Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. febr. 1962 MORGVHBLAÐIÐ 11 UM SÍÐUSTU helgi gekk á með hríðarbyljum um allt land. Hér í Reykjavík lamdi veðrið utan húsin og fólk setti höfuðið í veðrið er það skauzt dúðað milli húsa. Meira að segja sendillinn okkar lýsti því yfir að hann væri haettur við að fara í sendiferð upp í Þingholtin, „því veðrið var svo vont.“ >á var það, sem við reyndum að ná sambandi við þrjá vita- verði, sem vaka yfir því að ávallt logi á vitum á yztu annnesjum fyrir norðan, þá Jóhann Pétursson á Horn- bjargsvita, Óskar Aðalstein Guðjónsson á Galtarvita og Björn Kristjánsson á Langa- nesvita. Les og pikkar á ritvél. Jóhann Pétursson hefur Á Hornbjargsvita er Jóhann Pétursson með fjölskyldu sína og á Galtarvita er Ósk- ar Aðalsteinn Guðjónsson með fjölskyldu. kki einhlítt að vera á Horn- ijargi til að skrifa góða sðgu ÍRabbað v/ð vitaverbi á yztu annesjum verið vitavörður við Horn- bjargsvita í tvö ár. Hann býr sennilega afskekktar en nokk ur annar maður á landinu. Næstu ágrannar í austri eru í Reykjarfirði og þangað mun vera 14—15 tíma gangur í sæmilegri færð og sé haldið í hina áttina, er ekki fólk að hitta fyrr en í Grunnavík. Jóhann bar fram fyrstu spurninguna, þegar við náðum loftskeytasambandi við hann gegnum símstöðina á Siglu- firði. — Hefur komið út nokk ur góð bók í Reykjavík ný- lega? Þar sem ekki þurfti langt svar við þessu, komumst við fljótlega að með okkar spurn- ingu. — Jú, það er mikið vetrar- ríki hér, látlausar hríðar, svaraði Jóhann. Þíðviðrið sem komið hefur á milli ann- ars staðar á landinu hefur yf- irleitt ekki náð hingað. Horn- víkin er hlaðin snjó, en Látra víkin er snjólétt. í suðaust- anátt skefur af hér, en snjón- um hleður niður í Hornvík- inni. — Er langt síðan þú hefur getað náð í bækur? — Eg fékk ferð eftir ára- mótin. Eitt varðskipanna kom til að sækja strákinn í skóla. Þeir komu á bát í land. I norðaustan áttinni stendur hann upp á, hér og bátinn fyllti. Það mátti ekki tæpara standa. Það sem bjargaði var að þetta var gúmmíbátur. Þetta er í rauninni illfært. Það þarf að fara á milli kletta og ef nokkuð er að veðri geng ur yfir bátinn. En þetta fór semsagt allt vel. — Koma varðskipin við hjá yfckur ef nauðsyn krefur. — Já, en maður fer nú helzt ekki fram á það. — Hvernig líkar þér að vera svona úti á hala veraldar? — Fyrir þá sem vilja vera einhvern tíma út af fyrir sig, er þetta alveg ágætt. Hér er hlýtt og gott hús og flest þæg- indi. Vitinn er áfastur við húsið og sjálfvirkur. En ég held að það þurfi sterk bein til að vera á svona stað mjög lengi. Það er alkunna af frá- sögnum heimskautafaranna að slíkt getur farið í skapið. — Jæ-ja, er það? — Ástandið er ekki ennþá orðið alvarlegt hér á heim- ilinu, segir Jóhann og hlær. Annars höfum við það ágætt. Maður hefur nóg að géra, les og pikkar á ritvél. — Fórstu norður á Horn- bjarg til að skrifa skáldsögu? Hvers konar saga er það? — Guðrún frá Lundi og Jón Leifs geta kannski sagt þér fyrirfram hvað þau eru að semja, en ég get það ekki. Jú, það er skáldsaga. Annars skal ég trúa þér fyrir því, að það er ekki einhlítt að fara norður á Hornbjargsvita til að skrifa góða bók. Þetta er þó að mörgu leyti góður stað- ur. Hér berst ekkert með loft- inu milli manna, ef þú veizt hvað ég á við. Þú kannast við hvernig andrúmsloftið er í margmenninu. Nei, hér er ekki um nein áhrif frá nein- um að ræða. Kannski heldur mikið af því góða. Við óskum Jóhanni góðs gengis. Sennilega fær hann blaðið með þessu viðtali um sumarmálin. Les framhaldssögur í talstöðina. — Aðalsteinn á Galtarvita, sagði símastúlkan á ísafirði. Þessari tilkynningu fylgdu drunur og hvæs. Það var engu líkara en illvígur dreki væri kominn í tólið. — Það heyrist bara ekkert fyrir veðr inu, tilkynnti loks sama stúlku röddin. Og við ákváðúm að reyna seinnna. í annað skipti tókst að ná slitróttu samtali við Óskar Aðalstein, með undirleik af hvæsi og hvissi. — Hann er á vestan hjá okkur og þá stendur svona upp á, sagði hann. Þetta hefur verið æði harður vetur og veður slæm. Það er kominn mikill snjór, sér varla í dökkan díl hér í víkinni. Óskar Aðalsteinn er búinn að vera vitavörður á Galtar- vita 8 ár. — Okkur líður Framh. á bls. 12. Björn Kristjánsson býr í Skoruvík og gætir Langa- nesvita. Loftur Bjarnason Togaraútgeröin 1961 LOFTUR Bjarnason skrifar grein um tögaraútgerðina 1961 í ný- útkomninn Ægi og birtir Mbl. hana að venju í heild. Fer grein- in hér á eftir: „Á tímum uppbóta- og báta- gjaldeyriskerfisins, sem var við lýði meira og minna í 1 Vi áratug, bjó togaraútgerðin við hið mesta misrétti í gjaldeyrismálum, sem leiddi til þess að fiskur — sem nflaðist á togara, — var sum érin greiddur með allt að 30% lægra verði upp úr skipi, en fiskur, sem veiddist á báta, þótt sama verð fengist fyrir afurðirn- ar á erlendum markaði. — Á árunum 1951—1958 nam þessi mismunur um 700 þúsund krón- nm að meðaltali á ári á skip, eða á þessum 8 árum 5,6 milljón- um króna á hvern togara. í febrúarmánuði 1960 var uppbóta fcerfið loks afnumið og skráð eitt gengi fyrir alla útflutningsfram- ieiðslu landsins. Hins vegat hefur tjón togara- útgerðarinnar af völdum misrétt- is við skráningu gjaldeyris fyrir útflutningsa.furðimar fram á ár- Bö 1958 enn ekki verið bætt henni. Nam þetta tap togaraút- gerðarinnar síðustiu 8 árin, sem það varaði, »45 millj. króna og ieiddi af því stórfellda skulda- söfnun. Árið 1960 voru aflabrögð og af- koma togaraútgerðarinnar lakari en áður voru dæmi til. Á sl. ári hefur afkcma togaranna þó enn farið versnandi, fyrst og fremst vegna vaxandi aflabrests, bæði á heimamiðum og fjarlægum mið um. Á árinu 1961 stunduðu 40 ný- sköpunartogarar veiðar, en þar af 6 aðeins stuttan tíma. 7 tog- arar lágu í hófn allt árið. Heild- arafli togarunna á árinu er tal- inn 81 þúsund tonn á mótá 120 þúsund tonnum 1960 Og 162 þús- und tonnum 1959 — miðað við slægðan fisk með haus, nema karfa, sem er veginn óslægður. Af aflanum 1961 voru um 25 þús- und tonn karfi og er það lægra hlutfall en árið áður. Heildar- aflinn í tonnum, þegar síldveiði er ekki talin með, var síðastlið- in 4 ár sem hér segir: Hjá togurum Hjá bátum Ár tonn tonn 1961 31.000 Áætl. 234.000 1960 120 000 255.000 1959 162.000 227.000 1958 207.000 200.000 Afli togaranna hefur þannig minnkað um 61% síðan 1958. Talið er, að af heildaraflanum 1961 muni um 23.500 lestir hafa fengizt á íjarlægum miðum og meginhluti þess magns á Vest- ur-Grænlandsmiðum, en tiltölu- lega mjög lítið af miðunum við Austur-Grænland og á Nýfundna landsmiðum. Árið 1960 fengust um 46.500 lestir af íjarlægum miðum, þami ig að afU íslenzku togaranna á þeim hefur mmnkað um nálega helming áeða 23.000 lestir fr fyna ári. Á heimamiðum öfluðust um 57.900 lestir en 1960 um 73,240 'esbir og hefur aflinn því minnk- að um rúmlega 15.300 lestir. Á árinu 1961 fóru togararnir samtals 222 söluferðir til Eng- lands og Þýzkalands. Seldur afli nam að verðmæti um 242,8 millj. Loftur Bjarnason kr. — en þar frá dragast tollar og löndunorkostnaður. Til Þýzkalands voru farnar 143 söluferðir og námu sölurnar 139,5 millj. kr. og til Bretlands 79 söluferðir og námu sölumar þar 103,3 millj. kr. — Var hér að nokkru, en þó litlu leyti, um að ræða afla úr öðrum togurum og allmargar söluferðir voru farnar með síld. ýmist sem viðbót við eigin fiskafla eða eingöngu fsfiskmarkaðurinn var mjög hár, bæði í Þýzkalandi og Bretlandi og stafaði það af aflabresti hjá mnlendum og erlendum togur- um. — Auk þessa fóru togarar 10 söluferðir á erlendan markað með saltfiskafla. Eftir langvarandi samningsum- 'leitanir og þóf tókst ríkisstjórn- inni sl. voi að fá Breta til að viðurkenna 12 mílna landhelgina, eins og Xiún hafði verið ákveðin með auglýsingu sumarið 1958 og að auki með nýjum, mjög þýð- ingarmikhim útfærslum grunn- línunnar á fjórum stöðum gegn því, að þeir fengju heimild til veiða á takmörkuðum svæðum frá 9—24 mánuði samtals á næstu 3 árum. Samningur þessi vakti mikla gremju í Bretlandi. Var það álit brezkra sjómanna og útgerðar- manna, að Bretar hefðu verið hlunnfarnir í þessum samning- um. Yfirmeim á togurum, sem gerðir vora út frá Grimsby og Hull, hófu fyrirvaralaust verk- fall til að mótmæla þessum samn ingum Og kváðust ekki hefja veið ar, nema stöðvaðar yrðu landanir af íslenzkum togurum í brezkum höfnum. Verkfallið fór fljótt út um þúfur i Hull, en stóð á ann- an mánuð í Grimsby. í Grimsby var harkan í verkfallsmönnum svo mikil, að umboðsmaður ís- ienzku togaranna, Þórarinn Olgeirsson, ræðismaður, varð vikum saman að landa aflanum undir lögregluvernd. Fyrir lagni og dugnað Þórarins tókst verk- fallsmönnum ekki að fá hafn- arverkamenn í Grimsby út í petta óióglega verkfall, sem Framh. á ' s. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.