Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. febr. 1962 Viðskiptabankarn'r fá reikninga Coldwaters Frá Alþirtgi IJMRÆÐTTR um þingsályktunar- tillögu Einars Olgeirssonar um rannsókn á fjárfestingu Sölumið- stöðvar hriðfrystihúsanna er- lendis héldu áfram í gær og var samþykkt að vísa tilögunni til sjávarútvegsnefndar. Lúðvík Jósefsson (K) hélt áfram ræðu þeirri, er honum hafði ekki unnizt tími til að ljúka á síðasta fundi. Lagði hann sem fyrr á það áherzlu, að það yrði sízt til bóta, ef tvístra ætti SH og útflutningurinn yrði látinn í hendur j margra aðila; hins vegar ættu samtökin ein- j göngu að hafa j umboðssölu með höndum en ekki rugla henni sam an við rekstur fyrirtækja er- lendis. Þá beindi hann ýmsum fyrirspurnum til Sigurðar Ágústssonar, m. a. hvort fiskvinnslu verksmiðj a samtak- anna í Bandaiíkjunum væri illa staðsett og líkiega óseljanleg, stofnkostnaður hennar hefði ver- ið mjög mikill o. s. frv. TiIIagan fái greiða afgreiðslu Einar Olgeirsson (K) tók næst- ur til máls. Tók hann mjög í sama streng og í ræðu sinni á mánudag; iagði hann enn á það áherzlu, að það sem valdið hefði því, að sala á frystum fiski hefði minnkað til Sovétríkjanna væri í raun og veru ekkert annað en það, að stjórn SH hefði verið því mótfallin, að viðskiptin beindust til ríkjanna austan jórntjalds. Þá kvað harm það misskilning, _ef einhver hefði skilið orð sín svo, að hann héldi því fram, að Sölu- miðstöðin væri svindlfyrirtæki; hann hefði átt við, að svindl kynni að finnast hjá fyrirtækinu og teldi bezt að það yrði rann- sakað til fulls og sagðist hann ioks leggja höfuðáherzlu á, að þessi þingsályktunartillaga fengi greiða afgreiðslu í þinginu. Boðið í fiskivinnsluverksmiðjuna Sigurður Ágústsson (S) kvaðst furða sig á hinum mörgu spurn- ingum, er þeir EO og LJ beindu til sín sem meðlims í stjórn SH, sérstaklega kvaðst hann þó furða sig á fyrirspurnum LJ og því, að hann skyldi beina þeim til sín i Alþingi, því að vissulega hefði verið eðiilegra að koma fram með þær á aðalfundi SH, sem LJ hefði setið ár eftir ár, en það hefði hann ekki gert einu sinni eftir að EO hefði þó flutt þings- ályktunartiilögu sína s.l. ár, sem honum hefði þó verið innan hand ar. Lœknisráð vikunnar Practicus ritar um: Á þessari mynd sézt afsteypa af æðum neth imnu augans. Kúlurnar, sem sjá má á æðun- um, eru víkkanir, sem eru afleiðingar af sykursýki. SYKURSYKI SYKURSÝKI er algeng- ur sjúkdómur, í hérumbil % allra tilfella er hægt að sýna fram á sykursýki í ætt sjúkl- ingsins. Offita eykur hættuna á sykursýki, einnig virðist konum, sem átt hafa mörg og stór börn hættara við sykur- sýki en öðrum. Fái menn of margar hitaeiningar (borði of mikið), aukast efnaskiptin og þar af leiðandi insulin-þörf- in. Sennilega leiðir af því of- reynslu hinna svonefndu Lan gerhans-fruma í briskirtlin- um. í öllum tilfellum veslast frumumar upp, og viðkom- andi maður er kominn með sykursýki. Sykursýki byrjar oftast á aldrinum milli 50—70 ára, og er tíðari í borgum en sveitum, einnig fá fleiri kon- ur en karlmenn sjúkdóminn. Veikin byrjar oft nokkuð snögglega í bömum og ungu fólki, þó sézt stundum hæg- fara byrjun. í eldra fólki byrjar veikin næstum alltaf hægt. Aðaleinkennin eru þreyta, megrun, þorsti, sult- ur, aukið þvagrennsli og kláði kringum kynfærin. I þvaginu finnst sykur, og einnig finnst aukinn sykur í blóðinu. — Þreytan orsakast af hinum mikla orkumissi í þvaginu. Magn vatnsins eykst vegna þess að það getur ekki leyst upp nema ákveðinn skammt af sykri og þar eð líkaminn þarf að losna við sykurinn verður hann að auka þvag- rennslið. Afleiðing þess er ákafur þorsti. Þessir sjúkl- ingar geta drukkið óaflátan- lega. Mjög oft hefur þetta fólk tilhneigingu til að fá ígerðir. Sykursýkin finnst oft þannig, að sjúklingurinn fer til lækn is vegna kýlanna, og læknir- inn finnur sykur í þvaginu við þvagrannsókn. Tennur sykursýkissjúklinga skemm- ast meira en annarra. Sjúklingar, sem enga með- ferð hafa fengið, eða snögg- lega hætta að nota insulin, geta orðið meðvitundarlausir við klígju eða uppköst og við smitandi sjúkdóma. Þeir byrja á að fá verki í nár- ann, ógleði og uppköst. Sé ekki gert neitt við ástandinu á þessu stigi, verður sjúkl- ingurinn sífellt syfjaðri, æða kerfið getur víkkað og hjart- að hætt vegna ‘ blóðsskorts. Seinna verður sjúklingurinn algjörlega meðvitundarlaus og getur dáið. Þetta ástand er einkum hættulegt fyrir eldra fólk. Þegar í stað þarf að leggja sjúklinginn í sjúkra- hús. Á síðustu áratugum sjást oftar og oftar sykursýkis- sjúklingar með ýmsar æða- breytingar og oftast eiga þær sér stað í augnbotninum, nýr unum og hjartanu. Sjónin versnar vegna augnsjúkdóms ins en blinda er sjaldgæf. — Nýrnaeinkennin koma í ljós með eggjahvítu í þvaginu og vatnssöfnun í líkamanum. — Hjartasjúkdómurinn getur komið í ljós vegna verkjar í hjartastað, af hjartslætti og breytingum ,á hjartariti. Eiim ig má nefna, að í nærri helm ingi allra sykursýkissjúkl- inga eldri en 60 ára, sem hafa haft sykursýki í meira en 15 ár, má sýna fram á breytingar á æðum í fótun- um. Sjúklingum þessum verð ur því hættara en öðrum við að fá kolbrand. Þetta fólk verður að hirða fætur sína sérlega vel, klippa neglur varlega og sjó um að skór þess séu alltaf mátu- lega sté^ir. Orsök þess, að þessir auka- sjúkdómar eru orðnir tíðari, er sú, að sykursýkissjúkling- arnir lifa nú lengur vegna betri meðferðar. Eins og nefnt er sjúkdómurinn króniskur, ekki er hægt að lækna hann, en halda má honum í skefj- um með réttri meðferð. því eldri sem sjúklingurinn er, þegar sykursýkin byrjar, því auðveldari er meðferð sjúk- dómsins. Gamalt fólk getur oft sloppið við að nota "insulin, ef fæði þess er rétt. Aðalat- riðið í þeirri meðferð er kol- vetna- og hitaeiningainnihald matarins sé minnkað. Ef fæð- ið eitt getur ekki haldið sjúk- dómnum í skefjum, er gefið insulin í sprautum með reglu legu millibili, en lengd þess fer eftir því hvernig gangur sjúkdómsins er. Á síðustu ár- um hafa komið á markaðinn efni, sem gefa má í töfluformi, og er það að sjálfsögðu mikill léttir fyrir sjúklingana. Það eru þó ekki allir, sem hafa gagn af þessari meðferð. Þeir sem bezt gagn hafa af með- ferðinni eru einkum eldra fólk sem hefur fengið sjúkdóminn á efri árum. En mörg þessara efna má gefa með insulini, og létta þannig sjúklingnum með ferðina. Við insulin-meðferð getur komið fyrir, að sjúklingur fái of mikið insulin í hlutfalli við kolvetnaátið, og afleiðing þess getur orðið hið svokallaða insulinlost, sem oftast kemur nokkuð snöggt. Máttleysi og svimi sækja á sjúklinginn, hann verður utan við sig, það slær út um hann köldum svita og hann verður órólegur og getur ekki verið kyrr. Stöku sinnum getur þetta ástand komið fyrir sem krampa- og ofsaköst. Sumir sjúklingar með insu- lin-lost hegða sér eins og þeir væru drukknir. Sjúklingurinn þarf að fá sykur sem fljótast. Sé hann meðvitundarlaus, má gefa það með sprautu. Það er mikils virði, að sjúkl ingnum sé kenn . sem mest um sykursýki, ekki sízt, hvað snertir sprautumeðferðina. Sjúklingar þessir eiga að fara oft til Iæknis, til eftirlits, og mega aldrei breyta insulin- skammti sínum, án þess að tala við lækni. í smitandi sjúk dómum og hita, þarf yfirleitt að hækka insulinskammt og þess vegna þurfa sjúklingarn- ir einnig að hafa samband við lækni sinri, þegar þanig stend ur á. Kynninffttrkvöld ÆsknSýÖssamb. Kvað Sisurður óþarft að svara öllum fynrspurnum LJ, en vakti þó athygli á þeirri fyrirspurn LJ, hvort fiskivinnsluverksmiðja á vegum Coldwat er Seafood Cor- poration væri vafasöm eign og stofnkostnaður hennar óeðlilega mikill. Upplýsti hann, að eitt stærsta fyrir- tæki Bandaríkj- anna á þessu sviði hefði skrifað atvinnumála- ráðuneytinu ðog boðizt til að kaupa eða leigja verksmiðjuna og aðeins sett sem tryggingu, að fá nokkurt magn af fiski til að vinna í henni. Með þessi taldi hann fynrspurn LJ fullsvarað. Að öðru leyti kvaðst hann mundu svara fyrirspurnum þeim, sem fram hefðu komið, er tillagan kæmi úr nefnd. því að sjálfsögðu vær’ hann ekki reiðubúinn til að svara á stundinni öllu því. sem epurt hefði verið um. Rannsókn óþörf Þá endurtók Sigurður Ágústs- son það, sem hann hafði sagt á mánudaginn, að það væri sam- eiginlegt álit stjórnar SH, að æskilegt vseri að geta haldið uppi viðskiptum við Rússland, hins vegar væn erfitt við það að fást, þar sem SóVétríkin hefðu um n ára skeið neitað algjörlega nokkurri hækkun á þorski og væri nú þorskverð í Sovétríkjun- um langt undii því verði, sem aðrir markaðir geta greitt. Taldi hann rannsókn þá, sem i þingsályktunartillögunni felst, óþarfa með öllu, því eins og hann hefði sagt, hefðu viðskipta- bankarnir sent fulltrúa sína til Bandaríkjanna til að framkvæma birgðatalningu hjá Coldwater og fengju beir jafnframt reikninga fyrirtækisins ársfjórðungslega og fylgjast því með allri eigna- hreyfingu njá því. Einungis vekti tortryggni, og ég vil segja óþarfa tortryggr.i. sagði þingmaðurinn, er rekstri stærsta útflutnings- fyrirtækis á íslandi er blandað inn í umræður á Alþingi, en ég er þá ánægður með að heyra af munni LJ að hann telur þessi samtök ekki einungis gagnleg heldur sjalfsögð. Einar Olgeirsson (K) tók aftur til máls og kvaðst harma það, að Sigurður Ágústsson hefði ekki gefið upplýsingar um þessi mál, og spuröi, hvort S.Á. væri ekki ljóst, að SH hefði framið laga- brot. Varaði hann við því, að tillagan yrði tekin lausum tökum Og kvað niðurstöðu nefndarinnar ekki geta orðið nema á þann eina veg, að rannsókn eigi að fara fram. LÚÐVlK GIZURARSON héraðsdómslögmaðut Tjarnargötu 4. — Sími 14855 VI LUTNlNGSÖTUf A Aðalstræti 6, H1 hæð. Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorlákssun Guðmundur Pétursson ÆSKULÝÐSSAMBAND íslands | hefur ákveðið þá nýbreytni í starfsemi sinni að efna til kynn- ingarkvölds með æskulýðsleið- togum hér í borginni og verður það haldið í kvöld (miðvikudag- inn 7. febrúar) kl. 8.30 í hinum nýju húsakynnum, sem Æsku- lýðsráð Reykj avíkur hefur til umráða að Bræðraborgarstíg 9. í Æskulýðssambandi íslands eru nú 11 landssambönd islenzkr ar æsku og er markmið þess kynningarkvölds fyrst og fremst að gefa forystumönnum þeirra tækifæri til að hittast og kynn- ast og ræða um æskulýðsstarfsem i ina og önnur áhugamál sín. Þá munu einnig verða sýndar lit- skuggamyndir frá för fulltrúa Æ.S.f. á þing Alþjóðasambands æskulýðsins, WAY, sem haldið var í Ghana síðsumars 1960. Einn ig verða kaffiveitingar og loks munu liggja frammi ýms erlend og innlend blöð og tímarit um æskulýðsmálefni. Kynningarkvöld þetta er eink- um ætlað stjórnarmeðlimum og öðrum forvígismönnum æskulýðs samtakanna en auk þeirra eru aðrir áhugamenn um æskulýðs- starfsemi velkomnir þangað. (frá Æskulýðssambandi ísiands).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.