Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 19
Sunnudagur 24. Jan. 1985 MORCUNBLADID 19 ÞAÐ VAE einu sinni keisara- drottning i Austurlöndum, sem ómögulega gat, eignast barn með keisara sínum. Vegna þess sendi hann að liðnum sjö árum hana í burtu og gaf henni heitið prins- essa. Eftir þetta eyddi hin ógæfu- sama kona sex árum meðal hinna indælu pabbadrengja Vesturlanda, en sjöunda árið hélt hún til kvikmyndaver- anna til þess að láta Vestur- löndum oig Austurlöndum í té (með 20% ágóða) hið bezta, sem hún réð yfir og með Allahs hjálp að gera alLt gott á nýjan leik. Að sjálfsögðu myndi hún aðeins vera kyrr og leika í næstu mynd, sem þegar hafa Soraya ásamt mótleikara sínum Alberto Sordi í kvikmyndinni: Þrjú andlit einnar konu. „Mesta uppgötvun þessa áratugs“. SORAYA áður drottning Persa nú mikilhæf leikkona? verið gerð drög að, að hún væri raunverulega einhvers megnuig, en að það mætti ekki bara græða á henni pen- inga, fullvissaði prinsessan blaðamann um, meðan á stóð eitt hinna endalausu mynda- hléa hennar í hinu nýbyggða kvikmyndaríki Dino de Laurentiis í Róm. Peningarn- ir eru ekki það, sem mestu máli skipti fyrir hana, sagði hún, enda þótt hún dragi enga dul á það, að frá því að hún yfirgaf Teheran hafi hún ekki fengið fé þaðan framar. Það sem máli skiptir, sagði hún, eru hinir raunverulegu hæfileikar, enda þótt henni væri enn ekki fullkomlega ljóst, hvaða mat yrði lagt á þá að lokum. Nú að loknum erfiðum kvikmyndatökum, sem staðið hafa í fimm mánuði, kalla minnstu hrósyrði fram gleði- svip í andliti hennar, en það er sá efnrviður, sem Dino de Laurentiis hefur notað til þess að fá fram kvikmynd sína „Þrjú andlit einnar konu“ og löksins hafði tekizt eftir mikla þolinmæði um síð- ustu áramót. Þegar Dino de Laurentiis er spurður að því, hvort hann trúi á sigur uppgötvunar sinn- ar, þá setur hann sig í stell- ingar við gamal't skrifborð með hendurnar á hjartastað en hefur olnbogana á borðinu og það liggur við, að brenn- andi baráttuhugur og sann- færing hans kveiki í hinni íburðarmiklu skrifstofu, sem er um 200 ferm. að stærð. „Herra minn, Soraya er mesta leikstjörnuuppgötvun kvik- myndasögunnar á þessum ára- tug“. í febrúar mun hann — fyrst í kvikmyndahúsum Ítalíu — byrja á því, að beina augum heimsins að hinni dásamlegu uppgötvun sinni, sem þrátt fyrir allan auðvaldskeim, hefur einnig vakið mikinn áhuga kvikmyndahúsa austah járntjalds. „Hvað hefði nú bara skeð, ef þér hefðuð ekki gert þessa uppgötvun“, spurði blaðamað- urinn — og minntist neitun- ar þeirrar, sem Luigi Luras- chi, einn helzti aðstoðarmaður Dino de Laurentiis, hafði áð- ur veitt umboðsmanni Sor- ayu, er hann var staddur í Hollywood, það var áður en hinn mikli Dino tók málið að sér sjálfur. Hinn síðarnefndi hristi höfuðið og svaraði: „Það hefði verið sannkallað- ur missir fyrir kvikmynda- heiminn". Leikkonan, sem frásögnin hér að framan er af, er engin önnur en Soraya fyrrum Persadrottning. Dino de Laur- entii, einn hinn helzti kvik- myndaframleiðandi Ítalíu og kvikmyndastjóri hans Michel- angelo Antonioni, sem stjórn- að hefur töku margra þeirra ítalskra kvikmynda, sem mesta viðurkenningu hafa hlotið hin síðustu ár, eru stað- ráðnir í því að gera þessa konu, sem sveipuð er dular- fullri blæju undarlegra og miskunnarlausra örlaga, að mikilli leikkonu og það sem meira er, þeir telja sig þegar hafa gert það. Þeir hafa þegar lokið töku fyrstu kvikmyndar hehnar „Þrjú andlit einnar konu“ eins og greint er frá hér að framan, og að henni lokinni er það einróma álit þeirra, að Soraya hafi hæfileika til þess að verða mikil leikkona. Henni er lýst sem glæsi- legri og blíðlyndri konu. í fimm mánuði samfleytt við erfiðar kvikmyndatökur skipti hún varla skapi, og enn síður kom það fyrir, að hún fengi taugaköst, sem mjög virðast almenn og allt að því vinsæl meðal annarra kvikmynda- leikara. Hreyfingarlaus stóð hún kyrr, þrátt fyrir það, að hún væri skelfd, þegar þús- undir ferðamanna í Aþenu, slepptu fram af sér beizlinu og þyrptust að senunni, sem hún stóð á miðri, á meðan á kvikmyndatökú stóð. „Gleymið því ekki, að hún var drottning í sjö ár“, er svarið, sem gefið er, þegar á það er minnzt, hve auðvelt Soraya á með að hafa taum- hald á frámkomu sinni. Soraya, prinsessan og Ant- onioni, sósíalistinn höfðu al- drei séð hvort annað, áður en framangreind kvikmynd var tekin. Antonioni hafði þá sagt, jafnan þegar hann heyrði á hana minnzt, að hún væri ekkert annað en það, sem fjöldi kvikmyndastjarna væri þ.e.a.s. brúða, sem stillt væri upp fyrir fjöldann. Þegar hann er spurður um álit hans nú brosir hann í kampinn ötg segir: „Nú segi ég allt annað með hverjum deginum sem líður“. Með járnkaldri athygli horf- ir hann í hin frægu græn- leitu augu nemanda síns, Sorayu, á meðan hún ýmist styður velhirtum fingrum sínum við nef sér eða snýr skótánum inn á við hvorum gegn öðrum, feimin og spennt. Antonioni lætur hana ekki hafa neinn texta til þess að fara eftir, því að allt slíkt er búið til jafn óðum, og kvik- myndunin fór fram. „Sérhver kvikmyndastjóri hefur önnur vinnubrögð en aðrir starfsbræður hans“, er svar hennar, .þegar hún er spurð að því, hvaða kvik- myndastjórar falli henni bezt í geð. Þegar fréttamaður spurði hana, hvort ekki hefði verið betra fyrir hana, að velja sér starfsvið, sem væri síður í kastljósi almennings, þar eð hún hefði svo lengi orðið að þola forvitni fólks og löngun þess til þess að fylgjast með einkalífi hennar, svaraði hún á svipaðan hátt og kvik- myndastjörnur myndu al- mennt gera: „Ég hef ekkert á móti því, að vera þekkt og umtöluð, þegar um starf mitt er að ræða“. Framtíðin ein sker úr um það, hversu mikil leikkona Soraya á eftir að reynast. Eitt er víst, að margir, sem vit telja sig hafa á kvikmynd- um, hafa látið þau orð falla, að hún hafi margt til brunns að bera, og er þá ekki aðeins átt við þá, sem saigt er frá hér að framan heldur marga aðra. Hinn frægi leikari og kvikmyndastjóri Orson Welles hefur t.d. látið mjög jákvæð orð um hana falla, og það mun vera maður sem veit hvað -hann segir, þegar um kvikmyndir er að ræða. (Lauslega þýtt og endursagt úr Der Spiegel.) Soraya í 2. atriði. AUtaf............... Soraya í 3. atriði. . . , nýtt andliL ÍBLD Þriggja herbergja íbúð óskast til leigu í vor til nokkurra ára. — Fyrirframgreiðsla eftir sam- komulagi. GUNNAR ARTHURSSON Efstasundi 12 — Sími 3-4671. Til leigu óskast 2—3 skrifstofuherbergi við Laugaveg, Banka stræti, Austurstræti eða næsta nágrenni. — Upplýsingar í síma 15963 á almennum skrifstofu- tíma. Braudstofan Sími 16012 Vesturgötu 25 Smurt brauð, snittur, öl, gos og sælgæti. — Opið frá kl. 9—23,30. Trúlofunarhringar HALLDÓR Skólavörðustíg 2. Sölumenn Iðnfyrirtæki óskar eftir að ráða góðan sölumann. Viðkomandi þarf að hafa reynslu og þekkingu á sölu og me'ðferð fatnaðar og vefnaðarvöru. Tilboðum er greini aldur og fyrri störf, sé skilað á afgr. Mbl. fyrir mánaðamót, merkt: „Sala — 6640“. Trésmiður óskast strax Líkkistuvinnustofa Eyvindar Árnasonar Laufásvegi 52.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.