Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1965, Blaðsíða 16
16 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. TILRÆÐIFRAMSÓKN- AR VIÐ S VEITIRNAR Cíðastliðinn fimm ár hafa ^ verið mesta framfaraskeið íslenzks landbúnaðar. Rækt- un hefur fleygt fram, fram- leiðslan aukizt, húgakostur batnað og tæknin verið tekin í þágu ræktunar og bústarfa í stöðugt vaxandi mæli. Þrátt fyrir þessar staðreynd ír, sem blasa við augum allra íslendinga í svo að segja hverri sveit á landinu, hefur Tíminn, málgagn Framsóknar flokksins og leiðtogar hans þrástaglast á því, - hversu hörmulegt hlutskipti sveita- fólksins væri og kjör þess ömurleg, og lífið í sveitunum dapurlegt. Allir þeir sem trúa á fram- tíð landbúnaðar hér á landi og vilja sveitunum og íbúum þeirra í raun og veru vel, gera sér ljóst, hversu háskalegur þessi áróður hefur verið. Bjartmar Guðmundsson, al- þingismaður, minnist á hann í mjög athyglisverðu samtali, sem birtist við hann hér í blað inu s.l. föstudag, um ýmis hagsmunamál Þingeyinga. Bjartmar komst m.a. að orði á þessa leið í fyrrgreindu samtali: „Tíminn talar nú minna um að ólifandi sé í sveit. Hvert einasta blað hans var fullt af þessu um fjögurra ára skeið a.m.k. Þess háttar síast inn í menn með endurtekningum og tímalengd. Nú talar það ágæta blað miklu meira um að verið sé að drepa embættis menn og daglaunamenn með sultarlaunum, og þykir sum- um bændum undarlegt. Ég hugsa helzt að vitrustu menn í liði Framsóknar hafi sagt þeim Þórarni og Eysteini að þeir væru á góðri leið með að leggja alla Tímamanna- byggð í eyði með sultarsöngn- um 1960, 1961, 1962 og 1963. A.m.k. vissi ég um tvo gáf- aða Þingeyinga, sem fylgt hafa vissum flokki síðan þeir fæddust, er ætluðu að segja þeim að mælirinn væri að verða fullur“. Þessi lýsing hins merka þingeyska alþingismanns á áróðursbrögðum Tímamanna bregður upp skýrri mynd af baráttuaðferðum Framsóknar manna. Á mesta framfaratíma bili íslenzks landbúnaðar reyna þeir á alla lund að sverta sveitalífið og telja því fólki, sem ennþá býr í sveit- um landsins, trú um að þar sé í raun og sannleika ólif- andi. Bændur séu í öllu hafð- ir útundan, þeir séu olnboga- börn, sem stöðugt sé verið að níðast á. Engum hugsandi manni, sem gerir sér ljóst hið mikil- væga hlutverk landbúnaðar- ins í þessu landi getur dulizt að með þessum áróðri voru Framsóknarmenn að reyna að draga kjarkinn úr bændum og fólkinu í sveitunum al- mennt. En hvert var svar sveita- fólksins? Það svaraði hallærisáróðri Framsóknarmanna með því að stórauka ræktun og fram- leiðslu, með því að byggj ný og betri hús yfir menn og skepnur með því að gera fram leiðsluna fjölbreyttari, með því að taka tæknina í þjón- ustu landbúnaðarins. VONSVIKNIR MENN að er rétt sem Bjartmar Guðmundsson segir, að nokkuð hefur dregið úr hrun- söng Tímans og Framsóknar- leiðtoganna um sveitirnar. En þá finnur Tíminn annað nærtækt verkefni. Nú heldur hann uppi stöðugum áróðri um að lífskjör embættis- manna og launþega við sjávar síðuna séu stöðugt að rýrna, vegna vonzku Viðreisnar- stjórnarinnar og þjóðhættu- legrar stefnu hennar. Nú beinir Tíminn með öðr- um orðum hrunsöng sínum að sjávarsíðunni. En hvað hefur verið að ger- ast þar? Þar hafa bajrgræðisvegirn- ir eignast ný, fullkomnari og afkastameiri framleiðslutæki en nokkru sinni fyrr. Þar hef- ur ríkt meiri velmegun hjá öllum almenningi en áður hefur þekkst í þessu landi, En hafa þá ekki embættis- mennirnir verið lagðir í ein- elti með alls konar fanta- brögðum ak hálfu Viðreisnar stjórnarinnar? Þeirri spurningu er bezt svarað með því að minna á, að undir forustu Viðreisnar- stjórnarinnar hafa ný launa- lög verið sett, þar sem laun allra opinberra starfsmanna voru stórhækkuð og kjör þeirra bætt á marga lund, Þetta eru staðreyndirnar um það sem hefur verið að gerast á íslandi til sjávar og sveita s.l. 5 ár. Hrunsöngur vonsvikinna Framsóknarleiðtoga getur sem betur fer ekki breytt þessum staðreyndum. Fram- sóknarflokkurinn skákaði sjálfum sér út úr stjórnar- þátttöku með einstæðu á- hvrgðarleysi, og hefur verið MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. jan. 1965 allmerkilegur kvennmaður. Hún >að er hart í ári hjá kvik- myndastjörnunum eða svo virðist af myndinni að dæma. I>ar sést hinn frægi leikari Richard Burt- on ganga niður tröppurnar á ráðningarskrifstofu einni og vart að efa að hann hefur verið að spyrjast fyrir um atvinnu. En þetta er ekki svona í raunveru- leikanum, því mynd þess er úr kvikmyndinni „Njósnarinn er kom inn úr kuldanum“. Kvik- myndin er gerð eftir metsölubók er bar sama nafn og er eftir John LeCarré. Burton leikur njósnarann Alec Leamass, er „sigldi beggja skauta byr“, það er að segja, hann njósnaði bæði fyrir vesturveldin og aust- urveldin en var heldur óheppinn njósnari. Hlutverkið býður upp á mikið og ætti Burton, sem tal- inn er með mestu skapgerðar- leikurum hvíta tjaldsins, að ná góðum tökum á því. Burton mun fá um 30 milljónir ísl. krón- ur fyrir leik sinn í þessari mynd. Þessi fríðleikspiltur heitir Michael Chaplin og hann er sonur hins heimsfræga grínleik- ara Charlie Chaplins. Pilturinn er hálfgerður vandræðagemling- ur og lifir fyrir það að gera sem mest í trássi við föður sinn. Michael er 19 ára gamall og hef- ur nú ákveðið að giftast enskri leikkonu Patricia Johns að nafni en hún er 25 ára gömul. Það fylgir sögunni að Charlie gamli sé ekki sérlega hrifinn af ráða- hagnum. En ekkert fær haggað ákvörðun Michaels og nú verður Charlie Chaplin að bíta í það súra epli, að sonur hans ætli að feta dyggilega í fótspor hans. Eiginkonan tilvonandi er annars hefur nýlega lokið við að leika í kvikmynd á Spáni og hefur nú snúið sér að ritstörfum og skrif- ar skáldsögu af kappi en sú bók mun vera annað framlag hennar til bókmenntaheimsins. Eftip myndinni að dæma virðast þesíá hjónaleysi eiga vel saman og er ekki annað að sjá, en „bohem- inn“ muni ríkja á þeirra heimili í fréttunum í stjórnarandstöðu s.l. 6 ár. Þess vegna sýnist leiðtogum hans það vera svart, sem er grænt og gróandi, og það vera hrun og bágindi, sem er stór- felld framför og lífskjarabót allri hinni íslenzku þjóð. 16. LANDSFUND- UR SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKSINS j%l'iðstjórn Sjálfstæðisflokks J-'*'ins hefur nýlega tekið þá ákvörðun að 16. landsfundur flokksins skuli koma saman hér í Reykjavík fimmtudag- inn 22. apríl n.k. Síðasti land- fundur Sjálfstæðismanna var eins og kunnugt er haldinn vorið 1963. Markaði hann af- stöðu flokksins til þeirra mála sem efst voru á baugi í kosn- ingunum, sem fram fóru þá um sumarið. Úrslit þeirra urðu eins og kunnugt er þau, að Viðreisnarstjórnin vann mikinn kosningasigur og Sjálfstæðisflokkurinn jók verulega fylgi sitt. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins markar í senn af- stöðu hans til dægurmála og landsmálastefnuna í stór- um dráttum. Mikill fjöldi fólks úr öllum héruðum landsins tekur þátt í þessum fundum, og á sinn þátt í að móta störf þeirra og stefnu. Það er íslenzku þjóðinni mik- il gæfa að innan vébanda Sjálfstæðisflokksins starfa allar stéttir og starfshópar þjóðfélagsins undir kjörorð- inu: „Stétt með stétt“. Á grundvelli þess hefur Sjálf- stæðisflokkurinn frá upphafi verið langsamlegasa sterkasta aflið í íslenzkum stjórnmáL um. Hann hefur verið og er enn hið sameinandi afl þess- arar deilugjörnu þjóðar. Mörg vandamál og viðfangsefni bíða 16. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins. Hann mun taka afstöðu til þeirra og leggja höfuðkapp á það eina og jafnan áður að sameina þjóðina sem mest um hin mikilvægustu verkefni. Sjálfstæðisflokkurinn er í dag sterkur og heilsteyptur stjórnmálaflokkur, frjálslynd ur og víðsýnn, ábyrgur og samhentur. Höfuðtakmark hans er enn sem fyrr að leiða íslenzku þjóðina til betra ög fegurra lífs, skapa rúmgott iOg réttlátt þjóðfélag á ís- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.