Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 6
654 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Árni G. Eylands: SÆTTIN Grettir sig haust um græði og storð, gnauða öldur um kinnung og borð, stormur rjálar við reiða. Norður um haf stefnir hlaðinn knör, heimleiðis menn úr langri för halda, er meira mátu en fjör mannorð og vinareiða. Heimleiðis Kári Sölmundarson siglir. Hvers á hann þar nyrðra von? Hljóður við stjórn hann stendur; motaðoir fast við margan leik, minnugur enn um bál og reyk, kvistuð er var hans ættareik, inni sonurinn brendur. • Aldrei hefir á langri leið létt af huga þeim dýra eið, skyldunni um harðar hefndir. Margt var djarflega skopað skeið, skuldin goldin er höggið reið, nú er minningin morgunheið: miklar og traustar efndir. „Undan dró þann er mat ég mest, manninn er allar hélt sættir bezt; þegnskap ber þann að muna. Sverð mitt ætla ég sé nú hert svo í blóði, að nóg sé gert hefnda til, svo mér verði vert vel settum griðum að una. Fullvaxinn kvaddi ég feðra strönd, fast við ísland mig tengja bönd margra og mikilla rauna; þar hefir líka lífið bezt leikið við mig og skap mitt fest, þar var mitt yndi og auðna mest: ást sem ei krafðist launa. Stormur rjálar við reiða fast, reynt hef ég fyrri veður hvasst, landtöku líka harða. Heyri ég aukast hranna nið, harðmúluð strönd, er ég kannast við, bráðum mun rjá við mitt röska lið, reynda menn veðurbarða“. n Hrjúf var lending í hríð og frosti, hraktir menn eiga fáa kosti: brotið er skip og brestur föng. Lífinu vilja flestir forða, foringinn Kári tekur til orða: „Harðnar nú vist, ef verður löng. Illt er um bjargir á öræfasöndum, oft vér gistum á hlýrri ströndum, skulu þó drengir herða hug. Torsótt oss leiðin verður til vina, vandi er löngun að treysta á hina, látum það samt ei drepa dug. Því skal nú reyna þegnskap Flosa, þykir mér betra en skriða í mosa djarflega að ganga á garpsins fund. Lengi þó nokkuð andvígt ættum, enginn sem mælti fyrir sættum, reyna skal nú hans rausnarlund. Sækjum þvi heim að Svínafelli, sýnum að gangan lítt oss hrelli, allmjög þó virðist kreppt um kjör. Enginn skal huldu höfði fara, hamingjan enn mun drjúgum vara, vel svo að ljúki langri för“. III Svínfellinga er setinn bekkur, situr þar bóndi flestum þekkur,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.