Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. jan. 1965 MáfíÖasýning á Munkum DavíÖs á 70 ára afmæli skáldsins AKUREYRI, 23. janúar. — Leik- félag Akureyrar efndi til hátíð- arsýningar á sjónleiknum, „Munkunum á Möðruvöllum" að kvöldi fimmtudags 21. jan., en þá voru liðin 70 ár frá fæðingu höfundarins Davíðs Stefánsson- ar. Salurinn var skreyttur hlóm- um og fánum og þéttskipaður fólki, en meðal boðsgesta voru ættingjar skáldsins, bæjarstjórn Akureyrar og Haraldur Björns- son, leikari, en hann setti leik- inn á svið fyrir Leikfélag Akur- eyrar árið 1928 og lék á jafn- framt hlutverk Óttars. Núver- andi leikstjóri Ágúst KVaran, lék priorinn á Möðruvöllum. Áður en sýningin hófst kvaddi sér hljóðs Björns Þórðarson og las samþykkt sem gerð var í einu hljóði á aukafundi í Leikfélagi Akureyrar hinn 14. janúar. Með henni var ákveðið að L. A. gæfi Seltjnrnornes AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldinn mánu- daginn 25. jan. kl. 20.30 í Val- höll við Suðurgötu. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN tíu þúsund krónur í söfnunina til kaulpa á Davíðshúsi. Þórar- inn Björnsson, skólameistari véitti gjöfinni viðtöku og flutti síðan ræðu, þar sem hann minnt- ist Davíðs Stefánssonar og talaði um skáldið og manninn. Aðalhlutverkin leika þau Jó- hann Ögmundsson (príorinn), Ólafur Axelsson (Óttar), og Þór- ey Aðalsteinsdóttir (Sigrún). Hlutverk eru 23 og leikendur 20. Leikstjóri er, eins og áður getur Ágúst Kvaran. Leiksviðsstjóri Oddur Kristjánsson og Ijósa- meistari Árni Valur Viggósson. Búninga og leiktjöld í fyrsta og þriðja þætti teiknaði Lárus Ingólfsson, leiktjaldamálari Þjóð leikhússins, en leiktjöldin málaði Aðalsteinn Vestmann. Frú Karó- lína Jóhannessdóttir saumaði búninga. Mjög var til sýningarinnar vandað enda var hún Leikfélaginu og leikstjóra til hins mesta sóma í hvívetna. í leikslok voru leikstjóri og leik- arar hylltir með blómum og lang vinnu lófataki. Gefin var út vönduð lejkskrá, en í hana skrifa m. a. Þorsteinn M. Jónsson, Árni Jónsson og Haraldur Björnsson. — Sv. P. Gæði islenzka grasmjölsins tryggja hátt verð f GÆR gerðist athyglisverð- ur atburður í sögu íslenzks landbúnaðar. Þá var í fyrsta sinni flutt út íslenzkt gras- mjöl til sölu á erlendum mark aði. Grasmjöl þetta flytur gras mjölsverksmiðjan í Brautar- holti á Kjalarnesi út. Magnið er að þessu sinni ekki nema 15 tonn, sem tekin voru um borð í Goðafoss í gærmorgun. Við brugðum okkur niður á bryggju og hittum að máli Pál Ólafsson í Brautarholti og spjölluðum við hann ofurlitla stund. Páll sagði að þeir hefðu í haust sem leið sent út efnagreiningar til ensks fyrirtækis. Þeir fengu síðan svar frá fyrirtækinu þar sem það rómar mjög efnagreining- arnar og segja jafnframt að ef mjölið verði hið sama að gæðum og efnagreiningarnar gefa til kynna geti þeir tryggt gott verð fyrir það. Markaðs- verð á grasmjöli í Englandi er frá 40—50 sterlingspund tonn- ið og fer verðið algerlega eftir gæðum. Markaðsverð á gras- mjöli hér heima er svipað og Brautarholtsbræður gera sér vonir um að fá fyrir sitt mjöl í Englandi, þegar frá hefir vérið dreginn útflutnings- kostnaður. Á þessu stigi málsins vill Páll ekkert frekar segja um þennan útflutning. Um fram-t hald hans verður engu spáð að sinni. Hitt er geysi at- i hyglisvert, að á sama tíma og tugmilljónir eru greiddar með útflutningi íslenzkra land búnaðarvara, skuli einstakl- ingar geta flutt út íslenzka grasið, sem hefir verið vél- þurkað og malað, á samkeppn isfæru heimsmarkaðsverði. Grasmjöl flutt út í fyrsta sinn Farið að rífa gamla hæinn á Klömbrum, Ljósm. Ól. K. M. r Olafur heldur áfram að reykja þótt Klambrabærinn hverfl NÚ ER verið að rífa gamla bæinn að Klömbrum. Undan- farin ár hefir hann verið not- aður sem reykhús og er mörg um veiðimanninum að góðu kunnur. Húsráðandi þar hefir verið síðustu árin Ólafur Benónýsson, sem a.m.k. allir reykvískir laxveiðimenn þekkja. Svo margan laxinn hefir hann reykt fyrir þá. Við áttum stutt samtal við Ólaf í gær og spurðum hann hvort hann væri nú hættur að reykja laxinn og lambakjöt- ið. — Nei. Ekki er það svo, segir Ólafur. — Ég er að vísu húsnæðislaus sem stendur, en fæ inni á meðan það millibils- ástand ríkir hjá Kjötvinnsl- unni á Laugavegi 32. Fæ ég þar aðstöðu til að taka á móti laxi og kjöti og reykja þar. Ég geri mér vonir um að fá nýtt húsnæði innan tíðar. Síðan tekur nokkurn tíma að innrétta það og ganga frá eins og þörf er fyrir reykinguna. Þegar því er að fullu lokið mun ég auglýsa starfsemina og vonast ég til að geta tekið við vöru laxveiðimannanna þegar næsta vertíð hefst hjá þeim, segir Ólafur ennfrem- ur. Ólafur Benónýsson — Hvað heldurðu nú að þú sért búin að reykja marga laxa fyrir reykvíska laxveiði- menn? — Það get ég ómögulega sagt um. Hitt er mér ljúft að segja að ég hef aíla jafna átt við þá góð viðskipti. Þeim fer alitaf fjölgandi, sem ég kynnist. Einn daginn s.l. sum- ar komu 71 veiðimaður til mín að Klömbrum. Oft hafa borizt til mín mikið á annað hundrað laxar á dag. — Hvað kom til að þú. fórst að reka þessa starfsemi? — Ég er fæddur og uppal- inn í Skorrada). Þar var mik- ið reykt, bæði silungur úr Skorradalsvatni og kjöt eins og gerist og gengur. Þar lærði ég handverkið. — Og þú reykir líka kjöt þrátt fyrir allt krabbameins- hjal! — Já. Það eru margir sem koma með kjötlæri til mín og biðja mig að reykja það. Það eru margir sem vilja kjöt sem reykt er við sauðatað og við. — Vil/a menn ekki hafa það ögn morkið, eins og oft gerðist í gamla daga. — Jú, einkum eru það Vest firðingar, sem segja við mig: „Hafðu það ofurlítið lognað við beinið". Þar með lauk samtalinu við Ólaf og nú geta veiðimenn, sem geymt hafa „þann stóra“ á frystihúsi frá því í sumar, hitt hann á Laugavegi 32 og síðan fengið nýreyktan lax ofa á brauðið sitt á þorran- um. Leiksýning fyrir sjómenn og verkamenn SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík- ur og Dagsbrún hafa sérstaka leiksýningu í Lindarbæ kl. 8 á miðvikudagskvöld fyrir meðlimi sína. Eru það einþáttungarnir tveir, sem Þjóðleikhúsið sýnir, Nöldur og Sköllótta söngkonan eftir Ionesco. Fá meðlimir fé- laganna miða á leiksýninguna með afslætti. Arnarmyndin í GÆR birtist hér í bla'ðinu mynd af erni en enginn texti fylgdi myndinnni. Hún er tekin í Berserkjahrauni af Birni Björns syni. Björn skýrði blaðinu svo frá að nú virðist svo sem þessi varpstaður arnarins sé yfirgef. inn. LESBÓK fylgir blaðinu f dag og er efnl hennar sem hér segir: Bls. — 1 Gamlir siðir, Árnl Óla tótr saman — 2 Svipmynd: Leopold Stoko* wski — 3 Litli krossferðariddarino, smásaga eftir Marjr England — - Samt met ég tímana med gætnl, Ijóð eftir Tasso« Englezos. — 4 „Og þú . . . þú ert engill* Sambúð okkar Picassos, eflU ir Francoise Gilot. — 7 Lesbók æskunnar: Hlöðii-* ball. —9 íslen/k heimill: Hann málat — hún prjónar — og sv« fara þau í fjallgöngur una helgar. — 10 Fjaðrafok — 15 Ása-Þór, telkningar eftir Harald Guðbergsson. —- - Ferdinand — 16 Krossgáta — - Bridge

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.