Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐÍÐ ,:.Sunnudag«r 24,. jan, 1965 ''i Sfötugur á morgun: Páll V. G. Kolka læknir PÁLL Valdimar Guðmundsson | Kolka er fæddur 25. 1. (Páls- messu) 1895, að Torfalæk í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans Guðm. Guðmundsson bóndi á Torfalæk og Ingibjörg Ingi- mundardóttir voru af traustu og gáfuðu húnvetnsku bændafólki. Páll var snemma settur til mennta, stúd. varð hann 1913, cand. med. 1920. Rek ég ekki frekar ætt hans og námsféril, því það mun af öðrum gert. Þar sem Blanda minnist við Ægi konung og fellur í faðm hans hefur í órofi alda myndazt hvammur mikill — full röst trl allra átta og umluktur á þrjá vegu af háum melbökkum. Hvammur þessi hefur verig ós Blöndu, þegar jökullinn var enn á næsta leiti, en tekinn að bráðna ört á nýju hlýinda skeiði og vatnsflaumurinn æddi til sjáv ar. Er jökulfarginu létti af lyft- ist landið yfir sjávarborð, en fljótið braut sér farveg um hvamminn miðjan, þar sem það klýfur hann nú. í þessum hvammi stendur kauptúnið Blönduós. Þar hófst fyrst verzlun fyrir tæpum níutíu árum. Fram yfir siðustu alda- mót var byggðin aðeins næst sjó á suðurbakka óssins. Á síðari árum hefur verið byggt allstórt hverfi norðan árinnar. Á syðri Blöndubakkanum, snertu spöl austan þjóðvegarins stendur nú stór bygging, og ris- há, sú stærsta í kauptúninu. Grunnur hússins er um 600 fm., en það er fjórar-hæðir ofan kjall ara. Aðrar byggingar þrengja hvergi að, stór skrúðgarður á tvær hliðar, en út frá honum og húsinu eru túnvellir klofnir akbraut og gangstigum. Þessi bygging er sjúkrahúsið á Blöndu ósi, eða Héraðshælið, en svo nefna Húnvetningar sjúkrahús sitt, enda meira en sjúkrahús í venjulegri merkingu. Héraðshæl- ið var byggt á árunum 1952'—54 og tekið í notkun á jólaföstu sama ár (1954). í húsinu eru stofur með þrjátíu sjúkrarúm- um. Vistheimili fyrir 24—30 gamalmenni er á f jórðu hæð húss ins. Þar er og stór vel búin dag- stofa fyrir íbúa hæðarinnar. Á annarri og þriðju hæð eru bið- stofur, móttökuherbergi, skurð- stofa og stofur með rannsóknar- tækjum. Á neðstu hæðum eru tvær rúmgóðar íbúðir fyrir héraðslækni og aðstoðarlækni hans. í húsinu eru og íbúðarher- bergi hjúkrunarkvenna og ann- ars starfsfólks, sem og eldhús og matsalur. Þarna er í stuttu máli allt á sama stað. Þarna er veitt öll sú heilsugæzla og heilbrigðis- þjónusta sem annars er möguleg úti í strjálbýli landsins. Þegar við stöldrum við hjá sjöunda mílusteininum á ævi- vegferð Páls Kolka fyrrv. héraðs læknis, er skylt að horfa til baka og rifja upp, þó lítið ágrip sé, af byggingarsögu Héraðshælis Húnvetninga, vegna þess að sú framkvæmd var fyrst og fremst hans verk. Hans var hugsjónin, frumkvæðið og umsjón og stjórn öll á tilhögun og daglegum störf- um. Ég mun hafa fyrir tíu árum, við svipað tækifæri lýst fyrir almenningssjónum þeim hindrun um, sem ryðja þurfti úr vegi áður en Héraðshælið stóð full- byggt, búið beztu tækjum og öllum öðrum búnaði, og af hve miklum dugnaði og ósérplægni að því var unnið og skal það ekki frekar endurtekið. Er þess þó skylt að geta, að einstakl- ingar og félög í héraðinu studdu sjúkrahúsmálið af alhug, þegar lækninum hafði tekizt að vekja áhuga manna á málinu, trú, á nauðsyn þess og skjótan sigur. Læknirinn var óþreytandi að brýna sljóvar eggjar. Forusta brást heldur ekki er á stað var farið. Vafalaust hafa og hollar vættir vakað yfir verkinu. Tvennt vakti sérstaka athygli við framkvæmd þessa: Hversu skjótt hún gekk fram og varð fullgerð, og þá hitt að þetta vandaða hús 9000 rúmm. að stærð kostaði aðeins (fyrir utan innbú) tæpar sex millj. krónur, eða um 660 krónur hver rúmm. Læknirinn kunni að velja verk- stjóra og verkamenn. Auk annars veitir þetta full- komna sjúkrahús örugga trygg- ingu þess, að dugandi læknar fáist til starfs í Blönduóslæknis- héraði um langa framtíð, því marga áratugi mun Hælið full- nægja, sem slíkt, þörfum héraðs- ins. í full tuttugu ár hafði Kolka læknir orðið að stunda sjúkl- inga sina í lélegu timburskýli, er alltaf var yfirfullt, og í stöðug- um ótta vegna eldhættu. Það vakti því óblandinn fögnuð lækn ishjónanna og að sjálfsögðu allra héraðsbúa, þegar Héraðs- hælið var tekið til starfa. * SKEMMDARFÝSN Skemmdarfýsn er sjálf- sagt sálrænn kvilii eins og svo margt annað, sem tekur sér ból- festu í mannssálinni. Misjafn- lega mikið ber á þessum hvötum hjá fólki, en þegar þeir sjúku sjá sér leik á borði — komast í gott færi þar sem enginn sér til — er látið til skarar skriða. Að- koman ber þá oft vitni um mjög bágt andlegt ástand skemmdar- varganna og maður fyllist með- aumkun jafnt sem undrun. ★ OFT í VIKU Meðal daglegra farþega í Hafnarfjarðarvögnunum hjá Landleiðum er að finna skemmdarvanga, sem sennilega mundu rífa bílana í sundur lið fyrir lið, ef ökuferðin entist þeim til þess. Vikulega og stundum oft í vifcu eru unnin í vögnunum ' skemmdarverk, sem þúsundir króna kostar að bæta. Algengast er ,að áklæði sætanna séu rist í sundur með hnífum og svampurinn spænd- ur upp. Sætisbökum er líka spyrnt úr umgjörðunum og duga þá engar festingar. Skemmdarvargarnir virðast hafa með sér skrúfjám til þess Ég sem rita þessar línur gjör- þekki svo framvindu mála í átt- högunum, að ég get fullyrt, að þó búið væri nú að bæta úr brýnustu þörf hvað snertir sjúkra hús í Austur-Húnavatnssýslu væri Héraðshælið ekki enn risið af grunni svo fullkomið, sem það er og með slíkri reisn, ef víðsýni og atorku Páls Kolka læknis hefði ekki við notið. Bókin Föðurtún eftir Pál Kolka, lækni, kom út 1950. Allan ágóða af útgáfunni um 50 þús. kr. gaf höfundurinn til Héraðs- hælisins. Auk þess gáfu læknis- hjónin, Páll og frú Guðbjörg björg Kolka, tuttugu og fimm þúsund til Hælisins. En aðrar fórnir og óbeinn stuðningur þeirra læknishjónanna verður hvorki til króna metinn eða þeim að verðleikum þakkað. í þessu sem öðru eru þau einhuga. Þekkja og Húnvetningar vel sem fjölda margir aðrir, að hvar sem frú Guðbjörg Kolka kemst í snertingu við mannúðar- og líkn- armál er hún • albúin að veita hverskonar styrk og stuðning sem hún frekast má orka. Kolka læknir naut þess skem- ur en skyldi að starfa við ágæt- ustu skilyrði í Héraðshælinu. Hann fékk lausn frá embætti 1960 og flutti hingað til Reykja- víkur. Þegar Páll Kolka kom til Blönduhéraðs 1934 hafði hann þegar aflað sér menntunar innan lands og erlendis, var þjálfaður læknir með mikla reynslu og góðan orðstír. „Til átthaganna andinn leitar, þó ei sé loðið þar til beitar". Kolka hafði lengi að íosa nokkrar skrúfur — já, fleiri en nokkrar: Auk skemmd- anna á stólunum er reynt að ná út öllum skrúfum, sem sjást — — og verður að yfirfara vaign- ana reglulega með tilliti til þess — auk annars venjulegs við- halds. ★ IÐJUSAMIR NÁUNGAR Þetta er orðin hrein plága hjá Landleiðum — ekki aðeins vegna kostnaðarins vegna endurbóta á skemmdum mun- um, heldur líka vegna' tafanna, sem bílarnir verða fyrir af þessum sökum. Á þriðjudaginn var einn bíllinn t.d. tekinn úr umferð vegna þess að spjöll höfðu verið unnin á sætum. Á miðvkudag var þessi vagn aftur tekinn í notkun — en þá var búið að gera við skemmd- irnar. Á miðvikudagskvöld var vagninn enn tekinn úr notkun, því nú var búið að eyðileggja önnur sæti, sem tekin voru til viðgerðar á fimmtudag. Já, þeir sitja ekki allir auðum höndum í Hafnarfjarðárvaigninum. ★ ENGIR ÓVITAR Ég talaði við Ágúst Haf- þráð sín föðurtún, þráð að helga þeim líf sitt og krafta og hvarf því frá tekjumiklu starfi í Vest- mannaeyjum og tók við erfiðri og tekjurýrri héraðslæknisstöðu í átthögunum. Laun héraðslækna voru þá lág og læknisþjónusta lágt metin til verðs. Samt eru þeir ótaldir sem hann gaf þjón- ustu sína. Þessum orkumanni hraus ekki hugur við erfiðleik- berg, forstjóra Landleiða, og spurði, hvort ekki væri hægt að grípa til einhverra ráðstað- ana gegn skemmdarvörgunum. Hann sagði, að erfitt væri um vik — en nú væntust þeir hjá Landleiðum þess, að almenn- ingur, farþegarnir í vögnunum, kæmu til liðs við Landleiðir — og gerðu viðvart, þegar skemmdarvargar væru að verki. „Þetta eru svo stórfelld spjöll, að það er óhugsandi að hægt sé að vinna þau án þess að annað fólk í vagninum verði þess vart. Bilstjórarnir eiga erfitt með að fylgjast með þessu, því skemmdirnar eru yfirleitt unnar aftarlega eða aftast í vagninum — þar sem unglingar safnast oft saman“, sagði hann. Ég skil heldur ekki hvernig hægt er að horfa á fólk við slíka iðju, án þess að láta bíl- stjórann vita. Þau eru engir óvitar, sem eru hér að verki. Það eru engin smábörn, sem vinna þessi spjöll. ■k SKORAÐ Á FARÞEGA En svo hélt Ágúst áfram: „Við erum að reyna að hafa vagnana hreinlega og þokka- lega að innan, leggjum mikla unum. Glímuskjálftinn hleypti hita í hverja taug. Húnvetningar urðu ekki fyrir vonbrigðum með nýja lækninn. Kolka reyndist ekki aðeins góð- ur læknir, er bætti heilsu fólks- ins og bjargaði mörgum manns- lífum, heldur og varð hann ýmist brautryðjandi eða ótrauð- ur stuðningsmaður hverskonar framfara og menningarmála i héraðinu. Hann komst því ekki undan að taka við ýmsum trún- aðarstörfum. M. a. var hann sýslunefndarmaður Blönduóss- hrepps um langt skeið og jafn- an sjálfkjörinn. Fofmaður skóla nefndar barnaskólans var hann mörg ár og ætíð öflugur stuðn- ingsmaður fræðslumálanna, svo sem allrar menningar. Páll Kolka er löngu þjóðkunn- ur fyrir framlag sitt til islenzkra bókmennta í ljóðum og óbundnu máli. Hjá honum fer saman meitl að mál og stílleikni. Ljóð hans eru þrungin lífsspeki, næmum skilningi hins djúphyggna menntamanns á fornum fræðum og gildi þeirra fyrir mannlífið á hvaða öld sem er. Þótt nokkurt svipmót sé með ljóðum Kolka og kvæðum E. Benediktssonar, er um enga stælingu að ræða, en aðeins svipuð meðferð hins meitlaða máls og skyldleiki skoð ana á lífinu og tilverunni. Glöggt er það sameiginlegt með ljóðum þ.essara manna sem og allra okk- ar beztu skálda, að þau bergmála það göfugast og háleitasta 1 mannssálinni, og er því lestur ljóðanna hollur til nokkurs and- legs þroska og sálubóta. Bókin Föðurtún er ítarleg héraðslýsing og mest sinnar teg- undar. Þar er lýst öllum byggð- um og eyðibýlum Húnaþings, frá sýslumörkum Skagaf jarðarsýsiu' að Hrútafjarðará, svo og getið ábúenda jarðanrta á öllu þvl svæði um langt skeið auk ýmissa Framhald á bls. 31 áherzlu á það. Þess vegna er það ekki eingöngu kostnaður- inn, sem við erum að huigsa um, þegar skemmdarvargar hafa verið að verki“. „Við förum þess mjög á leit við alla farþega, að þeir komi til samvinnu við okkur og hjálpi okkur að hafa hendur í hári skemmdarvarga. Þeir, sem staðnir verða að venki, verða svo að útvega sér far með ein- hverjum öðrum en Vögnum Landleiða", sagði Ágúst að lök- um. — Ég tek undir þessa áskorun til farþeganna í Hafn- arf j arðarvzvíninum. ★ „PÓSTIIÓLF 120“ Mér hefur borizt fýrir- spurn um það hvernig standi á að útvarpsþátturinn „Pósthólf 120“, sem hófst í haust, var felldur niður fyrirvaralaust. Þeigar farið var að athuga málið fengum við þær. fyéttir, að Gísli J. Ástþórsson, sem ann. aðist þennan útvarpsþátt, hefði veikzt skyndilega og legið í sjúkrahúsi í nokkra mánuði —. þar til fyrir nokkrum dögum að hann kom heim. Hann mun enn ekki hafa náð sér að fullu og verður því bið á að „Póst- hólf 120“ verði opnað fyrir út- varpshlustendur. En vonandi nær Gísli fullri heilsu sem fyrst. Þátturinn hans varð strax vinsæll og margir vildu sjálf- sagt heyra í honum aftur við fyrsta tækifæri. B o $ c K þokuluktir sívalar eða kantaðar, einnig luktargler í ökuljós. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Síírti 11467

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.