Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 31
MORCUNBLAÐIÐ 31 Sunnudagur 24. jan. 1965 — Páll V. G. Kolka 1 Framhald af bl. 6. sagna og fjölda mynda, er skýra efnið og auka gildi bókarinnar. Þó nokkrar smáskekkjur finnist í fyrstu útgáfu þessa mikla verks, er engin undur, og ekki um að sakast. En skilgóð þekk- ing höf. á sögu og ættfræði skeik ar hvergi. í kvæðinu Húnabyggð eftir Kolka lækni standa m. a. þessar ljóðlínur. „Húnabyggð þinn hróður gjalli, heill í skaut þér jafnan falli.“ * Þetta er ekki hljómur frá augnabliks hrifningu, það er heitasta ósk skáldsins — hljóm- ur frá órofatryggð, mótaðri á bernskuárunum, og sem nær fyllingu sinni í huga þroskaðs manns. Þeir, munu, sem betra er, fleiri er dást að útvarpserindum Páls Kolka, en hinir sem kveinka sér og finnst hann mæla ómjúkt um einstaklinga og stéttir er lagt hafa fyrir róða fornar dyggðir en tileinka sér í þeirra stað „læpuskapsódyggðirnar“ og þeirra fylgikonur, sem logbrand- ar Heklu megna ekki lengur að bægja frá landsbyggðinni. Kolka þekkir sem læknir, að banvæn kýli verður að fjarlægja, þó sárs auki fylgi aðgerðinni og eins hitt að af beiskum lyfjum batnar mönnum oft bezt. Gerði ekki Sig hvatur skáld kraftaverk með Bersöglisvísum? Harðsvíraður og óvinsæll konungur varð að góð- um manni og réttlátum og var síðan nefndur „hinn góði“. Þá má og minnast þess „að það er sann- ur vinur er til vamms segir“. Öll þessi áminnstu erindi Kolka eru hnitmiðuð sókn gegn ýmsum hættulegustu meinsemd- um, er nú í vaxándi mæli þjá og þjaka einstaklinga og stéttir þjóðfélagsins. Meðan til eru í landinu menn, sem af fullri djörfung kveða og flytja bersöglisvísur, vara menn við að rjúfa vébönd um heilaga dóma og helga staði getum við örugglega treyst því að guð vors lands vakir yfir og verndar þjóð og land. Á þessum tugamótum í ævi Páls Kolka læknis, árnum við hjónin honum, frú hans og fjöl- skyldu allri heilla. Við þökkum læknishjónunúm og börnum þeirra hjartahlýju þeirra og heila vináttu í okkar garð svo og allra sem okkur eru kærir. Megi þjóð vor njóta sem Jengst starfskrafta þeirra hjóna sem og allra sinna drengskapar- manna. Stgr. Davíðsson. MÉR ER tjáð, að vinur minn, fyrrverandi héraðslæknir, Páll V. G. Kolka, verði sjötugur, 25. þ.m. Ég hélt að þessi atburður biði næsta árs. Þetta misminni mitt kom þó ekki að sök, því að vitneskjan um hið rétta barst mér úr mörgum áttum. Húna- vatnssýsla man sinn burtflutta son. Húnvetnirngar, og margir fleiri, muna heimili Kolkahjónanna á Blönduósi, því að svo mátti næst- um heita, að þar væri jafnan opið hús, og að hverjum sem kvaddi dyra, væri tekið sem „týndum syni“. Sá þáttur heim- ilisrekstrarins, hvíldi að eðlileg- um hætti fyrst og fremst á herð- um konu læknisins, Guðbjörgu Kolka, en þeirri konu hefir verið gefið í vöggugjöf, hjartahlýja, þokki og reisn, í óvenju ríkum mæli. Slíkur heimilisrekstur hlýtur að hafa verið nokkuð ikostnaðarsamur, en enginn mun hafa heyrt þess getið, að hús- bóndanum hafi þótt gestakoman um of, enda þótt fjárhagsskútan muni stundum hafa flotið með hsta. Og Húnvetnirngar muna lækn- inn Pál Kolka, sem starfaði í héraðinu nær aldarfjórðung. Læknirinn, sem fékk stundum sjúklinga sína senda heim aftur. eftir myndatökur og athuganir sérfræðinga í Reykjavík, með þeim ummælum, að þeir gætu eins vel fengið skurðaðgerðina, ef hennar var þörf, framkvæmda hjá lækninum á Blönduósi, jafn- vel þó að um mjög verulega skurðaðgerð væri að ræða. Sú vissa var héraðsbúum ekki lítils virði, að þeir gætu óhræddir lagt sig undir hníf læknis síns. Þar færi einn af allra færustu skurð- læknum landsins. Húnvetningar og fleiri, muna og fræðaþulinn, sem virtist vera hreinn þekking- arstjór, einkum á sviði sögu, ætt- fræði og skáldskapar. Hann reit m.a. bókina ,,Föðurtún“, þar sem geysimikill innanhéraðsfróðleik- ur er samandreginn, sem vafa- lítið má telja, að ella hefði glat- azt að miklum hluta, svo sem persónulegar upplýsingar og reynslu gamals fólks, sem nú er liðið. Þá muna Húnvetningar og skáldið Pál Kolka, sem ort hefir mörg falleg og þróttmikil kvæði, en ekki enn hlotið almennt þá viðurkenningu, sem vert væri, eins og raunar fleiri, staðið í skugga samtímamannsins, skáld- jöfursins Davíðs Stefánssonar. Ef til vill verður Páls Kolka þó lengst minnst í Húnavatns- sýslu, vegna þáttar hans í að koma upp nýja héraðsspítalan- um á Blönduósi, og það svo fljótt, sem raun varð á. í mörg ár flutti hann þetta hugðarmál sitt af áhuiga og þrautseigju brautryðj- andans, þar til sigur vannst. Hann teiknaði sjálfur húsið í byrjun og þeirri teikningu þurfti sáralítið að breyta, enda vissi hann sem héraðslæknir í sveit, hvers með þurfti, og hafði sjálf- ur skoðað nær alla spítala hér- lendis og mjög marga erlendis. En húsið var stórt og hlaut að kosta nokkuð margar milljónir. Allir viðurkenndu hina brýnu þörf, en flestum hraus hugur við kostnaðinum. Jafnvel þáverandi landlæknir, sá glöggi og gáfaði maður, taldi stærð hússins mjög úr hófi á þessum stað. Þá var það að húr.vetnskur bóndi reis upp á sýslufundi og sagði: „Við skulum byggja sþítalann, við getum það ef við viljum." Og Húnvetningar tóku fljótlega undir þau orð. Og húsið var byiggt, en er, því miður, þegar að verða of lítið, þó að það rúmi allt að 60 sjúklinga og , aðra vistmenn, auk lækna. og hjúkr- unar- og þjónustuliðs. En stækk- un var í upphafi gert ráð fyrir, þegar á þyrfti að halda. Einnig það var öðrum fremur lækninum að þakka. Og - nú eru Húnvetningar stoltir af þessu nýja, myndarlega sj úkrahúsi sínu og mega vel vera það. Oig þeir eru einnig stoltir af því, að það var þeirra eigin læknir og sýslungi, sem að mestu lagði til þá þekkingu og forvinnu, sem til þurfti. Á sextugsafmæli Páls Kolka, var honum tilkynnt, að Húnvetn- ingar hefðu ákveðið að láta gera líkön úr bronzi af honum og konu hans, er skyldu geymast í spítal- anum og skyldi hann sjálfur ákveða þeim þar stað. Og það sem Hjúnvetningar ákveða að igera, það gera þeir. Líkön voru mótuð af snillingnum Ríkharði Jónssyni, en steypt erlendis. Og nú standa þau á sínum ákveðna stað og verða þar um ókomin ár, sem talandi vottur þakklætis og velvilja héraðsbúa, og síðar sem óbrotgjarn minnis- varði Kolkahjónanna og starfs þeirra, um ókomnar aldir. Ég sendi afmælisbarninu, frú hans og fjölskyldu, mínar ein- lægustu árnaðaróskir, og þakka liðin samskipti og samvinnu. Og ég er þess jafnframt fullviss, að allir Húnvetningar, sem náðu að kynnast Kolka og heimili hans, taka í huga sínum undirþærárn- aðar- og blessunaróskir. Guðbr. ísbcrg. Hann fæddist í Húnaþingi héraðshöfðinginn slyngi. Skurðlæknir skatna beztur, skáldmæltur, aufúsugestur. Gáfum er miklum gæddur, gagnrýninn, alls óhræddur. Ekki myrkur í máli, málfar, sem gjört af stálL Ekki án æðri stjórnar, orku sinni hann fórnar. Veit; að sá valdið hefur, sem vizku og krafta gefur. Héraðshælið mun halda, hans minning aldir alda. Líknsemd og leiðsögn veita, þar læknar mega eftir breyta Hann gekk þar frá Grettistaki, gumar yfir því vaki. Lét spaklega ljósker skína, hans sporaslóð má ei týna. Föðurtún sín réð fága, færði til háa og lága. Stutt en glöggt var þóstundum stefnumót af þeim fundum. Gjörði þar glæsta fest' glansandi, laus við bresti. Meitlað við myndir hefur, margt það er fróðleik gefur. Stiklað er hér á stóru, en strengirnir margir voru, er hugur og hönd nam bæra í heimalandinu kæra. Enn lifi áratugi, ellikröm ei hann bugi. Með góðri konu hann gengur, gefist það einnig lengur. Hann gekk sjaldan grónar slóðir, það geymast hans fróðleiks- sjóðir. Helzt má ei hans vé volka. Heill og þökk Páll V. G. Kolka. Árni E. Blandon. EINN svipmesti, gáfaðasti og sér- kennilegasti fjölvitringur þessar- ar aldar á þvísa _landi, íslandi, Páll V. G. Kolka rith. og fyrrv. héraðslæknir, verður sjötugur á morgun. Sveit fjölvitringanna, sem á liðnum öldum og langt fram á þessa öld, var aðall ís- lenzkra menntamanna er nú furðu þunnskipuð. Auk þess ger- ast nú flestir í þessari fornhelgu sveit gamlir og hárir. Illu heilli eigum við nú engin Iðunnarepli til þess að yngja þessa gömlu garpa upp, því að mikill sjónar- sviptir verður að þessum sér- stæðu mönnum, þegar þeir eru allir. . , Eins og að líkum lætur, feng- um við, ,sem nú jöðrum við sextugt, þegar á unga aldri veð- ur af slíkum manni. Páll varð á skömmum tíma víðfrægur læknir og fyrst og fremst sem skurðlæknir. Við leikmenn köll- uðum slíka lækna heppna ,enda vissum við ekki þá, og vitum varla enn, hvað að baki býr „heppninni“. Þá fór og með fjöll- um, hve pólitískur Páll værþ þótti hann ærið harðskeyttur í ræðu og riti, enda er maðurinn einarður, orð- og ritfær með af- brigðum. Læknisdómur og pólitísk átök Páls eru mér þó að mestu fram- andi. Ég kynntist honum fyrst að gagni sem lesandi ljóða hans og skal nú farið örfáum orðum um þá kynningu. 1 formála sem Páll skrifar að Ijóðabókinni Hnitbjörg, sem kom út 1936, segir hann sig á skóla- árum lítt hafa iðkað ljóðalestur og ljóðagerð. Það var því ekki fyrr en hann var kominn á fertugsaldurinn, að hann hóf að yrkja, en sinnti því lítt á næstu árum. Páll er því fyllilega mið-' aldra, er hann fer að iðka ljóða- gerð í alvöru. Skáldið segir orð- rétt í fyrrgreindum formála: „Á miðju sumri gróðursetti ég þessi skrælnuðu fræ í litlum og frið- sælum reit innan míns ágæta heimilis, og þangað hef ég oft leitað hvíldar eftir erfiði dagsins og skjóls undan illviðraskúrum." Allir, sem nokkuð þekkja til ljóðagerðar, (hér er vitnað til hefðbundinna og stuðlaðra Ijóða) — vita, að það er mikil missa þeim, sem við ljóðagerð fást, að yrkja ekki á æskuárunum. Er bæði, að hjá miðaldra manni er eldur æskunnar orðinn heldur kældur, og einnig hitt, að viss þjálfun er það að yrkja, á meðan menn eru á milli vita, þótt vel oftast sé sá skáldskapur af vindi vakin alda, sem verður til og deyr um leið. Páll hefur að sjálf- sögðu að mestu misst af eldi æsk- unoar, en á þjálfunarleysi ber ekki, enda mun hann, þegar hann hóf Ijóðagerð, hafa verið þaul- lesinn í íslenzkum og erlendum skáldskap. Slík lesning er að vísu ekki bein þjálfun í ljóða- gerð, en býsna áleiio bending til gáfaðs og þroskaðs manns um góð vinnubrögð. Ljóðabókum Páls, bæði Hnit- björgum, sem út komu 1936 eins og segir, og Ströndinni, sem kom út 1940, var að vísu vel tekið. Nokkrir heiðursmenn urðu til þess að skrifa vinsamlega um bókina, og er mér minnistæðast- ur Konráð Vilhjálmsson, eldgáf- aður fræðimaður og skáld gott. Hann hafði m. a. það til brunns að gera að þekkja hvorki haus né sporð á höfundi Ijóðanna. En það hefur löngum þótt brenna við, að gagnrýni okkar ísl. á list- um sé háð vináttu og tengdum. Þetta er Þó sem betur fer vel oftast þvaður eitt og þvættingur. Bæði mér og öðrum þótti við fyrsta lestur ljóða Páls sem sum kvæða hans bæru nokkurn svip af skáldskap Einars Benedikts- sonar. Hitt duídist engum, að hér var fyrsta skáld íslendinga á ferðinni, sem komst án klæða- og lokkabruna úr brennu hins mikla skáldjöfurs. Páll orti sig fljótlega úr hlekkjum E. B„ hafi þeir þá nokkrir verið. Mér er næst að halda, að um nærtækari skýringu sé að ræða. Ég held, að Páll hafi aldrei stælt E. B„ held- ur miklu hafi þess gætt í fyrstu kvæðum Páls, meðan hann hafði ekki fundið sitt ljóðalag, hve ná- skyldir þessir menn eru í and- anum. Báðir vitmenni mikil og um leið dulúðugir og einfaldir í sinni barnatrú. Ekki hefur Pál borið hátt á skáldaþingum. 1 yfirlitsgreinum, sem skrifaðar hafa verið um Ijóðaskáld síðustu áratuganna, er hans að engu getið. Hið sama er að segja um bókmenntasögur þeirra Kristins E. Andréssonar og Stefáns Einarssonar. Engum get- um skal að því leitt, hvernig á þessum firrnum stendur. í örstuttri blaðagrein er þess vitanlega enginn kostur að gera kvæðum Páls skil. Ég ætla því aðeins að vitna í örfá kvæði hans frumsamin. Hins vegar verð ég að ganga framhjá veigamestu kvæðum hans, því að enginn tími gefst að sinni til að gera þeim nokkur skil. í kvæðinu A Holtavörðuheiði minnist hann liðinna stunda og segir m. a. Vaxið er gras yfir götuna þá, glötuð er leiðin frá æskunnar dögum. —• Enn mun ég síðar meir áfanga ná. Enginn, sem kemur, mun slóð mína sjá, falda þar undir, sem fénaður gengur í högum. Gata mín hverfur í gleymskunnar skaut, gatan, sem aldirnar mörkuðu í klettinn. Nútíminn leggur sér bílfæra braut, beint yfir klungur og grösuga laut, og stanzar ei framar við eldgamla áningarblettinn. Páll er að vísu vel oftast vit- rænt skáld, en þó bregður fyrir, að hann leikur á þýðari strengi, sbr. í kvæði Lóuunginn, sem hefst á þessu erindi: Þin móðir bjó þér mjúka vöggu-sæng í mosató við ilm af fjólu og reyr og ^kýldi þér við skúr með hlýjum væng. í skini vorsins bærði heitur þeyr þinn gula, mjúka dún á brjósti og baki. Þér bættist fjör í hverju andartaki, er sólin vermdi völl og gljúpan leir. Páll á einnig auðvelt með að bregða upp lifandi og litríkum myndum. 1 kvæðinu Máraflúr er þetta erindi: Máraflúr glitrar á marglitum vegg. marmarasúlu með tággrannan leae ber yfir litflísa blikandi röð, boganna kili og skeifur. Mánaskin flæðir um mosaik —» hlöð, múrtind og purpuraveifur. í síðustu bók Páís, er út kom fyrir jólin í vetur og höfundur nefnir Úr myndabók læknis, eru auk greina og fyrirlestra fáein kvæði. Við lestur kvæðanna þar staldraði ég m. a. við erindi, setn höf. kallar í Görðum: Ég geng um hlaðið í Görðum, þar gapa við bæjardyr með hurð, sem er brotin af t hjörum. í húmið ég stari og spyr: „Leynist líf hérna inni — eða lík við nánari kynni.“ í erindi þessu er rammur seið- ur og svarti galdur, sem þeir einir skilja til nokkurrar hlítar, sem ganga tvisvar um sömu Garða, sem verða gereyðingunni að bráð. í fyrra skiptið er altt iðandi af lífi, hvort sem er í koti eða á stórbýli. Síðar miklu kem- ur sami maður að bænum og sér þar eins og skáldið „hurð, sem er brotin af hjörum“. Ég bið af- mælisbarninu allra heilla og vona, að Páll verði enn sem fyrr harðskeyttur, þegar þar að kem- ur, að Elli kerling tekur hann glimutökum. Hjörtur Kristmundsson. — Áhrif Breta Framhald af bls. 1 loknu var hann um skeið einn af fulltrúum Breta hjá Þjóða- bandalaginu í Genf. Hann beið mikinn ósigur í þingkosningum 1931, og ákvað þá að leggja stjóm málin á hilluna og helga sig kennslustörfum. I síðari heimsstyrjöldinni var Stewart lengst af í Austurlönd- um á vegum brezku leyniþjón- ustunnar, en árfð 1945 var hann kjörinn þingmaður Verkamanna flokksins fyrir Fulham kjöfdæm ið í London. Eftir það gegndi hann ýmsum ábyrgðarstöðum á vegum^ ríkisstjórnar Clements Attlees, og var skipaður ráðu- neytisstjóri í hermálaráðuneyt- inu. M.a. starfá hans má nefna að hann var formaður brezkrar þingnefndar, sem heimsótti ýms ríki í Suður Ameríku. og um tíma var hann deildarstjóri í birg'ðamálaráðuneytinu. 1961—62 var hann fulltrúi Breta hjá Evrópuráðinu og Vestur Evrópu bandalaginu. Og árin 1961—64 talsmaður Verkamannaflokksins í mennta- og húsnæðismálum. í júní í fyrra fór Stewart meS Harold Wilson til Moskvu, þar sem þeir áttu viðræður við Nikita Krúsjeff, þáverandi for- sætisráðherra, og fleiri leiðtoga. Þegar Wilson myndaði svo stjóm sina að loknum kosningum s.l. haust, skipaði hann Stewart menntamálaráðherra. SPÁIN, SEM BRÁST Eins og kunnugt er kom ósig- ur Gordons Walkers í aukakoan- ingunum í Leyton mjög á óva,rt, því Leyton hefur um áratuga skeið verið talið öruggt kjdr- dæmi Verkamannaflokksins. Daginn sem kosningamar fóru fram (fimmtudag). skýrðu brezk blöð frá síðustu úrslitum skað- anakönnunar varðandi auka- kosningarnar. Spurningin hljdð aði svo: Hvernig haldið þér að þér greiðið atkvæði við auka- kosningarnar? Og svörin voru: Með Verkamannaflokkau.nl 52,8%, með íh ai d s f I o k ka u m 31,1% með Frjálslynda flokkntnm 14,0%, með öðrum flokkum. 0,2% og óákveðið 1.9% Sé þeim óákveðnu sleppt, skipt ast atkvæðin samkvæmt skoSanaa könnuninni þannig milli flokka: Verkamannafl............S3,#% íhaldsfl..................... 31,7% Frjálsl. fi.................. 14,8% Aðrir fl...................... 0,2% Þrátt fyrir þessa spá frá ..National Opinion Polls“ hlaut Buxton, frambjóðandi Éhafds- flokksins, 16,544 atkvæði eg kesn ingu, en Gordon Walker aðeins 16.339 atkvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.