Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 652 WannÁ arn Er ungbamið hjalar og augu þess brosa þér mót, þi andar um sál þína ljúfur og himneskur friður frá hljómkviðu lífsins og alheimsins undirrót því engill af himni er stiginn á jörðina niður. Hvert barn er sem geisli af brosi guðs hér á jörð, það ber okkur veigar frá upphafsins tæru lindum. Þó sál okkar þrái að halda um þess hreinleik vörð við hljótum að grugga það með vorum daglegu syndum. Og aeska þess líður í gáska og glaðværum leik. Grátinn á bernskunnar dögum, fékk mamma að hugga. En þegar að sjáifið er vaknað og komið á kreik, karn.ar það braðlega, mannlífsins gleði og skugga. Hver skiher það afl, og þau ókunnu máttarvöld, sem úrslitum virðast í hamingjuleitinni ráða. Emn hlýtur munað, öðrum er tilveran köld. En eins er þó gangan að síðustu fyrir þá báða. Þvi andinn í kyrrþey mun alltaf sinn skapara þrá, sem alla okkar fáimandi leit gegnum æfina skilur. Og aftur snýr geislinn, að upphafsins ljósu brá. En eftir er skugginn, sem lindina tæru hylur. DÓTTIR JARÐAR brydda á nýum framfarahug. Með- al annars var þá farið t hugsa um betri samgöngur innan bæar. Þá er farið að tala um að framlengja núverandi Vesturgötu alla leið vestur fyrir Ánanaust, og Þar sem þetta yrði sennilega alfaraleið vestur á Seltjarnarnes, þá sé sjálf- sagt að hafa götuna breiða — heilar 7 álnir. Ennfremur er ráðgerð gata suður að Móhúsum (núverandi Laufásvegur), en hann þurfi ekki að vera svo breiður, nægilegt að hann sé 6 álnir, svo að hann sé „klyfgengur“. Þá var Austurstræti ekki gata, heldur sund milli húsa, er öll sneru baki að því báðum megin. 1852 var fyrsta húsið reist við fyrirhugaða Lækjargötu nyrst. Jafnframt var þá öllum, sem vildu byggja við þá götu, gert að skyldu að setja laglegar grindur meðfram læknum. Það var nú ekki beinlínis gert til fegurðarauka, heldur áttu grindurnar að varna því, að börn og ölvaðir menn færi sér að voða í læknum. Lækurinn var þá oit mesti háska- gripur, oft alveg barmafullur og flæddi stundum inn á Austurvöll og yfir alla Kirkjubrúna, en svo hét Kirkjustræti þá. Vað var á læknum niður við ósinn, en það var ekki nema fyrir ríðandi menn að fara þar. Þess vegna voru sett- ar á hann nokkrar göngubrýr fyr- ir vegfarendur, er þurftu að kom- ast þar yfir. Tvær brýrnar voru merkastar og voldugastar. Var önn- ur fram undan Stiftamtmannshúsi (nú Stjórnarráðb), með miklum stólpum og grindum og sterkum hurðum. Hin var beint niður af latínuskólanum; var hún með svip- uðu sniði, sterkum stólpum og lok- uð með gríðarmikilli vængjahurð. Þess tvær brýr voru ekki fyrir sauðsvartan almúgann og þess vegna var svo vandlega frá þeim gengið og Þær lokaðar. NÚ VAR það um náttmál á Þor- láksmessu 1856, að tveir menn voru á gangi á Kirkjubrú. Engin götuljós voru þá, en dimmt var ekki, því að snjór var á jörð, bjart loft og tunglsljós og sá því vítt um. Þessir menn voru þeir Jón Magnús- son Norðfjörð, verslunarmaður frá Sjóbúð og Geir Zoéga, síðar kaup- maður og útgerðarmaður. Við Kirkjubrú voru þá aðeins fjögur hús. Að norðanverðu var lyfjabúðin austan við kirkjugarð- inn, nú orðin eign Randrups, er síðar varð konsúll. Að sunnanverðu var vestast Smiðjan, Þar sem Geir Zoéga átti heima, þá hús Halldórs Kr. Friðrikssonar skólakennara gengt lyfjabúðinni og austast dóm- kirkjan. Fyrir enda götunnar reis Teitshús, gamla húsið sem enn stendur, nú að vísu í eyði og talað um að flytja það. Yfir þetta hús gnæfði latínuskólinn, stærsta hús bæarins og bar við loft. Þegar þeir Geir og Jón voru komnir á móts við lyfjabúðina, sáu þeir eitthvert ferlíki koma fyrir horn kirkjunnar. Gátu þeir fyrst ekki áttað sig á hvað þetta mundi vera. Hestur gat Það ekki verið, það var miklu meira fyrirferðar en svo, einna líkast sjóskrímsli, eins og þeim var lýst. Þeir urðu þó hvergi smeikir, enda báðir ungir og hraustir menn, rúmlega tvítug- ir. Gengu þeir svo til móts við ó- freskjuna, en hún kom á móti þeim. Þegar styttist á milli, sáu þeir að þetta mundi vera maður með ein- hvern stóran fleka á herðunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.