust- asta af þremur sléttufylkjum Kanada, Manitoba, Saskatchewan og Alberta, en austan við það er Ontariofylki. Aðeins lítill hluti fylkisins er þó hluti af hinni frjó- sömu sléttu, þríhyrningslagað landsvæði norðan við bandarisku landamærin, innan við 100 km á breidd austast en um 300 km við vesturjaðarinn. Allur búskapur er á þessu landsvæði og mikill meiríhluti íbúanna, sem nú eru að nálgast milljónina. Allur austur- og oorðurhlut4-fylkisins er á hinu sérkennilega og gróðurrýra forn- bergssvæði Kanada (Per- Cambrian Shield) sem einkennist af nöktum berghryggjum með óteljandi vötnum í lægðum á milli, rytjuskógi sunnantil en sifreramýrum norðar. Þessi hrjóstur teygja sig um 1000 km til norðurs, indíánar voru þar á strjálingi og einu nytjarnar loð- skinn og dálítið af vatnafiski. En er kom fram á þessa öld fundust þar verðmætir málmar í bergi og nú standa f jölmennir námabæir á dreif um berangurinn. Auk þess renna þarna um vatnsniklar ár norður i Hudsonsflóa sem ýmist er búið eða er verið að virkja ibúum fylkisins til mikillar hag- sældar. Winnipeg byggðist upp á kross- götum, mótum tveggja fljóta, Rauðár og Assiniboineár, sem á timum loðvöru og landnáms voru lífæðar allra samgangna um þess- ar miklu víðáttur. Þessari aðstöðu hélt hún á tímum járnbrauta og hún gerir það enn að mestu leyti á öld hraðbrauta og þotuflugs. Frumbýlingsleg hefur hún verið árið 1875, með um 2000 ibúa í misjöfnum húsakynnum á dreif meðfram Rauðánni, sem þá var eini tengiliðurinn við umheiminn til suðurs. Koma fyrsta islensku landnemahópsins þetta haust var þvi meiriháttar viðburður i fá- breyttu bæjarlifi enda fara sögur af því að þeir hafi hópast niður að lendingarstaðnum til að horfa á og skopast að þessum vaðmáls- klædda hópi og fylgjast með fram- ferði hans og undirbúningi að síð- asta áfanga langrar reisu, glæfra- ferð niður Rauðá og norður um Winnipegvatn til fyrirheita lands- ins. Það kom sér vel að þetta fólk var misjöfnu vant frá heimaland- inu en líklegast hefur það þó aldrei reynt eins óþyrmilega á þolrifin i þvi og hin nýju heim- kynni áttu eftir að gera. Þá hörmungasögu ætla ég ekki að rekja hér því að hún er nú flest- um kunn en mun aðeins víkja að nokkrum þáttum hennar síðar vegna samhengis i frásögn minni. Verður nú brugið upp heildar- mynd af byggðum landa okkar norðan Winnipeg eins og þær þróuðust er tímar liðu. FYRSTA BYGGÐIN. Frá Winnipeg eru um 50 km norður að suðurenda Winnipeg- vatns en þaðan breiðir það úr sér um 400 km til norðurs þar sem Nelsonáin rennar úr þvi norður í Hudsonflóa. Vatnið er um 220 m yfir sjávarmáli og áin þvi mikill orkugjafi. Sem flutningaleið á vatnið sér langa og viðburðarika sögu sem ekki verður sögð hér. Frá Winnipeg liggur elsti þjóð- vegur fylkisins norður með Rauð- ánni til bæjarins Selkirk sem dregur nafn af Selkirk lávarði er kom hingað með hóp skoskra inn- flytjenda snemma á 19. öld og ntjóu munaði aö hann yrði höfuð- borg fylkisins, járnbrautarstæð- inu að austan breytt á siðustu stundu til Winnipeg. Selkirk var töluverður umsvifabær á meðan fiskiveiðar á vatninu og flutning- ar um það stóðu í blóma. Vestur- íslendingar hafa verið þar all fjöl- mennir frá fyrstu tið og nú eiga þeir þar mikið fyrirmyndar heim- ili fyrir aldraða. Hinn forni vegur liggur norður með vatninu, fram- hjá vinsælum sumardvalarstöðum og svo kemur fyrsta íslenska nafnið, Húsavík, fámenn byggð við suðurjaðar Nýja-íslands og þaðan aðeins snertispölur norður Framhald á bls. 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.