Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1962, Blaðsíða 2
2 MORCVNBL 4Ð1Ð Miðvikudagur 7. febr. 1962 Krúsjeff önnum kafinn: Ekkerf tilrœði, segir Kreml Moskvu, 6. fébrúar. — (AP—NTB) — BLAÐAFULLTRÚI rússneska utanríkisráðuneytisins lýsti því yfir í dag að fregnin um tilræði við Krúsjeff forsætisráðherra, sem höfð var eftir fréttaritara ítalska kommúnistablaðsins L’Unita í gær, væri hlægileg og hefði ekki við nein rök að styðj ast. „Þetta er tilbúningur og hrein ósannindi,“ sagði fulltrú- inn. — Orðrómur um tilræði við Krúsjeff hefur verið á kreiki í Moskvu undanfarið, en frétta- menn hafa ekki fundið neitt, sem benti til að hann hefði við rök að styðjast. Var sagt að Krúsjeff hefði verið skotinn í lunga á opinberum fundi í Minsk um miðjan janúar. En nokkrum dögum seinna, eða hinn 26. jan., átti Krúsjeff þriggja stunda fund með viðskiptanefnd frá Burma í borginni Kiev í Ukrainu. Blaðafulltrúinn sagði að Krús jeff væri önnum kafinn við áríðandi störf. Sennilega átti hann við að Krúsjeff væri að undirbúa skýrslu um landbún- aðarstefnuna, sem hann á að flytja á fundi miðstjórnar komm i Samvinnuneínd ríkis og bæjar samþykkir flugstöðina Á FUNDI Samvinnunefndar ríkis og Reykjavíkurbæjar um skipulagsmál mun í fyrra dag hafa verið samþykkt að mæla með óskum flugmála- stjómarinnar um byggingu móttökustöðvar fyrir flugfélög in á Reykjavíkurflugvelli. Bygging þess verður að mestu gerð samkvæmt áður gerðum teikningum. I.O. O.F. únistaflokksins hinn 5. marz n.k. Áreiðanlegar fréttir herma að forsætisráðherrann sé í borginni Gagri við Svartahaf. Krúsjeff hefur ekki komið fram opinberlega í Moskvu frá því á gamlárskvöld. Skömmu eft ir áramótin fékk hann snert af inflúenzu, en fór síðan til Minsk, þar sem hann flutti ræðu á landbúnaðarráðstefnu. Einnig fréttist af honum á veiðum við pólsk-rússnesku landamærin. British Council styrkir UMSÆKJENDUR um styrki sem British Counsil veitir fyrir skóla árið 1962—1963 geta nú lagt fram umsóknir sínar. Styrkirnir eru ætlaðir kandidötum eða þeim sem langt eru komnir í háskóla. Umsóknareyðublöð fást hjá brezka sendirá'ðinu á Laufásvegi 49 í Reykjavík. Einnig verða veittir á sama tíma enskukerfharastyrkir. Þeir eru ætlaðir til framhaldsnáms í London eðn Edinborg. Á sl. ári hlutu British Counsil styrki þeir Gísli Blöndal, hag- fræðingur, sem nú er í London School of Economics, og Heimir Áskelsson, háskólakennari, nú í London Institute of Education. — AcJoula Frh. af bls. 1. að koma með milligöngu SÞ. — Fyrst um sinn yrði Kongó að vinna að eflingu sjálfstæðis landsins og gæti því ekki þegið aðstoð á annan hátt. Seinna, þeg ar framtíð landsins væri tryggð, mætti athuga möguleika á milli- ríkjasamningum um beina fjár- hagsaðstoð. Adoula kvaðst vona að Banda ríkin héldu áfram aðstoð sinni við Kongó með milligöngu SÞ, og sagði að viðræður þeirra Kennedys hefðu verið mjög gagnlegar. „Ég hef komizt að því að Bandaríkin rétta Kongó hjálparhönd án stjórnmálalegra skilyrða", sagði forsætisráðherr- IOOF 9 = 143278% = 9. I. ann. 'ÁNAIShnútor Vv SV 50 hnutar X Snjókomo p 06 i V Skúrir K Þrumur Wfz, KoUoM Hihtkit H Hm» L*Lmt» Veðurspám kl. 10 í gærkvöld: SV-land Og miðin: Allhvaiss á morgun, bjartviðri. Faxaflói og miðin: NA kaldi en allhvasst á miðunum frem eftir nóttu en fer þá heldur lygnandi, kaldi og síð- Ar gola á morgun, léttskýjað. Breiðafjörður og miðin: NA kaldi og stinninigskaldi á mið unum fram eftir nóttu, gola eða kaldi á morgun, bjart veð ur. Vestfirðir og miðin: NA kaldi í nótt en gola á morgun, smáél norðan til í nótt. Norðurland og miðin: NA kaldi eða stinmingiskaldi, él. NA-land og miðin: NA stinningskaldi, él. Austfirðir og miðin: NA hvassviðri og éljagangur í nótt, stinningskaldi og létt- skýjað sunnan til þegar líða tekur á daginn. SA-land og miðin: NA stinn ingskaldi eða stormiur á mið unum, él í nótt, léttir til með norðan og NA stinningskaldi á morgun. Um hádegið var vindur hvass á austan með snjókomu við S-ströndina. N-lands voru líka él, en þurrt veður við Faxaflóa. Frost var um allt land, mest 17 st. í Möðrudal og 12 á Grímsstöðum og Egils- stöðum. — Búizt var við. að lægðin sunnan við landið mundi hreyfast austur og vind ur snúast meira til norðurs í nótt. Eru því líkur á meira frosti í dag en áður. Sátu við sjónvarp Eldiur kom upp í þaki 16 hæða fjölbýlishúss í Brönd- byöster í Kaupmannahöfn á sunnudagskvöld. Eldurinn breiddisit út gafla á miilli og sásit víða að úr stórborginni. Um 360 manns búa í húsinu og voru íbúarnir meðal þeirra síðustu, er urðu brunans var- ir. Flestir íbúanna sátu á- hyggjulausir við sjónvarps- tæiki sín meðan tíu metra há- ar eldisúiur teigðu sig upp úr þakinu. Það var ekki fyrr en fjöldi slökikviliðsbifreiða með ýlfrandi sírenur safnaðist fyr ir fraiman húsið að íbúarnir fengu vitneskju um eldinn. in hætta búin, því eldifast loft er milli þaksins og íbúð- anna fyrir neðan. Þúsundir manna söfnuðust saman til að horfa á brunann, en slökikvistarfið tók langan tíma. Var fyrst um að kenna of litlum vatnsþrýstingi, svo erfitt var að dæla vatninu upp á 16. hæð. Brunastigar náðu heldiur okki upp á þakið svo noklkur töf varð á þvi að koma vatnsslöngunum upp. Þakið, sem var 750 ferm., gjör eyðilagðist og einnig geymislu herbergi á rishæð. NokJkrar vatnsskemmdir urðu á íbúð íbúunum var hinsvegar eng- unum. Nemendamót Verzlunar- skólans í kvöld í KVÖLD verður 30. Nemenda- mót Verzlunarskóla íslands hald ið í Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá- in er mjög fjölbreytt að efni, og leggja nemendur sjálfir mest allt efnið til. Þar á meðal eru nokkrir leikþættir. — Formað- ur nemendamótsnefndar er Steinn Lárusson. Verzlunarskólablaðið kemur út í tilefni mótsins. Heftið er stórt og vandað að efni og frágangi. Ritstjóri þess er Friðrik G. Frið- riksson. Blaðið er til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndals 1 Vesturveri. Höfðingleg gjöf Á aðalfundi Málfundafélags Verzlunarskóla Islands fyrir Loítleiðir kaupa Tjarnarcaié Undanfarið hafa staðið yfir samningar milli Loftleiða og Kristjáns Gíslasonar eiganda Tjarnarcafés um að Loftleiðir kaupi veitingahúsið og hefji rekstur í svipuðu formi og verið hefir hjá félaginu á Reykjavíkurflugvell, en sem kunnugt er brann veitinga- hús þeirra og birgðaskemma þar fyrir skemmstu. Samningum mun nú svo langt komið að óhætt mun að fullyrða að þessi kaup fari fram. Oddfellowreglan er eigandi hússins, sem Tjarnacafé er í, og munu í þessu sambandi engin eigendaskipti verða á því. Skákkeppni stofnana að hef jast í KCÖLD hefst í Lido Skák- keppni stofnana, sem haldin er á vegum Skáksambands íslands og fer keppnin nú fram í þriðja sinn í röð. Hvert fyrirtæki eða stofn- un sendir fjögurra manna sveitir, allt upp i 4 hver aðili. Skipt er í 7 flokka og tefla 7 sveitir i hverjum. í A flokki eru á fyrsta borði landskunnir skákmenn, m. a. Baldur Möíler fyrrv. Norður- landameistari fyrir Stjórnarráð- ið, Guðmundur Pálmason fyrir Raforkumálaskrifstofuna, Gunn- ar Gunnarsson fyrir Útvegsbank ann, Arinbjörn Guðmundsson fyrir Búnaðarbankann og Jón Pálsson fyrir Veðurstofuna. skömmu var samþykkt, „að veitt ar verði sem gjöf frá nemend- um skólans 25 þús. kr. úr sjóði Verzlunarskólablaðsins til inn- réttingar á samkomusal nem- enda á neðri hæð nýja skóla- hússins. Með því vilja nemend- ur í verki hvetja Verzlunarráð- ið til að byrja sem fyrst áneðri hæðinni....“ Varnariiðsþyrla flytur sjúkling í dimmviðri og éijagangi BÚÐARDAL, 6. febr. — Um hádegisbil í dag lenti þyrla frá bandaríska varnairliðinu á túninu rétt hjá íbúðarhúsinu að Garði í Hvammssveit. Er- indi hennar var að sækja sjúkling, Benedikt Gíslason, bónda í Garði. Heifur hann legið rúmfastur í nokkra öaga, og taldi héraðslseknir- inn, Þórhallur B. Ólafsson, auðsýnilegt að flytja þyrfti hann suður til frekari rann- sókna og lækninga í Reyikja vík. Til að forðast hnjask og tafir, sem leitt hefðu af því að fiytja sjúklinginn með bíl á Kambsnesflugvöll, var ákveð- ið að leita til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli um að- stoð. Bróðir Benedikts, Stefán Gíslason flugmaður hjá Loft leiðum kom með þyrlunni, en auik þests flaug tveggja hreyfla Douglas-vél frá vam arliðinu með vestur. Dimmt var yfir, þegar þyrlan kom, skafrenningur og élj agangur með köflum. Dending og flug tak gekk hvort tveggja að ósk um. Benedikt var síðan flutt ur til Reykjavikur og farið með hann þar í sjúkrahús. — Fréttaritari Mbl. átti í gær tal við Stefán Gíslason. Sagði Stefán að Dougias-vél in frá varnarliðinu hefði ver ið með í förinni til aðstoðar og leiðbeiningar. Förin vestur í Dali tók tvær klst., en þar höfðu bændur rutt snjó af litlu svæði þar sem þyrlan lenti. Tókst lend ingin með ágætum enda þótt veður væri heldur slæmt, tals verð norðaus.tan átt og skaf- renningur. Var staðið við í hálftíma á meðan búið var um sjúklinginn í körfu og honum komið fyrir í vólinni. Á meðan sveimaði Douglas- vélin yfir þyrlunni, og fylgdi henn síðan til Reykjavíbur. — Sagði Stefán að flug þetta hefði verið mjög vel undir- búið af varnarliðinu og tekizt vel. — Þess má geta, að flug veður var langt frá því að vera gott, og þykir varnarlið ið hér hafa brugðizt skjótt og vel við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.