Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. febr. 1962 Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 10. hann var um skeið beztá rétt- ar-hraðritari Lundúnaborgar. Um þetta ieyti varð hann ást- fangirm að auðugri heldri- mannsdóttur. Til þess að verða auðugur sjálfur og þar með hennar verður, ákvað hann að verða leikari. Hann las sér til um leiklist og lærði hlutverk á hverju kvöldi í þrjú ár samfleytt. Það var fyrir hálfgerða til- viljun, að hann byrjaði að skrifa smágreinar, „causeri" sem birtust í dagblðum. Þær voru síðar gefnar út undir nafninu ,Sketches by Boz‘, en hann skrífaði undir nafninu Boz. Þar með var hann kom- inn á rétt spor og þegar fyrstu Pickwick-heftin komu út, seldust þau í 40 þúsund ein tökum. Hann var tæpast orð- inn 24 ára þegar hann var orð inn einn vinsælasti rithöf- undur Bretlands. Nokkru síðar kvæntist Dick ens Katherina Hogarth, sem Unglingur óskast til að bera Morgunblaðið út á LAUFÁSVEG TIL LEICU 4ra herb. íbúð við Reynimel er tíl leigu nú þegar. Gunnar Þorsteinsson, hrl., sími 11535. Móðir okkar tengdamóðir og amma MARGRÉT JÓNSDOTTIR andaðist að morgni þess 6 febr. að heimili sonar síns Ásbrún í Grindavík. Lárus Jónsson Jón A. Jónsson, Valgerður Lilliendahl Dagmar Árnason og börnin. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir EBENESKR BERGS V ElNSSON Seljavegi 11 er andaðist 1. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 9. þ.m. og hefst athöfnin kl. 10,30. f.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Blindrafélagið. Athöfninni verður utvarpað. Guðrún Hansdóttir, Friðbjörg Ebeneserdóttir, Rósmundur Sigfússon. Konan mín SIGURLÍNA VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR sem andaðist 1. febrúar, verður jarðsett frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 9. þ.m. kl. 14.30. Húskveðja verður á heimili hinnai látnu Brekkugötu 27. kl. 13.30. Guðmundur Pétursson Móðir okkar, amma og tengdamóðir JÓNÍNA GlJDRÚN JÓNSDÓTTIR frá Álftá verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. febrúar kl. 10,30 f.h. — Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Álftár- tungnakirkju. (Biskupsskrifstofan). Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Aifreð Eyþórsson Alúðar þakkir flytjum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför ástkærrar eigin- konu minnar, móður og tengdamóður okkar, STEINUNNAR MÖRTU JONSDÓTTUR Imastóðum, Vaðlavík Guðni Jónsson, börn og tengdabörn Jarðarför BJARNFRÍÐAR JÓNÍNU BJARNADÓTTUR fer fram frá Domkirkjunni fimmtudaginn 8. febrúar kl. 1,30. Katherina Hogarth, eiginkona Dickens. var elzt þriggja systra. Hann mun bc hafa borið miklu heit ari hug tii systur hennar, Mary Hogarth, sem dó aðeins 17 ára gömul. Yngsta systirin Georgma varð mjög kær vin- kona Dickens síðar á lífsleið- — Vitaverðirnir Frh. af bls. 13. ágætlega hérna, segir hann. Maður hefur ekki yfir neinu að kvarta. Það er búið svo vel að okkur. Vitinn er nýr, var byggður 1959. Hann er hér alveg við bæinn. Það er fallegur viti. Áin hefur verið virkjuð, svo allt gengur fyrir rafmagni. Við höfum sem- sagt allt af öllu, vantar ekk- ert nema sjónvarpið- Þegar maður hefur nóg að lesa .... — Já, þú lest upphátt í tal- stöðina fyrir nágrannana og sjómennína, höfum við heyít — Það er búið að vera. En það er rétt að ég gerði það á tímabili, meðan talstöðin var í Skálavík. Eg las þá sögur á ákveðinni bylgjulengd á kvöldin og það var mikið hlustað á þetta í þorpunum í kring og eins á skipunum hér fyrir utan. Hvað ég las? Eg las bæði þýdd skáldrit, eins og t. d. Tess eftir Tomas Har- ding, og íslenzkar skáldsögur, eins og Mann og konu. — Hvað eruð þið mörg þarna? — Það erum við hjónin og 3 drengir. Þeir lesa mikið heima, mamma þeirra kenn- ir þeim, og svo þurfa þeir að fara að heiman til að taka prófin. Einn fer að fara í Reykjanesskólan núna. — Hvernig er komizt til næstu bæja? Landleiðin er ekki fær fyr- ir snjó. Við verðum að fara á sjó, fyrir Gölt, til Suðureyr- ar. Það er bara alltaf svo fjári mikið brim undir bjarginu að þetta er erfitt ..... Setn- ingin drukknar í ægilegu hvæsi. — Ertu að skrifa nýja bók? Hvernig sem þessi spurning er kölluð inn í tólið, fæst ekk- ert annað svar en hvæs og hviss. Höfuðskepnurnar höfðu auðheyrilega ákveðið að við- talið væri orðið nógu langt og við það sat. Eldsneytisflutningar erfiðir. AUir íslendingar þekkja Skoruvík. Hún er nefnd oft á dag í útvarpinu í veður- fréttunum. Þar býr Björn Kristjánsson, sem auk þess að senda veðurlýsingar, gætir Langanesvita. Hann kveðst hafa verið í Skoruvík í rúma hálfa öld eða alla sína æfi. Faðir hans, Kristján Þorláks- son, var vitavörður frá því fyrsta ljóskerið var sett upp á Langanesi 1910. Björn þjón- aði svo með honum þangað til hann tók alveg við vita- vörzlunni 1942. — Það eru 15 km. frá bæn- um út að vitanum, segir hann. En ef ég fer hér svolítið vest- ur fyrir, þá get ég séð hvað vitanum líður, svo ég fer ekki út eftir nema einu sinni í viku. Annars er orðið svo erfitt að hugsa um vitann, að það er varla gerlegt lengur. Flutningarnir þangað eru svo erfiðir. Nei, það er enginn veg ur þangað. Þegar vitinn var inni og annaðist hann á efri árum. Hjónaband Dickens varð ekki hamingjusamt en þau eignuðust fimm börn. Um tima bjó Dickens með ungri leikkonu. en það fór heldur ekki oí vel. Bæði var hún helmingi yngri en hann og þjáðist pess utan af samvizku biti yfir því að lifa í synd. Árið 1.842 ákvað Dickens að ferðast til Ameríku. Honum var geysivel fagnað þar í fyrstu og stóðu honum allar dyr opnar, enda átti hann vart Orð tii að lysa hrifningu sinni. En er á leið dvínaði hrifning- in á báða bcga og var heldur fátt um kveðjur er hann fór þaðan. Síðar á ævinni kom Dickeus þangað aftur sem upp lesari og vann að nýju hylli bandarísku þjóðarinnar. — Hann iézt á upplestrarferð uni Bandaríkin árið 1870. byggður var lögð fær slóð, en hún er ekki til núna. — Langanesviti er gasviti. Það þarf að vísu ekki að flytja þangað dunka nema einu sinni á ári, en hver dunk ur vegur 208 kg. og það þarf að fara með 8—9 dunka fram og aftur Þetta er að verða óframkvæmanlegt. Þessa þungu dunka verður að hafa hátt uppi á hestunum og svo slæst þetta til, svo það er ekki hægt að flytja nema á allra rólegustu hestum, eiginlega alveg sérstökum hestum. Slík ir hestar eru varla til hér lengur. — Jú, þetta er líklega ein- hver nauðsynlegasti vitinn á landinu. Nesið hérna er svo langt og t.d. er mestur hlut- inn af ströndinni frá mér og út á vita há björg, og ekki hægt að bjarga neinum á land þar nema með bjargsigi. — Hafa farizt þarna skip í þínu minni? — Eg man eftir smábáti sem fórst hér sunnan á nes- inu og fyrir 6 árum strandaði brezkur togari 8—10 km. hér fyrir vestan. Það var stilltur sjór og varðskip í nánd er kom til bjargar. Auk þess hef ur komið fyrir að menn hafi bjargast hér á land af smá- bátum. — Hefurðu bú í Skoruvík? — Bara nokkrar kindur og kýr, enda engum vélum hægt að koma hér við vegna veg- leysis. Það fer að verða úti- lokað að búa hér. Maður er orðinn út úr öllu. Hvað við erum mörg? Aðeins við hjón- in með 9 ára dóttur okkar. — Hvernig hefur veturinn verið hjá ykkur? — Það er fjarska lítill snjór. Það hefur verið svo urohleyp- ingasamt og snjóinn skafið svo hann hefur litið náð að safn- ast fyrir í óveðrinu mikla í vetur var hér óskaplegur sjó- gangur. Sjórinn gekk langt upp á land. Nei, það varð ekk- ert að hér. Eg hafði allt mitt þannig að ég varð ekki fyrir neinu tjóni. Annars hefur verið áhlaupaveður núna um helgina og blindbylur langt út á Langanes. — E. Pá. Samningur um sambandsslit við Kúbu? BUENOS Aires, 3. febrúar — NTB — AFP. Dagblaðið „A1 j Prensa" í Buenos Aires segir í dag, að Frondizi. forseti landsins, hafi skrifað undir leynilegan samning við herforingja landsins um að slíta stjórnmálasambandi við Kúbu á miðvikudag eða firr.mtudag nk. „A1 Prensa“ segist hafa frétt sína eftir fréttastofunni Tele- press. Segir blaðið. að samningur þessi hafi verið undirritaður í gærkveldi eftir langan og mikil- vægan fund forsetans og her- forngjanna. — Loftur Bjarnason Frh. af bls. 13. beindist að því meðal annars, að eyðileggja samning — sem brezka ríkisstjómin hafði gert við íslenzk stjórnarvöld. Löndun úr íslenzkum skipum hafði stöðvazt algjörlega síðari hluta ársins 1960 og hófst ekki að nýju fyrr en samningar tókust um viðurkenningu Breta á ís- lenzku landhelginni sl. vor. , Ágreiningur var á milli ís- lenzku stjórnmálaflokkanna um þennan samnmg, en nú munu flestir, sem hlut áttu að máli sam mála um, að giftusamlega hafi tekizt um iausn þessa mikla vandamals. Óhætt er að fullyrða, að hin bætta aðstaða til löndunar í Bret- landi, vegna samninganna við brezku ríkisstjórnina og löndun- araðstaða togaranna í Þýzkalandi hefur hindrað stöðvun togaraflot- ans, sem annars hlaut að leiða af hinum mikla aflabresti. Helztu ástæður til versnandi afkomu togaraútgerðarinnar eru þessar: í fyrsta lagi him mikli og langvarandi mismunur á gengi gjaldeyris, sem fékkst fyrir ut- flutningsafurðir togaraflotans. í öðru lagt hefur afli brugðizt á fjarlægum miðum sl. 3 ár. í þriðja lagi hefur útfærsla landhelginnar leitt til þess, að flest beztu mið togaranna hér við land eru nú innan fiskveiðilög- sögunnar, þai sem togveiðar eru bannaðar. Þrátt fyrir það hafa togaraeigendur stutt að útfærslu landheigmnar, vegna nauðsynjar á því að hindra ofveiði á fiski- miðum landsmanna. í fjórða lagi hefur útfærsla iandhelginnar, er hófst 1952 leitt til þess, að löndunarbann var sett á íslenzka togara í Bretlandi. Bann þetta var svo víðtækt, að í 4 ár samíleytt fékkst ekki landað nema 8 togaraförmum af ísfiski — auk þess héldu meiri og minni löndunarstöðvanir áfram þar til á sl. ári. Nú er svo að togaraútgerðinni sorfið, að ekki verður lengur komizt hjá því, að hún fái leið- réttingu mála sinna. Skila verður togaraútgerðinni því fé, sero af henni var haft á árunum 1951—1958 með mismun- unum í gengisskráningu á þess- um árum. Rýmka þarf rétt íslenzku tog- aranna til veiða innan 12 mílna iandhelginnar — þannig að svæði þau, sem sé leyft að veiða á, séu stækkuð og leyfistími lengd- ur, því að nú eru veiðisvæðin svo takmörkuð Og leyfistíminn svo stuttur og bundinn við þann árs tíma, sem minnst er veiðivon, að þau koma togurunum að litlu sem engu gagm. Virðist sjálfsagt að taka Oillits til álits Fiskideild- ar Atvinnudeildar Háskólan ís- iands í þessu efni, sem kemur fram í skriflegu áliti hennar dag- sett 20. mai 1958. Þar segir: „Fiskideiidin telur, að með því að útiloka útlendinga frá friðunarsvæðinu, létti svo sókninm á þessu svæði, að leyfa ben íslenzkum togurum að veiða þar, til að byrja með. Sýni reynslan hins vegar, að miðin þoli ekki þá sókn, má takmarka veiði togaranna eft- ir því sem reynsla og vísinda- legar rannsóknir gefa tilefni til“. Ef ekki þvkir fært að veita ís- lenzkum togurunum rébt til að veiða á takmörkuðum svæðum á vissum árstímum upp að 3—4 mílna landhelgi eins og hún áð- ur var, þá eru þeir algjörlega hraktir af þeim miðum, sem þeim var heimilt að veiða á allan árs- ins hring, þegar flestir þeirra voru keyptir til landsins. Virð- ist ósanngjarnt að svo sé farið að, þar sem bent hefur verið á, að úr þessu megi bæta, án þess að skerða verulega hlut annarra ís- lenzkra fiskimanna. Ef íslenzku togurunum er samt sem áður algerlega neitað um þann rétt, sem þeir áður höfðu, verður að bætia þeim það tjón, sem af þvi leiðir og er þar um mjög háar ijárhæðir að ræða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.