Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 3
[ Sunnudagur 24. }ali. 1965 MORGUNBLAÐID 3 j Á bakkanum stóSJ sundkennarinn og sýndi, hvernig nota ber hendurnar í bringusundi. í Sundlaug Vesturhæjar ÞAÐ er kuldalegt við Sund- laug Vesturbæjar sem annars staðar nú í byrjun Þorra. Samt var þar líf og f jör, þegar blaðamenn Morgunblaðsins komu þar í stutta heimsókn í gærmorgrun. Þá var þar hópur frískra ungmeyja á aldrinum 8—10 ára á sundnámskeiði undir stjórn Valborgar Sigurðar- dóttur sundkennara. Ekki bar aftur, notuðu ýmsar sundað- ferðir og syntu ýmist á baki eða bringu. „Fáum við ekki að taka af ykkur myndir“ spyr blaða- maðurinn hikandi og örlítið feiminn gagnvart þessum þokkadísum framtíðarinnar. í einu horni sundlaugarinn- ar er nú haldinn stuttur fund- ur þar sem þær bera saman ráð sín. Síðan segir einhver: „Hundasund". Á öðrum stað í lauginni má sjá, hvar þrjár ungmeyjar voru að æfa sig undir stjórn sundkennarans í byrjunar- fræðum sundíþróttarinnar. Þær voru með sundkúta spennta um magann og höfðu milli handanna hvíta plötu úr plasti. Hvort tveggja skyldi að sjálfsögðu bæta 'það upp, sem á sundgetuna skorti til Þær lærðu byrjunaratriði sundiþróttarinnar. á öðru, en ungu dömurnar væru þegar útlærðar, því að þær syntu þarna fram og „Hvar eigum við að vera“? Ljósmyndarinn biður nokkr ar þeirra að koma upp á bakk ann og stinga sér til sunds. Eftir nokkrar fortölur standa fjórar stúlkur á bakkanum þess albú.nar að taka þær stór- kostlegustu dýfur, sem manns augað hefur litið frá því, að sundið var fundið upp. „Er ekki kalt að koma upp úr“? „Jú-ú-ú-ú“. Þegar merkið er gefið, stinga þær sér fram af bakk- anum og hverfa í djúpið. Síð- an birtast loftbólur hingað og þangað og loks kollarnir fjór- ir. Hópurinn er nú allur kom- inn út í þann enda sundlaug- arinnar, sem ber hið virðu- lega heiti, djúpa laug. „Hvað finnst ykkur mest gaman að synda“? ' * þess að halda sér réttu megin við yfirborð vatnsins. í heitu keri á bakka sund- laugarinnar lá maður, sem starði á okkur mókandi, hálf- luktum augunum, líkt og flóð hestarnir ku gera i heitu lönd unum. Úti í lauginni sjálfri sást að eins einn fullorðinn maður á sundi. Við kvöddum ungmeyja- skarann, sem nú var á víð og dreif um íaugina og þaðan 'barst samróma: „Ble-e-e-ss“. \ Inga, Ingibjörg, Herdís »g Helga. Nýr „Tiros“ — veður- alhuffunarhnötkur Kennedy-höfða, 22. jan. (NTB) • I DAG var skotið á loft frá Kennedy-höfða veðurathugunar- hnetti af gerðinni „Tiros“. Heppn aðist tilraunin ekki fyllilega, þar sem hnötturinn komst ekki á rétta braut — en vísindamenn segja. að Uinn muni engu að sið- ur geta leyst úr flestum þei viðfangsefnum, sem lionum vo ætluð. „Tiros“-hnettinum, sem hinn niundi í röðinni, var ski ið á loft með þriggja þrepa Thc eldflaug. Átti hann að koms á hringlaga braut í 740 km. fjs Sr. Eiríkur III. sunnudagur eftir þrettánda. Guðspjallið. Matt. 8, 1—13. „Þitt orð er, Guð, vort erfðafé, þann arf vér beztan fengum.“ Menn hafa löngum talið Karla- magnús keisara einn mesta 'kristinn arftaka. f bókmenntum okkar íslendinga er mikill ljómi um hann, og er sagt að íslending- ar hafi verið fróðari um hann á tímabili en þjóð hans sjálfs. Riki Karls mikla náði yfir öll kristin lönd Vestur-Evrópu nema Bretlandseyjar,. Suður-Ítalíu og Sikiley. Var hann í senn Frakka- konungur og Rómarkeisari. Arfur Karls var ærið brota- silfur. Rómversk menning var á förum og myrkur fáfræðinnar grúfði yfir þjóðunum. Efnahags- málin voru í öngþveiti. Samgöng- ur voru komnar í niðurníðslu, Miðjarðarhafið á valdi Araba, milliríkj averzlun í dauðadái, reisn borga lítil. Hver hugsaði aðeins um og annaðist sinn landskika og sá ekki út fyrir hann. Kristnin átti í vök að verj- ast. Öllu þessu gerbreytti Karl keisari á furðuíega skömmum tíma og við hin erfiðustu skilyrði. Einharður munkur frá Fulda- klaustri birtir í hinni gagnmerku æfisögu Karls keisara eins konar erfðaskrá hans. Er hún mjög rækileg. Keisarinn á t.d. þrjú borð úr silfri og eitt úr gulli. Væri fróðlegt að vita, hvar þess- ir munir væri nú og, hversu erfingjar þeirra hefði varðveitt þá. En ekki *tókst vel til um aðal- arf keisarans, ríki hans. Synir hans brugðust skyldu hins rétta arftaka, litu á arfinn sem sér- hagsmuni sína. Með þeim hófust deilur oig sund'rung, er mótaði sögu Evrópu um langan aldur. Raunar telja menn að ríki Karls naikla hafi verið of stórt nema fyrir hann sjálfan. Hann var svo mikili persónuleiki, að segja má, að hans sjálfs hafi gætt til yztu endimarka ríkis hans. „Ríkið, það er ég,“ sagði kon- ungurinn frægi. f rauninni þarf hver og einn að geta sagt það um riki sitt og arf, hversu sem svo þeim hlut er háttað, og þarf ekki að vera um þjóðhöfðingja að ræða. Allt, sem við höfum handa á milli, verk eða eign, þarf að vera eins og land, sem grær. Gróðrar- dögg lifandi skyldutilfinningar, göfugs tilgangs, þarf það að vera laugað. Arfur okkar þarf að vera éins og eiigin líkami okkar, virk- ur og starfandi fyrir hjartablóð okkar, er um hann streymir. Hundraðshöfðingi úr her Róm- verja kemur til Jesú vegna veik- inda sveins síns. Hundraðshöfð- inginn er heiðinn maður, en hann treystir Jpsú fullkomlega: „En «--------------------------------- lægð frá jörðu, en brautin er nú sporöskjulöguð með jarðnánd 800 km. og jarðfirð 2.965 km. Ástæðan til þess, að brautin ekki varð rétt, var sú, að annað þrep eldflaugarinnar brann 13 sek- úndum lengur en fyrirhugað var. — Kom þar til, að merki sem stöðva skyldu brennsluna frá jörðu, biluðu. Hnötturinn mun væntanlega senda til jarðar um það bil 400 Ijósmyndir dag hvern. Hafa hinir átta „Tiros“-hnettir, sem fyrr hafa verið sendir á loft, sent til jarðar samtals 415.000 ljósmyhdir á fimrn árum. J. Eiriksson \ seg það aðeins með orði, og mnfl sveinn minn verða heilbrigður.** Jesúm furðar á trú hundraðs- höfðingjans, og hann segir: „Ekki einu sinni í ísrael hefi eg fundið, svo mikla trú.“ j Jesús læknar sveininn, en ræðir um menn úr fjarlægð, er koma muni og erfa Guðsríkið, en hinir eiginlegu erfingjar bregð- ast þ.e. „synir ríkisins“. Þeim er og útskúfað og ríkið fengið öðrum ■ verðugri í hendur. Hér veldur aðgreining þjóða þó ekki úrslitum. Páll postuli ræðir þetta mál í Rómverjabréf- inu og leggur áherzlu á, að erf- ingjar geti allir menn orðið, til- einki þeir sér arfinn af lífi og sál. Aðalatriðið sé, að við menn- irnir gerum erfðaskrána að veru- leika, með því að ríkið verði lifandi veruleiki og ávaxtasamur í lífi okkar. Guð auðsýnir mönn- unum náð sína og gæzku. Hani* gefur mönnunum kost á ríki sínu kærleikans og miskunnsem- innar: „sjá því — gæzku Guðs við þig, ef þú stendur stöðugur í gæzkunni (Rómv. 11, 22).“ Ríki ökkar mannanna er marg- háttað og á víst oftast lítið skylt við Guðsríkið, við því fjarlægir sonarréttinum. Guðspjall dagsins kennir >ó einmitt, hver leiðin er til hinnar himnesku arfleifðar. Trú hundr- aðshötfðingjans 'braut niður vegg- inn mi'lli hans, heiðingjans, og sjálfs Frelsarans. Trúin er hið mikilvæga afl í lífi okkar mann- anna, er staðfesíir erfðaskrá ok’k- ar og lætur hana ganga í gildi fyrir guðlega náð og hina fyllstu sonarafstöðu Jesú Krists, er veitti okkar hlutdeild í hinni eilífu arf- leifð með lítfi sínu og dauða. Við stofnum til ríkja og reis- um kirkjur. Gleymum ek'ki sannri rót þessa, að lifandi grein-> ar verði menningar og sannrar velferðar. Leitumst við að fylla líf okk- ar og verkahring sönnu viðhorfi erfingjans, að við verðum „synir ríkisins" góðir Guðs þegnar og þjóðfélags okkar og ættjarðar. Án anda trúarinnar er birtist í trausti á Guðs miskunn, þjón- ustunnar við hann og meðbræð- urna verður rí'ki okkar og gjör- vallt samfélag eins og bæjarhús á eyðijörð, þar sem enginn geng- ur um framar, snjórinn býr um sig í rúmunum og fatan fellur í stafi við brunninn, vegna þess að enginn eys upp vatni með henni framar. Forðumst eyðingu landsins, hrun ríkisins vegna þess að andi trúar og Uppbyggingar hinna sönnu erfingja byggir ek'ki leng- ur upp einstaklingana. Hundraðshöfðinginn segir I guðspjallinu: „Því að ég er mað- ur, sem yfirvaldi á að lúta.“ Athugið vel að hann segir ekki: „því að ég er yfirvald“. Karl mikli var eklji harðstjóri. Æfisöguritari hans segir, margir telja með réttu, að páfi hafi sett keisarakórónuna á höfuð honum í Péturskirkjunni í Róm á jóla- dag árið 800, er hann var að gera bæn sína, og hafi krýningin þannig orðið honum að óvörum. Við öðlumst enga keisarakór- ónu. En þú. skalt krjúpa frammi fyrir Guði í bæn og viðleitni, og hann er þess megnuigur að veita þér lífsins kórónu, að gera þig að erfingja eilífs lífs. Tileiknum okkur guðsbarna- réttinn. í Jesú nafni. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.