Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 10
658 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sveinn dSjörnóáon ^oróeti Að staekka lands þíns heill og heiður, að hefja og göfga þjóðar sál, svo héldist jafnt hvert orð sem eiður, og ÖU að styðja gagnleg mál, það var þín stefna, var þitt starf, svo vaxtaðir þú föðurarf. Og þú gekkst heill að hverju verki og hjartagullið þar í ófst, og út um heiminn tslands merki þú öðrum víðar barst og hófst; þú aidrei settir á það blett, sem ætíð vildir gera rétt. Svo markaðirðu stjórnum stefnu, er steigstu Islands framaspor. Af dug ef fylgt er dæmi gefnu, sem drengskap heimtar vit og þor, með sæmd er íslands sæmdar gætt, og seint mun þá við slysum hætt. Þú stór varst jafnt í stóru og smáu, hið stóra og smáa var hér eitt, og smælingjana og herra háu i huga fnnum skildi ei neitt, þar alla að brunni einum bar ef aðalsmarkið sama var. Ef þjóð vor eignast þina lika, mun þjóðar heilla betur gætt. Vér eygjum núna enga slíka, því er í svipinn mörgu hætt. En lofsæl minning lifi þín svo lengi er þjóðin gætir sín. AMICUS MEMOR else er næsta aðalstöð og síðan er haldið beint til ferjubæjarins Krosseyrar. Lengra fer lestin ekki, fólkið tekur saman föggur sínar og gengur um borð í ferjuna, sem innaö stundar siglir yfir til Nýu- borgar á Fjóni, en það er 5 kortéra sigling yfir Stórabelti. Ferjurnar, sem sigla milli Sjálands og Fjóns ,eru glæsileg skip með rúmgóðum Íborð- og reyksölum, þar sem allar mögulegar veitingar eru á boðstól- um og kunna Danir vel að meta slíkt. Nýaborg, sem er 11.000 íbúa bær er ekki fræg fyrir neitt svo að ég muni nema heimatrúboðsfundi á ströndinni skammt frá bænum. Á brautarstöðinni í Nýuborg skipt- ast leiðir. Þeir, sem ætla til Jót- lands fara með brautinni sem ligg- ur um Odense, höfuðstað Fjóns, þriðju stærstu borg Danmerkur með 120.000 íbúa. Þar er H. C. Andersenhúsið fræga og eitt ný- tízkulegasta ráðhús Norðurlanda, svo aðeins sé nefnt tvennt af því sem vert er að skoða í Odense. Við, sem ætluðum til Suður- Fjóns förum í Svendborglestina, en nú er allur hraði úr sögunni. Þetta er einkajárnbraut, þar sem hver einasta smástöð er viðkomo-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.