Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 655 Arni G. Eylands býr að mörgu og mikilli ætt. Stórræði í þó ströng hafi ratað, stóð hann jafnan við gerða sætt, hefir ei sínum heillum glatað, heldur um rausn og manndáð bætt. Sína efndi vel suðurgöngu, sæmdir af hlaut, er níddi í öngu þyngstu sektir og sættargjörð. Maðurinn hefir af málum stækkað, margt þó að reyndi og kjörin hörð; brennumönnum fast hefir fækkað, flesta geymir nú exi og jörð. Friðstólinn heima Flosi situr, fullvel minnist þó höldur vitur Kára, er enga samdi sætt, mestum af drengskap vígum valdið viða hefir, svo um er rætt; mannsins, er stórum meir en gjaldið metur til hefnda vini og ætt. „Stóran endi á málum mínum myndi ég telja, ef Kári sínum huga viki til sátta senn. Hans væri mér þá fúsast firða féiag, ætti ég kjörin tvenn, hann skal mér lengi ljúft að virða langtum framar en aðra menn“. IV Minninganna bregður blundi bóndinn Flosi, knúð er hurð; úti hríð á dyrum dundi, drifa fyllir gil og urð. Sýldir menn á gólfið ganga, göngu er þreyttu erfiðstranga. Fyrirliðann Flosi kennir, fáir eru Kára líkir, yfir gesti augum rennir, algjör þögn í skála ríkir. Orð af vörum ekkert hrundi, enginn bjóst við siikum fundi. Yfir Flosa feginsbára flæðir, skjótt úr sæti hann rís, báðum höndum heilsar Kára, honum fagnar, reynsluvis, hásætis til hetju leiðir, hinum öllum bekki reiðir. Er sem verði feginsfundir fornra vina og gleðimót, eru á lofti margar mundir mönnum að vinna hrakningsbót, Heiisast menn sem horskir bræður, handtökunum FIosi ræður. Þannig Flosi sögu sinni sjálfur barg frá kaldri þögn, þó að Kári mest í minni muni lengi í rími og sögn; ítra drengja eftiriæti efsta hlýtur hann víðast sæti. Enn skal róa á bæði borðin, boðorð þetta er skylduríkt; enn er þörf að þjóðin orðin: „Það er ekki Kára líkt“, muni, og bjargi úr brimi og sandi beztu málum, tungu og landi. Nú er þörf á seggjum sáttum sem eiga Kára og Flosa geð, þegar liggur á þjóðar gáttum þrælalið, og brögðum með fúst er hverja fólsku að vinna, fýsir að gera ísland minna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.