Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 32
SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS 19. tbl. — Sunnudagur 24. janúar 1965 lí:*'t !(J,n iijiif ElSdOlffl ,E LEKTROLUX UMBOÐIÐ LAUöAVEGI 69 aími 21800 innbrot í Póstbús Frétiir frá Eyjum EINN af fréttamönnum Mbl. Guðni Gíslason, skrapp til Vestmannaeyja í vikunni til að safna efni og munu í næstu viku birtast eftir hann grein- ar og viðtöl, sem hann hefur átt við menn þar. Hann sím- aði í gær eftirfarandi frásögn: Dansleikur var haldinn í samkomuhúsinu hér í Eyjum í gærkvöldi, enda landlega hjá bátunum. Nokkrar róstur urðu á dansleiknum og eftir að hon- um lauk, gerðist það m.a. að fréttamaður Mbl. varð sjónar- vottur að tilraun til innbrots í pósthúsið hér á staðnum, en þar er m.a. geymt áfengi, sem sent er til Vestmannaeyja frá Reykjavík, í póstkröfu. Mað- . urinn náðist þegar og hafði þá einungis tekizt að brjóta eina rúðu. Lögreglan tók hann í gæzlu og hafði hann yfir nótt- ina. son ritar í 25 ára afmæbsrit »3 y g g imga r f éla.gs verka- manna í Reykjavík. Borgarstjóri sýnir töflu uim fói'ksaukningu og ibúð'afjölda í Reykjavík, sem byggðar hafa verið á 10 ára tímabili. Síðan segir orðrétt: „Samtals á 10 árunn 16377 menn, 6738 íbúðir. í frumdrög'um að heildarskipu lagi Reykjavikur er gengið út frá því, að meðalfjölskyldustærð á svæðinu sé 4 menn árið 1960, en minnki á næstu 20 árum niður í 3,5 menn, en ofangreint yfirlit gefur til kynna, að s.l. 10 ár hafi verið byggð ein í- búð fyrir hverja 2.36 menn, sem íbúum hefir fjölgað. Bf við mið um við fjóra menn í meðalfjöl- skyldiu, hefir þannig verið byggð yfir samtals 26.968 man.n.s í Reykjavík, þegar fóíksaukn- ingin hefir samkvæmt framan- sögðu verið 15.933. Hér er raunar ekki öll sagan sögð, þar sem vitað er að fólks- aukningin hefur verið hlutfalls- lega örari í nágannasveitarfé- lögum Reykjavíkur en í borg- inni sjálfri. Bftir því sem næst verður komizt, hefur fólksaukningin og tala fullgerðra íbúða í nágranna sveitarfélögum (þ.e. Seltjarnar- nes, Kópavogur. Garðahreppur) verið samtals á 10 árum 6453 mans, 1208 íbúðir. I nágrannasveitarfélögum hef- ir þannig verið byggð ein íbú'ð fyrir hverja 5,28 menn, sem í- búum hefir fjölgað, og ef við reiknum samtn Reykjavík og nágrenni, þá hefir verið byggð á svæðinu ein íbúð fyrir hverja 2.91 menn a-f fólksfjölguninni.“ Þannig fórust borgarstjóra orð, en upplýsingar um íbúðafjölda og fólksfjölgun eru fengnar hjá Hagstofu íslands og Efnahags- stofnuninni. í sambandi við þetta er fróð- legt áð athuga hve margir ibúar landsins búa í eigin húsnæði. Blaðið snéri sér í því efni til Hagstofu íslands, en hún gerði yfirlit yfir þetta í árslok 1963. Miðað við framtöl 1963 eru framteljendur karlmenn á aldrin um 25—66 ára, eða venjulegir heimilisfeður, alls 27.806 talsins. 75,6% þeirra búa í eigin húsnæði. Láta mun nærri að meðalfjöl- skyldan á landinu sé 4,2 menn og er vi'ð það miðað í vísitölu framfærslukostnaðar. Samkvæmt því búa um 120.000 landsmenn i eigin húsnæði. Alls voru íbúar landsins samkvæmt þjóðskrá 1962. en við hana eru fyrrgreind ar tölur miðaðar, 183.478 talsins. Trésmiðir sömdu KL. hálf níu í gærmorgun náð- ust samningar milli fulltrúa Meistarafélags húsasmiða og Trésmiðafélags Reykjavíkur eftir næturlangan sáttafund. Samningarnir voru gerðir að áskildu samþykki framkvæmda- sambands Vinnveitendafélagsins og félagsfunda í Meistarafélagi Húsasmiða í Reykjavík og Tré- smíðafélagi Reykjavíkur. Ósamið við sjómenn Sáttafundurinn i sjómanna- deilunni í fyrrakvöld stóð fram eftir nóttu, án þess að samningar tækjust. Sáttasemjari hefur aftur boðað fulltrúa vinnuveitenda og sjómanna á fund kl. 4 í dag. , Skautasvell Akranesi, 21. jan. Bæjarstjórinn fékk Björgvin Stefánsson með ýtuna í fyrradag og í gær til þess að hreinsa snjó- inn af skautasvellinu á Landa- kotstúni. Ekki er hægt að lýsa fögnuði unga skautafólksins yf- ir iþessari hugulsemi. — Oddur. Á árunum 1954 til 1963, eSa á 10 ára tímabili, hafa í- búðarbyggingar verið niun meiri en nemur íbúafjölg- un hér í Reykjavík, Seltjarn arnesi, Kópavogi og Garða- hreppi, þegar meðalfjöl- skyldustærð er reiknuð 4 menn. Að öðru óbreyttu 1 ætti því íbúðarþörf á þessu svæði að vera fullnægt. Á- stæðan til þess, að enn er um íbúðaskort að ræða, er sú, að útrýmt hefir verið heilsuspillandi húsnæði, eða það tekið til annarra nota og svo hitt, að fólk býr nú rýmra, en það áður gerði. Þessar upplýsingar konna fram í grein, er Geir Hallgríms- m-1 Hér eru myndir af þýzka skipinu Susanne Reith, þar sem það liggur á strandstað á Raufarhöfn. Björgunarað- gerðir liggja nú niðri á meðan fulltrúar vátryggjenda og eigenda skipsins, sem komnir eru til iandsins, athuga að- stæður og ræða við fulltrúa Björgunar h.f. Björgunaraðgerðir hafa nú . staðið yfir í nærri mánuð, en ekki tekizt að bjarga skipinu enn, enda verið stanzlaust óveður fyrir norðan. Ljósm. Gunnar Guðmund-sson. Hér í Vestmannaeyjum eru aðal tungumálin enska og fær eyska, því mikið er um útlend inga í vinnu. Færeyingarnir sem hér eru staddir segja að nú liggi við landauðn í Fær- eyjum, því allir sem vettlingi geta valdið eru farnir að leita sér atvinnu í Danmörku og á fslandi og jafnvel nýir bátar komast ekki á sjó sökum mann eklu. En á íslandi segjast þeir ná upp miklu meiri tekjum á skömmum tíma en heima. Byggt yfir 27 þús. manns í Reykjs- vík, meðan fólksf jölgun er 16 þús. 75^0 fjölskyldna í landinu í eigin húsnæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.