Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 1
211 siöur 19. árgangur 31. tbl. — Miðvikudagur 7. febrúar 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hér getur að líta eina aí myndum j>eim( sem Collingwood gerði og birtust í bókinni Pílagrímsferð til sögustaða íslands. Myndin er frá Búiandshöfða. Endurskoðun fiskveiðisam ninga: Færeyingar vilja stadfest- ingu á 12 mílna mörkunum Kaupmannahöfn, 6. febr. NTB TILKYNNT yar í Kaup- mannahöfn í dag að danska stjórnin hafi sent Bretum orðsendingu varðandi fisk- veiðilögsöguna við Færeyjar. Ríkisstjórnir Danmerkur og Bretlands gerðu með sér bráða- birgðasamning í árslok 1959 um réttindi brezkra togara innan 12 Óttaðist dómsdag BAD GOISERN, Austurríki, 6. febrúar (AP). — Ferdin- and Peham óttaðist svo mjög að dómsdagur væi'i í nánd að Ihann játaði á sig rán. Feham mætti á lögreglu- stöðinni kl. 3 á mánudagsmiorg unn og heimtaði að fá fljóta afgreiðsilu. Kvaðst hann þurfa að létta á samvizfcu sinni með an enn væri tími til þess. — Kvaðst hann hafa heyxt frétt ir um yfirvofandi dómsdag og vildi því játa að hafa ráðizt á eldri mann á götu í september s.l. og rænt frá hon'um 350 schillingum (um kr. 550.00). Merkar myndir Islandi fundnar frá F/rirhuguð sýning á sögustaðamynd- um brezka málarans Collingwoods ARIÐ 1899 kom út í Englandi bók eftir þá dr. Jón Stefánsson og brezka málarann og fornfræðinginn W. G. Collingwood, og bar hún nafnið „A Pilgrimage to the Saga Steads of Iceland“ eða Pílagrímsferð til sögustaða íslands. í>eir Jón og Collingswood ferðuðust um ísland þvert og endilangt 1897 og heimsóttu sögustaði, sem Collingwood ýmist teiknaði eða málaði, og varð árangurinn af starfi þeirra félaga áðurnefnd bók, sem er ein hin glæsilegasta, sem út hefur komið um ísland erlendis. Bókina prýða 151 mynd eftir Collingwood, þar af nokkrar litprentaðar vatnslitamyndir. — Myndir Colíingwoods voru sýndar í Bretlandi, en týndust síðan út um hvippinn og hvappinn og var lengi vel talið að þær væru glataðar með öllu. — Nú hafa margar myndanna komið í leitirnar, bæði þær, 6em birtust í umræddri bók, svo og aðrar myndir, sem Collingwood gerði í íslandsferðinni, en ekki hafa áður birzt. Hefur komið til tals að sýning verði haldin á myndum Collingwoods í Bogasal Þjóðminjasafnsins í vor. * ---• Upphaf þessa máls er það, að Haraldur Hannesson, hagfræð- ingur, sem er mikill áhugamaður varðandi Jón Sveinsson (Nonna) og komið hefur upp stórmerki- legu Nonnasafni, var 1947 stadd ur í Evrópu til þess að afla sér gagna um Jón Sveinsson. Rakst hann þá á um 40 myndir eftir Collingswood suður í Freiburg im Breisgau í Þýzkalandi, í föggum sem Jón hafði látið þar eftir sig. Voru það bæði vatnslita og tússmyndir, sem Collingwood hafði gert á Islandi 1897. Jón Smósíld veidd í silungsnót í GÆR var smásíld inni á Seyð- isfirði og fylgdi henni selur og fugiager. í gærkvöldi var dregið á vtð stöð Haföldunnar og feng- ust 20 tunnur af síld í silunga- nót. Stærðin á síldinni var upp í 23 sm. á lengd. Hér áður kom oft slík smá- aild inn á Seyðisfjörð, en minna verið um það seinaii árin. Sveinsson fékk myndir þessar hjá Collingwood á sínum tíma, en notaði sumar þeirra í fyrstu útgáfu bóka sinna. Framh. á bls. 13. mílna fiskveiðilögsögunnar við Færeyjar. Samningur þessi var gerður með hliðsjón af því að væntanlegt væri alþjóða sam- komulag um réttindi strand- ríkja til ákveðinnar fiskveiðilög sögu. En viðræður um þessi mál leiddu ekki til samninga og óska nú yfirvöldin í Færeyjum eftir viðurkenningu Breta á 12 mílna fiskveiðilögsögu umhverfis eyj- arnar. Gildandi samningum frá 1959 má segja upp hvenær sem er með eins árs fyrirvara eftir 27. apríl í ár. í fréttum frá London segir að brezka stjórnin hafi orðsend- ingu Dana til athugunar og vilji ekkert um málið segja að svo stöddu. Hjátparhönd rétf án skilyrða segir Adoula eftir viðræður v/ð Kennedy SÞ, New York, 6. febr. (AP) fsvo stöddu þegið beina aðstoð frá neinu landi, öll aðstoð yrði CYRILLE Adoula forsætis- ráðherra Kongó kom aftur til New York í dag úr heimsókn sinni til Kennedys forseta í Washington. Sat hann hádeg isverðarboð U Thants fram- kvæmdastjóra í dag, en með- al gesta þar voru allir full- trúar, sem sæti eiga í Örygg- isráðinu og aðstoðarfram- kvæmdastjórar SÞ. í Washington ræddi Adoula við Kennedy og Eugene Black forseta Alþjóðabankans. Búizt er við því að hann muni eiga fram haldsviðræður við Valerian Zor- in, aðalfulltrúa Sovétríkjanna hjá SÞ áður en hann snýr heim til Kongó á fimmtudag. En þeir ræddust við áður en Adoula fór til Washington. Við brottförina frá Washing- ton sagði Adoula í sjónvarps- ávarpi að Kongó gæti ekki að Framhald á bls. 2. Ásigling HASTINGS, Englandi, 6. feb. —» (AP). — Ásigling varð í dag á Ermarsundi. Rákust þar saman ítalska flutningaskipið Talora og rússneska flutningaskipið Berd- jansk. Ekkert manntjón varð. I fyrstu fréttum var sagt að ítalska skipið væri „horfið“ og var lengi óttazt að það hefði sokk ið eftir áreksturinn. En niðaþoka var á um þetta leyti Fjöldi skipa og flugvéla hóf leit í nánd við ásiglingarstaðinn, en lengi án árangurs. Svo fréttist af ítalska skipinu á leið til Hartlepool og leitinni var hætt. Bæði skipin skemmdust talsvert Bólusetning gegn kvefi á næsfa leiti I NÝÚTKOMNU hefti af tímaritinu U.S. News & World Report ræðir frétta- maður við dr. Justin M. Andrews, forstöðumann þeirr- ar deildar bandarísku heil- brigðismálastofnunarinnar, sem hefur með ofnæmi og smitandi sjúkdóma að gera. Umræðuefnið er kvef og varnir gegn kvefi. Fréttamaðurinn spurði dr. Andrews fyrst hvort líkur væru fyrir því að bólusetn- ingarefni fyndist, sem gæti gert menn ónæma fyrir kvefi. Dr. Andrews svaraði því til að til væri bólusetningarefni gegn sumum kvefsóttum, og að líkur væru til þess að miklar framfarir verði á þessu sviði á næstunni. Framleiðslu bólusetningar- efna gegn veirusjúkdómum hefur miðað mjög vel áfram undanfarið. Það sem tefur rannsóknir á vörnum gegn kvefi er að svo margar gerð- ir af veirum valda kvefi að bólusetningarefnið yrði að vera mjög margbrotið. — Hve fljótt má búast við virku bólusetningarefni, spyr íréttamaðurinn? — Eg mundi telja innan fimm ára, svarar dr. And- rews. Ef til vill mun fyrr. Eg er viss um að verulega má draga úr kvefi. Eftir fimm til tíu ár, þegar fundið hefur verið upp bóluetning- arefni gegn flestum kvefveir um ætti kvef svo til að hverfa. Við höfum um margra ára skeið unnið að rannsóknum á þeim veirum, sem valda kvefi. Þótt við vit um að enn höfum við ekki fundið allar kvefveirur, telj- um við að tímabært sé að Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.