Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. júní 1963 M0RGTJWTtT4fílÐ 3 FRÉTTAMAÐUR og Ijósmynd ari Morgunblaðsins heimsóttu í gær formenn stjórnmála- flokkanna, þar sem þeir sátu og fylgdust með atkvæðatöi- um í útvarpinu. Fyrst ökum við að Háuhlíð 14 til Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráðherra, formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni sit ur í stofu ásamt konu sinni, Sigríði Björnsdóttur, og hlýðir á síðustu tölurnar. Hann hef- ur á orði, að tölurnar komi heldur dræmt. Næst höldum við til Hafn- arfjarðar að Kirkjuvegi 7, þar sem Emil Jónsson, félagsmála ráðherra býr. Kona hans, Guð- finna Sigurðardóttir, kemur til dyra og býður okkur til stofu. Þar situr Emil á skyrt- unni og skrifar niður tölurnar. Eysteinn Jónsson, formaöur Framsóknarflokksins, ásamt fjölskyldu sinni. Formennirnir við útvarpið „Þetta er ágæbt útvarp“, segir fór þangað í þingmanna- Emil, ,ég fékk það að gjöf nefnd'. í Rússlandi árið 1358 þegar ég í húsi númer 67 við Ásvalla Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. götu býr Eysteinn Jónsson, fyrrverandi ráðherra. Hann kemur sjálfur til dyra og býð- ur okkur inn, en þar situr öll fjölskyldan og hlustar með óþreyju á útvarpið. Engar töl- ur heyrast í útvarpinu meðan við stöndum þar við, en úr því glymur lagið „Lápi er og Lapi verður listamannakrá". Dóttur sonur Eysteins og nafni fæst ekki til að vera með á mynd- inni og flýr út í horn stof- unnar. Þá segir afi: „Hvað er þetta Eysteinn minn? Langar þig ekki til að koma í Mogg- anum?“ Nú liggur næst fyrir að reyna að ná í Hannibal Valdi- marsson, en það gengur treg- lega. „Hann er kannski ekki úti á landi, en örugglega ekki í Reykjavík“, sagði sá, sem í símann svaraði. Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins, ásamt konu sinni, Guðfinnu Sigurðardóttur. tu Framámenn v/ð fjárhætfuspil fil ágóða fyrir krabbamsinsvarnir New York, 5. júní (AP) í KVÖLD leggur listiskipið Rott- erdarn úr höfn í New York í stutta siglingu rétt út fyrir banda ríska landhelgi. Tilgangur farar- innar er að gefa nokkrum fram- mönnum Bandaríkjanna tæki- færi til að spila f járhættuspil, og rennur ágóðinn óskiptur til krabbameinsvarna í New York- borg. Áætlað er að ágóðinn nemi um 100 þúsund dollurum (kr. 4,3 milljónir). Meðal farþega í þessari spila- ferð eru Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseti og kona hans, Nelson Rockefeler, ríkisstjóri í New York og kona hans, sem hann kvæntist fyrir mánuði, Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá\SÞ, hertoga- hjónin af Windsor, Edward Kennedy, öldungadeildarþing- maður og fleiri. Alls eru gestir 650, og á boðstólum verða alls kyns fjárhættuspil, allt frá rúl- ettu í teningaspil. Seldir verða sérstakir spila- peningar, og rennur allt andvirði þeirra til krabbameinsvarna. — Vinningar eru margskonar, én allir gefnir af ýmsum fyrirtækj- um í New York. Þar eru m.a. minkaskinnskápur, skartgripir, 'þróttatæki, listaverk og dýrindis ilmvötn. Um borð í skipinu eru tvær hljómsveitir, sem leika fyrir dansi, ef einhverjum skyldi leið- ast fjárhættuspilin. 44 FARAST f FRAKKLANDI — 771 SLASAST París, 4. júní — NTB 482 umferðarslys urðu í Frakk- landi um hvítasunnuna. 771 slas- aðist og 44 létu lífið í slysum þessum. Hér er þó um bráða- birgðatölur að ræða. STAKSTEIMR Vilja nota verkamenn f viðtali því, sem birtist hér í blaðinu skömmu fyrir sl. helgi, við einn af fyrrverandi flokks- mönnum Kommúnistaflokksins, Ragnar Gunnarsson, lýsti hann m.a. hinu raunverulega viðhorfi flokksforystunnar til verkalýðs- ins. Þar sagði ma.: „Aðaláhugamál þeirra (þ. e. forystumanna kommúnista í verkalýðshreyfingunni) virtist mér alltaf vera það að tryggja pólitísk völd flokksins í verka- lýðshreyfingunni. Þeir létu sér I léttu rúmi liggja allt hið daglega starf, en ruku upp til handa og fóta í sam- bandi við kosningar og verkföll. Svona er þetta enn þann dag í dag. Mér fannst aftur á móti — þó að ég liti vissulega á mig sem talsmann flokksins og fulltrúa — að hið daglega starf ætti að sitja í fyrirrúmi og hið pólitiska fylgi flokksins innan verkalýðs- hreyfingarinnar ætti síðan að koma sem ávöxtur þess trausts, sem flokkurinn áynni sér vegna starfa sinna í þágu verkalýðsins. Þessi skoðjin hefur hvorki fyrr né síðar átt upp á pallborðið hjá flokksforystunni, enda held ég að viðhorf hennar til verkalýðs- ins verði ef til vill bezt lýst með orðum eins þeirra manna, sem hraktist úr flokknum á undan mér, að hún vilji helzt nota bök verkamanna til þess að skríða eftir þeim í valdastólana". Alltaf verið að selja landið! í lok viðtalsins segir Ragnar: „Forystumenn „Sósíalista- flokksins" hafa allt frá upphafi verið óþreytandi við að tönnlast á þeirri hættu, sem frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar eigi að stafa af öllu, sem gert er. Sama hvort það eru innlendar efnahagsráðstafanir eða svo að maður tali nú ekki um eðlileg samskipti við aðrar þjóðir. Allt eiga að vera fjörráð við pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðar innar. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að jafnvel innan „Sósíal istaflokksins“ sé þorri manna löngu hættur að hlusta á þessar fáránlegu fullyrðingar um, að . stór hópur af áhrifamönnum þjóðarinnar sitji á svikráðum við hana og bíði aðeins eftir heppi- legu tækifæri til að „selja“ sjálf- stæði þjóðarinnar. Þetta er plata, sem látlaust hefur verið spiluð frá árinu 1946, og hugmyndaflug forystumanna Sósíalistaflokksins ristir nú ekki dýpra en það, að þeim kemur ekki einu sinni til hugar að snúa plötunni við, þó að flestir séu löngu farnir að hlægja að þessum sölumennsku- sögum þeirra. Enda býst ég við, að flestir geti orðið sammála um, að það sé ekki amalegt að hafa slíka sölumenn í fyrirsvari fyrir þjóðina, sem átt hafa að vera að selja frelsi hennar og sjálfstæði á hverju einasta ári um langt árabil, án þess þó að við þurfum nokkurn tíma að láta það af hendi. Þessir miklu sölumanns- hæfileikar, sem forystumenn „Sósíalistaflokksins“ hafa fundið í fari andstæðinga sinna, minna mig helzt á söguna af karlinum, sem alltaf var að selja sömu dúf- . urnar, en þær flugu jafnliarðan (til hans aftur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.