Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 36
684 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Eg tel mig íslending, vegna þess að eg er af íslenzku bergi brot- inn“, sagði hann. „Eg er að vísu fæddur í Þýzkalandi, en afi minn átti heima í Danmörk og hann var af íslending kominn, eins og nafnið bendir til. Forfaðir minn, íslend- ingurinn, var Magnússon". Eg spurði hann þá hvort hann vissi nokkur deili á þessum forföð- ur sínum, eða hvaðan hann hefði verið af íslandi. Úr því gat hann *kki leyst, en helt þó að hann hefði verið af Vesturlandi. Ekki mundi hann skírnarnafn þessa forföður síns, en sagði að langafi sinn hefði flutzt suður í Slésvík þegar afi sinn hefði verið barn að aldri. Hann sagði mér ennfremur, að sumarið áður hefði Vilhjálmur keisari boðið sér norður í Noreg á skemmtisnekkju sinni „Hohen- zollern". Kvaðst hann hafa orðið svo hrifinn af þessu ferðalagi, nátt- úrufegurð landsins og norsku þjóð- inni, að hann hefði einsett sér að ferðast til íslands að kynnast landi feðra sinna og æskuslóðum þeirra. Við spjölluðum saman nokkra stund, en að skilnaði bað hann mig blessaðan að heimsækja sig, því að við ættum enn margt ótalað og sig fýsti mjög að fræðast um land feðra sinna. Eg hét því, en það fórst þó fyrir. Eg hafði mörgu að sinnna um veturinn og hafði ýmis áhuga- mál önnur. Samt keypti eg þetta blað með mynd af honum og fræg- ustu höggmynd hans, og hefi geymt það síðan. Nú mundi eg ekki hafa látið undir höfuð leggjast að hitta meistarann og reyna að fá frekari upplýsingar um ætt hans. Um vorið fór eg suður til Frakk- lands og var á heimssýningunni í París sumarið 1900. Hafði eg hugs- að mér að heimsækja Harro Magn- ússen þegar eg kæmi aftur til Berlínar. En þangað kom eg ekki aftur. Eg fór frá Frakklandi til Norðurlanda og kom ekki við í Berlín. Og síðan helt eg heim til íslands. Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér í dag, þegar eg rakst á þetta gamla blað. Og nú kemur þú hing- að eins og sendur. Þú átt að leysa af hendi það sem eg hefi vanrækt. Þú átt að hafa upp á hinum ís- lenzka forföður myndhöggvarans fræga. Eg fór einu sinni til dr. Jóns biskups Helgasonar, sem eg vissi fróðastan manna um íslendinga í Danmörk að fornu og nýu, og spurði hvort hann gæti ekki sagt mér hver væri forfaðir Harro Magnússens, en hann vissi ekkert um það og gat engum getum að því leitt. Mér þykir það leitt, vegna þess að eg er sennilega eini íslending- urinn sem talað hefir við Harro Magnússen og fengið að vita af sjálfs hans munni að hann var af íslenzku bergi brotinn, ef sú vit- neskja fer 1 gröfina með mér. — Reyndu því að hafa upp á forföður hans, sem á að hafa verið á Vestur- landi. ☆ Þannig mælti Guðmundur. Og eg fór með blaðið heim, enda þótt eg hefði litla von um að mér mundi takast að ráða þessa gátu. Og það hefir sjálfsagt verið vegna þeirr- ar vanmáttarkenndar, að eg lagði blaðið frá mér, og gleymdi því svo, alveg eins og Guðmundur. Svo var það sólbjartan vormorg- un 1955 að eg var staddur á Bale- strand í Sogni í Noregi. Eg gekk þá fram með firðinum þangað sem eru tveir stórir og fornir haugar. Er mælt að annar sé haugur Bela konungs, föður Ingibjargar hinnar fögru, en hinn haugur Þorsteins Víkingssonar, föður Friðþjófs hins frækna. Á haugi Þorsteins er forn bautasteinn, en á haugi Bela kon- ungs er höggmynd af öldruðum manni, sem situr þar á steini með beran brand um hné sér. Var mér sagt að Vilhjálmur Þýzkalands- keisari hefði gefið þessa mynd á þeim árum, er hann var tíður gest- ur í Sogni á skemmtisnekkju sinni. Og sem eg stend þarna og virði fyrir mér haugana og myndina, rifj -ast allt í einu upp fyrir mér sag- an um Harro Magnússen mynd- höggvara, og að hann hefði verið eitt sumar gestur keisarans á skemmtisnekkju hans á þessum slóðum. Og um leið vaknaði hjá mér þessi spurning: — Það skyldi þó aldrei vera að þessi mynd sé eftir Harro Magnússen? Eg spurði marga þar á staðnum hvaða listamaður hefði gert þessa mynd, en því gat enginn svarað. Mér virtist Norðmenn ekki hrifnir af myndinni og þeim stæði svo sem á sama hver hana hefði gert. Á heimleiðinni var eg að velta þessu fyrir mér. Hvers vegna bauð keisarinn myndhöggvaranum með sér norður í Sogn? Var það ekki gert til þess að hann mætti með eigin augum sjá haug Bela kon- ungs og hugsa sér hvernig sú mynd skyldi vera, sem keisarinn ætlaði að reisa þar? ☆ Þegar eg kom heim, fór eg að leita að blaðinu, sem Guðmundur Gamalíelsson hafði gefið mér. — Menn vita ef til vill af eigin reynslu, að ekki er hlaupið að því að finna hlut, þótt lagður hafi ver- ið á vísan stað einhvern tíma, þeg- ar sá vísi staður er gleymdur fyrir löngu. Og sérstaklega hygg eg að blaðamenn skilji, að ekki er auð- velt að rata á sérstakt blað í öllu því blaðamoði, sem að þeim hrúg- ast um langan tíma. Finnst mér því mega virða mér til vorkunnar, að býsna langur tími leið áður en mér tækist að hafa upp á blaðinu. En í leitirnar kom það að lokum. Stutt grein um Harro Magnús-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.