Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIB Stitumdagur 24. jan. 1965 HJAL.TI Þórarinsson, yfir- beknir, flutti útvarpserindi 8. jan. sl.. sem hann nefndi „Um krabbamein". í tilefni af erind- inu, sem vakti mikla atihygli, srveri blaðið sér tii Hjalta og átti við hann eftirfarandi sam- tal. „Það færist nú æ meir í vöxt i mörgum menningarlöndum, að rætt sé og ritað um krabba- mein fyrir almenning“, sagði Hjalti. .,Til skamms tíma voru flestir læknar nokkuð hikandi í þessum efnum, þar sem þeir óttuðust að hvers konar upp- lýsinj;ar og fræðsla um þennan voðalega sjúkdóm, yrði aðeins tii þess að valda hugarangri og hræðslu alls fjöldans. Eflaust verður vart um sjúkdóminn rætt eða ritað, án þess að það veki nokkurn ugg, og víst er um það, að margt varðandi þennan sjúkdóm verður að ræða af varúð og skilningi. Flestum mun þó ljóst nú orðið. að einmitt með því að fræða almenning um einkenni og gang sjúkdámsins, stuðlum við að því, að sjúklingar leita læk- is fyrr, og við það aukast bata- tiorfur þeiwa stórlega. öll al- menn fræ'ðsla um sjúkdóminn hlýtur því uð verða snar þátt- ur í þeirri viðleitni okkar að ná sem bezfum árangri í bar- áttunni við krabbameinið. Til að koma í v-eg fyrir óþarfa mis- skilning og ótta tek ég skýrt fram, að enda þótt ég ræði hér á eftir um krabbamein í ýms- um líffærum og nefni mörg ein kenni sem fylgja sjúkdómnum, þá eru einkennin yfirleitt aldrei einhlít fyj'ir krabbámein. held- ur geta þau fylgt ýmsum öðr- un sjúkdómum og eru því fyrst og fremst nefnd til að leggja á það áherzlu, a’ð full- kominnar rannsóknar sé þörf hverju sinni.“ • Illkynja og góðkynja æxli. — Hvernig tekur krabba- meinið sér bólfestu í líkaman- um, ef orða má spurningu svo? „Flestir vita hvað átt er við með orðinu æxli, en það er sjúkleg samstöfnun frumna af einni eða fleiri tegundum. Þessar frumur skipta sér, þeim fjölgar ört og þær lúta ekki lengur lögmálum líkamans. Æxlistfrumurnar líkjast frum- um þess lífæris. sem æxlið vex i, en eru þó frábrugðnar nokk- uð, einkum ef um illkynja æxli er að ræða, þá eru þær bæði misstórar og óreglulegar í lög- un. Aðalmunurinn á illkynja æxli og góðkynja er þó sá, að faið fyrrnefnda vex hraðar og virðir engin vefjaskil eða líf- færamörk, heldur stækkar jafnt og þétt, vex út í umhverf- ið og getur vaxið 1 gegnum æð- 4r. taugar, vöðva og jafnvel bein. Líkaminn hefir engin áök á að hefta útbreiðslu þess hl lengdar. Til eru tvær aðaltegundir ill- kynjaðra æxla. Sarkmein, sem vaxa frá bandvef eða stoðvef alls konar, og krabbamein, sem vaxa frá kirtilvef eða yfirborðs þekju. Frá illkynja æxlum, sem flá að vaxa óáreitt, berast sfðan æxlisfrumur með sogæðum í aðliggjandi eitla eða líffæri, og með blóðinu geta þær borizt til fjarlægra líffæra og tekið til að vaxa þar. Þetta nefnist mein- varp eða útsæði æxlisins, Það gefur auga leið, að þegar mein- vörp eru komin í önnur líffæri, er ekki unnt að uppræta sjúk- dóminn, jafnvel þó kleift reyn- ist að nema brott upphaflega æxlið. Krabbamein er miklu al- gengara en sarkmein.“ — Er krabfeamein „gamall“ sjúkdómur? „Þessi sjúkdómur hefir ugg- laust fylgt mannkyninu frá upphafi vega og verið einn að- albölvaldur þess. Það furðar því engan. þó að mikið sé lagt af mörkum til vísindastarfsemi, sem miðar að því að finna or- sakir og eðli sjúkdómsins, ef þar með væri unnt að koma í veg fyrir hann, eða lækna hann að fullu. Ennþá hefir þetta ekki tekizt, en margt hefir þó á unn- izt, jafnvel hvað orsakir sjúk- dómsins snertir, en þó einkum varðandi greiningu og meðferð. Ég er svo bjartsýnn að trúa því* að sigrazt verði á þessum vágesti og það fyrr en sí'ðar. Á meðan við bíðum þess, verð- um við að gera okkur Ijóst, hvað við getum mest og bezt gert fyrir þessa sjúklinga á hverjum tíma.“ • Magakrabbi algengastur. — í hvaða líffæri er krabba- mein algengast? „Ef athuguð er skýrsla Krabbameinsfélags Islands fyr- ir árið 1955 — 1959, kemur í Ijós, a'ð algengasta krabbamein hjá konum er brjóstakrabbi. 168 sjúklingar á þessum fimm árum, eða rúmlega 18% af öll- um illkynja æxlum hjá þeim; næst kemur krabbamein í maga 16.67%, þá krabbamein í leg- hálsi, 7.66%, og fjórða í röð- inni er krabbamein í eggja- stokkum, 6.2%. Hjá karlmönnum er krabba- mein í maga langalgengast, eða 314 sjúklingar á þessu tíma- bili. og 35.55% af öllum illkynja æxlum hjá þeim. Næst kemur krabbamein í blöðruhálskirtli, 8.36%, þriðja er húðkrabbi, 6.67%, og í fjórða sæti er lungna krabbi, 4.86%. Lungnakrabbi hefir þó aukizt mjög síðustu árin og er sennilega ennþá framar í röðinni nú, en var fyrir áratug nær óþekktur sjúkdómur hér á landi.“ Yið sjáum strax að maga- krabbi hefir algjöra sérstöðu, er algengasta meinsemdin hjá karlmönnum, en næst algeng- asta meinsemdin hjá konum og samanlagt langalgengasta ill- kynjaða æxlið hér. Það hefir lengi verið svo, að tíðni maga- krabba hér á landi hefir verið einna hæst í heiminum, en ein- mitt þessi tegund krabbameins er mjög mistíð eftir löndum. Þetta eitt sér er fróðlegt rann- sóknarefni, en þó engan veginn skýrt ennþá. Vissulega kemur til greina, að einhver ákveðin fæðutegund, efni í fæðu eða mis munandi tilreiðsla fæðunnar, eigi drjúgan þátt í þessu. Á annan einfaldari hátt verður vart skýrður sá mikli landfræði- legi munur, sem er á tíðni þessa sjúkdóms. Krabbamein í vél- inda er einnig nokkuð algengt hér, en einnig það er misal- gengt í hinum ýmsu löndum. Engin sjúkdómseinkenni benda örugglega á krabbaemin í maga, en segja má, að lystarleysi, mat leiði, megrun og hvers kyns óhægð eða verkir eftir máltíð- ir hjá miðaldra og eldra fólki, sem áður hefir verið hraust £ maga, gefi ákveðið tilefni til fullkominnar rannsóknar á meltingarvegum. Það getur verið mjög erfitt að greina magakrabba á byrj- unarstigi, en bezta hjálp okkar við greininguna er röntgen- myndataka og sýrupróf, og síð- ustu árin er einnig farið að leita að illkynja frumum í maga innihaldi, eftir að maginn hefir verið skolaður. Meðferðin er skurðaðgerð og er þá tekinn hluti magans eða allur maginn, eftir því hve útbreidd mein- semdin er. Ýmsir aðrir sjúk- dómar í maga valda svipuðum einkennum, og mjög oft reynist nauðsynlegt að gera skurðað- gerð á maga, án þess að um krabbamein sé að ræða.“ • Rannsóknarskilyrði góð hér. — Er vitað um orsakir maga- krabbans? „Nei, en mikið er unnið aS rannsóknunum á þessum sjúk- dómi. Undanfarin ár hefir farið fram hér á landi víðtæk rann- sókn á útbreiðslu magakrabba- meins, ef verða kynni, að það gæti gefið einhverja vísbend- ingu um orsakir þess og eðli. Rannsóknir þessar fara fram í sambandi við og samráði við heimsfræga krabbameinsstofn- un í Ameriku. Hlaut prófessor Dungal til þeirra allmyndarleg- an vísindastyrk og á hann og allir þeir sem að þeim vinna, miklar þakkir skildar fyrir störf sín. Það er staðreynd, að þó að við séum fáir íslending- ar og lítils megnugir fjárhags- lega, þá munu óvíða í heimin- um eins góð skilyrði til þess háttar rannsókna og einmitt hér. Veldur þar um fámenni okkar og hversu auðvelt er að rekja hvert einstakt sjúkdóms- tilfelli. í áðurnefndri skýrslu Krabbameinsfélagsins sést, að rúmlega 2/3 sjúklinganna er utan af landi eða 211 á þessu 5 ára tímabili, en tæpur þriðj- ungur, eða 103, úr Reykjavík. Flestir eru sjúklingarnir í ald- ursflokknum 70—-79 ára, eða 137, en 127 í næsta aldursflokki fyrir neðan, sem táknar tals- vert lægri tíðni á þeim aldri, því að sá aldursflokkur er mun fjölmennari. 70 sjúklingar eru 80 ára eða eldri, en þar er tíðnin hæst. Nokkrtr sjúkl- ingar eru aðeins 30—39 ára og er af því ljóst, að krabbamein er ekki eingöngu sjúkdómur gamals fólks, en vissulega er tíðnin hærri með hækkandi aldri. Tíðni magakrabba hefir ekki aukizt á þessu tímabili. þvert á móti eru heldur færri sjúklingar 1959 en 1955. • Önnur meltingarfæri. — En er krabbamein ekki algengt í öðrum meltingarfaer- um en maga? „Sé haldið áfram með melt- ingarfærin, þó er krabbamein í ristli fimmta algengasta Hjalti Þórarinsson. krabbameinið hjá konum, en hið sjötta hjá karlmönnum. Ef tekin eru með krabbameín í endaþarmi, verða þau saman- lagt enn ofar á listanum. Við ristilkrabba virðist arfgengi greinilega koma til, en geta má þess, að kenningar hafa kom- ið fram um það, að anfgengi gæti alltaf við þennan sjúk- dóm, en það er engan veginn sannað. í ristli og endaþarmi eru góðkynja æxli talsvert al- geng og geta valdið sömu ein- kennum. Óvenju oft breyta þau um vaxtareðli og ver'ða ill- kynja. Má því segja, að séu þau fjarlægð nógu snémma, verði oft komið í veg fyrir krabbamein. Einkenni koma oft fljótt við þessi mein. Hin helztu eru verkir í kviðanholi, blóð og slím í hægðum og truflanir á hægðum. Greining er frem- ur auðveld með röntgenmynda töku og einnig kemur til spegl- un á endaþarmi og ne’ðsta hluta ristils og rannsókn á hægðum. Þrátt fyrir þessi greinilegu ein kenni, leiða skýrslur í ljós, að sjúklingar hafa haft einkenni að meðaltali í hálft ár, þegar þeir koma til skurðlæknis. Þrátt fyrir þessa bið, íá þó um 30% fulla lækningu, en ef tekin eru aðeins þau tilfelli, sem koma svo snemma, að meinvörp eru ekki komin í eitla eða önnur líffæri, þá læknast a.m.k. 85%. Aðaleinkenni krabbameins i vélinda eru kyngingarerfið- leikar, en þeir fylgja einnig ýmsum öðrum sjúkdómum i þessu líffæri. Röntgenmynda- taka og apeglun á vélindanu auðveldar mjög greininguna, og með þessum rannsóknum finn- ast oft lítil æxli. Með skurð- aðgerð er unnt að nema á brott sýktan hluta vélindans, og oft tekst að komast alveg fyrir meinsemdina.“ • Unnt að greina hrjósía- krabba snemma. — Hvað vilduð þér segja um brjóstakrabbann? „Hér á landi er brjóstakrabbi algengasta krabbameinið með- al kvenna, svo sem áður er getið. Einkenni er fyrst og fremst hnútur eða fyrirferðar- aukning í brjósti, og langtím- um saman getur sjúkdómurinn verið án verkja eða annarra óþæginga. Unnt ætti að vera að greina brjóstakrabba snemma, einkum ef konur temdu sér að þreifa brjóst sín með vissu millibili, og vil ég í þessu sambandi minna á bækling með leið- beiningum um þessa rannsókn, sem krabbameinsfélögin sendu frá sér fyrir nokkrum árum, Að vísu eru góðkynja æxli al- geng í brjóstum kvenna, en ég tel skynsamlegast að nema brott flest eða öll brjóstaæxli. Það er ekki aðeins, að það létti áhyggjum af konum, held ur er oft erfitt eða ógerlegt að greina á milli þessara tegunda með vissu, nema æxli’ð sé tek- ið og rannsakað. Ennfremur kemur það fyrir, að góðkynja æxli breyti um vaxtareðli og verði jllkynja. Rannsóknir sem farið hafa fram hér á landi, leiða í ljós, að sjúkdómuvinn er algengari hjá konum, sem eiga fá eða engin börn, og flestir eru sjúklingar á aldrin- um 40—49 ára, me'ðalaldur 54.4 ár. Um 50% allra sjúklinga eru á lífi 5 árum frá aðgerð, um 33% á lífi 10 árum frá aðgerð. Þessi árangur er sambærilegur við það sem gerist hjá grann- þjóðum okkar, en vissuiega ætti að vera unnt að bæta harn verulega, ef sjúklingar kæmu fyrr til aðgerðar." • Blöffruhálskirtill og húðkrabbi. — Þér sögðuð áðan að krabbamein í blöðruhálsKÍrtli væri algengt hjá karlmönn- um. „Já, krabbamein í blöðruháls kirtli er næstalgengasta illkinj- aða æxið hjá karlmönnum. Flestir eru sjúklingarnir mið- aldra éða eldri. Það ve’dur greinilegum einkennum frá þvagfærum, svo sem tregðu við þvaglát, auk sviða og verkjar. Meðferð er skurðaðgerð, en einnig eru gefin hormónalyf, sem geta tafið vöxt þessata æxla nokkuð. Þriðja algengast krabbamein fð hjá karlmönnum, en sjötta í röðinni hjá konum, er húð- krabbi. Þessi æxli geta komið hvar sem er á yfirborð líkam- ans, en algengustu tsguridir þeirra vaxa þó helzt í andliti; á enni, nefi og kinnum. Stað- setningin gerir það að verkum, að sjúklingar verða þetrra fljótt varir. Flest vaxa þau hægt, en fyrr eða siðar myndast í þeim sár. Útsæði frá þeim kemur seint e'ða ekki. Sjúk- dómsgreiningin er auðveld, eí haft er fyrir reglu, að fjartægja grunsamlega hnúta úr húðinni og rannsaka þá. Mikill meiri hluti þessara sjúklinga lækn- Framh. á bls. 25. ,: „Aldrei verður nógsamlega brýnt fyrir sjúklingum að draga ekki úr hömlu að leita læknis, ef þeir verða varir einkenna, sem gætu bent til þessa sjúkdóms," segir Hjalti Þórarinsson, læknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.