Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.07.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 3. JOLI 1977 mo HITTIR FÓLK: „EKKI FARA... EKKIFARA ...KOMIÐ MÐ AFTUR..." Þetta voru hræSileg mistök me8 auglýsingaspjöldin, um það voru félagarnir I Ríó sammála. Þeir höfBu ekiS hring um KeflavFk og NjarSvlk og aSeins séS tvær vegauglýsingar um hljómleikana f Stapa þetta kvöld og þaS setti þeim mikinn ugg um aS kannski vissu SuSurnesjamenn ekki af hljómleikunum og kæmu þess vegna ekki. Og sá ótti reyndist ekki ástæðulaus Aðeins um hundrað manns sóttu hljómleikana og það var dauft hljóðið í félögunum, þegar þeir gægðust fram f hálftóman salinn. En það sannaðist sem vis maður hefur sagt um atvinnu- mennskuna Atvinnumennska er að standa sig vel einnig þá daga þegar maður er illa upplagður Og þeir i Rió sviku engan hljómleikagest Þeir kunna sitt fag, piltarnir. og það var ekki að sjá að þeir legðu sig neitt minna fram þetta kvöld en önnur kvöld. þegar þeir hafa skemmt i troðfullum húsum. Og Suðurnesjamenn kunnu svo sannarlega að meta framlag piltanna Klappið, stappið og hláturinn bar því vitni Og það var ekki laust við að sumir táruðust — af hlátri auðvitað — þegar Rió reytti af sér brandarana i vinsælasta atriði kvöldsins. atriðinu um Mánablómin, sem áður hafa komið við sögu Ríó. Nú eru um fimm ár liðin siðan Rió kom síðast fram á hljómleikum Það voru kveðjuhljómleikarnir eftirminni- legu I Austurbæjarbiói sem voru hljóð- ritaðir og seinna sendir landsmönnum á hljómplötum Það eru lika fimm ár siðan Rfó söng síðast fyrir ibúa lands- byggðarinnar Þá fóru þeir i hljómleika- ferð á vegum Ámunda Ámundasonar og hafa nýlega sagt um þá ferð: „Með fullri virðmgu fyrir Áma var skipulagið I þeirri ferð byggt upp á þvl, að við áttum að hlusta á auglýsingar eftir að við vorum lagðir af stað Þá fyrst vissum við hvar við áttum að koma fram það kvöldið Að visu svolltið spennandi aðferð, en þreytandi.” í þetta skiptið ætlar Rió sér að gera betur Hljómleikaferðin um landið sem nú er sigið á seinni hlutann á var undirbúin i þaula og allur undirbúning- ur vandaður eftir fremsta megni. Ekk- ert átti að bregðast, allt byggt með eintómum krosstrjám. En svo bregðast krosstré . . . Fyrsta stóráfallið gerði vart við sig rétt áður en hljómleikarnir áttu að Æmm RIÓ FÓLK’ RÍÓ: „Fólk" (Fálkinn FA 002). Ágúst Atlason: söngur. Helgi Pét- ursson: söngur. Ólafur Þórðarson: söngur. Gunnar Þórðarson: gítar, moog, marimba. klukkuspil, flauta, pianó. Aðstoð: Terry Doe (trommur), Tómas Tómasson (bassi), Jakob Magnússon (píanó, orgel, rafmagnspíanó, klavinett), Viðar Alfreðsson (horn, trompett, básúna), Gunnar Egilson (klari- nett), Sigurður Karlsson (tromm- ur). Útsetningar og stjórn upp- töku: Gunnar Þórðarson. Upp- tökumaður: Richard Ashley. Upp- taka gerð f Hljóðrita hf. f Hafnar firði. Skömmu áður en félagarir í Rió komu saman til að velja og undirbúa efni á þessa plötu. höfðu þeir hitzt á blaðamannafundi, þar sem Fálkinn hf heiðraði þá fyrir meira en tiu þúsund eintaka sölu tveggja stórra platna Og gullplöturnar á stofu- veggjunum minna þá síðan á. að fólkið kann að meta plöturnar þeirra — og vill sjálfsagt fá meira En meira af hverju? Óskar fólki þess, að Ríó haldi áfram á nákvæm- lega sömu braut og að undanförnu, eða má líta á þessa miklu sölu sem yfirlýsingu til Rió um að þeir skuli bara gera hvað sem þá lystir — fólkið treysti þeim til að gera góðar plötur? RÍÓ FÓIK i ? í Þessi plata sýnir, að Ríó hefur talið eðlilegast að víkja ekki langt út af hraðbraut velgengninnar til að feta torfærar slóðir eigin tjáningar og tónlistarsköpunar í raun og veru hefði nánast hvaða lag sem er á plötunni getað verið á plötunni sem kom út fyrir ári og mörg laganna hefðu einnig átt heima á næstu plötu þar á undan Framfarirnar birt- ast einkum í betri hljóðfæraleik og útsetningum en áður, enda gafst rýmri tími til vinnslu plötunnar suð- ur í Hafnarfirði en áður í skotferðun- um til útlanda Platan er sérlega fagmannslega gerð og vart hægt að finna veikan punkt f flutningnum Á Gunnar Þórðarson þar stærstan hlut að máli og sýnir og sannar enn einu sinni afburðahæfni sína í útsetningum og hljóðfæraleik Þá eru textarnir hans Jónasar Friðriks einnig prýðilega gerðir, enda þótt flest fólkið, sem Framhald á bls. 30. hefjast á laugardagskvöldið fyrir viku í Miðgarði í Skagafirði. Upp kom deila milli húsvarðarins og Rfó um aðgöngu- miðaverð. Húsvörðurinn kvaðst ekki geta samþykkt að Rfó tæki hærri að- gangseyri en 1500 krónur fyrir skemmtun sem þessa, en Rfó hafði alls staðar annars staðar látið menn greiða 2.000 krónur Deilan leystist ekki með samkomulagi, heldur varð endirinn sá, að Ríó pakkaði niður sfnu dóti og fór og þeir hljómleikagestir sem komnir voru á staðinn urðu að hverfa á braut með sárt ennið (Nei, það var enginn barinn;) „Við vorum með húsið á leigu og það er ekki húsvarðarins að ákveða miðaverðið í slfkum tilvikum," segja þeir í Ríó um þetta mál. „Ef við hefðum farið að slá af þarna, þá hefðum við orðið að lækka miðaverðið alls staðar annars staðar — og helzt endurgreiða því fólki sem hafði komið á fyrri hljóm- leikana." En hvað um þjónustuna við fólkið, spurði Slagbrandur. Hvað um aumingja áheyrendurna sem stóðu fyr- ir utan húsið og vildu fá að komast á hljómleika hjá Ríó? Var ykkur alveg sama að skella hurðinni á þá? „Nei svo sannarlega ekki," svöruðu þeir Ríó-bræður „Þetta var leiðinda- mál að lenda í og voðalegt að þetta skyldi koma fyrir En það merkilega var, að þeir stóðu með okkur. Þeir sögðu við húsvörðinn, að þeir vildu alveg borga þessar 2.000 krónur og þeir vildu bara fá að komast á hljóm- leikana Hann var bara í einkastríði við okkur " „Maður verður líka að fá að hafa smásnefil af stolti," sagði Helgi Péturs- son „Það kostar 2 000 eða 2.500 krónur á sveitaböllin og þarna höfðu bæði Skagfirzka söngsveitin og leikfél- ag af Sauðárkróki haldið sýningar og skemmtanir og selt inn á 2.000 krón- ur En bara af því að við komum að sunnan. þá voru viðbrögðin önnur Þeir Ríó-félagar bentu á, að svona hljómleikaferð væri miklu meira fyrir- tæki en menn almennt gerðu sér grein fyrir . Þannig eru ellefu menn i hópn- um sem ferðast um landið Piltarnir fjórir sem skipa Ríó, fjórir aðstoðar- hljóðfæraleikarar, rótari sem einnig annast hljóðstjórn, bílstjóri og svo fjár- málastjóri, sem sér um miðasölu og útvegun gistingar og þjónustu. Það kostar ekki svo lítið að borga hótelgist- ingu og fæði fyrir ellefu menn dögum saman. Og til að gefa hugmynd um kostnaðinn má benda á, að einungis prentun auglýsingaspjalda. leikskrár og aðgöngumiða kostar 350 þúsund krónur. Og þá mega áföllin ekki verða mörg, ef endar eiga að nást saman. En næsta stóráfall voru hljómleikarnir í Stapa Víðast hvar annars staðar höfðu þeir skemmt fyrir fullu húsi og það var athyglisvert, að hljómleikarnir f heild stóðu 15—20 mfnútum skemur f Stapa en á hinum stöðunum. Samt voru öll sömu lögin leikin og kynningar voru svipaðar En klappið og fagnaðar- lætin deyja fyrr út í hálftómum sai en í troðfullu húsi og því var svona mikill munur á tímalengdinni. „En við erum f banastuði, láttu það koma fram," sögðu þeir félagar f lokin. „Þetta hefur yfirleitt allt gengið stór- kostlega vel og undirtektirnar hafa alls staðar verið mjög góðar Svo er þetta svo góður hópur og samstilltur, sem hér er á ferð " Og Helgi P. getur ekki á sér setið: „Þetta er fyrirmyndarlið f allri hegðun. Aldrei neitt partístand, alltaf snemma í háttinn, og mjög uppbyggilegar sam- ræður á ferðalögum. Það hafa verið haldin fjögur hraðskákmót, borðtennis iðkað af kappi, mikið sungið og jafnvel dansað . . ." Með Rfó í ferðinni eru hljóðfæra- leikararnir Terry Doe frá Englandi, trommuleikari, Tómas Tómasson, bassaleikari, og hljómborðsleikararnir Guðmundur Haukur og Nikulás Róbertsson. Á hljómleikunum eru flutt ný og gömul Rfó-lög, sem vinsæl hafa orðið á hljómplötum þeirra félaga, og einnig ýmis önnur lög Þetta er skemmtun fyrir alla fjölskylduna og þess sáust glögg merki í Stapanum, fólk á öllum aldri virtist skemmta sér hið bezta, smáir sem stórir. Þeir í Ríó eru þó sammála um að skemmtilegasti hljómleikagesturinn til þessa hafi veri(5 gamla konan í Siglufirði. „Hún var áreiðanlega yfir áttrætt," segja þeir. „Hún sat á öðrum bekk og skemmti sér alveg stórkostlega . . ." Slag.brandur getur vel skilið gömlu konuna — og alla hina. Hljómleikar Rfó eru með skemmtilegustu hljómleik- um sem hann hefur lent á og fram- kvæmd þeirra f alla staði til fyrirmynd- ar Engar tafir, ekkert hik. En lokaorðin eru frá unglings- stúlkunum á fremsta bekk f Stapanum Þegar hljómleikunum lauk, stóðu þær upp og hrópuðu „Ekki fara . ekki fara . . komið þið aftur . . ." ___ Brimkló: 99 nálinni BRIMKLÓ: „Undir nálinni" (F—001). Björgvin Halldórsson: söngur, gftar. munnharpa, strok- bretti, Ragnar Sigurjónsson: trommur, tamborfna. bongo, stokkur, stáltrommur. Sigurjón Sighvatsson: bassi. Hannes Jón Hannesson: söngur, gftar banjó. klukkuspil. Arnar Sigurbjörnsson: Gftar, söngur og Olivetti ritvél. ASstoð: B.J. Cole (fetilgftar, dobro og pfanó), ViSar AlfreSsson (trompet). Jakob Magnússon (pianó. marimba). Tómas Tómas- son (bassi). Halldór Pálsson (saxó- fónn) og strengjakvntett úr Sin- fónluhljómsveit íslands (útsetning Björgvin og Gunnar ÞórSarson). Útsetningar aS öSru leyti: LiSs- menn Brimklóar. HljóSritun: Jón- as R. Jónsson f stúdfói HljóSrita hf. f HafnarfirSi. Brimkló varð fyrst islenzkra hljóm- sveita til að fást við „country'-tónlist að einhverju marki Þessi tónlist sem upprunnin er i Eandarikjunum er fremur einföld að gerð. lagræn og þægileg áheyrnar og hlaut því góðar undirtektir hjá áheyrendum Brimkló- ar á dansleikjum Þegar hljómsxveit- in lagði svo upp laupana siðla árs 1975, þótti liðsmönnum hennar ástæða til að setja á plötu nokkur þessara laga sem orðið höfðu svo vinsæl hjá áheyrendum I samræmi við einfaldleika laganna voru gerðir einfaldir textar við þau og slðan flutti Brimkló þetta á plötu — á einfaldan hátt Hélt hljómsveitin sig við upprunalegar útsetningar lag- anna að langmestu leyti og lagði lítið frá eigin brjósti i spilið Plata þessi varð ein af þeim vin- sælustu á siðasta ári og „Siðasta sjóferðin" gekk i óskalagaþáttum langt fram á þettta ár. En þetta varð ekki siðasta sjóferð Brimklóar. Vel- gengni plötunnar varð til þess, að ástæða þótti til að ýta fleyinu á flot á ný á næstu plötuvertíð i von um jafngóðan eða betri afla En nú var ekkert gert með hang- andi hendi (nema flestir textarnir). Brimkló lagði sig fram um að gæða flutning sinn lifi og útsetningarnar voru þeirra eigið verk Útkoman er lika allt önnur og betri en áður Er Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.