Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 24. jan. 1965 Þjóðleikhúsið — Lilla sviðið: .Nöldur' eítir Gustav Wied - ,SkölI- ótta söngkonan' eftir lonesco Skrifstofuhúsreæði til leigu neðarlega við Skólavörðustíg. — Tilboð, merkt: „Skrifstofuhúsnæði — 100“ sendist afgr. Mbl. fyrir 26. jan. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 28. janúar nk. merkt: „Skóverzlun — 6624“. Þýðandi: Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi — Leikstjóri: Benedikt Arnason ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi á fimmtudagskvöld tvo einþátt- unga á litla sviðinu í Lindarbæ. Annar þeirra, „Nöldur", er alda- mótaverk eftir danska höfundinn Gustav Wied; hinn er eitt af sí- gildum verkum fjarstæðu-leik- hússins svonefnda, „Sköllótta söngkonan" eftir rúmensk- franska höfundinn Eugene Ion- esco. Það var vel til fundið að færa þessa tvo einþáttunga upp sam- an, bæði vegna þess að þeir eru efnislega skyldir, og þó eink- um vegna hins að þeir sýna með ^ftirminnilegum hætti, hvílíkum stökkbreytingum leiklistin hefur tekið á liðnum sex áratugum. „Nöldur“ Gustavs Wieds er góð látleg, gamansöm svipmynd úr lífi tveggja pipraðra systra. Verkið er fullkomlega raunsætt og ber að sjálfsögðu mörg ein- kenni þeirra tíma, þegar það var samið, ekki sízt að því er varðar umræðuefni persónanna. Með hlutverk systranna fóru þær Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Nína Sveinsdóttir. Guðbjörg bjó til heilsteypta mynd af hinni harðlyndu, ráðríku og nöldur- sömu eldri systur, Klöru, sem lumar á hjartagæzku innst inni og er veik fyrir þeim ytri hé- góma sem löngum hefur verið tengdur veika kyninu. Nína lék hina góðfúsu, hjartahlýju og und irgefnu yngri systur, Hertu, og dró upp einkar kímilega og hjart- næma mynd af henni, þó deila megi um túlkun hennar. Eg held hún fái staðizt, en hins vegar hefði persónan orðið hugtækari ef lögð hefði verið meiri alvara í túlkunina og hjartahlýja Hertu tengd lífsreynslu hennar og ríku brjóstviti, en ekki einberri ein- feldni eins og hér átti sér stað. Nínu hættir til að ýkja svip- brigði sín, sem getur verið ágætt í försum og revíum, en skaðar hana í hlutverkum eins og þessu. það er leikrænt og ákaflega fynd- ið. Hvaða meiningu eða meining- arleysi sem menn kunna að leggja í það, fer ekki milli mála að það heldur athygli áhorfenda óskiptri og veitir þeim mikla skemmtun. Þetta stafar vitanlega fyrst og fremst af því, að leikritið höfðar til algildrar reynslu, sem áhorf- endum er kunnug, þó það sé fjar- stæðukennt á yfirborðinu. „Sköll ótta söngkonan“ var fyrsta leik- rit Ionescos, samið 1950. Ionesco var um þær mundir að læra ensku eftir tajmálsaðferðinni, og það varð til þess að „hann fór að velta fyrir sér hinu fáránlega og spaugilega í innantómum slag orðum og samtalsaðferðum- dag- legs lífs“, eins og segir í leik- skrá. Þetta er kjarni málsins. Leikritið er stórkostlegt samsafn af þeim merkingarlausu glósum og yfirlýsingum sem einkenna borgaralegt samkvæmislíf. Það úir og grúir af gamalkunnum fjarstæðum, kurteislegri furðu yfir hversdagslegustu hlutum, stuttum og löngum sögum með öllu innihaldslausum og kátlegri viðleitni persónanna við að ná yfirmáta skýrar og skemmtilegar týpur, sem voru í senn sundur- leitar og samstæðar. Kristbjörg Kjeld lék Frú Martin og átti góða spretti, einkanlega í sam- tali þeirra hjónanna, en henni var ekki lagið að leysa skopið úr læðingi *— hún var of hátíð- leg og framsögnin helzti einhæf. Brynja Benediktsdóttir lék vinnukonuna, Mary, og var rösk- leg í framgöngu, en hafði engan veginn 'nægilegt vald á túlkun- inni — Mary varð hvorki fugl né fiskur. Árni Tryggvason lék slökkviliðsvarðstjórann og fór víða bráðskemmtilega með text- ann enda vakti hann oft hlátur, en honum tókst samt ekki að lyfta túlkun sinni upp úr hinu venju- lega íslenzka gamanleikjaraun- sæi — og þess vegna varð hann að nokkru leyti utangátta við verkið. Ég hef þegar sagt, að sviðsetn- ingin hafi verið hugkvæm, en tæknilega voru á henni nokkrir megingallar. Hljóðlíkingar (klukkuslögin) voru mjög léleg- ar og náðu engan veginn tilætl- uðum áhrifum. Á bls. 12 í ís- lenzka textanum er gert ráð fyrir afarhvellu höggi, svo hvellu að áhorfendur ættu að hrökkva við, en þetta atriði fór algerlega í handaskolum eins og klukku- slögin yfirleitt. í leikslok verður leiðinlegur antíklímax vegna þess að ekki er nægilega vandað til umskiptanna, hléið verður of langt og lokaatriðið kemur eins og skollinn úr sauðarleggnum í stað þess að vera partur af heild leiksins. Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi hefur þýtt báða einþáttung- ana á gott og lipurt mál, sem varðveitir skop frumtextans frá- bærlega vel. Sigurður A Magnússon. Atriði úr „Nöldri". Frá vinstri: Nína Sveinsdóttir (Herta), Guðbjörg Þorbjarnardóttir (Klara), Gunnar Eyjólfsson (prófessorinn) og Brynja Benediktsdóttir (Ellen). Persónumótun höfundarins er einföld og skýr; hann hefur glöggt auga fyrir mannlegum hégóma og breyskleika, en fer um hann mildum höndum með hlýlegu brosi. Víða í leikritinu gerir hann sér góðan mat úr smámunum, og satt að segja er verkið allt heldur rislítið, þó ekki leyni sér góð kunnátta höfund- arins og tilfinning fyrir leiksvið- inu. Sviðsetning Benedikts Árna- sonar á þessu gamla verki ber vitni natni og raunsærri ná- kvæmni. Sýningin var í öllu til- liti vönduð, leikmynd og bún- ingar Lárusar Ingólfssonar mjög vel við hæfi. PARÍS, 22. jan. NTB. — Haft er eftir góðum heimildum, að de Gaulle, forseti B iakklands muni fara til Japans í sumar og þá e.t.v. heimsækja fleiri Asíuríki. GENF, 22. jan. NTB. — Fjár- málaörðugleikar Breta verða ræddir á fundi ráðgjafa nefnd ar EFTA — Fríverzlunarsvæð- isins sem hefst í dag í Genf. Brynja Benediktsdóttir lék Ellen, systurdóttur og fósturbarn þeirra Klöru og Hertu. Var leik- ur hennar frísklegur og oft nær- færinn, en hitt kom stundum fullskýrt fram, að gáskinn var leikkonunni ekki fullkomlega eðlilegur og fyrir bragðið óþarf- lega hástemmdur. Raddbeiting leikkonunnar hefði mátt vera agaðri og blæbrigðaríkari, en margt var vel gert í túlkun henn- ar, ekki sízt látbragðsleikurinn. Gunnar Eyjólfsson lék prófess- orinn og dró upp geðfellda mynd af hinum ræktaða heimsmanni og klóka lækni, sem hefur unnið hjörtu systranna. Framganga hans öll var settleg og látbragð yfirvegað, túlkun sem er mjög í anda verksins. Ljósabeiting var í góðu lagi. „Sköllótta söngkonan" hafði lítinn stuðning í leiktjöldum eða ljósum; leikmyndin var eins ein- föld og verða mátti, enda er hér um fullkomlega „óraunsætt" leik húsverk að ræða, þ.e.a.s. verk sem „gerist" á sjálfu leiksvið- inu, þó það skírskoti að sjálf- sögðu til veruleikans. Sem leik- húsverk hefur „Skölíótta söng- kohan“ margt til síns ágætis — sambandi hver við aðra — án árangurs. Það eina sem virðist hafa einhverja eiginlega merk- ingu í lífi þessa fólks er hin dul- arfulla sköllótta söngkona, en þegar varðstjórinn spyr um líð- an hennar, slær þögn á mann- skapinn og það er strax breytt um umræðuefni. Sviðsetning Benedikts Árna- sonar á þessu skemmtilega verki var hugkvæm. Hún var stílfærð en samt í nauðsynlegum tengsl- um við hinn hversdagslega veru- leik sem verkið er sprottið úr. Ionesco fæst ekki við persónu- sköpun, enda eru persónur hans yfirleitt leikbrúður eða týpur. Þær heimta djarfa stílfærslu til að öðlast það líf á sviðinu sem geri þær áhorfendum kunnugleg ar. Þessi stílfærsla tókst svo vel á sýningunni í Lindarbæ, að á- stæða er til að veita því sérstaka athygli. Hún byggist á leik- tækni, en ekki innlifun, og reyn- ir mjög á faiglega kunnáttu lei*k- enda. Að mínu viti unnu þrír leikarar fræg afrek að þessu leyti: Herdís Þorvaldsdóttir, Val- ur Gíslason og Gunnar Eyjólfs- son. Tvö hin fyrrnefndu léku Smith-hjónin, en Gunnar lék Herra Martin. Þau sköpuðu þrjár Smith-hjónin í „Sköllóttu og Valur Gislason. söngkonunni“. Ilerdis Þorvaldsdóttir « VERZLUNARSTARF Afgreiðslustiilka óskast Viljum ráða vana afgreiðslustúlku í búð. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald S.Í.S. Sambandshúsinu. STARFSMAN NAHALD i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.