Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Qupperneq 48

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Qupperneq 48
696 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VerðlaurLamynclgáta Lesbókar Þessi myndgáta þarf ekki margra skýringa, en geta má þess, að enginn grein- armunur er gerður á a—á, o—ó, og u—ú. Ráðningar þurfa að berast blaðinu fyrir 3. janúar. Fyrir réttar ráðningar verða veitt þrenn verðlaun að vanda: 1. verðlaun kr. 400.00, 2. verðlaun kr. 100.00 og 3. verðlaun kr. 100.00. Berist margar réttar ráðningar verður dregið um hverjir verðlaunin skuli hljóta. Molar ÍÞRÓTTAKONUNGAR Gústaf V. Svíakonungur hafði mjög gaman að tennis og keppti mörgum sinnum, en þá gekk hann alltaf undir nafninu Mr. G. Nú er kominn annar íþróttakóngur, sem kallar sig Mr. B. Það er Baudoin Belgíukonungur. Hann er leikinn golfmaður, og fyrir skemmstu tók hann þátt í landsleik milli Belgíu og Hollands. Hann sigraði mótstöðumann sinn með 4:3. PÁFINN Pius XII páfi var lengi vanheill og þjáður af ólæknandi hiksta. En hann gekk að skyldustörfum sínum fyrir því. Þegar menn sögðu að hann yrði að hvíla sig, svaraði hann: — Eg fæ hvíld einni sekúndu eftir andlátið! Og svo dó hann. Læknarnir, sem voru við sjúkrabeð hans tilkynntu, að nú væri hann skilinr við. Svo liðu nokkrar mínútur. Þá gekk háttsettur embættismaður Vatikansins að dánar- beði hans og kallaði þrisvar sinnum: „Eugenio"! en það var skírnarnafn páfa. Þegar páfinn svaraði ekki, sló embættismaðurinn þrjú létt högg með silfurhamri á enni hans og mælti svo: „Páfinn er látinn“. Þar með var páfinn opinberlega skilinn við, og gekk þá i fram kardínáli og veitti honum ná- bjargirnar. Þetta er forn venja. Samkvæmt gömlum spádómi um páf- ana, er Pius páfi XII. kallaður „hinn engillíki hirðir". Þótti það sannast á honum. I sama spádómi er eftirmað- ur hans kallaður „hirðir og sjómaður". Svartsýnismenn ráða það nafn svo, að hinn nýi páfi kunni að verða land- flótta frá Evrópu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.