Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLADIÐ Sunnudagur 24. jan. 196!> AÐ UNDANFÖRNU hafa skólamálin verið til umræðu hérlendis, og er svo raunar víða erlendis líka. Bent hefur verið á ýmislegt í fræðslulöggjöf' inni, sem betur mætti fara og mikið rætt og rit- að um nauðsyn á auk- inni tæknimenntun, val- frelsi í framhaldsskólum milli námsgreina, hvort hefja beri kennslu í er- lendum málum þegar í barnaskólum og þá með hvaða aðferðum, próf, Iengd árlegs skólatíma og sitthvað fleira. Morgunblaðið hefur rætt við þrjá merka skóla menn og leitað álits þeirra á núgildandi skóla- kerfi. Einnig hefur blað- ið leitað álits nokkurra framhaldsskólanemenda. B'aðið raeddi við Heiga Eliasson, fræðslumálastjóra og spurði, hvort hann teldi áðurnefndar breytingar æski legar og hvort hægt væri að hrinda þeim í framkvæmd innan ramma núgildandi skólakerfis. Hann sagði: — Núgildandi skólalöggjöf var sett á árunum 1946 og 1947 og er því senn ■ 20 ára. ísland varð þannig fyrst af Norðurlöndunuim til þess að koma á samræmdu skóla- kerfi í landinu. Með hinni öru þróun og breytingum, sem orðíð hafa á flestum 9viðum hér á landi, síðan þessi lög voru sett, hefur þurft að aðlaga stanfsemi skólannta hinum breyttu við horfutm. En ég tel, að það hafi ekki verið hægt að gera 9em skyldi. Til þess hetfði einkum þurft meira kennslu húsrými, fleiri kennara með sérmenntun og þá einkum í framhaldsskólunum, betri kennslutæki og aukinn bóka- k)ost. ■k RANNSÓKNAR- STOFUN SKÓLAMÁLA Hins vegar vil ég taka það fram, hélt Helgi áfram, að endurbætur á þeim atriðum, sem að framan greinir mun vera hægt að framkvæma að mjög útlu leyti innan ramrna þeirra laga, sem nú eru í gildi. Enda þótt lög- gjöfin sé rúm og hægt sé með reglugerðum og náms- skrám að beina störfum skól anna inn á þær br^-utir, sem æskilegar eða nauðsynlegar kunna að þykja á hverjum tíma, tel ég tímabært, að komið verðí upp rannsóknar stofnun skólamála, sem stöð ugt vinni að athugunium og tilraunum á sviði kennslu og uppeldismála. Niðurstöð'Ur af siíkum rannsóknum yrðu svo látnar skera úr um það, bverju þyrfti að breyta í gildandi sikólalögigjötf. — Hvað segið þér um tæknilega menntun og kjör- greinar? — Nauðsynlegt er að auka stórlega kennslu í stærð- fræði og eðiisfræði í fram- haldsskólum og jafnvel að einhverju leyti í barnaskól- unum. Ekki verði þó ölluim nemendum gert að skyldu að fara yfir sama námsefni í ö lum greinum, heldaiir verði þeim getfinn kostur á að velja milli rokkurra náms- greina eftir áhuga þeirra og hætfni. Móðurmálskennsiu verður að ætla mikinn tíma í námi ailra nemenda. Hins vegar megi velja uim t.d. stærðfræði og eðlisfræði, sögu og landafræði og er- lend mál. — Hvað viljið þér segja í sambandi við kennsilu í er- lendum má. um. Finnst yður, að hún ætti að hefjast þeg- ar í barnaskólanum? — Erlendis byrjar kennsla í öðrum tumgumáilum um 10 eða 11 ára aldur og jafnveil fyrr. Élg er þeirrar skoðunar, að jafnskjótt og völ sé á kenmurum í bamaskólum víðsvegar um landið til þess að kenna erlend miál, ætti að byrja a m.k. á einu er- lendu máli, t.d. dönsku um 11 eða 12 ára aldur. — En hvaða kenns'uað- ferðir teljið þér, að helzt ætti að nota við mála- kennslu? — Hin svonefnda beina aðtferð, þ.e. að tala erlenda málið við nemerídurna hefur mjög rutt sér til rúrns víða uim heim á síðustu árum. Hetfur þessi aðtferð verið not uð lítilsháttar hér á landi með þeim árangri að full ásitæða er til þess að greiða fyrir því eftir föngum að sem flestir málliakennarar geti kynmzt þeirri aðferð og ilært hana svo að þeir verði færir um að nota hana. Hygg ég, að þetta gæti orðið til hagræðis fyrir nemendur, hvort heldur þeir fara í langskólanám eða ekki. — En hvað viljið þér svo sagja um prófin? — í stuittu máli það, að við fslendingar erum orðnir of próf-fastir. Það er nauð- synlegt að athuga aðrar leið ir til þess að kanna þekk- ingu nemenda og verða þeim til leiðbeiningar um fram- haldsnám eða störf og það virðist mér tilvalið verkefni fyrir rannsóknastofnun þá í skálamiáúuim, sem áður get- ur, að kanha leið í þessum efnium. ★ SKÓLANÁM EK STARF — Eruð þér hlyntur því, að árlegur skólatími sé lengd ur frá því sem nú er? — Um lengingu skólatím ans á hverjum stað verður að taka tillit til staðhátta, atvininuhátta og ánnarra þjóðfélagslegra aðstæðna. Á hinum síðari árum hefur reynzt mjög erfitt að koma börnum úr kaupstöðum tiil starfa eða dvala í * sveit. Þessia hefur ekki hvað sízt orðið vart í kaupstöðum í landnámi Ingóufs. í kaup- stöðunum hefur verið um fábreytt störf að ræða fyrir börn og unglinga nema helzt um hásumarið. Það er því af sem áður var, að kaup staðabörnin höfðu verk að vinna í sveitum fram á haust. Hvað á þá að gera fyr ir börn og unglinga í sept- emiber, sem ekki batfa ákveðn um störtfum að gegna? Skóilanám er starí og virð ist því rnjög eðlilegt og reyndar sjálfsagt, að sikólarn ir sjái börnum og ungling- um fyrir námsstarfi, bæði til þess að forða þeim frá iðjuleysi og ýmsum vandræð um, sem af því geta hlotzt og til þess að auka þekkingu sína og búa sig undir lífið. En þó skal tekið fram, að ég tel varða meiru, að nem- endur njóti leiðsagnar góðs kennara heldur en hvað ár- legur skólatími sé langur. — En hvað teljið þér mik- ilvæigast við kennsiluna? — Því at fljót svarað: Það þarf áð skapa ’kennurum góða aðstöðu til menntunar og starfa. VIÐ HITTUM að máli Sigrúnu Kvaran, nemanda í landsprófsdeild Gagnfræða- skólans við Vonarstræti. Hún hafði sínar skoðanir og var ófeimin við að láta þær í Ijós. Við ræddum fyrst um kennslu í cinstökum náms- greinum, og bar móðurmáf.s- kennsluna þá á góma. — Þar mætti margt betur fara, sagði Sigrún. Fyrst og fremst finnst mér að þurfi að kenna fólki að tala ís- lenzku. Það á að kenna fall- legan framburð íslenzkrar tungu, hinn s vokal 1 afa harða framburð og jafnvel hv-hljóð in. Þegar nemendur eru látn- ir lesa, er ekkert um það hugsað, hvernig lesið er. Ef nemandi er hraðlæs, getur rutt úr úr sér orðunium, þá er lestrarkunnátta hans álitin til fyrirmyndar. Endursagn- ir eru mjög æskilegar, því að þá gefst kennairanum tæki færi til að gagnrýna fraim- burð og málfar nemandans. En það er því miður ekki gert, haldur er nóg að sögu- þráðurinn Bomist til skila. Annars finnst mér íslenziku kennslan vera einn sífelldur eltmgaileikur við z-ur og kommur. Það er nú svo kom ið, að fó.ik er vart talið sen'di bréfsfært, nema það kunni að setja z-ur og kicmimur á réttum stöðum. Mestur tími íslenzkukennsl'Unnar fer í málfræðistagl: setningar eru bútaðar í sundur og greindar eftir setningarhlutum og þá er alveg bráðnauðsynlegt að kunna orðréttar formúlur fyrir frumlag ,andlag, viður- lag oig fleira. íslenzkuim bók- menntum er ætlaður einn tími í viku af íslenzkukennsl unni og íinnst mér hlutur þeirra mjög fyrir borð bor- inn. — Hvað snertir kennslu er lendra tungumála, sagði Sig- rún, væri kjörgreinafyrir- komuiliagið auðvitað æsikileg- ast, þar sem nemendur gætu valið um þau tungumá!, sem þeir kysu sér helzt að læra. Yrði að sjálfsögðu að tak- marka þetta við nokkur mál, t.d. dönsku,, ensku, þýzku og frönsku. í ensku betfur hin svonefnda „beina aðtferð“ Verið tekin upp við kénnsil- una hjá okkur, þannig að kennarinn malar á ensku adl an tímann, en við svörum spurnimgium hans á ensku — etftir beztu getu. Um þessa aðferð er vissulega margt goitt að segja, en þó er á henni einn ailvarlegur galli: stíilagerð er svo að segja eng- in. Við skrifum að vísu eina og eina 9etningu í tímunum, en það er fckki nóg, því að á prófinu er Jaigður fyrir okk ur þumgur stíll. Þess vegna þætti okikur skiljanlega vænt um að fá að spreyta okkur á verkefnuim, sem eru í svip uðum dúr og vænta má, að verði lögð fyrir okkur á próf inu. — Um kennsil'Una í nátrtúru fræði, landafræði og sögu er það að seigja, að alTbtf hraitt er farið yfir námsetfnið Það 'mætti líka orða það þannig, \að niámsefnið er alltotf mikið *á svo skömmuim tíma. Af- leiðingin er sú, að kennarar í þessum gTeinum eru í ei- lífu kapphlauipi við tímann. Ég netfni sem dœmi náttúrutfræðina, en þar eru k'enndar þrjár bæikur, dýra- fræði, grasafræði og heiiisu- fræði. Yfir allt þetta náms- efni er bókstaflega flogið og enginn tími til að staldra við einstök atriði og útsikýra rækilega, en þó er þess kraf- izt atf okkur á pr'ófinu. Kenns'luáhöld eru svo að segja engin. í gra®afræði eru okkar sýrndar myndir af blómunum, en engum dett- nr í hug að fcoma með þurrk uð blóm — eða heimsækja gróðurhús. í mannkynssögu eru lesnar tvær bækiur, all yfirgripsmiklar. En hvernig í ósköpunnm eiga nemendur að haga lestrinum þeigar þeir geta átt von á spumingu eins og þessari, sem kpm í fyrra: Hvaða álit hatfið þér á flugsamgönguim í framtíð- inni? Er það ekki hálf bros- legt að getfa einkunnir fyrir álit manna? — Hvað snertir fyrirkomu lag prófanna, mætti skipu- leggja þau á annan og betri veg en hingað til hetfur verið gert. í stað þess eð getfa nem enidum rúman mánuð til upp lestrar fyrir prófin og látia þau svo rigna yfir þá dag- lega að loknu upplestrarleyf- inu, væri mun skynsiamilegra að sameina þann tíma sem fer í upplestrarleyfi og próf og raða protfunum síðan nið- ur með hæfilegu miilibili. Það vill oft verða svo, að það námsefni, sem lesið er í byrjun upplestrairleyfisins, er að mestu leyti gieymt, þeg ar að prófinu sjálfu kemur. Með því að raða próíunum niður í samræmi við yfir- ferð í námsgreinunum, væri þungu fargi létt atf nemend- um landsprófsdeilda, sem kvíða hinu langa upplestrar- leyfi allan veturinn, sagði Sigrún að lofcum. FÆSTIR MUNDU ætla, að skólahús Gagnfræðaskól- ans við Lindargötu væri kirrð svo mjög til ára sinna, sem raun er á. Skólahúsið er hið reisulegasta í sínum gamla stíl — en þó verður þess vart, • að endurbætur hafa verið gerðar á þvi. Þær fóru fram fyrir nokkr um árum, að því er skóla- stjórinn sagði okkur, en það er einkum andlit skó.ians, sem veit að Lindargötunni, sem hefur breytt um svip: þar er nú inngangiur. Á efstu hæð var innréttaður vistlegur samkomusalur. Þar koma nemendiur saman öðru hverju til þess að dansa eða hlusta á hljómplö'tuir og þar hafa kennararnir sín skyndi próf, því að salurinn er víð áttumikill. í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu eru nú um 260 nemendur í 3. og 4. bekk. Deildarskipting er þar fjöl- breyttari en almenmt tíðkazt í gagnfræðasikió'lum borgar- innar. í skólanum eru tvenns konar bóknámsdeijdir: al- menn bóknámsdeild og verzl unardeild og þrjár verknáms deildir: saumadeilld, hús- stjó'rnardeild og sjóvinnu- deild. Verknámsdeildir gefa góða raun. Jón Á. Gissurason, skóla- stjóri, sagði, að verknáms- deildimar hefðu mælzt sér- staklega vel fyrir. — Við viorum annars í fyrstu hiálf smeykir um að þetta yrðu „tossabekkir“, en sú hetfur ekki orðið raunin. Hér í skólanum höfum við byggt upp eina deiid, sjó- vinnudeildina, og það hefur komið í ljós, að piltar í þeirri d-ei'ld eru eftirsóttir á skip, enda eru þeim kennd mörg handbrögð, sem að gagni koma um borð í skipi. Nám verður þessuim piltuim síðan auðveldara, etf þeir fara í Sjómannaskólann og munu fá nokkurn afsilátt á námi þar, hafi þeir náð lág- marksieinkunin í siglinga- fræði. — Það hefur gengið prýðilega að fá kemnara í verknámsdeildirnar, — í sjó vinnudeild kennir t.d. lærð ur kennari. Hvað snertir bóknáms- deildir, sagði Jón, vantar víða mikið ‘ af sérmenntuð- um kennurum. Sú hefur orð ið raunin, ef gagnfræðaskól- ar hafa náð i gióða kenn- Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.