Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 32
680 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JÓLATRÉ ÞAÐ var fagran sumardag í frjóv- samara landi en ísland er. Maður var á gangi úti í skógi ásamt ungri dóttur sinni. Þar voru margar teg- undir trjáa, og hvert tré var í sín- um fegursta sumarskrúða. Maður- inn horfði hrifinn á þessar dásemd- ir náttúrunnar, og svo spurði hann dóttur sína hvaða tré henni þætti fegurst. Svarið kom hiklaust og óvænt! — Jólatré! Það er orðinn gamall siður að hafa tré á heimilunum um jólin. Sumir segja að Marteinn Lúter hafi fyrstur manna byrjað á því um 1500. Sagan segir að hann hafi farið í gönguferð á aðfangadags- kvöld til þess að láta fegurð nátt- úrunnar blása sér í brjóst hvernig hann ætti að prédika á sjálfan jóla- daginn. Það var stjörnubjart veð- ur og snjór yfir öllu, svo að myrkr- ið sýndist bláleitt. Upp úr snjón- ,um stóðu sígræn tré og snjórinn á greinum þeirra glitraði alla vega j þegar stjörnuskinið speglaðist í 1 snjókrystöllunum. Þetta var slík töfrafegurð, að Lúter langaði til að geta flutt hana inn á heimili sitt. Hann náði sér 1 grein, fór með hana heim og festi á hana kerta- ljós til þess að fá einhvern svip af þeim töfrageislum, sem hann hafði séð í skóginum. Sumir segja að siðurinn sé miklu eldri. Þeir segja að Egyptar hinir fornu hafi skreytt heimili sín með pálmagreinum á sólstöðudaginn, til að fagna honum. Græni litur greinanna var tákn lífsins, og greinarnar sjálfar því tákn sigurs lífsins yfir dauðanum. Sömu merk- ingu höfðu grænar greinar hjá Rómverjum, Norðurlandabúum og Druídum. Þær voru á einhvern hátt tákn lífsins og verndarar gegn öllu böli. En saga jólatrjánna hefst þó ekki fyr en Marteinn Lúter bar grænu greinina heim til sín á jóla- nótt. Þó var það ekki fyr en löngu seinna að almenningur tók upp þann sið að hafa græn tré á heim- ilum sínum á jólunum og skreyta þau á ýmsan hátt. Fyrst 1 stað voru skreytingarnar aðeins táknrænar. Matur var hengdur á greinarnar, eða myndir af mat. Það var tákn allsnægta. Ef til vill má rekja tildrögin að þessu fram í gráa forneskju, þegar for- feður vorir hengdu mat upp í tré svo að villudýr gæti ekki náð í hann eða þegar þeir færðu goðun- um matfórnir og hengdu þær upp í tré. Seinna var farið að skreyta trén með mislitum pappír og bóm- ullarhnoðrar voru settir hingað og þangað til þess að tákna snjó. En þegar silfurpappír og „englahár" kom var það óspart notað, því að jólaljósin glitruðu í því eins og stjörnuljósin, sem Lúter sá glitra í snjókrystöllunum forðum. Það er nú orðinn sérstakur at- vinnuvegur að rækta jólatré, og er Marteinn Lúter hann rekinn á vísindalegan hátt í Bandaríkjunum. Eru þar ræktuð ýmis afbrigði sígrænna trjáa, sem hafa alla þá kosti, er jólatré mega prýða. Greinarnar eru fagurlega lagaðar og sterkar til þess að þola þungann af því, sem á þær er hengt. Barrnálarnar hafa ýmis lit- brigði og þær losna ekki þótt tréð komi í hita. Það getur því staðið inni í stofu um öll iólin, án þess að láta á sjá. í engu ríki í heimi mun vera jafnmikill markaður fyrir jólatré eins og í Bandaríkjunum. Þar eru seldar 50 miljónir trjáa um hver jól. Þessi tré koma öll frá Norður- ríkjunum, en mest ræktun jóla- trjáa er í Pensylvaníu. Þar er lítið fjallaþorp, sem heitir Indíana, en það kallar sig „Jólatrjáa-höfuðborg heimsins", enda er hvergi á byggðu bóli ræktað jafnmikið af jólatrjám og þar. Þeir, sem stunda þessa ræktun, græða vel á því. Til skóg- ræktarinnar geta þeir notað lélegt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.