Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 18
666 Rúrik rétti honum og hellti næst- um hálft af hinum brúnleita drykk. Hann bar það undir vatnskranann og fylíti það af vatni. — Þakka þér fyrir, sagði hann brosandi. Já, það eru reyndar að koma jól einu sinni enn. — Mér finnst alltaf að maður verði að mýkja sig svolítið til þess að komast í jólaskap. — Það ■ neL-ilega það. Verkstjórinn kom aðvífandi, og Rúrik hafði flöskuna þegar á lofti. — Einn lítinn til þess að kom- ast í jólastemningu? spurði hann. — Er það ekki heldur snemmt, s^i verkstjórinn spaklega en þáði samt neðan í glasi. Hálftíma síðar stóðu vinnufé- lagarnir í logndrífunni úti á göt- unni fyrir framan verkstæðið og óskuðu hver öðrum gleðilegra jóla af innileik. Síðan hélt hver til síns heima — nema Georg — hann þurfti að leggja lykkju á leið sína. Meðan hann drakk úr fyrsta glasinu, hafði hann verið ákveð- inn í að fara beint heim. llann hafði endurtekið í huga sér hvað eftir annað, að hann skyidi fara heim — eins og hann væri smeyk- ur um, að annað kynni að koma upp á. — Við annað glasið byrjuðu efasemdirnar. Voru kannske ekki að koma jól? Og þau voru ekki nema einu sinni á ári. Ætli það væri nokkur goðgá að fá sér eina hálfflösku — bara hálfflösku? Og samt — það var líklega réttast að fara beint heim. En þegar hann byrjaði á þriðja glasinu, vissi hann, að hann myndi þrátt fyrir allt ekki fara beint heim. Hann myndi koma við í þröngri hliðargötu, sem var ekki beint í leiðinni heim. Það gerði hann í senn graman og ang- urværan í skapi. Samt vissi hann, að hann myndi gera það. Þegar hann nálgaðist hliðargöt- una, fór hann að ganga hraðar. Hann hafði oft komið þarna áður LESBÓK MORGUNBLAÐSINS en aldrei á aðfangadegi, og það var ekki laust við, að hann blygðaðist sín fyrir að koma í þessum erind- um á aðfangadegi. En hanp skyldi ekki fá sér nema hálfflösku. Það yrði að nægja. Samt sem áður fann hann örla á áleitnum grun einhvers staðar í hugskoti sínu um, að ef til vill myndi það ekki nægja. Hann herti upp hugann og reyndi að vera kumpánalegur við hóndlarann í hliðargötunni. — Heyrðu, ég var of seinn að ná mér í flösku fyrir jólin. Heldurðu, að þú gætir ekki hjálpað mér um eina hálfa? — Ég á ekkert nema spíritus. Þú getur fengið hálfflösku af honum. — Ég ætlaði nú bara að fá hálf- fiösku af brennivíni, sagði Georg og leit fram hjá kaupmanninum inn í dimman ganginn. — Það á ég ekki til, því miður. En þetta eru miklu praktískari kaup og ætti ekki að vera of mikið yfir öll jólin. — Onei — sei, sei, nei, það er það nú ekki. Við skulum þá segja það. Um leið og kuldann lagði frá f’öskunni í bakvasanum fann hann til óttatilfinningar, eins og maður, sem hefur skyndiiega anað út í ófæru. Myndi ekki verða úr þessu margra daga ölvun? Og nú voru að koma jól. Ætti hann ekki að skila flöskunni aftur — eða fleygja henni?-------------- Nei, slíkt tiltæki kom auðvitað ekki til mála, og hann fór í þess stað að hugsa um, hvar hann gæti náð 1 vatn til þess að blanda spíri- tusinn. Það var ekki hægt að drekka spíritusinn óblandaðan. ÞEGAR klukkan sló sex, héldu jól- in innreið sína í hús Kristcfers bryta. Oskabörnin — Jón og Guð- rún, átta og tíu ára — voru fjarska- lega óþolinmóð eftir að fá að vita, hvað þau áttu að fá í jólagjöf —• svo að foreldrarnir höfðu hvað eftir annað þurft að tilkynna þeim af myndugleik, að jólagjafirnar kæmu ekki fyrr en búið væri að borða. Vinnustúlkan var ór.num kafin við að leggja á borð. Kristó- fer hafði lagt síðustu hönd á skreyt- ingu jólatrésins inni í betri stof- unni og þar biðu jólagjafirnar inn- pakkaðar. Nú vék hann sér fram í eldhúsið til þess að taka tappann úr kampavínsflöskunni, sem átti að vera á borðum til hátíðabrigð- is. Hann var snillingur í að ná töppum úr kampavínsflöskum. Og um leið og tappinn flaug upp úr stútnum með tilheyrandi smelli, sneri konan sér að manninum og sagði: — Heyrðu, var hann ekki skóla- bróðir þinn hann Georg — þú veizt — hann er bílaviðgerðamaður? — Jú. — Ég mætti honum áðan, þegar ég skrapp út, og mér sýndist hann vera dauðadrukkinn. Er það ekki hræðilegt — svona á sjálfum jól- unum! — Já, hann er víst forfallinn drykkjuræíill, anzaði maðurinn. Virðingin, sem eitt sinn hafði ver- ið tengd minningunni um þennan fyrverandi skólabróður, var löngu fyrir bí. Hún hafði á sínum tíma skapast af því, að Georg var mikill námsmaður, en hann sjálfur því miður alltaf í hópi fúxanna. Var þetta ekki ljóst dæmi þess, hve þessar svokölluðu námsgáíur gátu reynzt lítils virði, þegar komið var út í lífið? Dúxinn Georg var nú orðinn drykkjuræfill — drykkju- ræflar voru í augum Kristófers úrhrök þjóðfélagsins — en hann fúxinn, hvað hafði honum ekki tekizt af eigin ramleik? Nú orðið gat hann ekki hugsað til Georgs öðru vísi en með viðbjóði. Og hann bætti við: — Það er furðlegt, hvað menn geta lagzt lágt í drykkjuskapnum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.