Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2A Jan. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 5 fíorUl IfOÓ Eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson. Séra Grímur Grímsson, sókn- arprestur í Ásprestakalli vel- ur ljóð dagsins. Hann hefur fyrir vali sínu eftirfarandi formálla. ÞETTA kvæði Einars skálds Benediktssonar hef ég valið sem Ijóð dagsins, vegna þess, hve snilld þess og upphafin tign í formi og hugsun gerir bæði að lyfta oss upp í heið- ríkju himinsins, opna augu vor fyrir dýrð og mikilleik Guðs sköpunarverks og einnig að minna oss á eigin smæð og vanmátt i tímans tafli. Það er alltaf mannbætandi og hressandi að heyra ari- stokratinn tala, hvort sem það er í ljóði eða óbundnu máli, ekki sízt nú á þessum tímum afskræmingarinnar í svo fjöl- mörgum efnum, þar sem mannssálin og smekkurinn er dregið niður á eina allsherjar flatneskju, þar sem helzt ekki má steinn yfir steini standa. Kvæðið ‘ Norðurljós gerir hvort-tveggja, að vér sjáum betur hið breiða bil milli Guðs, skaparans, og vor manns barnanna, án þess þó, að vér fjarlægjumst hann eða hann oss, og einnig að opna augu vor fyrir, hve margt það er „svo lítið og lágt, sem lifað cr fyrir og barizt er móti.“ Bödd skáldsins, Einars Bene diktssonar, er í dag rödd hróp andans, rödd aristókratsins í heimi anda og efnis, sem bæði kunni að rétta úr sér og beygja sig, þegar við átti. Hve fjarskyldur er hann ekki sefa- sjúkum, innhverfum „smá- skáldum“ dagsins í dag, skáld um, sem gráta um nætur i ljóðum umkomuleysi sitt í heimi andans. Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga. — Hver getur nú unað við spil og vín? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín, mókar í haustsins visnu rósum. Hvert sandkorn í loftsins litum skín, og lækirnir kyssast í silfurrósum. Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. Frá sjöunda himni að ránar rönd stíga röðlarnir dans fyrir opnum tjöldum, en ljóshafsins öldur með fjúkandi földum falla og ólga við skuggaströnd. Það er eins og leikið sé huldri hönd hringspil með glitrandi sprotum og baugum. — Nú mænir allt dauðlegt á lífsins lönd frá lokuðum brautum, frá myrkum haugum, og hrimklettar stara við hljóðan mar til himins með kristalsaugum. Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barizt er móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti. við hverja smásál ég er í sátt. Því háloftið hvelfist svo bjart og háltt. Nú brosir hver stjarna, þótt vonirnar svíki, og liugurinn lyftist í æðri átt, nú andar guðs kraftur í duftsins líki. Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkjum í nótt vorn þegnrétt í ljóssins ríki. —* Hve voldugt og djúpt er ei himinsins haf og hásigldar snekkjur, sem leiðina þreyta. Að höfninni leita þær, hvort sem þær beita í horfið — eða þær beygja af. En aldrei sá neinn þann, sem augað gaf, — og uppsprettur ljóssins ei fundnar né skýrðar. Með beygðum knjám og með bænastaf menn bíða við musteri allrar dýrðar. En autt er allt sviðið og harðlæst hvert hlið og hljóður sá andi, sem býr þar. EINAR BENEDIKTSSON. Akranesferðir með sérleyfisbílum Þ. 1». Þ. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá Reykja vík alla virka daga kl. 6. Frá Akra- nesi kl. 8, nema á Laugardögum ferðir frá Akranesi kl. 8 frá Reykjavík kl. 22. Á sunnudögum frá Akranesi kl. 3. Frá Reykjavík kl. 9. Akraborg: Sunmidagur frá Rvíik kl. 8:30; 16:30. Frá Borgarnesi kl. lð. Frá Akranesi kl 14:4ö; 18. Mánudagur frá Rvík kl 7:45; lil :45 og 18. Frá Akranesi 9:13 og 19:30. Þriðjudagur frá Rvík kl. 8:18. Frá Borgarnesi kl. 13 og frá Akranesi k'l. 14:45; 19:30. Eimskipafélag Reykjavíkur h.fl: Katla fór væntanlega í gær frá Siglu- firði til Austfjarða og Faxaflóahafna. Askja fór sl. föstudagskvöld áleiðis til ’MQlfu og Grikklands. Hafskip h.f.: Laxá kemur til Hull í dag Rangá er i Gdynia. Selá kemur til Antwerpen 1 dag. Nancie S er í Rvík. Skipadelld S.f.S.: Arnárfell er vænt ©nlegt til Carteret 26. frá Antwerpen. Jökulfell er væntanlegt til Camden 26. frá Keflavík. Dísarfeli lestar á Norðurlandshöifnum. Litlafell kemur til Rvíkur í kvöld frá Le Havre. Helgafell fór í gær frá Rvík trl Sauðárkróks, Akureyrar, Húsavíkur, Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Hamra fell er væntanlegt til Avonmouth i dag. Stapafell er væntanlegt til Rvíkur á morgun frá Bergen. Mæliíell er i Liverpool. H.f. Jöklar: DrangajökuU fór 21. ]>m frá Fáskrúðsfirði tli Frakklands, Grimsby, Halden, Norrköping og Finn lands Hofsjökuill er væntanlegur til Rvíkur í dag frá Hamiborg. Langjökull kemur til Gloucester í nótt og fer þaðan til Le Havre og Rotterdam. Vatnajökuil fór í gær frá Cork, til London og Rotterdam. Hjartavörn m Hjarta- og æða- sjúkdómavarna- félag Reykja- víkur minn- ir félagsmenn á, að allir bank ar og sparisjóðir í borginni veita viðtöku árgjöldum og aevifélagsgjöldum félags manna. Nýir félagar geta einn ig skráð sig þar. Minningar- spjöld samtakanna fást í bóka búðum Sigfúsar Eymundsson- ar og Bókaverzlun ísafoldar. GAMALT oc goti ÚR LEIKRITI PÁLS KOLKA: GISSUR JARL. Ábóti: Snorri Sturluson var mjög breyzkur niaður, sem för stundum ekki að réttum lögum og sinnti ekki alltaf siðaboðum heilagrar kirkju. En hann vann að því að leggja veg yfir klungur tímans, svo að vér næðum að ausa af uppsprettum sögu vorr- ar, tungu og skáldskapar. Vér, bræður i Þingeyrarklaustri, vinn um einnig að slíkri vegagerð. því aff þetta er via sacra, helgivegur, sem pilagrimar munu feta með lotningu í huga. Ilver sem hindr- ar þetta verk eða fremur helgi- spjöll á þessari leið, fellir bölv- un ytir sig og sína ætt. Páll Kolka. sú NÆST bezti Maður á reiðhjóli ók aftan á strætisvagn af stærstu gerð, þar serh vagninn hafði numið staðar við umferðarljós. — Framhjól reiðhjólsins laskaðist mjög og maðurinn vanka'ðist talsvert. Hann lét það samt ekki á sig fá, lagði þegar frá sér hjólið hljóp fram með strætisvagninum og hrópaði ákafur til vagnstjórans: —i Meiddist nokkur í vagninum? Tréverk Getum bætt við okkur smíði á eldhúsinnréttingum — skápum óg fl. — Sími 41309. íbúð til leigu. Stór stofa, eldhús og bað, frá 1. febr. Ahuga- hafendur sendi umsókn til Mbl. fyrir 27. þ.m., merkt: „Sólrík — 6025“. Hádegisfundur verður haldinn í súlnasal Hótel Sögu, þriðjudaginn 26. þ.m., kl. 12.15. Framkvæmdastjóri Efnahags- nefndar Evrópu (Economic Commission for Europe), Vladimir Velebit, flytur erindi um viðskptin milli austurs og vesturs. — Þátttaka óskast tilkynnt skrifstofunni fyrir kl. 12 á mánudag n.k. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS. Veikamonnofélagið Hlíf Hnfnnrfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarmanna- ráðs, um stjórn og aðra trúnaðarmenn Verkamanna- fél. Hlífar árið 1965, liggja frammi á skrifstofu. fé- lagsins að Vesturgötu 10 frá og með 23. jan. 1965. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Verka- mannafél. Hlífar, fyrir kl. 6 s.d. miðvikudaginn 27. jan. 1965 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjóm Verkamannafél. Hlífar. Viðskiptnfraeðingur óskar eftir starfi. Ábyrgð má fylgja. Getur verið laus úr starfi fljótlega. Þeir, sem áhuga hefðu á að kynna sér þetta nánar, leggi nöfn, símanúmer og upplýsingar inn á afgr. blaðsins fyrir 30. þ.m. merkt‘ „Viðsklptafræðingur — 6647“. Með allar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmáL * A IVIORGUIM Bl-ðamaður Fálkans heimsotti Thelmu Ingvars- dóttur í Kaupmannahöfn. Thelma segir frá högum sínum og starfi sem fyrir- sæta. Þetta er skemmtilegt viðtíil, prýtt fjölda mynda Fálkinn flytur efni fyrir alla fjölskylduna FÁLKINN FLVGUR ÚT Verzlunarpláss á góðum stað í borginni, óskast strax eða síðar. — Tilb. merkt: „Góður stað- ur—6639“, sendist Mbl. Keflavík Herbergi óskast. Upplýsing ar í síma 1735.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.