Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 677 eggjaniii til dáða sterkari, hvergi klæðist bjargföst trú skáldsiiis á framtíð íslands og hirmar íslenzku þjóðar fegurri eða áhrifameiri bún- ingi heldur en í þessum innblásnu og margdáðu orðum úr minningar- kvæðinu um séra Þorstein: • Veit þá enginn, að eyan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna. Skáldið hnigur, og margir í moldu með honum búa, — en þessu trúið. Djörf var hún óneitanlega þessi draumsýn hins vortrúaða skálds, en svo spámannlega mæltist hon- um, að hún er nú orðin að veru- leika í ríkum mæli: Stjórnfrelsi þjóðarinnar endurheimt með end- urreisn lýðveldisins, er var árang- urinn af baráttu hans, samherja hans og fyrirrennara, og af starfi Jóns Sigurðssonar og þeirra ann- arra, sem fylgdu honum í spor 1 frelsisbaráttunni. Nokkuð hefir einnig áunnizt í þá átt að láta ræt- ast draum skáldsins um að klæða landið skógi að nýu. Og þegar á það er minnt, að fyrr- nefnd eftirmæli Jónasar um vini hans séu hvort tveggja í senn ætt- jarðar- og baráttukvæði, þá má ekki gleyma „Hulduljóðum“ hans, dásamlegum minningaljóðum hans um Eggert Ólafsson. sem þrungin eru vandlætingar- og vakningar- anda; en Jónas var beinn arftaki Eggerts og dáði hann að sama skapi. Þess vegna myndi Jónas einnig una því vel, í þessu sam- bandi, að ég vil minna ykkur á það, að nú eru rétt 200 ár liðin síðan Eggert ólafsson orti hið fagra „Föðurlandsminni“ sitt, er hefst með ljóðlínunum yndislegu: ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig; sem á brjóstum borið og blessað hefir mig fyrir skikkan skaparans, vertu blessað, blessi þig blessað nafnið hans.*) Seinustu sjö árin, sem hann lifði, vann Jónas Hallgrímsson að ís- landslýsingu á vegum Hins ís- lenzka bókmenntafélags, ferðaðist um landið í þeim erindum og við- aði að sér efni í ritið; en hann dó frá því verki mjög skammt á veg komnu. Hins vegar var hann gædd- ur miklum hæfileikum sem nátt- úrufræðingur, og hefir Paimí *) Ekki þarf lengi að leita í ættjarð- arkvæðum eða öðrum ljóðum Jónasar til þess að finna andlegan skyldleika hans og Eggerts. Því til sönnunar næg- ir að minna á hið gullfagra og ómþýða „íslandsminni" Jónasar: „Þið þekkið fold með bríðri brá“, sem vafalaust liggur ykkur mörgum, ef ekki flestum, létt á tungu. Eggert biður íslandi bless- unar guðs í þessum orðum: „Vertu blessað, blessi þig, blessað nafnið hans“. Bænarorð Jónasar fyrir ættjörðinni eru jafneinlæg og hjartaheit: „Drjúpi hana blessun drottins á um daga heims- ins alla“. Þannig fallast þeir í faðm, andlega talað, vormennirnir langsýnu og ættjarðarvinirnir eldheitu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.