Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 16
16 MORGUNRLAÐIÐ Miðvikudagur 7. febr. 1962 Barbara James: Fögur 20 og feig trúa stúlku o‘g kvænzt henni. Það gat meira að segja vel verið, að hann hefði vitað um sjúkdóm Crystals. Og þá var þetta grimmilegt og ófyrirgefanlegt. Ég varð svo reið, að ég gleymdi auk heldur kvíðanum fyrir við- talinu við lögreglumanninn. Jæja, ég óska ykkur báðum til hamingju, sagði Rory innilega. Ég verð að segja, að mér finnst þetta meiri fréttirnar. Lögreglumaðurinn setti frá sér bollann. Vel á minnzt, sagði hann, eins og af tilviljun. Var nokkurt af ykkur leikhúsfólkinu í sýningu sem hét „Gullársöng- urinn“, fyrir hér um bil fjórum érum? Var þetta gildra? Eða var hann bara að segja eitthvað? Ég var þar ekki, sagði Rory. En ég man eftir þessari sýningu og hún komst aldrei í West End. Benita Dyson var í henni og George Banks sömuleiðis. Ég man eftir, að ég sá þetta ein- hverntíma á Golders Green og fór bak við tjöldin á eftir til að heilsa upp á þau bæði. Ég réð fólk fyrir þá í tvö aðal- hlutverkin og eins í aðal-dans- hlutverkið, sagði Leó. Þá hafið þér auðvitað séð það? Það er skrítið, að ég skuli ekki muna neitt eftir þessu, sagði Tony. Ég hef áreiðanlega aldrei séð það. Ég var ú ekki viss um, að ég tryði honum, að minnsta kosti fannst mér hann eitthvað skrít- inn í framan. Lögreglumaðurinn stóð upp. Þakka yður kærlega fyrir kaffið, frú Day. Nú þætti mér vænt um ef við gætum talað ofur lítið saman. Það eru nokkur atriði, þar sem ég held, að þér gætuð orðið mér hjálplegur. Vild uð þér tala við mig í einrúmi fyrst? Ég .. Kemur ekki til mála, sagði Rory. Við höfum engin leyndar- mál hvort fyrir öðru. Hann brosti hressilega og lagði arminn um axlirnar á mér. Ég leit biðjandi á Leó, og hann sendi mér aftur hughreystandi augnatillit. Kannske hr. Gunter vildi koma líka, sagði ég án þess að hugsa mig um. Hann er vinur og um- boðsmaður mannsins míns og ráðunautur hans um alla hluti. Auk þess þekkti hann Crystal vel. Ég fann einhvemveginn á mér, að Rory var ekkert hlynnt- ur þessari uppástugu minni, en mér var alveg sama. Ég þurfti á Leó að halda. Já, það væri ágætt, sagði lög- reglumaðurinn Ég hefði einmitt þurft að spyrja hr. Gunter að nokkru. Og svo vildi ég gjarnan tala við Wingrove-hjónin á eftir. Það er meiri heppnin, að svona margir, sem við mélið eru riðnir, skuli vera staddir á einum og sama stað. O, verið þér nú ekk að látast vera svona einfaldur, sagði Leó. Þér vissuð ósköp vel. að við yrð- um öll hér stödd og komuð þess vegna. Ég vona, að þér fáið tvö- falt kaup fyrir sunnudagsvinnu. Þér eruð mjög nærgætinn, hr. Gunter, sagði Wood lögreglufull- trúi en það var ekki hægt að sjá nein svipbrigði á andlitinu. — Ef þú ætlar að setja kerti á afmælistertuna þína, þá get- um við slökkt á miðstöðinni. X. Við fórum inn í einkaherberg- ið hans Rory. Það var nú ekki beinlínis ruslaralegt, en mikið notað, og með skrítnum húsgögn- um og svo sviðsmyndun úr leik- ritum sem við höfðum verið í. Þarna var fornlegur en þægileg- ur legubekkur með rauðu áklæði á. Ég settist í annað hornið á honum og Rory við hlið mér. Wood settist í leðurfóðraða skrúfustólinn við skrifborðið en Leó flatti sig út í stórum hæg- indastól. Ég er hræddur um, að hvorugt ykkar hjónanna hafi verið al- mennilega hreinskilið við mig um daginn. Líklega hafið þið ekki haldið, að þær upplýsingar, sem þið þögðuð um, stæðu á neinu. En ef ykkur er ógeðfellt að svara spurningunum saman, get ég talað við ykkur hvort í sínu lagi, en allar upplýsingar, smáar og stórar, í sambandi við fráfall ungfrú Hugo, geta verið mikilvægar. Á það get ég aldrei lagt ofmikla áherzlu. Hann talaði mjög sannfærandi. En hvernig erum við við þetta riðin? Hvað kemur þetta sjálfs- morð hennar okkur við9 spurði ég máttleysislega. Ég hugsa, að þér vitið vel, hvað það kemur yður við, frú Day. Það eru mörg atriði í þessu máli, sem benda til þess, að þetta hafi alls ekki verið sjálfs- morð, og ég er viss um, að hvor- ugt ykkar vill fara að vernda morðingja. Hr. Gunter.. nú sneri hann sér snöggt að Leó.. þér fóruð í íbúð hr. Days í Axminst- erhúsinu á þriðjudagskvöld? Já. Þriðjudagskvöld.. Leó í íbúð- ina. .þá hefur.. Til hvers fóruð þér þangað? Ég átti þangað erindi fyrir' hann Rory. Hvaða erindi var það Ég sé enga ástæðu til að skýra frá því, þar sem yður varðar ekkert um það. En þér, hr. Day..sjáið þér á- stæðu til að skýra frá því Það var háðshreimur í röddinni. Já, sagði Rory. Leó er að reyna að hlífa mér, en það er bezt, að þér heyrið sannleikann. Þegar Crystal mætti ekki í leikhúsinu um kvöldið, varð ég alvarlega áhyggjufullur. Það vildi svo til, að Leó var staddur í búnings- herberginu mínu í hléinu. Ég sagði honum, að ég hefði skilið við Crystal 1 íbúðinni um há- degisverðar.tíma. Mér datt í hug, að kannske hefði henni orðið illt, kajinske líka liðið í öngvit og væxi þar enn. Ég hafði verið að því kominn að hringja í hús- vörðinn í húsinu og biðja hann að gá að því. En ég fékk þig ofan af þvi, sagði Leó, Ég sagði, að það gæti bara vakið eftirtekt og umtal meðal starfsfólksins. Og svo stakk ég upp á að hlaupa þangað heldur sjálfur. Ég var þakklátur fyrir þetta og fékk Leó lykilinn. Og þér fóruð svo þangað, hr. Gunter. Um hvaða leyti? Ég býst við, að klukkan hafi verið um átta. Og þér hafið hitt húsvörðinn, býst ég við? Já, í forstofunni, í báðum leið- um. Hann þekkti mig og ég sagði honum, að ég ætlaði upp í íbúð hr. Day. Þér funduð ekki tmgfrú Hugo þar, eða hvað? Vitanlega ekki. Það hljótið þér að vita. Svo að þér hafið farið beint til leikhússins aftur, eða hvað? Nei. Ég ók beint heim til ung- frú Hugo. Þar var dimmt í allri íbúðinni. Ég hringdi og barði en fékk ekkert svar. Þá fór ég aftur í leikhúsið. Ég vildi kalla á lögregluna, sagði Rory, en Leó fékk mig of- an af því. Ég vildi bara, að ég hefði gert það. Ég benti honum bara á, að Crystal yrði honum ekkert þakk- lát — og líklega þekkti hann hana ekki út í æsar. Og mér finnst það hafa komið fram, að þar hafði ég á réttu að standa. Hversvegna reynduð þér að segja mér þegar við hittumst um daginn, að þér hafið ekkert verið sérlega órólegur í sambandi við þessa fjarveru ungfrú Hugo frá leikhúsinu, hr Day? Það ætti að liggja í augum uppi. Þér vissuð vel, að blöðin voru að reyna að gera veður út af fullkomlega saklausum kunn- ingsskap mínum við hana. Og þegar hún var ekki lengur í lif- enda tölu, var það heppilegast vegna starfs míns og framtíðar að láta sem minnst á því sam- bandi bera. Ég ráðlagði honum það ein- dregið, sagði Leó. Þér hljótið að skilja, að þetta er ekkert skemmtilegt fyrir -konuna mína. Rory lagði hönd- ina á hné mér- Ég þykist viss um, að frú Day taki þessu með fullkomnum skilningi Ég fann til óbeitar við þetta tal hans En nú var ég orðin ruglaðri en nokkurntíma fyrr. Leó hafði raunverulega komið í íbúðina um kvöldið og lík Cryst- als var þar þá ekki lengur. Hann gat ekki verið að Ijúga ef hann hafði talað við húsvörðinn bæði á inn- og útleið. Þegar þér yfirgáfuð ibúð yðar seinnipart þriðjudags, fóruð þér í plötuupptöku, var ekki svo hr. Day? Já, hjá Sandridge, rétt við Tottenham Court Road. Hve lengi voruð þér þar? Til klukkan næstum sex. Ég þurfti að flýta mér til að ná í fyrri sýninguna í leikhúsinu. Og höfðuð engan tíma til að fara heim? Rory setti upp undrunarsvip. Nei? Hversvegna spyrjið þér? Nú sneri Wood sér að mér. Þér voruð í London síðdegis á þriðju- dag, var ekki svo? Jú. Vilduð þér segja mér, hvað þér höfðust að í London? Ef þér viljið vita það, þá kom ég til að fara í hádegisverð með Leó. Má ég spyrja, hvort þér áttuð nokkurt sérstakt erindi við hann? Það megið þér, en mér finnst það bara dálítið ósvífið, svaraði Leó snöggt. Af því að Leó er vinur okkar; það ætti að vera nóg ástæða, svaraði ég. Nú.. meiri vinátta. Hann talaði hægt, en tónninn var móðgadi. Ef þér þurfið að tala svona, getið þér varla búizt við mikilli samvinnu af okkar hálfu, sagði Leó hvasst. Afsakið þér. Það hefur líklega verið af öfund. Þið leikfólk lifið svo forvitnilegu lífi. Hvítar augnabrúnirnar titruðu. Frú Day, ég býst við, að þér hafið séð í blaði mynd af manninum >f X- GEISLI GEIMFARI X- X- X •— Takið þið nú öll vel eftir! Þetta «r heilinn úr Mystikus metallíkus! L Klimmer lögregluforingi! Stöðvaðu Gar lækni. anna! —■ Hann er á leið til dyr- yðar og ungfrú Hugo, þennan morgun. Ég læt mér detta í hug, að þér hafið verið órólegur af því til-efni og hafið hitt hr. Gunt- er til þess að ræða við hann þetta.... vináttusamband. Það er misskilningur hjá yður, svaraði Leó, áður en ég gæ-ti nokkuð sagt. Þetta efni kom alls ekki til umræðu við hádegis- verðinn. Við gerðum ekki annað en skemmta hvort öðru. Og þetta var bókstaflega satt. Við höfðum lokið máltíðinni áður en Leó leyfði mér að minnast á Crystal. Ég skil. En ef-tir máltíðina, frú Day? Þá fór ég dálítið í búðir og svo heim. Þér fóruð ekki í íbúðina? Nei. Ég horfði niður á hend- urnar á mér og var að fitla við hring en forðaðist að líta framan í hann. Þér skiljið, frú Day, að þetta er einmitt það, sem ég var að ráða yður frá. Hvað? Ég leit á hann. Að Ijúga að mér, sagði hann dapurlega. Ég skil ekki, hvað þér eigið við. Ég reyndi að láta eins og ekkert væri um að vera. SHÍItvarpiö Miðvikudagur 7. febrúar. Morgunútvarp (Bæn. — 8.03 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). (10.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). ,,Viö vinnuna“: Tónleikar. Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.00 Veður- fregnir. •— Tónleikar. w 17.00 Fréttir. — Tónleikar). Framburðarkennsla í dönsku og ensku. Utvarpssaga barnanna* „Nýja heimilið" eftir Petru Flagestad Larssen; VII. (Benedikt Arnkels- son). Veðurfregnir. — .30 Þingfréttir, — Tónleikar. Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. Varnaðarorð: Oskar Hallgríms- son rafvirkjameistari talar um notkun rafmagnstækj a í frysti- húsum. Tónleikar: Neó-tríóið og Margit Calva leika og syngja. Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; IX. (Helgi Hjörvar rithöf- undur). b) Islenzk tónlist: Lög eftir Sig- urð Þórðarson. c) Úr Vestfjarðarför Stefáns Jónssonar og Jóns Sigbjörns- sonar s.l. sumar: Komið við 1 Haga á Barðaströnd og spjallað við galdramann. d) Rósberg G. Snædal rithöfund- ur talar um vísur og vísnagerð. Islenzkt mál (Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag). Frétir og veðurfregnir. Veraldarsaga Sveins frá Mæli- fellsá; III. lestur (Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri). Næturhljómleikar: „Astríðukon- sertarnir" eftir Vivaldi (John Corigliani fiðluleikari og Fílhar- moníusveitin í NY. leika; Guido Cantelli stj órnar), Dagskrárlok. 12.00 13.00 15.00 17.40 18.00 18.20 19.00 20.00 20.05 20.20 21.45 22.00 22.10 22.30 23.20 Fimmtudagur 8. febrúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.03 Morgunleikfiml. —- 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,A frívaktinni“; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar. — 16.00 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð- rún SteingrímsdóttirK 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir, — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Um erfðafræði; VII þáttur: Stökfe breytingar (Dr. Sturla Friðriks- son). 20.15 Einsöngur: Heinz Hoppe syngur óperuaríur. 20.30 Erindi: Um Svartadauða; síðart hluti: Drepsóttin á íslandi (PáU Sigurðsson læknir). 21.00 Utvarp frá Háskólabíói: Fyrrl hluti tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Stjómandi: Jind- rich Rohan. Einleikari á píanó; i György Vasarhelyi. a) Forléikur að „Brúðkaupi Fig- arós“ eftir Mozart. b) Píanókonsert nr. 4 I G-dúr op. 58 eftir Beethoven. 21.45 Af blöðum náttúrufræðinnaa? (Örnólfur Thorlacius fil. kand.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Orímuð ljóð eftir Comte de Laut- rémont og Arthur Rimbaud. — þýtt hefur Jón Oskar (Svala Hannesdóttir les). 22.30 Djassþáttur (Jón MúU AmasoD^ 23.00 Dagiskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.