Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 10
10 MORCVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. febr. 196Á CTtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsssn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áfcm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: ó.ðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÓSIGUR FINNSKRA KOMMÚNISTA MW 150 ár liðin frá fæðingu Charies Dickens í DAG eru liðin, 150 ár frá fæð ingu bre/ka skáldsins Charles Dickens — hann fæddist 7. febrúar 1812 og lézt 9. júní 1870. Dickens varff þegar á unga aldri einn vinsælasti rit- höfundur Bretlands og áttu bækur bans „The Pickwick Papers“ drýgstan þátt í aff skapa honum þann sess hjá brezku þjóffinni, sem hann skipaði æ síffan. Dickens var einnig g.eddur góðum hæfi- leikum og varff víffkunnur upplesari. Ferðaffist hann víffa um lönd og las upp úr verk- um sínum, Æskuárin lifði Charles Dick ens í hálfgerðu umkomuleysi en eftir að hann hóf rithöf- undarfeiil sinn varð hann vel fjáður maður og átti lítt við ytra audstreymi að búa — þótt hann í tilfinningalífinu yrði fyrir skakkaföllum. Foreldrar Dickens voru mið stéttarfólk — faðirinn er fyr- irmyndin að Mr. Micawber í „David Copperfield", aðlað- andi maður, en stefnulaus og hirðulaus um fjárreiður sínar. Mun Bickens hafa látið sér víti hans að varnaði verða, því að hann var alla tíð óvenju reglusamur um slíka hluti. Fyrstu árin lifði fjölskyld- an sæmilegu lífi í Portsmouth, en fluttist síðan til London og þá fór að halla undan fæti. Ágerðist það svo mjög, að for eldrar hans lentiu í Marshal- sea skuidafangelsinu og allar eigur þeirra voru veðsettar fyrir skuldum. Dickens var þá 12 ára og varð að sjá fyrir sér sjálfur upp frá því. Hann var settur til vinnu í skó- svertuverksmiðju, vann þar 12 klst. á dag við að fylla á krukkur í dimmum kjallara, þar sem rottur og mýs lölluðu milli borða. Hann þjáðist af skömm og viðbjóði og mátti lengi síðan ekki finna lykt af skósvertu án þess að klígja við. Þo er sagt, að honum hafi sviðið sárast, að foreldrar hans voru hreint ekkert óánægð með veru hans þar — og eitt sinn, er hann var rek- inn íyrir rangar sakargiftir heimtaði móðir hans, að hann færi þangað aftur. Þar með var traust hans á foreldrun- um og öryggi tilverunnar fok- ið út í veður og vind, enda úir og grúir af frásögnum af umkomulausum börnum í bók um hans. ■ ★ Upo úr þessu hófst skóla- ganga Díckens sem varð skammvinn. Hann fór svo að vinna á skrifstofu hjá mála- færslumanm Og lærði hraðrit- un í frístundum — svo vel, að Framh. á bls. 12. Charles Dickens 24 ára. ITinstri flokkarnir í Finn- " landi hafa beðið mikinn ósigur í þingkosningunum, sem þar fóru fram um síð- ustu helgi. — Kommúnistar töpuðu þar þremur þingsæt- um og eru nú ekki lengur stærsti flokkur þingsins. Jafn aðarmenn hafa einnig tapað verulega, sérstaklega sá hluti flokksins, sem kallar sig vinstri jafnaðarmenn. Borgaraflokkarnir eru greinilega sigurvegararnir í þessum finnsku kosningum. Samkvæmt þeim tölum, sem kunnar eru, hefur Bænda- flokkurinn fjölgað þingsæt- um sínum úr 47 í 55. Hann hefur með öðrum orðum bætt við sig 8 þingsætum. íhaldsflokkurinn, eða þjóð- legi einingarflokkurinn, eins og hann er kallaður, hefur einnig aukið atkvæðamagn sitt verulega og bætt við sig þremur þingsætum. Finnski þjóðarflokkurinn hefur bætt við sig einu þingsæti. 'Samtals hafa nú borgara- flokkarnir 112 þingsæti af 200, en kommúnistar og jafnaðarmenn 88. Athyglisvert er, að vinstri jafnaðarmenn hafa orðið mjög hart úti í þessum kosn- ingum. Þeir fengu 13 þing- sæti í þingkosningunum 1958, en fá nú aðeins þrjú. Hægri jafnaðarmenn halda hins- vegar þeim 38 þingsætum, sem þeir fengu þá. ★ Sl. kjörtímabil hefur minnihlutastjórn Bænda- flokksins lengstum farið með völd í Finnlandi. Nú verður hinsvegar að telja líklegt að mynduð verði ríkisstjórn á breiðari grundvelli, enda þótt viðhorfin í utanríkismál um kunni að geta haft veru- leg áhrif á stjórnarmyndun. Moskvumálgagnið hér á Islandi spáði því sl. sunnu- dag, að kommúnistar mundu vinna mikinn sigur í finnsku kosningunum. — íslenzkir kommúnistar hafa bersýni- lega talið sér trú um, að hin freklegu afskipti Krúsjeffs af finnskum innanríkismálum tmdanfarið, mundu gefa finnska kommúnistaflokkn- um nýjan byr í segl sín. En niðurstaðan hefur orðið allt önnur. Kommúnistar hafa tapað fylgi í Finnlandi og að- staða þeirra hefur veikzt verulega. Bæði Kekkonen forseti, sem sigraði með miklum yfirburðum í for- setakosningunum og Bænda- flokkurinn, eru harðsnúnir Hinsvegar fylgja þeir þeirri stefnu í utanríkismálum, sem Paasikivi forseti markaði á sínum tíma og byggðist m. a. á vinsamlegum samskipt- tim við Sovétríkin. En við- skipti Finna við vestrænar þjóðir hafa aukizt stórlega á síðustu árum. Finnar eru í eðli sínu vestræn lýðræðis- þjóð, sem vilja eiga nána samvinnu við aðrar norræn- ar þjóðir. Um öll Norðurlönd mun kosningaúrslitunum í Finnlandi verða fagnað. Þau sýna greinilega, að Finnar stefna ekki í austurátt. Þeir eru þess þvert á móti alráðn- ir að byggja áfram á grund- velli vestræns lýðræðis og mannréttinda. BÖRNIN Á GÖTUNNI EVrir skemmstu var frá því sagt í Morgunblaðinu, að þrír drengir hefðu ráðizt á yngri dreng, níu ára gamlan, á götu í Reykjavík, um fjög- urleytið, lamið hann, fært hann úr stígvélunum og skilið hann eftir á sokka- leistunum í snjónum. Ýmsir hafa hringt til blaðsins og sagt aðrar sögur ekki þokkalegar af fram- ferði stráka á götunum, við telpur og drengi, sem höfðu orðið fyrir hrekkjum og mis- þyrmingum — einmitt oft af sér stálpaðri og sterkari drengjum. Einn af lesendum blaðsins hafði séð skóladreng með troðna tösku af bókum koma aftan að nokkrum telp um á leið úr skóla, og berja eina þeirra ofan í höfuðið með töskunni, svo að telpan hné niður á götunrii. Annar lesandi komst svo að orði að sér virtust börnin í nágrenni sínu eilíflega vera að hrekkja hvert annað, kast ast á grjóti og aur, og stund- um mörg á móti einum. Oft endaði þessi leikur með því að eitthvert barnanna hlypi hágrátandi heim á leið, eftir spörk og hnefahögg — en þeir strákar sem pústrana hefðu greitt tækju til fót- anna, áður en hægt væri að hafa hendur í hári þeirra. ★ Stundum hefur heyrzt eft- ir útlendingum að óvíða sjá- ist eins mikið af fallegum og hraustlegum börnum og á íslandi, og er það vafalaust mikið því að þakka, hve þau eru mikið úti, sumar og vet- ur. En eru þessi útigangs- börn okkar yfirleitt nógu vel siðuð? Æskilegt væri að foreldrar reyndu, hverjir í sínu um- hverfi, að hafa sem beztar gætur á framferði barnanna á götunni, að hver áminni sín börn, og annarra, ef ástæða er til, um að koma hrekklaust og fallega fram við önnur börn, og varast að stofna til hrindinga, bar- smíða eða grjótkasts. Þá verður og að krefjast þess að kennarar í skólum leggi sífellt mikla áherzlu á að innræta börnunum góða hegðun í hvívetna. Þó að dá- lítið hnjask og áflog, í góðu, verði að teljast eðlileg útrás af ærslafullum lífskrafti heil brigðrar æsku, þá verður að kenna börnunum, að sitt er hvað gamansamt tusk og meinlaus átök, og Svo hins vegar ruddalegir hrekkir og meiðsli. Sérstaklega verður að brýna fyrir börnunum hve ljótt sé að níðast á þeim sem yngri eru og kraftaminni — og smánarlegt og hraklegt þegar margir níðast á ein- um. — Ljótt fordæmi og óvita- skapur eiga sök á margskon- ar barnabrekum. En það er auðvelt að vekja sómatil- finning og réttlætistilfinning hjá hverju bami, sem er að náttúrufari vel innrætt, —- og skylda hinna eldri að koma því inn hjá börnunum, að þau eigi að vera hvert öðru góð og öll einn vina- hópur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.