Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 653 Annað hvort var byrðin Þung, eða maðurinn ölvaður, nema hvort tveggja væri, því að hann skjögr- aði sitt á hvað. „Hvað getur maðurinn verið með á bakinu?“ varð Jóni að orði. „Það skyldi þó aldrei vera hurð- in af skólabrúnni“, sagði Geir. Þeir mættust um miðjan Austur- völl og viku þeir Jón og Geir úr vegi fyrir manninum. Hann tók ekkert eftir þeim, en helt áfram för sinni. En þegar hann kom vestur á móts við lyfjabúðina, missti liann byrði sína, eða lét hana detta, og helt svo áfram, eins og hann hefði lokið ætlunarverki sínu. Um leið og þeir Geir og Jón gengu fram hjá honum, þekktu Þeir manninn báðir samstundis. Þetta var einn af nemendum prestaskólans, annálaður krafta- maður og tahnn tveggja manna maki. Þeir félagar hinkruðu um stund hjá kirkjunni, og væntu þess, að maðurinn mundi koma aftur til að sækja byrði sína, því að ólík- lega hefði það verið tilgangur hans að skilja hana eftir þarna á miðri götu, hann mundi hafa ætlað með hana á einhvern ákveðinn stað. En svo leið og beið og hann kom ekki. Gengu þeir þá eitthvað lengra og voru burtu nokkra stund. En er Þeir fóru um Kirkjubrú aftur, var byrð- in horfin og gátu þeir enga grein gert sér fyrir því hvað af henni hefði orðið. MORGUNINN eftir, á sjálfan að- fangadaginn, kom Bjarni Jónsson rektor í býtið heim til Vilhjálms Finsens bæarfógeta, vakti hann upp og kærði fyrir honum, að kl. 9 tiJ 10 kvöldinu áður hefði annari vængjahurðinni af skólabrúnni verið stolið, og vissi enginn hver væri valdur að þessu, né hvar hurð- in væri nú niður komin. Var rektor þá hinn reiðasti og sópaði heldur að honum. Taldi hann að þessi verknaður hefði verið framinn, annaðhvort til þess að svívirða sig eða gera skólanum hneisu, nema hvort tveggja væri. Og Þegar Bjarni rektor var í þeim ham, var hann ekki árennilegur. Bæarfógeti brá þá og skjótt við, þar sem virðing rektors og skólans var í veði, og sendi lögregluþjón- ana til að leita að hurðinni. Voru þeir þá svo heppnir að rekast á Halldór Kr. Friðriksson skólakenn- ara. Var hann á leið til skrifstofu bæarfógeta að gefa upplýsingar um hurðina. Hafði hann séð allt til ferða presthngsins og Þeirra Geirs og Jóns. Hann hafði og þekkt hurðina, því að hún var honum vel kunn, þar sem hann gekk á hverj- um degi um skólabrúna. Þótti hon- um illt að láta slíkan merkisgrip hggja á götu fyrir hunda og manna fótum, svo að þegar hinir voru horfnir, hafði hann dregið hurð- • ina í skjól að húsabaki lyfjabúðar- innar. Þar vísaði hann á, að hún mundi nú vera niður komin. Lögregluþjónarnir fóru þá Þang- að og fimdu hurðina þegar að til- vísan Halldórs. Drösluðu þeir henni svo austur að læk og upp á skóla- brú, komu henni á hjörurnar og gengu frá henni eins og vera átti. Síðan fóru þeir á fund bæarfógeta og skýrðu honum frá því að nú væri allt komið í lag, hurðin kom- in á sinn stað og skólabrúin með öllu óskemmd. Hér var Því allt í lagi. En þá var eftir að sinna kæru rektors og hafa upp á ódáðamann- inum. Lögregluþjónarnir skýrðu frá því sem Halldór Kr. Friðriks- son hafði sagt þeim um manna- ferðir á Kirkjubrú kvöldinu áður. Voru þeir þá sendir til Þess að ná í þá Jón og Geir. Þegar er þeir komu, var réttur settur og þeir yfirheyrðir. Sögðu þeir upp alla sögu og hver maðurinn hefði ver- ið, sem Þeir mættu með hurðina. Þá var sent eftir honum, en gripið í tómt. Fuglinn var floginn. Hann hafði farið úr bænum eldsnemma á aðfangadagsmorgun til þess að eyða jólaleyfi sínu uppi á Skaga. Var því ekki hægt að gera annað en ákveða að höfða mál gegn honum. ÞRETTÁNDADAG kom sökudólg- urinn aftur til Reykjavíkur. Var þá ekki beðið boðanna, heldur var honum stefnt fyrir rétt næsta dag. Hann viðurkenndi þegar, að hann hefði tekið hurðina af skólabrúnni á Þorláksmessukvöld og borið hana á burt, en skilið hana eftir nálægt lyfjabúðinni. Kvaðst hann ekki hafa gert þetta í neinum illum til- gangi, heldur í einhvers konar glensi eða hugsunarleysi, þar sem hann hefði Þá verið nokkuð kennd- ur. Fortók hann með öllu að hann hefði gert þetta í þeim tilgangi að vanvirða Bjarna rektor né heldur skólann. Þó kvaðst hann hafa verið í því skapi, að hann hefði ekki hugsað neitt um hvað af hurðinni yrði. Hann bað, að dómur yrði ekki felldur í þessu máli, heldur yrði því skotið undir úrskurð stiftamtsins. Fellst dómarinn á það. Ekki er að sjá að Þessi yfirsjón, eða afleiðingar hennar, hafi orðið piltinum fjötur um fót. Hann helt áfram námi sínu í prestaskólanum og útskrifaðist þaðan. Varð hann síðan merkisprestur og gegndi em- bætti hátt upp í hálfa öld. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.